Ísafold - 15.05.1897, Qupperneq 1
KemurútýmisteÍDusinnieða
tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka
mÍDnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða
l'/idoll.; borgist fvrir miðjan
júli (erlendis fyrirfram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skritieg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustota blaðsins er i
Austurstræti 8.
Reykjavík, laugardaginn 15- maí 1897-
XXIV. árg. ||
Msr- Tvisvar í viku kemur ísafold
út, miðvikudaga og laugardaga.
Um kvennlega menntun
og
Reykjavíkur kvennaskóla.
i.
Margt er búið að tala um rjettindi kvenna,
enda er líka gott að svo sje, þrátt fyrir það,
þó stundum sje farið nokkuð í gönur, þegar
um það mál er að ræða. Vonandi er, að hið
rjetta og sanna smátt og smátt komi fram,
og ryðji sjer til rúms í þessu efni, eins og
öðrum, þar sem vel og samvizkusamlega er
leitað að því.
Um eðlileg rjettindi kvenna, — sem sje
menntun kvenna — hefir nú þegar lengi og
margt vcrið talað, frá því að hin fyrsta blaða-
grein um þetta málefni birtist í Norðanfara
(þótt að sunnan kæmi) með fyrirsögninni:
))Hvað verður gjörtfyrir kvennfóUcið?«, Tals-
vert hefir líka verið starfað í þá átt, og þeg-
ar litið er aptur í tímann, og borið saman
fyr og nú, hefir þessu málefni óneitanlega
miðað mjög mikið áfrarn, þótt mikið vanti enn
á, að það sje komið í rjett horf. Að tala
þeirra allt af fari fækkandi, sem gagngert veita
málefninu mótspyrnu, er augs/nilegt, og er
því þegar fyrir þakkindi, hvað þá heldur,
að svo margir frjálslyndir og göfuglyndir menn
veita því nú fylgi sitt og meðmæli.
Þetta varð líka svo að vera, því að menntun-
in er rjetta undirstaðan undir öllu frelsi og
öllum framförum. Vel uppaliu og vel mennt-
uð kona — gipt eða ógipt, — scm er vel fœr
um að standa í sinni stöðu, það er: á sínu
heimili, mun optast nær afla sjer þeirrar
elsku og virðingar og þeirra rjettinda, sem
henni ber og sæmir, fyrst og fremst. Svo
mun og staða hennar í þjóðfjelaginu verða
þýðingarmeiri að því skapi, sem hún nær
meiri fullkomnun í stöðu sinni á heimilinu. —
Og þó að nú heimilið fyrst og fremst ætti að
vera verksvið hennar —- og það er í sann-
leika víðtækt, mikilsvert og blessunar-
ríkt —, gæti hún að sjálfsögðu tekið mikinn
þátt með manninum sínum í almennum mál-
efnum, þótt hún væri ekki í nokkurri alþjóð-
legri stöðu, eða hefði kosningarrjett o. s. frv.,
heldur einungis fyrst og fremst stæði vel í
sinni stöðu á heimilinu.
Að konur fari út fyrir það svið, sem skap-
arinn hefir fyrst og fremst ætlað þeirn, ætti
að vera — og verður líka allt af — undan-
tekning, og' geta auðvitað verið dgœtar und-
antekningar, ef gáfnalag þeirra er svo, að þær
geti með sóma teflt við mennina og að þœr
síður eru lagaðar fyrir heimilið og þess skyld-
ur. Og eitt enn: ef þær hafa nægilega líkams-
hreysti til að bera. Konur með hæfilegri
menntun geta sjálfsagt verið beztu kennarar
og kvennlæknar finnst mjer ekkert á móti að
þær geti verið. Fyrir verzlunarstörf eru kon-
úr vxst líka opt mikið vel lagaðar.
En heimilin mega ómögulega missa kon-
urnar, þeirra starfsemi, þeirra urnönnun og
þeirra vakandi auga. — Það er svo ótal margt,
stórt og smátt, sem konan þarf að skipta sjei'
af á heimilinu, sumt svo stórt, að það er lífs-
spursmál og lífsskilyrði, en sumt, já, margt
svo smátt, að það synist í fljótu bragði of 111-
ilfjörlegt eða smásmuglegt, en má þó ómögvi-
lega missa sig, ef allt á að fara í lagi, bless-
ast vel og mynda eina fúllkomna heild, þar
sem hver hefir sitt hlutverk og hver gjörir
sína skyldu, þar sem hver hlvxtur hefir sinu
stað og hvert verk sinn tíma, o. s. frv.
En hvað þarf þá til þess, að konan geti
staðið vel í þessari merkilegu og vandasömu
stöðu? Fyrst og fremst auðvitað, að hún hafi
fengið gott og kristilegt uppeldi, ekki eingöngu
kristilega uppfrœðslu, heldur það uppeldi, sem
bæði með eptirdæmi, með leiðbeiningum og með
skynsamlegri umvöndun vekur og glæðir hjá
barninu næmar tilfinningar fyrir hinu rjetta,
hinu góða og hinu fagra, og um leið fyrir
skyldum þess bæði við guð og menn. — Þetta
kristilega uppeldi kennir líka barninu nákvæma
hlvðni og auðsveipni við foreldra sína. — Sjálf-
ræðið ætti aldrei að líðast. »Hver sem elsk-
ar sitt barn, agar það snemma<i, agar það af
elsku til þess og umönnun fyrir framtíðarvel-
ferð þess. Því sjálfræðisandinn kemur vart
nokkru góðu til leiðar, hvar sem hann drottn-
ar, og sá eða sú, sem hefir aldrei lært sjálf
að hlýða í æslcunni, getur heldur ekki stjórn-
að á seinni árum, þegar skyldan þó býðvvr og
kringumstæður heimta það.
