Ísafold - 24.04.1897, Síða 3

Ísafold - 24.04.1897, Síða 3
103 Reykjavíkurhöfn. Enda er þá fyrst almenni- legt liS og vit í vitaljósum hjer kringum Reykjanesskaga. Opnir bátar hafa einnig gott gagn af þeim. Með póstskipinu um þessi mánaöamót er von á F. A. Bald timburmeistara hingað frá Khöfn, til þess aS standa fyrir vitasmíðum þessum. En síSar, fyrst í júlímánuSi, er von á skipi hingaS frá sjóliSsstjórninni dönsku meS lýsingaráhöldin m. m. handa vitunum öllum. Yfiruntsjón yfir öllum vitiim þessum er ætlazt til aS skólastjóri Markús F. Bjarnason hafi á hendi, og stendur til aS hattn fari ut- an í næsta mánuði, til þess að kynna sjer slík störf. Frá útlöndum. Dönsk blöð, er ná til loka f. mán., eru full af frjettum um ófriSarviðbúnaðinn sySra. SpáS á hverjum degi, að nú muni tekið til vopna- messu næsta dag eða svo; en ekki ræzt þó. Hvorirtveggju, Grikkir og Tyrkir, með all- mikinn her við landamærin í I'essalíu, og horf- ast í augu. En öðrum þræði stórveldin allt af að bisa við aS afst/ra vandræðum, sem þau svo kalla, en öðrum þykir líkara tafl-leik þeirra í milli sjálfra um öndvegisvöld viS Miðjarðar- haf með Stólpasundi m. m., einkum milli Rússa og Breta. Mál Kríteyinga eSa Grikkja þykir sem þeim muni liggja í ljettara rúmi og sömuleiSis ríkishelgi Tyrkjaveldis, er þeir, látast bera hvað mest fyrir brjósti. Er það eitt haft til marks um það, að Tyrkir og Grikkir eiga að hafa verið langt komnir að semja með sjer sjálfir um Krítarmálið, og skyldi sonur Grikkjakonungs einn gerast jarl yfir eynni, með yfirdrottnan soldáns, og eyj- arskeggjar ráða sjer sjálfir að mestu; en það vildu eigi Rússar láta sjer líka og hótuSu sol- dáni hörðu, ef hann gengi að slíkum kostum; þeim mun hafa þótt sem þá hefSu Bretar unnið taflið. — Mesti ofurhugur í Grikkjum, enda býðst þeim fulltingi úr ýmsum áttum: sjálfboðaliðar svo tugum þúsunda skiptir og of fjár. Um framkomu stórveldanna í máli þessu, fór enskt blað svofelldum orðum nýlega: »Nú hafa stórveldi n í 18 mánuðiverið beSin að stöðva hryðjuverkTyrkjaí Armeníu, slátrunkrist- inna manna svo þúsundum skiptir. Stórveldin gerðu ekkert þessa 18 mánuði, og slátruninni var haldið áfram. Þá bar það til samtímis, að Tyrkir veittust ennfremur að kristnum mönnum á Krít; þá skárust Grikkir í leikinn — sem stórveldin hafði brostið hug til — og sögðu: »þetta skal þeim ekki lialdast uppi«. Þá komu stórveldin og skipuðu að kvía Krít- eyinga inni eins og óarga dýr, fyrir það, að þeir vildu eigi láta brytja sig niður sem bú- fje eptir geðþekkni Abdul Hamids soldáns«. Kristján Danaprinz, elzti sonur Frið- riks konungsefnis, og konungsefni eptir hann, hefir fastnað sjer þýzka hertogadóttur, er Alex- andrine nefnist, frá Mecklenburg-Schwerin, dóttur hertogans þar, Friðriks Franz III. Hún er ekki fullra 18 ára, fædd aðfangadag jóla 1879. Hafa Danakonungar nokkrum sinnum áður aflaS sjer þar kvonfangs, i Mecklenburg, þar á meðal Friðrik annar; drottning hans hjet Sofía og var móðir Kristjáns konungs IV. og Onnu Skotlandsdrottningar. Sömuleiðis var miðkona Friðriks konungs VII. frá Mecklen- burg og lijet Mariane. Konungur vor tilkynnti forsetum rikisþings- ins atburð þennan brjeflega 25. f. mán., og var aS vörmu spori borið upp á fólksþinginu frumvarp um aukinn lífeyri handa Iiristjáni prinz, 48,000 kr. á ári, frá 1. þ. m., til þess að maðurinn hafi efni á að kvongast og eiga með sig sjálfur. (Ensk blöð sögðu hann í haust einu sinni lofaðan konungsdóttur frá Wúrtemberg, en það var flugufregn). Afmœlishátíð Vilhjálms »mikla<(. Hinn 22. f. mán. vorn 100 ár liðin frá því er Vilhjálmur I. Þýzkalandskeisarifæddist, og ljet sonarsonur hans, Vilhjálmuv II., þá af- hjúpa mikið og mjög veglegt líkneski af hon- um í Berlín, með hinni mestu viShöfn, en nokkurskonar þjóðhátíðarhald því samfara um allt ríkið. Það fylgdi og þar með frá munni keisarans, aS afi hans skuli upp frá þessu aldrei annaö kallaður en Vilhjálmur mikli; en vafasamt talið, hvort sagnaritarar muni lúta því boði síðarmeir, og viðbúið, að einhverjir yrðu til að láta það koma í móti, að kalla þá Vilhjálm annnan »Vilhjálm litla«. Ekki ljet Bismarck gamli sem hann sæi nje heyrði neitt af þessum afmælishátíðarglaum, —- »eini mikli maðurinn, sem enn er á lífi af stofn- endum keisaradæmisins þýzka«, sögðu sumir. l>að er góðs viti Og framfaraviðleitnis- vottur, aS sýslunefnd Arnesinga hefir á nýaf- stöðnum fundi (6.