Ísafold - 24.04.1897, Side 1

Ísafold - 24.04.1897, Side 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Verb árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis6 kr.eða l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgef'andafyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavik, laugardaginn 24. april 1897. XXIV árg. Nýir fjármarkaðir erlendis. Eins og yður mun kunnugt, tók jeg mjer fyrir aS ferSast til Þýzkalands, Hollands, Belgíu og Frakklands til þess aS komast eptir, livernig bezt væri aS haga innflutningi og sölu á fje á fæti frá Islandi til þessara landa. Jeg kom heim úr þessari ferS í nótt, og skal nú stuttlega skýra ySur frá erindislokum. Á Frakklandi er hinn stærsti markaSur. Á hverju ári flytjast þangaS um l3/4 miljón sauSkinda, og þaS munar því ekki mikiS um það, þótt allur útflutningur frá íslandi bæt- ist við þessa tölu. Þar er selt alls konar fje; íslenzkt fje líkar dável. Islenzkt sauSakjöt hefir verið selt í Farísarborg á 63 aura pundið í stórkaupum; bezta íslenzkt fje hefir veriS selt í Dunkerque á rúmar 30 kr. kindin. En kostnaður er feikna-mikill, áður en kjötið er selt. Innflutningstollur er 15 fr. 50 otm. fyrir 100 kíló lifandi vigtar eða um 5 kr. 50 a. fyrir hverja kind. Þá er alls konar annar kostnaður, er síðar skal nákvæmlega getiS. Líklegast mun að jafnaði geta fengizt fyrir kindina heima á íslandi 12—17 kr., aS öllum kostnaði frádregnum. Bezt er að senda fjeð til Dunkerque og selja það þar við komu þess þangað, hið vænsta til Parísar til slátrunar, en rýrara til Norður-Frakklands, einkum til Lille, þar sem bændur kaupa nokkuð af því og ala fram á vetur. FjeS er selt á Frakklandi í umboðssölu; uppboSssala á fje á sjer ekki stað. ÞaS er varasamt, að senda fjeð til Frakk- lands fyrir eigin reikning; umboðsmenn reikna misjafnt kostnaðinn. Herra Zöllner í New- oastle hefir gert ýmsar tilraunir með, að senda íslenzkt fje til Frakklands, en segist ekki hafa verið ánægður með umboðsmenn þá, er hann hefir haft viðskipti við. Jeg hefi nú verið svo heppinn, að komast í kynni við hin stærstu og áreiðanlegustu verzlunarhús, sem taka að sjer umboðssölu á fje, en samt mun ekki veita af, að íslendingar hafi góðan og á- reiSanlegan milligöngumann, sem þeir þekkja og hafa traust á, og álít jeg sjálfsagt Zöllner beztan til þess. ÞaS er vonandi, aS viðskipti íslendinga við Fralcka með fje á fæti verði eins happasæl eins og við Englendinga um mörg ár undanfarin, jafnvel þótt búast megi viS, að ekki fáist fullt eins hátt verð fyrir fjeð eins og þar. I Belgíu er einnig mjög mikið selt af sauðakjöti, en þar vill svo illa til, að nú er komið innflutningsbann (22. jan. þ. á.) fyrir allt fje, sem flutt er sjóveg, þó með þeirri úndantekningu, að flytja má inn rýrt fje, ef hægt er að sanna, að þaS sje eingöngu selt til eldis í Belgíu. AuSvitaS getur enginn út- iendingur átt undir því, að senda fje fyrir eigin reikning með þessum kjörum. Þess vegna hefi jeg gert mjer far um, að fá belg- iskan kaupmann til þess aS koma til íslands °g kaupa fyrir sinn reikning, og mjer hefir tekizt að fá stærsta fjárkaupmanninn þar, hr. Aug. Schmidt í Verviers, til þess að lofa því, að koma í haust og kaupa fje á Islandi. AuSvitaS hefi jeg enga aðra tryggingu fyrir því að hann komi en orð hans sjálfs, en með því aS hann í fyrra hefir verið í Norvegi til fjárkaupa, virðist hann hafa reynslu í fjár- kaupum og flutningi á fje sjóveg, og þá er vel skiljanlegt, að hann fáist til aS kaupa einnig á Islandi. Hann mun í fyrra hafa gefið um 14 aura fyrir pundið á fæti (lifandi vigt) í Norvegi. Innflutningstollur á fje er í Belgíu 1 kr. 40 a. fyrir hverja kind, og borg- ast auðvitað af innflutningsmanni. Til Hollands er ekki til neins að senda fje. Hollendingar borða ekki sjálfir sauðakjöt svo nokkru nemi, en senda út feikna-mikið sauða- kjöt til annara landa. Þar eru opt mikil veikindi í fje, og er því innflutningur á lif- andi fje þaðan bannaður í flestum öðrum lönd- um. Frá pijzkalandi er einnig sent mikiS fje til annara landa, helzt til Frakklands, en þar er mikil verzlun með rýrt fjc, sem selt er til fitunar á ýmsum stöðum, t. d. í Ditmarsken, og einnig í Braunschweig og Magdeburg, þar sem mikiS er ræktað af sykurrófum. VerS á sauðakjöti er um 45 aura pundið í stórkaup- um; síSar