Ísafold - 24.04.1897, Side 2

Ísafold - 24.04.1897, Side 2
102 fóðurjurtir, /mist beitarjurtir eða slægnajurtir, eða hvorttveggja. — Þingið ætti að leysa hann alveg frá því embætti, sem hann gegnir nú, en láta hann halda launum sínum óskertum, og veita honum svo ríflegan styrk til rann- sókna. En starf það, sem fyrir liggur, er svo yfir- gripsmikið, að mjer þykir líklegt, að einn maður komi því ekki öllu af, þó að hann gæfi sig við því eingöngu, og ef svo er, verður þingið jafnframt að veita einhverjum öðrum manni styrk til að nema efnafræði, svo að hann geti að afloknu námi staðið fyrir efnarannsóknastofnun hjer á landi. Þá stofn- un þurfum vjer að fá sem allra fyrst, ekki að eins vegna búfræðinnar sjálfrar, heldur einnig vegna viðskipta vorra við aðrar þjóðir. Vjer höfum nú engin tök á að komast eptir því, þó að oss sjeu seldar sviknar og lítt ætar matvörur, og er slíkt hörmulegt, og svo langt fjarri öllum menntunarbrag þessara tíma, að furðu gegnir, að menn skuli þola slíkt. En á meðan verið er að koma efnarannsókna- stofnuninni á laggirnar — og það tekur nokk- um tíma —, þarf þingið að leggja fram ár- lega nokkurt fje til þess að gjöra búnaðar- skólunum fært að senda ýmsa hluti til Dan- merkur eða Noregs, svo að efnasamsetning þeirra verði rannsökuð. Og það fje, sem ganga mundi til alls þess, sem hjer er stungið upp á, er ekki svo mikið, að þjóðinni sje ofraun að leggja það fram. Það mundi satt að segja lítið muna um það á útgjaldadálki fjárlaganna. Þingið hefir jafnan verið mjög hlynnt landbúnaðinum og at- vinnuvegum vorum yfirleitt — þess er vert að minnast —, og jeg þykist því fullviss um, að það taki vel í þetta þýðingarmikla nauð- synjamál. Ólafsdal, í marz 1897. T. B. Skýrsla um bráðasóttar-bólusetningar. Af því að svo margt hefir verið ritað í ísa- fold um bólusetningartilraunir mínar á síðast- liðnu hausti og nú í vetur, og um árangurinn af þeim, leyfi jeg mjer að biðja hinn háttvirta ritstjóra blaðsins um rúm fyrir eptirfarandi sk/rslu, að viðbættum nokkrum athugasemd- um um þetta málefni. Síðastl. haust og nú í vetur hefi jeg bólu- sett sauðfje í Kjósar- og Gullbringusýslu, samt Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, í þeim hreppum, sem nú skal greina: Bólusett Dautt af bólus. fullorö. lömb fullorð. löm 1. Vatnsleysustr.hr. 264 260 1 2 2. Garðahreppi . . . 246 255 6 8 3. Kjalarneshr. . . . 35 45 4. Kjósarhreppi. . . 106 98 8 48 5. Andakílshreppi. . 113 469 1 6. Stafh.tungnahr. . 938 743 4 13 7. Hvítársíðuhreppi. 486 477 6 21 8. Þverárhlíðarhr.. . 120 92 3 2 9. Álptanesshreppi . 469 230 42 8 10. Borgarhreppi. . . 2 533 11. Reykholtsdalshr. 16 34 Samtals "2795 ‘3236 "70 103 Af skýrslu þessari má sjá, að af bólusetn- ingunni hafa drepizt til jafnaðar 2y20/0 hins fullorðna fjár, en hjer um bil .