Þetta er hinn fyrsti og bezti grundvöllur
til þess, að verða nýtur maður eða nýt lcona,
1 hvaða stjett eða stöðu sem er. En þessi
grundvöllur verður eigi lagður annarsstaðar
en á góðum heimilum af góðum foreldrum, og
einkum af góðum mæðrum. Móðirin hefir
lykilinn að barnshjartanu.
Heimamenntunin — eins og hjer var áður
almennt — er auðvitað hið bezta, þar sem
foreldrarnir eru vel færir um að mennta sín
börn sjálfir, hafa nœgilegan tíma til þess, og
heimilin eru svo löguð, að regluleg oj stöðug
kennsla getur þrifizt. En þar sem þetta svo
óvíða getur átt sjer stað, og hins vegar, að kröf-
ur til meiri menntunar fara sívaxandi, þá eru
það skólarnir, sem verða að taka viö; fyrst
barnaskólarnir og þar næst hinir æðri skólar,
ef foreldrar kjósa þá ekki heldur að lialda
kennara heima, vetrarlangt, handa börnum
sínum. Uxngangskennarar gætu að sönnu gert
nokkuð gagn, ef þeb' væru vel færir og hefðu
nægan tíma til þess. En þó að einhver vel
fær kennari væri svo sem hálfan mánuð eða
mánuð á einu heimili, og færi svo leiðar sinn-
ar, þá er auðvitað, að lítið gagn mundi vcrða
að því, og það mundi fljótt gleymast aptur,
sem börnin hefðu numið. Kennslan verður
að vera stöðug, éf gagn á að verða að.
Nú segir einhver: »Ekki er hugsað um fá-
tæktina«. Jú, vissulega er hxxn mikil, cn hún
er hvergi nærri ætíð til fyrirstöðu; það er a,llt
|| 32. blað.
eins opt gamall vani og hleypidómai', einkum
í tilliti til kvennfólksins. En er ekki gott
uppeldi og góð og skynsöm menntun hinn
bezti arfur, sem foreldrar geta eptirlátið börn-
um sínum? En auðvitað ætti menntunin ætíð
að vera eptir efnum og kringumstæðum.
Það eru þá skólarnir, sem verða að taka
við, og jeg vík mjer þá sjer í lagi að kvenna-
skólunum, því þeir eru mjer næstir. Þeir
mega heita nýir enn; hinn elzti — Reykjavík-
ur kvennaskóli — er ekki nema 23 ára gam-
all og hinir tveir talsvert yngri. Það er von-
andi, að þeir eigi góða framtíð fyrir hendi,
því ætlunarverk þeirra er mikið, bæði beinlín-
is og óbeinlínis, ef það er rjett skilið, og þeir
þá geta verið í góðu lagi. En það þarf að
styðja þá og fullkomna sem mest og bezt, til
þess að þeir geti gjört tilætlað gagn. Þeir þurfa
meiri styrk úr landssjóði, og stúlkurnar þurfa
að hafa nægilega langan námstíma, til þess
að menntun þeirra geti orðið meira en lták,
eða nasasjón. Skólarnir geta ekki gjört það
kraptaverk, að mennta stúlkurnar — eins og
þær nú eðlilega optast eru undirbúnar —,
nægilega til munns og handa, á einum vetri
og lengri hefir námstíminn ekki yúrleitt verið
hingað til. Það getur orðið góð byrjun en
ekki meira. Að jeg ekki tali um, þegar stxilk-
ur hafa viljað fara í kvennaskóla rjett að
gamni sinu nokkrar vikur, eða mánuði, til að
læra það, sem þótti skemmtilegast, til dæmis
))Kunstbroderi<{ og það sumstaðar látið eptir
þeim. Slikt ætti landssjóður ekki að borga.
Sumar stillkur hafa að sönnu verið tvo vetur,
og þegar þær hafa tekið þátt í öllum náms-
greinum í bekkjxxm þeirra og notað tímann
vel, liafa þær haft mikið gagn af því. Ein-
staka stúlka hefir verið 3 vetur, og þá hafa
þær vex'ið reglulega vel að sjer, með því að
taka þátt í öllum námsgreinum með iðni og
dugnaði.
Svona hefir það vei'ið í Reykjavíkur kvenna-
skóla. Námstíminn aldrei styttri en 1 vetur,
stundum 2, og einstaka sinnum 3 vetur. Það
er einkum sá skóli, sem jeg get dæmt um;
því hann er mjer vel kunnur. Jeg veit bæði,
hverjir erfiðleikar voru við stofnun hans, og
eins hvernig hann byi'jaði í smáum stíl, en
þokaðist áfram smátt, þótt stundum bljesi í
móti. Hxxgmynd hans var hjer á landi alveg
ný, og var því eðlilega opt misskilin í fyrst-
unni. Og svo voru nú dagdómarnir, sem jeg
hirði ekki um að minuast á. Skólinn hefir alla
sína tíð verið í Reykjavík, þar sem svo marg-
ir hafa vit á skólafyrirkomulagi og skólakennslu
og allir hafa átt hæg't með að kynna sjei'
stjórn hans og kennslu. Þetta er alla daga
hollt, og honurn hefir verið og er það til góðs.
Skólamir eru að því leytinu til bezt settir í
kaupstöðum. Yæri þá eitthvað sjerlegt að
þeim að finna, myndi það í margmenninu
ekki látið liggja í láginni, enda ætti það ekki
að vera. (Niðurl.).
Thóra Melsteð.