Ísafold - 21.04.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.04.1897, Blaðsíða 3
99 um annara verkamanna í lánsvist lijá þurfa- manni. ÞaS er síður en svo, að vjer viljum væna hina heiSruSu foringja á Heimdalli um vísvit- andi tómlæti í erindarekstri sínum hjer. Vjer höfum aS eins haldiS því fram, að þeim hafi tekizt miður fimlega vörnin hjer fyrir oss það sem af er vorinu, og synt fram á greinileg dæmi þess. En vjer skulum vona og óska, að vjer kunnum önnur tíðindi að flytja af þeim eptirleiðis. Af því að því hefir verið varpað fram, að unnið mundi fyrir gyg að handsama og sekta botnverpinga fyrir landhelgisbrot, vegna þess, að slíkar sektir yrðu óðara gefnar upp af stjórninni í Khöfn, þá er rjett að geta þess, í sambandi við það sem frá var skýrt í síð- asta blaði um vægilegri hagnýting nokkurra fyrirmæla í lögunum frá 10. nóvember 1894, aS þeirri ráðabreytni stjórnarinnar kvað fylgja eindregið áform hennar um að gefa nú alls eigi upp sektir fyrir önnur eSa almenn brot gegn nefndum lögum. Þá má og geta þess sem nokkur lconar ný- mælis, að yfirforinginn á »Heimdalli« fylgir þeirri reglu um landhelgi, er samþykkt var á ríkisfulltrúafundi í Haag 6. maí 1882, að því er Englandshaf (Norðursjóinn) snertir, að land- helgi skuli í fiskiveiSamálum talin frá ann- nesjum fyrir þeim fjörðum og víkum, sem ekki eru breiðari en 2l/2 míla (10 mílufjórð- ungar), í staS l1/^ mílu áSur. En á þeirri reglu græða t. d. Faxaflóamenn það, að öll víkin milli Keilisness og Garðsskaga telst með innfjörðum, þannig, að landhelgin reiknast s/4 mílu (3000 faðmar) út frá beinni stefnu milli tjeðra annesja. Vík þessi er sem sje eptir nýjustu siglingabrjefum (sjókortum) ekki full- ir 10 mílut'jórSungar. Telja menn það vera orðna rjettarvenju um nokkur meiri háttar atriði í nefndri sáttmálagerS í Haag, að fara eptir þeim einnig utan Englandshafs. En hvort Bretar viðurkenna þá rjettarvenju, skal ósagt látið. Heyleysi ber nú á í meira lagi víðahjer um sveitir sunnanlands. Einkum sögS brögð aS því undir Eyjafjöllum, og í sumum sveit- um á landskjálftasvreðinu, en þar næst hjer í Mosfellsbveit og upp um BorgarfjörS hingað og þangað. Fjárfækkun of lítil 1 haust, sak- ir þess, hve markaðir brugðust, en ásetnings- dirfska of mikil, svo sem lengi hefir við brunnið. ÞaS er í frásögur fært sem dæmi upp á fíflskulegan ásetning, að bóndi einn hjer nær- lendis, þjóSkunnur búfræSingur, sem býr á gjaffeldri jörð, í byggðarlagi, þar sem hæfi- legt þykir að ætla 2 hesta af heyi handa hverri sauðkind, ám og lömbum, átti í haust 200 hesta af heyi til vetrarins, nær helming af hvoru, töðu og útheyi, og setti þar á 100 fjár, lömb og fullorðið, og 4 kýr ásamt 2 vetr- ungum, og ennfremur 4 hross, auk annara 4, er hann átti í hagagöngu annarsstaðar og mátti búast við heim, ef nokkuð harðnaði í veSri. Hann setti meS öðrum orðum naut- peninginn og hrossin á alls eigi neitt; því að kornhár hafði hann ekkert handa skepnum. Vegna þess, að veturinn var svo vægur, að hann gat látið fullorðið fje lifa mikið á útigangi, varð hann ekki heylaus fyr en með þorra. Fjárkláða bryddir nú býsna-mikið á, reglulegum, sóttnæmum, sunnlenzkum fjárkláSa, ekki einungis um Borgarfjörð og Mýrar, að vanda, heldur einnig hjer um sveitirnar fyrir sunnan Hvalfjörð. Fannst nú