°>Vö% af lömb- um. Þetta væri nú ekki tilfinnanlegt fjártjón, ef það hefði komið jafnt niður á öllum fjáreig" endum, sem ljetu bólusetja hjá sjer, en, því miður, hefir það komið harla misjafnt niður, þar sem sumir misstu enga skepnu, en aðrir svo tilfinnanlega margt, eins og t. d. amts- ráðsm. Þórður Guðmundsson á Neðra-Hálsi, sem missti fullan helming af hinu bólusetta fje sínu. Hvað valdið hefir dauða fjárins á Hálsi fremur en annarsstaðar, get jeg ekki með neinni vissu sagt um; þó ímynda jeg mjer helzt, að tvennt kunni að hafa valdið því. Fjeð var tekið heitt og mótt, eptir að það var nýkom- ið úr smalamennsku, og bólusett, áður en það hafði kastað mæðinni. Það hygg jeg geta ver- ið aðra orsökina; en hina hygg jeg veðrið vera. % Þó veðrið væri gott, þá var samt talsvert frost og snjór á jörðu, þegar fjenu var hleypt út eptir bólusetninguna, og hygg jeg það hafa haft ill áhrif á það. Að vísu taldi jeg fjeð úr allri hættu, með því að liðnar voru 16 klukkustundir frá því það var bólusett og þangað til því var hleypt út, —- en á því tímabili þykist jeg ætíð geta sjeð, hvort fjenu er hætta búin af bólusetn- ingunni; — en í þetta skipti get jeg hugsað, að áhrif kuldans hafi orðið skæðari en jeg hugsaði. Að bóluefnið hafi svo spillzt frá því daginn áður, er jeg brúkaði það í Yarmadal, að það hafi valdið dauða fjárins, get jeg ekki ímynd- að mjer. Jeg hefi leitað upplýsinga hjá dýralækni hr. Magnúsi Einarssyni um orsakirnar að þessu tjóni, og virtist mjer hann í vafa um þær. Helzt heyrðist mjer hann ímynda sjer, að inn- spýtingin hefði komizt í blóð fjárins; en þeirri skoðun hans get jeg ekki verið samdóma, því jeg bólusetti þetta fje að öllu leyti á sama hátt og annarsstaðar, þar sem ekkert varð að sök. Yonandi og óskandi væri, að dýralækn- irinn gæti með tímanum gefið ólærðum mönn- um áreiðanlegar bendingar um bólusetningu og annað, sem að lækningu búpenings lýtur. Það er rjett, sem hr. búfræðingur S. Sig- urðsson á Dýrafirði getur til, að jeg hafi ekki notað smásjá (mikroskop) við bólusetningar- tilraunir mínar, enda mundi þýðingarlaust fyr- ir mig að hafa það verkfæri undir hendi, án þess að fá greinilega tilsögn hjá æfðum dýra- lækni til að nota það. Svo er verkfæri þetta svo dýrt, — eptir því sem mjer hefir sagt verið, 300 kr. —, að launalausir menn munu fáir ráðast í að kaupa það. En ef bólusetn- ingin á sauðfjenu skyldi reynast helzta og á- reiðanlegasta varnarmeðal gegn bráðafárinu, eins og reynslan virðist benda til, þá er ekki ólíklegt, að sveitar- eða sýslufjelög keyptu smá- sjá handa þeim mönnum, sem helzt gefa sig við því að bólusetja, svo framarlega sem menn þykjast vissir um, að bólusetningin verði hættu- minni með því að nota það verkfæri. Að endingu skal jeg geta þess, að eptir þeirri vitneskju, sem jeg hefi getað aflað mjer, munu til jafnaðar ekki hafa drepizt úr bráða- fári á þessum vetri fleira en 2 af 100, af því fje, sem jeg bólusetti í fyrra haust og fyrra vetur í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. p. t. Landakoti, 17, apríl 1897. þórður Stefánsson frá Varmalæk. Próf í stýrimannafræði- Dagana 20 —22. þ. m. var hið minna stýrimannapróf haldið við stýrimannaskólann. Undir prófið gengu 12 af lærisveinum skól- ans