Ísafold - 15.05.1897, Side 2

Ísafold - 15.05.1897, Side 2
126 Meiri jöfnuður á sveitarútsvarsbyrðinni. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það eins og fleira, hvaS eru stórmál og hvaö smámál af öllum þeim málafjölda, sem þingiS og dag- blöðin hafa til meðferðar. Sjálfsagt þykir hjer eins og víðar hverjum sinn fugl fagur, sitt mál eða frnmvarp mikilsvert. En hvað sem þessu líður, geta varla verið skiptar skoðanir um það, að hvert mál getur optast heitið því stærra, sem það snertir fleiri af einstaklingum þjóðarinnar. Eitt af þeim stórmálum vorum, sem ætti að standa ofarlega á dagskrá, uir/ það hefir fengið viðunanlegar lyktir, er fátækralöggjöfin. Hún er ein af þeim mörgu lagaflíkum á þjóð- fjelagsheild vorri, sem í upphafi var miðlungi vel sniöin, og er nú orðin, þrátt fyrir hinar mörgu bætur frá síöari tímum, götóttur garmur. Þegar vjer hugsum til þess, að fje það, sem gengið hefir til fátækraframt'æris hjer á landi, er að jafnaðartali á árunum 1880—90 samkv. Stjórnartíö. 1891 yfir 200,000 kr. á hverju ári, sjáum vjer, að hjer er ekki um neitt smáræði að tefla. Meira en 12,000 manna greiða þessa fúlgu, en sveitarómagar og heimili, sem þiggja af sveit, eru talin fleiri en 3500 aö jafnaði á ári hverju. Hjer er því mál, sem tekur til æöi margra og getur því vel þess vegna heit- ið stórmál. En látum svo veia, að hvorki fjárupphæð- in, sem gengur til fátækraframfæris, nje gjald- enda- eða þiggjendafjöldinn veiti þessu máli rjett til að heita stórmál — það er samt eitt enn þá, sem veitir því tilkall til þessa nafns; það er stór-ójafnaður sá, er kemur fram í því, hvernig kostnaður þessi kemur niður á ein- stakar sveitir eða hreppa. Eins og vera ber, lætur þingið sjer um það hugað, þe’gar um nýja beina skatta til lands- sjóðs er að ræða, að hnitmiða gjaldið sem mest niður, svo að það komi sem jafnast niður á gjaldendur eptir efnum þeirra; löggjafarvaldið ber þannig umhyggju fyrir hverjum einstök- um, að ekki verði hann harðar úti en annar með lík efni, hvað bein útgjöld til landssjóðs snertir. Enginn slíkur jöfnuður á sjer stað með gjöldin (aukaútsvörin) til fátækraframfær- is hvorki á landmu í heildinni nje einu sinni í hverju syslufjelagi fyrir sig; þar er enginn jöfnuður til nema sá, er hreppsnefndirnar gjöra á milli gjaldenda í hverjum hreppi. Af þessu leiðir hinn gífurlega mismun, sem er á milli útgjalda einstakra hreppa til framfæris fátæku fólki. I G'-deild Stj.tíð. 1891, þar sem er skýrsla um efnahag sveitarsjóðanna, er skýrt frá því, hve mikið af fje því, er gengur til fátækra- íramfæris, kemur á hvern gjaldanda á landinu, en aptur ber skýrslan ekkert með sjer, hve mikið af fje því í hverjum hreppi kemur á hvern gjaldanda þar. Skýrsla um það eða sjerstök skrá væri þó harla fróðleg, því ein- mitt hún sýndi mismuninn eða ójöfnuðinn milli þessara útgjalda í hinum einstöku hrepp- um. Reyndar má með dálítilli fyrirhöfn sjá þetta, því tekjuskýrslan ber með sjer gjaldenda fjöldann í hverjum hreppi, en útgjaldaskýrslan upphæðina sem til fátækraframfæris gengur. .Teg hefi nú talið þetta niður í 36 hreppum í 4 sýslum, teknum af handahófi. I 11 af þessum hreppum leggur hver gjaldandi að jafnaði 4—8 kr. til fátækraframfæris; í 10 hreppum 20—30 kr., en í hinurn milli 10 og 20 kr. Af þessu má nú sjá, að það er ekki að eins stórfje, sem árlega gengur til þessara þarfa, heldur og, að þessi fjárframlög koma óhæfilega misjafnt niður á gjaldendur í ýms- um hreppum, eptir efnum þeirra og ástæðum. Enginn getur neitað því, að það er sárt að hugsa til ójafnaðar þess, sem hjer á sjer stað. Jafnvel í 2 nágrannahreppum í sömu sýslu getur mismunurinn orðið svo mikill, að