fyrir páskana á 12 bæjum í Kjósarhreppi, eptir að tvívegis hafði veriS skoSað þar áður í vetur og baðaS einu sinni, fyrir og eptir jólin, en því miður ekki baðað tvisvar, sem öilum kemur saman um að nauðsynlegt sje, þar sem kláði er fyrir. En kláðans varð eigi vart þar, fyr en ef það hefir verið við aðra skoðan, á þorranum, með því hann á opt að sjer aS brjótast eigi út, fyr en skepnur fara að leggja til muna af eSa hrakast. Þá hefir og kláSa orðið vart á Kjalarnesi, lítilsháttar. í Mosfellssveit sagt kláðalaust við skoðun snemma í þessum mánuðu, og fyrirskipaðar almennar baðanir eigi framkvæmdar þar nema sumstaðar; en fám dögum eptir þessa skoSun hittist kind þar á einum bæ úti í haga útsteypt í kláða! Það er meS öðrum orðum, að jafnvel hjer um sveitir, gömlu kláðasveitirnar, þar sem menn kunna mætavel til lækninga á fje og eru alvanir við baðanir og almennt sannfærðir um, að þær sjeu þjóðráð, hvort sem kláða verður vart eða ekki, — jafnvel þar sýna menn sig hvað eptir annað í því aS vilja leyna kláða. Samgöngur viö Vestmannaeyjar. í frjettagrein úr Yestmannaeyjum í 6. bl. ísafoldar þ. á. er minnst á samgönguleysi við meginlandið og að póstar sjeu þá orðnir 4 á landi. Kennir hrjefritarinn það hirðuleysi mínu sem brjefhirð- ingarmanns, að póstsendingar hafi ekki komizt til Eyjanna með síðustu ferðum, er fallið hafi i haust. En jeg get ekki kannazt við, að hjer hafi verið neinu hirðuleysi um að kenna frá minni hlið, því samstundis og vart varð við að Eyjamenn voru komnir upp i Sandinn, þá sendi jeg á stað með póstinn, en þegar sendimaður var kominn fram á miðjan sand, sá hann að skipið var lagt frá landi, svo út lítur fyrir, að sú ferð hafi verið gjörð til annars en að sækja póst. En þess hefir hinn heiðraði brjefritari ekki getið, og ekki heldur þess, að í 2 daga i senn var bezta leiði, eptir að 2 póstar voru komnir, sem allir töldu vist, að Eyjamenn mundu nota. Sendi jeg annan daginn með póstinn að Önundarstöðum og beið sendi- maðurinn þar fram undir kvöld. Jeg vona því að öllu þessu athuguðu geti enginn álitið að hjer þurfi um að kenna hirðuleysi mínu, þó að póst- urinn yrði fjórfaldur í roðinu. Sama frjettagrein talar um Ljótarstaði sjeu ó- hentugur brjefhirðingarstaður, af því að þeir sjeu langt upp i sveit, og er það spáný kenning; því að i full 20 ár, sem brjefhirðing er búin að vera hjer, hefir engin umkvörtun komið um, að stað- urinn væri illa valinn, eins og greinarhöfundurinn talar um, Ljótarstöðum 12. apríl 1897. Magnús Björnsson. „Heimdallur“ og botnverpingar. Því miöur virðast öll veðramerki benda í þá áttina, að eptirlit varöskipsins danska með framferöi botnverpinga hjer í flóanum ætli þetta áriS að reynast svipað og hið síSastliðna, eða einkisvirði. Hinn 3. þ. m. kom loksins þetta lengi og sárþráða varSskip, er allir höfðu gert sjer svo glæsilegar vonir um, að yrSi til hins mesta gagns. Botnverpingar voru reyndar komnir tæpum mánuði áður, og að vanda búnir að hafa í frammi sitt hóflausa blygðunarleysi, yfirgang og margítrekuð brot gegn lögum vor- um og rjettindum. Menn voru orðnir sár- gramir aðförum þessara erlendu þorpara, og urSu því eðlilega meira en minna glaðir, þeg- ar »Heimdallur« loksins renndi inn í flóann, því betra er seint en aldrei, hugsuðu menn; það jók heldur ekki lítið