mun jeg senda nákvæma skýrslu um allt, sem að sölunni lýtur. Fjárskip til Þýzkalands ættu helzt að afferma fjeð f borg, er Tönning heitir. Þar í nándinni eru stórir markaðir fyrir fje á fæti. Fyrir rýrt fje fást 12—18 kr. Innflutningstollur er 90 aurar fyrir hverja kind. Eins og áður hefir verið tekið fram, mun jeg síðar semja ýtarlega skýrslu um þessa ferð mína; hjer eru að eins tekin fram helztu atriðin í upplýsingum þeim, er jeg hefi safnaS. Khöfn 31. marz 1897. VirSingarfyllst D. Thomsen. Engin íslenzk búfræðí til. Stefán kennari Stefánsson á MöSruvöllum hefir ritað rækilega grein í ísafold »um ís- lenzka fóðurjurtafræði«, og er sú ritgjörS sannarlega »orð í tíma talað«. Jeg skal ekki fara að rekja efni ritgjörðar- innar; það er kunnugt öllum lesendum blaSs- ins. Jeg vil aS eins lýsa yfir því, að jeg er höf. alveg samdóma, meSal annars um þetta þrennt: vjer eigum engin biinaðarvisindi; vjer þurfum aS eignast þau sem allra fyrst, ef búnaði vorum á að geta farið fram; og vjer megum telja fóðurjurtafræðina aðal- undirstöðu vorra búnaSarvísinda. Jeg hefi nökkrum sinnum tekið það fram, þegar jeg hefi minnzt á búnaðarkennslu vora, að hún væri ópraktisk og ónóg að mörgu leyti, af þvi aS hún stæði að rniklu leyti á útlend- um grundvelli. Mjer hefir auðvitað ekki 26. blað. komiS til hugar að drótta því að sjálfum mjer eða öðrum kennurum búnaðarskólanna, að vjer værum ljelegir kennarar. ÞaS má ekki ætlazt til að nokkur kennari kenni það, sem enginn veit og hann hefir sjálfur engin tök á að rannsaka. Kennararnir viS bvinaðarskóla vora hafa unnið verk sitt framar öllum vonum, og bvinaðarskólarnir hafa þegar unniS mikið gagn, þó að ófullkomnir sjeu, og það er tilveru þeirra að þakka, að menn finna nú til þess, að oss vantar búfræði. Hefðum vjer enn engan búnaðarskóla eignazt, mundi enginn hafa fundið til þess, aS oss vantaði búfræði. Starfi búnaSarskólakennaranna er allt annað en þægilegur. Þeir verða að kenna bvifræði eptir útlendum bókum og vitlendri þekkingu, og finna sjálfir, að hvorttveggja á opt og tíðum illa við, þegar þeir ætla aS fræða lærisveina sína um jarðveginn, um vatnið í ánum, um samsetning og næringargildi fóðurjurtanna, um áburðinn o. s. frv. Þá verða þeir að segja: »svona er nvi þetta í Danmörku, í Noregi, á Skotlandi o. s. frv., en menn vita ekki, hvernig það er hjer á landi, pví það hefir ekki ver ð rannsakað enn þá«. Þetta er auma játningin, en jeg hygg, að hver einn samvizkusamur kennari verði enn þá að gjöra hana; ella gjöra sig sekan í öðru verra. Nú hefir Islandsvinurinn Feilberg bent oss á, hvaS oss vantar og hvaS vjer eigum aS gjöra, og orS Feilbergs munu verða þung á metun- um hjá öllum, sem hann þekkja, því aS hann er manna fróðastur um búnaöarmál og svo skarpskygn, að hann sjer betur, hvað vorum bvinaSi hentar, en vjer flestir gjörum sjálfir. Það er því vonandi, að mál þetta komist nvi loksins á rjettan rekspöl — það má ekki drag- ast úr þessu. ÞingiS hefir nvi styrkt 4 bvin- aSarskóla um all-mörg ár og varið til þeirra all-miklu fje, og á þingiS miklar þakkir skilið fyrir það. Þing og þjóS finna, að skólarnir eru enn ófullkomnir, og aS annars er ekki að vænta. Skólarnir hafa orðiS að feta sig áfram, eins og þjóðin sjálf, með lítilli þekkingu og veikum kröptum. En sómi jiings og þjóðar liggur viS að skólarnir verði endurbættir og efldir sem allra fyrst, og eitt af því, seni þingið getur gjört í því skyni, er að styrkja sjerstaklega og myndarlega að því, aS vjer getum smám saman eignast innlenda bvifræði. Stefán á MöSruvöllum hefir tekið manndóm- lega í strenginn meS Feilberg, og þess mátti vænta af honum. Stefán heíir um mörg ár undanfarin variS öllvvm tómstundum sínum og miklu fje til þess, að rannsaka gróðrarríki landsins. Þetta hefir hann gjört, án þess að hafa fengið til þess eins eyris styrk af landsins fje. Jeg vil nú óska, aS Stefán helgi hjeðan af ævi sína eingöngu fóðurjurtafræSinni og bjóði þinginu liðveizlu sína til þess aS leggja und- irstöður undir búfræSi vora í þeirri grein. Og jeg vona, að þingið taki tveim höndum tilboði hans. Hann hefir sýnt framúrskarandi áhuga á þessu máli og hann hefir aflað sjer mikillar þekkingar um fram aðra landa sína á gróðrarríki landsins, sem mestmegnis er

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.