—10. þ. m.) »skorað á sýslu- búa, aS baða sauðfje sitt árlega, enda þótt ekki sje fyrirskipað af yfirvöldunum, unglömb á vorin, en allt fje á haustin, um það leyti sem fje er tekið á gjöf, og áminnir menn í þvl skyni að birgja sig nægilega að baðmeöulum í tíma«. Bara að sýslunefndin líti svo eptir, að þess- ari áskorun hennar sje hlýtt, og að aðrar sýslu- nefndir landsins taki sjer dæmi hennar til fyrirmyndar og eptirdæmis. Landskjálftaskoðunarmennirnir, þeir amtsráðsmaður ÞórSur Guðmundsson frá Hálsi og trjesmiður Jón Sveinsson í Reykjavík, lögðu af stað austur síðasta vetrardag, 21. þ. mán. Við skipting landskjálftagjafanna verða þeir samskotanefndinni hjer til ráða- neytis: fyrir Bangárvallasýslu sýslunefndar- mennirnir Eyjólfur oddviti Guðmundsson í Hvammi og sira Skúli Skúlason í Odda, og fyrir Árnessýslu sýslumaður Sigurður Olafsson og síra Magnús Helgason á Torfustöðum. Hafa sýslunefndirnar kosið menn þessa til þessa starfa, eptir ósk samskotanefndarinnar. Botnverpingur handsamaður. »Heim- dallur« hremmdi í gær botnverping í landhelgi fram undan Njarðvíkum, og hafSi sá legið inni á Kefiavíkurhöfn í fyrri nótt, í rokinu, sem þá var. Ekki var það látið varða sekt, held- ur að eins áminningu. En þá vildi botn- verping þessum það slys til, að heil skipshöfn íslenzk þekkti hann frá því fyr og sór á hann, að hann hefSi fiskaö með botnvörpu þar syðra langsamlega í landhelgi núna 31. f. mán. Fyrir það fekk hann 60 punda sekt. Sigling. Kaupskip kom í fyrra dag til Thom- sensverzlunar, »Niord«, 132 smál., skipstj. H. Svennevig, eptir 21 dags ferð frá Höfn; hafði misst í stormi hjer við land allt sem á þilfari var af farminum (trjávið og leirílát). Prófastar. Settur prófastur sira Valdimar Sriem á Stóra-Núpi er nú skipaður í prófastur Árnessprófastsdæmi. Þessir hafa verið settir prófastar nýlega: sira Kjartan Helgason 1 Dalaprófastsdæmi; sira Jónas Jónasson á Hrafnagili i Eyjafjarðarprófastsdæmi, i stað sira Davíðs Gnðmundssonar, sem hafði sagt af sjer; og síra Olafur Petersen á Svalharði í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi, í stað síra Hall- dórs Bjarnarsonar, er vikið var frá embætti í vetur vegna gripdeildardómsins. Kiddari af dbr. hefir Otto Wathne verið gerður í vetur, hinn þjóðknnni og mikilhæfi norski atorkumaður, er lengi hefir haft aðsetur á Seyðis- firði, en nú er sagður alfluttur þaðan til Khafnar, eða Noregs. »H,Íeraðavegabætur«. Orðin »fáum tugum króna« í 8. 1. í þeirri grein i síðasta bl., áttu að vera: »fáum tugum þúsunda kr.». Eptirmiðdags-guðsþjómista i dómkirkj- unni á morgun, kl. 5. Andrew Johnson, Knudtzon & Co., Hull (England), Telegramadresse: þAndrew, Hi.tlk(. Import, Export db Commissionsforretning, anbefaler sig til Forhandling af Klipfisk og alle andre islandske Produkter. Prompte og reel Betjening, Afregning & Re- misse strax efter Salget. Grundet paa gode Forbindelser blandt de störste spanske Klipfiskkjöbere, ser vi os al- tid istand til at placere hele Lasten til for- delagtige Priser. Garanterer en vis Minimumspris. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Firmaet. Prima Referencer. Afsláttarhesta kaupir Th- Thorsteinsson (Liverpool). Harðýsa. 50 vættir af sjerlega góðri harðýsu, meira og minna freðinni (verkaðri hjá sjálfum mjer), er til sölu hjá P. Nielsen á Eyrarbakka. Yættin 12—14 krónur eptir gæðum. Gullhringur hefir fundizt á götum bæj- arins. Ritstjóri vísar á finnanda. Uppboðsauglýsing. Erfðafestulandið »Eyjólfsstaðablettur« í Skuggahverfi hjer í bænum verður boðið upp og selt, ef viðunanlegt boð fæst, á uppboöi, sem haldið veröur á Eyjólfsstöðum þriðjudagin 11. maí næstkomandi kl. 12 á hád., og um leið verður selt tveggjamannafar, hjallur og ýmis- legt fleira, allt tilheyrandi Eyjólfi Olafssyni á Eyjólfsstöðum. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð- inu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23. april 1897. Halldór Daníelsson- Orgelharmonium frá 125 kr. tilbúin í vorum eigin verksmiðjum. Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk þess höfum vjer harmóníum frá hinum beztu þýzku, amerísku og sænsku verksmiöjum. Vjer höfum selt harmóníum til margra kirkna á íslandi og prívat-kaupenda. Hljóðfærin má panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum. Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn V. Þvi optar sem jeg leik á orgelið í dómkirkjnnni, þess bettfr líkar mjer það. Reykjavik 1894. Jónas Helgason.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.