og stóðust það með ágætum vitnisburði. Prófsveinarnir leystu úr fjórum skriflegum spurniugum, sem stýrimannakennslu-forstjór- inn í Kaupmannahöfn hafði samið og sendar voru landshöfðingjanum og afhendu stiptsyfir- völdin prófnefndinni spurningarnar í skólan- um, — þegar prófið átti að byrja — í lok- uðu umslagi með innsigli landshöfðingjans. Ennfremur leystu þeir úr fjórum munnlegum spurningum, sem prófnefndin valdi, skriflega og dró hver prófsveinn sína spurningu, og jafn- framt voru þeir prófaðir í mælingum með sjöttungsmæli (sextant). í prófnefndinni voru, auk hins fasta kenn- ara skólans, Markúsar F. Bjarnasonar, prem- ierlautinant H. Wolfhagen, fyrirliði á strand- varnarskipinu »Heimdalli«, og prestaskóla- kennari síra Eiríkur Briem, skipaðir af lands- höfðingja eptir uppástungu stiptsyfirva'danna og bæjarstjórnarinnar, og var prml. Wolfhagen jafnframt skipaður oddviti prófnefndarinnar. Hjer eru einkunnirnar, sem prófsveinamir hlutu við prófið: Jafet Sigurðsson .... 60 stig Þorsteinn J. Jóhannsson 60 - Björn Olafsson .... 59 — Sigurður Gunnlaugsson 59 — Halldór Friðriksson . . . 58 — Olafur Sigurðsson . , . 57 — Steingrímur Steingrímsson 56 — Kristján 0. Kristjánsson . 55 — Karl G. Olafsson . . . 55 — Árni Hannesson .... 54 — Erlendur Hjartarson 53 — Magnús Brynjólfsson 44 — Hæsta aðaleinkunn við þetta próf er 63 stig, og til þess að standast prófið þarf 18 stig. Hinn 22. þ. m., siðara hluta dags, að af- loknu prófi var stýrimannaskólanum sagt upp fyrir þetta skólaár. Fjölgun vita m. m. Töluverð aukning og umbót á vitunum hjer við Faxaflóa er í ráði að gerð verði í sumar. Fyrst á að gera þá breytingu á Beykjanes- vitanum, að hann verði blikviti: hætt við speglana, en settur þar í þess stað ljósbrjót- ur, þannig gerður, að ljósum bregður fyrir annaðhvort augnablik, með jöfnu millibili, 15 —30 sekúnda; gerir sú tilhögun það vitaljós auðkennilegt frá öðrum, svo sem einkum Skaga- vitanum væntanlega. Ljósið verður og gert um leið styrkvara en nú er það; það sjest nú að eins í 4*/4 mílu fjarska, en styrkist svo, að það sjest 5‘/4 mílu. Áætlaður kostnaður til þessarar umbótar er 6000 kr. Þá kemur Skagavitinn, á Garðskaga. Þar á að gera alvog nýjan vita, 45 feta háan, og á að verða leipturviti svo nefndur: ljósið að tifa upp og ofan, ótt og títt nokkuð, og verð- ur sýnilegt 3x/2 mílu burtu. Til þeirrar vita- gerðar veitti alþingi síðast 11000 kr. Þaðsem til vantar, leggur ríkissjóður fram, allt að því annað eins. Þá á að reisa nýjan vita í Gróttu við Sel- tjarnarnes, 39 feta háan, og beri birtu 2'/4 mílu út yfir sjóinn. Það verður hornviti svo nefndur, með 3 litum á ljósinu, grænum, hvít- um og rauðum, eptir því hvaða leið birtuna á að leggja. Loks er Reykjavíkurvitinn, sem fyr hefir verið frá sagt og standa á hjer fyrir innan Skuggahverfið. Þegar þessir vitar allir eru komnir í lag, hafahafskip óslitið leiðarljós frá því er þau lcoma á móts við Krísuvík og alla leið hingað inn á

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.