Ísafold - 28.04.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.04.1897, Blaðsíða 2
106 hvað eptir annaS atyrða stjórnina fyrir af- skiptin eystra, og segja |)að einbera heimsku fyrir Þjóðverja, að láta Krítarmálið til sín taka. Keisarinn er annars hugar og eggjar jafnan Rússa að láta Grikki kenna sem fyrst aflsmunar fyrir hroka sinn og ofdirfsku. Frakkland. Nú er að nyju vakið máls á mútnahneyksl- inu gamla frá Panamatímunum, því nú er Arton í París, verktól refjasmiðanna, og hefir nöfn margra í skjölum sínum, sem mútur eiga að hafa þegið. Margt rengt og sumt ótrú- legt talið, t. d. að Rouvier, stjórnarforseti 1887, hafi komizt í tölu mútuþiggjanda. Hann hefur ávallt verið talinn meðal valin- kunnustu skörunga Frakklands. Ráðið að skipa nefnd til rannsókna áður langt um líður. Hvað í henni gerist mun sagt frá í seinni frjettum. Enn þá stendur stjórnin vel að vígi á þing- inu, en mótstöðumenn hennar bera henni stundum á brýn, að hún hafi gert Frakkland að tjóðurskepnu Rússlands í flestum málum — um hið austræna ekki að tala. Við síð- ustu atreið urðu þó yfirburðir hennar yfir 100 atkvæða. Þau umskipti eru orðin á Madagaskar, að Frakkar nafa svipt Ravanavólu drottning tign og völdum og flutt hana til vistar í eyjunni Reúníón í Indlandshafi. Kallað, að slíkt hafi orðið sjálfsagt, er eylandið var gert að ny- lendu þjóðveldisins. I árgjald veita Frakkar drottningunni '24,000 franka. Onnur Evrópuríki. I Austurríki og á Italíu eru nýjar kosn- ingar til ríkisþingsins um garð gengnar. I Austurríki hefir þingflokkurinn þ/zki r/rzt til mestu muna, en Tjekar og Pólverjar ráða nú mestum afla á þinginu. Við má búast, að Ung-Tjekar hefji að n/u kröfurnar um rjettindi Bæheimslanda, eða jafnstæði þeirra við Ungverjaland. A Italíu hafa mótstöðu- menn stjórnarinnar fjölgað og fylgdarflokkur hennar (Rúdínís) ekki traustur kallaður. Sósíal- istar eru nú aptur komnir á þing (10 að tölu). Að þeir fylli fjandaflokk stjórnarinnar má nærri geta. Henni hefur að vísu vegnað bet- ur en þeim í síðustu rimmum á þinginu, en gallharðar hafa þær verið, og þær komu af fylginu við stórveldin í Kítarmálinu. Spán- verjar láta nú vel yfir afreksverkum sínum vestra sem eystra; en efi leikur þó á flestum frjettum frá Cúba. Frá Araeríku. Það má helztu n/ung kalla frá Bandaríkj- unum í Norður-Ameríku, að þær breytingar komust á gerðardómssamninginn í öldunga- deildinni í Washington, sem enginn b/st við, að Englendingar geti á fallizt. Þegar Mc- Kinley settist að völdum ljet hann í boðun sinni hið bezta yfir sáttmálanum, og því hugg- ast allir við, að til málsins verði tekið * n/j- an leik áður langt um líður, og allt rjettist. MoKinley ytti þegar undir að fl/ta fram tollalögunum nyju, og þau eru nú búin. Sagt, að mörgum Evrópuríkja muni við bregða og flestir muni þeim bannsyngja, en Þjóðverjar sjerlega til nefndir, því Bandaríkin hafa vilnað þeim í um sumt áður. Víst má vera, að McKinley reiði sem bezt af með stjórn sína, en nú er eptir tekið, að straum- urinn tekur að venda sjer sjerveldismönnum í vil, og kemur það fram við kosningar til borgaráða á mörgum stöðum, og sumstaðar svo að furðu gegnir. Af ófriðinum. (Viðbætir). Reglulegur ófriður hófst með Tyrkjum og Grikkjum á páskunum, á landamærum Þessa- líu og Makedóníu. Höfðu þeir barizt þar 3—4 daga samfleytt hjer um bil, er síðast vita menn til hjer, 22. þ. mán., þann