á augnabliksgleöina, að einmitt í það mund, er hann rak nefiö inn fyrir Sltagann, voru nokkrir botnverping- ar svo að segja á vegi hans, eða í landhelgi, fram undan Leiru, Hólmsbergi og Keflavtk, svo ekki þurfti annaö en að víkja lítið eitt af beinni og vanalegri leið til þess, að standa þorpara þá, sem í hlut áttu, að lögbrotsathæf- inu og taka þá með sjer; meS þessu hefði skipið unnið þarft verk, og sjer, góðan orð- stír; en svo leit út sem það hefði ekki tíma til þess; það brunaSi beint til borgarinnar og hvíldi sig þar til hins 9. þ. m., að það skauzt út úr flóanum aptur, án þess að hafa þar neina dvöl; hefir náttúrlega ekki álitið neitt athugavert við botnverpingana, enda mjög sennilegt, að þeir hafi mjakaS sjer út fyrir landhelgislínuna meðan herskipið gufaði fram hjá. Hvernig á nú að skilja þetta háttalag varð- skipsins? og hvernig verSur slík frámmistaða kölluð vörn? eða hvað er þessi koma þess hingað í flóann annað en þýðingarlaus leikur? leikur sem þessir góSu herrar hefðu átt aS láta óleikinn, sóma síns og þjóðar sinnar vegna. SíSan í fyrra sumar hefir hróp og kvein þeirra manna, er búa hjer við Faxaflóa, og sem eiga lífsvelferð sína og sinna undir fisk- afla úr honum, gengiS fjöllunum hærra; allar mögulegar tilraunir hafa verið hafðar í frammi til að firra sig þessum vandræðum; fundir hafa veriö haldnir í þessu skyni, bænarskrár sendar til landsstjórnarinnar meöal annars um að hún reyndi að útvega skip hjá stjórninni í Danmörku til að verja landhelgina hjer í flóanum; þessu er vel tekið, skipið kemur, flóinn fullur af botnverpingum, sem daglega brjóta landslögin fyrir augum vorum, hæða vanmátt okkar og varnarleysi meS lögleysis- aðförum sínum í allar áttir; kærurnar yfir háttalagi þessu — og þó ekki einn hundraðasti partur kærSur — dynja eins og drífa til yf- irvaldanna, bæði áður en varðskipiö kemur og meðan það dvelur í Kvík; en skip þetta, sem menn vona og skilja svo, að sjerstaklega eigi að vera á verði hjer í flóanum í öllu falli uni vetrarvertíðina, gerir ekkert annað en koma, dvelja í Reykjavík og fara aptur án þess að gera neina minnstu varnartilraun; rjett eins og það sje dauðhrætt við þessa þorpara, sem það á að hrœða-, í öllu falli lítur ekki útfyr- ir að þeir sjeu sjerlega smeykir við varðskipiö, því í rauninni hafa þeir sjaldan eða aldrei verið nærgöngulli en einmitt dagana sem »Heimdallur« dvaldi í Reykjavík. Meðan dall- arar lifðu í gleði og glaum höfuSstaðarins, ljetu verpingar greipar sópa um þorskanet bænda, drógu burtu og glötuðu alveg hverri trossunni á fætur annari, eða stykkjum úr þeim, svo efasamt er, hvort konungsdýrkun- arveizlurnar þar í höfuðstaðnum hafi numið hærri fjárupphæð en netaskemmdir botnverp- inga hjer syðra um það skeið. Svo sem kunnugt er, eiga botnvörpuskipin aS hafa segl uppi á eptri siglu meSan þau draga vörpur sínar; síðan »Heimdallur« kom í þetta sinn, hafa verpingar lagt þenna sið niður, að minnsta kosti þá þeir eru i land- helgi, og hef eg sjeð þá þessa dagana fylgja þessum nýja sið hjerna þjett utan við höfn- ina; er þetta efalaust gert til þess að blekkja varöskipið, ef það einhvern tíma, þegar það skreppur inn til Rvíkur eða út þaðan, skyldi af tilviljun sjá þessa sakleysingja hjer inni á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.