Ísafold - 28.04.1897, Page 3

Ísafold - 28.04.1897, Page 3
107 stjóra, Jón Þórðarson, W. 0. Breiðfjörð, Chr. Johnasson frá Akureyri, J. Marx, Gnðm. Odd- geirsson, o. fl.; enn fremur Þorgrímur Johnsen f. kjeraðslæknir á Akureyri ásamt konu hans, frk. Laura Olafsdóttir frá Akureyri, cand. theol. Har. Nielsson, stud. mag. Jón Jónsson (frá Ráðag), o. f). Lögfræðislegt tímarit. Hinn ungi og ötuli, framtakssami og iðju- sami amtmaður noröan lands og austan, Páll Briem, hefir gert þaö, sem margur mun hafa húizt við, að t. d. dómararnir í yfirrjettinum mundu vilja verða til: að stofna »tímarit um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði«. Það á að heita )>Lögfrœðingur<í., og verða á stærð við Búnaðarrit Hermanns Jónassonar, 10 arkir á ári. Fyrsti árgangurinn, sem kemur út í sumar, á að flytja 7 ritgerðir eptir útgefand- ann sjálfan (amtmanninn) og 1 eptir Klemens sýslumann Jónsson; hún heitir Handhók fyrir hreppsnefndarmenn, en hinar eiga að verða: Um ágang búfjár, Fjenaðartíund, Löggjöf um áfengi í útlöndum og á Islandi (með athuga- semdum um, að hverju leyti hinum gildandi lögum sje áfátt), Um erfðafestu og sjálfsábúð, Yfirlit yfir löggjöf íslands 1895 og 1896, Yfirlit yfir dóma, og loks Yfirlit yfir lög í Danmörku öðrum löndum, sem að einhverju leyti þykja sjerstaklega fróðleg fyrir Islend- inga. Þetta er mjög þarft bókmenntalegt fyrir- tæki og óskandi, að það nyti bezta gengis. Pöntunarfjelag Ísíirðinga- Það hefir veitt þeim lausn óbeðið, umboðsmönnum sínum erlendis, þeim L. Zöllner og Vídalín,er rekið hafa erindi fjelagsins þar frá upphafi þess við mik- inn orðstír og bezta gengi, að látið var lengi vel, en haft »Þjóðvilja«-Skúla fyrir jarl sinn yfir Djúpinu. En nú hefir hann sagt þeim upp allri hollustu, liver svo sem tildrög eru til þess, og tekið sjálfur við ríkinu eptir þá eða forsjá fjelagsins utan lands og innan, sam- hliða kaupmennsku, er hann rekur fyrir sjálf- an sig á ísafirði. Sumir segja þó, að hann hafi ráðið kaupmenn nokkra í Leith, Cope- land & Berry, til einhvers konar erindarekst- in-s fyrir fjelagið erlendis. Elliðaárnar seldar- Eigandi þeirra, kaupm. H. Th. A. Thomsen, hefir selt Eng- lending, er Sir Payne hcitir, Elliðaárnar eða veiðina í þeim, ásamt jörðunum Artúni og Bú- stöðum, fyrir 54,000 kr. (3000 pd. sterl.). Ó- kunnugt er að svo stöddu, hvort Englending- ur þessi, er vera mun stórauðugur, ætlar sjer annað en að eins að stunda þar veiði á sumr- um sjer til skemmtunar, eða hann lætur sjer detta í hug að gera þar eitthvað frekara, reisa þar einhver hybvli, hressa við kotin o. s. frv., sem æskilegast væri og engin vanþörf. Aflabrögð- Engin viðrjetting enn í því efni hjer við flóann. Gæftalítið austanfjalls, nema í Þorlákshöfn, enda fiskast þar mæta- vel; síðasta vetrardag fekk t. d. eitt skip (form. Jón hreppstj. á Hlíðarenda) 72 í hlut í 20 staði, þar af 40 þorsk, eða alls nær l'/2 þús. af fiski. Skipstrand. Frakkneska fiskiskútu rak á land. í Húsavík eystra 22. f. mán.; skipshöfn, 9 manns, bjargaðist til lands á bát sinum við illan leik og klæðlitlir, — 1 á sundi. Heiðursfylkingarriddaranafnbót hefir Frakkastjórn veitt landlækni, dr. ./. Jónassen. Jíorður-Múlasýsla og bæjarfógetaembættið á Seyðisfirði er veitt settum sýslumanni í Húna- vatnssýslu cand. juris Jóhannesi Jóhannessyni. Sigling. Til Brydes verzlunar hjer kom 25. þ. m. seglskipið »Elenor« (163 smál.; skipstj. C. Svane) með ýmsar vörnr frá Khöfn, eptir 20 daga ferð. S. d. seglskip »Ætna« (116, T. Thorkildsen) frá Mandal með timbur til Th. Thorsteinssons verzlunar. Viku á eptir Laura, sem koma á 30. þ.m., er von á öðru skipi frá hinu sameinaða gufuskipa- fjelagi, »(ieorg«, með því að Laura tekur hvergi nærri allt, sem pantaður var flutningur á hingað með þessari ferð, sizt ensku vörurnar. Er ekki að sjá, sem aflaleysið hjer dragi mikið úr vöru- aðflutningi. Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri kvað vera vænt- anlegur hingað heim frá Chicago nú með póst- skipinu, alfarinn, en einhleypur. Mannalát. Látinn er sagður Guðbrandur Sturlaugsson i Hvítadal i Dalasýslu, nafnkend- ur búhöldur háaldraður og atgervismaður. Nýlega er látinn í Höfn stúdent Pjetur Thor- berg, einkason landshöfðingia Bergs heit. Thor- bargs og síðari konu hans frú Elínborgar Pjeturs- dóttur bisknps, efnismaður rúml. tvítugur, prúður og vandaður. Annar ungur landi og efnilegur ljezt þar og í vetur, Sigurður Guðmundsson, sonnr Jóns heit. kanpmanns Guðmundssonar frá Flatey, tæplega tvítugur; hafði numið verzlunar- fræði. I Garðhúsum í Höfnum syðra Ijezt 7. febr. hús- frú Þórunn Halldórsdóttir, kona Olafs bónda þar Sigurðssonar, en dótturdóttir síra Ögmundar skálds Sigurðssonar á Tjörn á Vatnsnesi (f 1845), 33 ára að aldri, valinkunn myndarkona og vel að sjer. — Nýlega missti Þorlákur alþingism. Guð- mundsson í Fifuhvammi fósturdóttur sina, 19 ára, Guðrúnu Olafsdóttur frá Vatnsenda, mikið efni- lega stúlku. í verzlut) Jóns Pórðarsonar Þingholtsstræti 1. komu nú með »VESTA« alls konar nauðsynja- vörur. Komið og spyrjið um verðið og sjáið gæðin. Elckert lánað. r Sannlel Oíafsson, Vesturgötu 55 Reyhjavík pantar nafnstimpla, af' hvaða gjörð sem beðið or um Skrifið mjer og látið 1 krónu fylgja hverri stimpilpöntun. Nafnstimplar eru nettustu Jólagjafir og sumargjafir. Harðýsa. 50 vættir af sjerlega góðri barðýsu, meira og minna freðinni (verkaðri hjá sjálfum mjer), er til sölu hjá P. Nielsen á Eyrarbakka. Yættin 12—14 krónur eptir gæðum. Sexæring’ nýlegan og vel útbúinn kaupir Geir Zoega. Brúkuð frímerki keypt háu verði, þannig: 3 a. gul kr. 2,75 16 a. rauð kr 15,00 5 - blá — 100,00 20 - lifrauð...— 40,00 5- græn — 3,00 20 - blá — 8,00 5- kaffibrún— 4,50 20 - græn.... — 14,00 6- grá — 5,00 40 - —• ....— 80,00 10- rauð —■ 2,50 40 - lifrauð...— 12,00 10- blá — 8,00 50 - ... 40,00 16- kaffibrún— 14,00 100 ...— 75,00 Allt fyrir hundraðið af óskemmdum, þokka- legum og stimpluðum frímerkjum. Ef þess verður óskað, fást 2/3 -hlutar borgunarinnar með eptir-tilkalli. Annars verður borgun send með næstu póstferð. Olaf Grilstad, Trondhjem, Norge. Hjer með auglýsist það öllum almenningi, að jeg undirskrifaður frá deginum í dag neyti engra sem helzt áfengra drykkja, nje heldur veiti öðr- um þá. Eyrarbakka á sumardag fyrsta 1897. Olafur Guðmundsson söðlasmiður. Uppboðsausrlýsing. Föstudaginn 7. maí næstk. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið í húsinu nr. 13 á Laugavegi og þar selt sængurfatnaður, rúm- stæði, borð, stólar, kommóða, kistur o. fl., allt eptir beiðni Olafs verzluuarm. Arinbjarnarsonar. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Beykjavík, 27. apríl 1897. Halldór Daníelsson- Uppboðsaufiflýsiiig. Eptir kröfu skiptarjettarins í dánarbúi frk. Önnu Thorarensen verður fasteign búsins, y8 úr jörðinni Staðarfelli og ’/4 úr jörðinni Skóg- um í Fellsstrandarhreppi í Dalasýslu, seld við 3 opinber uppboð; verður hið fyrsta og annað uppboð haldið á skrifstofu Dalasýslu laugar- dagana 15. og 22. maí næstk. á hádegi, en hið síðasta á sjálfum jörðunum, á Staðarfelli mánudaginn 31. maí kl. 12 á hád., og á Skóg- um þriðjudaginn 1. júní kl. 1 e. h. Uppboðsskilmálarnir verða til sýnis á skrif- stofu sýslunnar fyrir uppboðin og auglýstir á þeim. Skrifstofu Dalasýslu, 14. apríl 1897. Björn Bjarnarson- Uppboðsauglýsing. Erfðafestulandið »Eyjólfsstaðablettur« í Skuggahverfi hjer í bænum verður boðið upp og selt, ef viðunanlegt boð fæst, á uppboði, sem haldið verður á Eyjólfsstöðum þriðjudagin 11. maí næstkomandi kl. 12 á hád., og um leið verður selt tveggjamannafar, hjallur og ýmis- legt fleira, allt tilheyrandi Eyjólfi Ólafssyni á Eyjólfsstöðum. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð- inu. Bæjarfógetinn i Beykjavík 23. april 1897. Halldór Daníelsson. Timburhúsið, sem stendur við suður- enda Olfusdrbrúarinnar, er til sölu. Það er hentugt til flutnings fyrir þá, sem ætla að koma sjer upp timburhúsi fyrir bæjarhús þau, sem hrundu í jarðskjálftanum. Um verð má semja við Tryggva Gunnarsson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.