dag, er Vesta fór frá Skotlandi. Fyrstu bardagana háðu þeir í leiðarskörðum í fjöllunum milli Þessalíu og Makedoníu, hálsunum suður og vestur af Olympus. Lauk svo, að Grikkir hrukku þar víðast undan og niður á jafnsljettu í Þessalíu, fagra velli og frjósama. Þar renn- ur á sú, er Salamtria nefnist, en Peneios í fornöld, austur í Salonikíflóa, milli fjallanna Olympos og Ossa, eptir dalnum Tempe. Þar standa 2 borgir, Turnavos nokkuð fyrir norð- an ána, skammt frá landamærum, en Larissa rjett fyrir sunnan hana. Turnavos er á stærð við Reykjavík, og unnu Tyrkir þá borg þriðja í páskum. Larissa er þrefalt stærri; hún er höfuðborg í Þessalíu. Þar bjóst nú meginher Grikkja til höfuðorustu við Tyrki, er staðið hefir áð líkindnm fyrir 4—5 dögum. Grikkja- her st/rði Konstantín konungsefni, en Tyrkja Edhem jarl. Grikkir höfðu 60,000 vígra manna, en Tyrkir um 80,000. Edhem hafði beiðzt liðsauka frá Miklagarði, 40 þúsunda. Mjög var orð á gert, hve hraustlega hvorir- tveggju hefðu barizt, og er ósigur Grikkja í fjöllunum kenndur því helzt, að Tyrkir höfðu þar fyrir stórskotalið all-mikið, en Grikkir lítið sem ekki; en brattara miklu þeirra megin, en hægur atlíðandi að norðan, frá Makedoníu. Um sömu mundir höfðu orðið smá-orustur nokkrar vestur í Epirus, er Tyrkir eiga, eða þar á landamærunum, og Grikkir haft betur þar, eða fremur sókn en vörn af þeirra hendi. Vígamóður hinn mesti í Grikkjum. Albúnir að ganga í orustur, hvert mannsbarn, er vopn- um veldur. Er sem öll þjóðin sje einhuga að vilja heldur falla með sæmd en lifa við skömm, — þá skömm, að »morðingjanum mikla« við Sæviðarsund og blökkuliði hans haldizt upp að ósekju að níðast á trúbræðr- um þeirra og fótum troða guðs og manna lög. Ekki bryddi á neinni hjálp Grikkjum til handa frá öðrum þjóðum. Stórveldin sam- taka um að láta það ógert. Höfðingjum þeirra sumum sjálfsagt nær skapi að hjálpa Tyrkjum, þótt ótrúlegt sje frásagnar. Sisæfellsnessýslu (Skógarströnd) 12. april. Tíðarfar ágætt í vetur, síðan um jólaföstubyrjun. Þá hlóð niður snjó i nokkra daga, svo viðast varð jarðlaust, og tóku menn þá almennt lömb; hafa þau staðið við gjöf síðan, en roskið fje hefir opt- ast haft góða jörð á útbeitarjörðunum. Heyin hafa reynzt mjög ljett og því orðið að gefa mik- ið af þeim á horjörðunum; eru því sumir bændur farnir að kvarta um heyskort. En nokkrir eru þá líka aflögufærir, og hlaupa þeir uudir bagga með sveitungum sinum. Skepnuhöld nokkuð misjöfn; bráðapestin hefir drepið talsvert hjá sumum, en aptur hafa aðrir svo að segja enga kind misst. Heilsufar almennt gott; þó hefir kighósti í börn- um gert vart við sig, en fremur vægur. Þó hjer í hreppi sjeu sem stendur töluverð sveitarþyngsli, þá er síður en svo, að hinni nú- verandi sveitarstjórn verði sök á þvi gefin. Sjer- staklega á hreppsnefndaroddvitinn, Jón bóndi Jóns- son á Valshamri, þakkir og heiður skilið fyrir hans mikla áhuga á því, að gæta hag hreppsins sem bezt. Hann er og formaður búnaðarfjelags Skógstrendinga, sem í mörg ár hefir unnið að jarðabótum talsvert meira en önnur búnaðarfjelög í sýslunni. Ahugi á jarðabótum er almennur hjer í sveitinni. En einna mest hefir þó fyrnefndur oddviti starfað að þeim. Á fáum árum hefir hann sljettað mikið af túninu, og er það því hrósverð- ara, sem hann er leiguliði. Búhöldur er hann og ágætur. Lestrarfjelag var stofnað hjer 7. sunnud. eptir trínit. siðastl. að lokinni messugjörð að Breiða- bólstað. Að visu er það enn ekki auðugt að bókum, en mikil likindi til að það blómgist vel með tím- anum. Lestrarfýsnin er hjer almennt mikii, flest blöðin eru keypt og lesin; þó hefir Isafold lang- flesta kaupendur. Anuars þykja mönnum blöðin vera orðin of mörg. Húsakynni eru yfir höfuð orðin viðunanleg hjer i sveitinni. Virðist vaka fyrir mönnum sú rjetta skoðun, að góð húsakynni, samfara þrifnaði og góðri umgengni, sjeu ekki ljettvæg skilyrði fyrir góðri heilsu og ánægjulegu lífi. Jóbann Jónasson, óðalsbóndi í Öxney, dugnaðarmaður mik- ill, reið hjer fyrstur á vaðið að koma sjer upp i- búðarhúsi úr tiinbri, tviloptuðu. Tvö önnur timb- uríveruhús hafa hjer verið reist fyrir tveim til þrem árum. Heyhlöður með járnþökum eru hjer á nokkrum bæjum. Sóknarprestur vor, síra Jósep Kr. Hjörleifsson á Breiðabólstað, ætlar að reisa íveruhús úr timbri á staðnum næstkomandi sumar, hjer um bil 14 a). langt og 10 ál. breitt. Og hefir hann i því skyni fengið leyfi til að taka 2000 kr. lán upp á presta- kallið, sem hætt er þó við að endist ekki til að koma upp svo stóru húsi. Presturinn er einkar- vel látinn af söfnuðinum, enda ætla sóknarbændur að gera kjallara og grunnmúr undir húsið og flytja til þess efni úr Stykkishólmi, honum að mestu leyti kostnaðarlaust. Yfir höfuð má fullyrða, að Skógarstrandar- hreppur sje einna lengst kominn í menningarátt- ina af hreppum þessarar sýslu. f Jóhannes Davíö Ólafsson syslumaður Skagfirðinga andaðist 26. f. mán., úr brjósttæringu. Hann fæddist á Stað á Reykjanesi 26. oktbr. 1855. Hann var sonur Olafs prófasts (Einarssonar stúdents) Johnsens og konu hans Sigríðar Þorláksdóttur. Einar stúdent Jónsson (Johu- sen) var föðurbróðir Jóns Sigurðssonar forseta (í Khöfn, f 1879). Jóhannes heit. útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1878, sigldi samsumars til háskólans og lagði stund á lög- fræði, tók embættispróf 1883 með fyrstu ein- kunn, og var 20. desbr. s. á. settur málaflutn- ingsmaður við landsyfirrjettinn, en 2. júlí 1884 var hann skipaður s/slumaður í Skagafjarðar- s/slu, og tók við því embætti um sumarið. Hinu 5. nóvembei' 1886 fjekk hann veitingu fyrir M/ra- og Borgarfjarðars/slu, en fyrir al- menna áskorun s/slubúa sinna sótti hann um að mega halda Skagafjarðars/slu, og var það samþykkt 15. apríl 1887. Yið komu sína til Skagafjarðar settist hann að á Reynistað. Yorið eptir reisti hann bú á Gili, en eptir 5 ár flutti hann á Sauðárkrók og bjó þar til dauðadags. Árið 1884 kvæntist hanu frænd- systursinniMargrjeti Guðmundsdóttur prófasts Einarssonar Johnsens í Arnarbæli, er lifir mann sinn. Eignuðust þau 5 börn — 4 sonu og eina dóttur — sem öll eru á lífi. »Jóhannes Olafsson var fríður sínum, hæfi- leikamaður mikill og bezti drengur. Embætti sínu gegndi hann með dugnaði og samvizku- semi. I umgengni var hann mesta ljúfmenni og gleðimaður, og naut ástar og virðingar s/slubúa sinna og allra, er kynntust honum«. Eandsgufuskipið Vesta, skipstj. Svenson, kom hinga'ð í fyrra dag, hinn tiltekna áætlunar- dag, beint frá Skotlandi (Leith), eptir 4 daga ferð' þaðan, með fullfermi og all-marga farþega, mest kaupmenn og verzlunarmenn: Ásgeir Sigurðsson, Ásgeir Eyþórsson, VV. Christensen konsúl, Guðbr. Finnbogason konsúl, D. Thomsen konsúl og far-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.