bjarg- álnamaður í öðrum hreppnum verði að láta tvöfalt útsvar við stórefnaðan mann í hinum hreppnum. Ef það er nú rjettlátt, sem allir verða að játa að er, að allir beinir skattar til almennra þarfa komi sem jafnast niður á gjald- endur eptir efnutn þeirra og ástæðum, þá á sjer hjer stað hinn mesti ójöfnuður, er brýna nauðsyn ber til að lagfæra sem allrafyrst. Sjálfsagt er nú hjer, eins og víðar, hægra að rífa niður en að byggja upp aptur, hægra að sýna fram á ójöfnuðinn en að benda á ráð til að lagfæra hann, koma á meiri jöfnuði en verið hefir með þessi gjöld; en hins vegar verður kannske seint ráðin bót á þessu ólagi, ef enginn verður til að kvarta yfir því eða vekja máls á því. Eins og eðlilegt er, standa þeir næstir til að vekja máls á þessu, er heima eiga í þeim hreppum, þar sem sveitarþyngsli eru mest; aptur er eðlilegt, að þeir verði síður til að fást um það, er sveitarþyngsli eru lítil hjá; því bæði er það, að þeim eru þessi útgjöld ekki eins tilfinnanleg byrði, og eins mætti við því búast, að ef þessi gjöld ættu að koma jafn- ara niður, yrðu þeir hreppar, sem lítil þyngsli hafa undir, að bæta á sig að einhverju leyti nokkru af byrðum hinna hreppanna, er varla fá risið undir sveitarþyngslunum. Sjálfsagt mundi þetta nú þykja hart og sæta mótspyrnu frá þeim sveitarfjelögum, þar sem ljett er á; en allir hljóta að finna til þess, að enn þá harðara er hitt og órjettlátara, að fátækur mað- ur og efnaður í sömu sýslu leggi jafnmikið til fátækraþarfa. Jeg skal nú leyfa mjerað láta í Ijósi, hvern- ig jeg hefi hugsað mjer að hjer mætti gjöra nokkurn jöfnuð. I hvers árs fardögum, um leið og áætlanir eru samdar um útgjöld hvers hrepps á í hönd- farandi ári, ætlast jeg til að allar hreppsnefnd- ir eða oddvitar hverrar sýslu sendi oddvita sýslunefndar áætlaða upphæð til fátækrafram- færis. Þessar upphæðir leggur svo sýslunefnd- in saman, og jafnar síðan eptir tölu fermdra, þeirra, sem eigi eru á sveit, jafnt niður á hvert sveitarfjelag sýslunnar. Þeirri upphæð, sem þá kemur á hvern hrepp, jafna svo hreppsnefndir niður eptir efnum og ástæðum, eins og vandi er til. Þeir hreppar, er ekki þurfa hjá sjer að halda á þeirri upp- bæð til fátækraframfæris, er þeim, samkvæmt nefndri skiptingu, bæri að greiða, ættu að greiða afganginn í reikning, er allir hreppar sýslunn- ar hefðu við eina eða fleiri verzlanir, en það- an ætti svo aptur þeim hreppum að koma við- bót, er meiri fátækraþarfir hefðu en þeirra út- svari nemi. Með þessari aðferð gæti komið meiri jöfn- uður en nú á sjer stað með gjöld til þessara þarfa milli hreppa hverrar sýslu innbyrðis. Auðvitað stæðu efnuðu hrepparnir betur að vígi með að láta þessa jöfnuðu upphæð en hin- ir fátækari; en það yrði að vera þeirra happ, og verður ekki fyrir allt synt. — Jeg hugsa mjer að hvert sveitarfjelag hafi eptir sem áð- ur sömu afskipti af sínum ómögum og þurfa- mönnum, og að sveitfestutíminn haldist hinn sami, en vitanlega ætti þeim sveitarfjelögum, er tillag ættu að greiða í hinn almenna fá- tækraframfærslureikning sýslunnar, að veitast kostur á að halda ómaga fyrir eitthvert það sveitarfjelag, er tillag þiggur. Jeg sje ekki betur en að með þessari aðferð fengist miklu meiri jöfnuður í fátækrafram- færslugjöldum, og er þá mikið unnið. — Það ber ekki svo sjaldan við, að heil fjölskylda eða jafnvel fleiri en ein koma á sama ári á sömu sveit; sje hreppurinn lítiil, verður af þessu svo mikil byrði, að gjaldendur fá varla undir risið; í veg fyrir þessi snöggu þyngsli yrði að nokkru leyti komið með þeirri aðferð, er jeg hjcr hefi bent á, þar sem byrðin þá dreifist á öll sveit- arfjelög sýslunnar. Þá yrði og langt um minni ástæða til fyrir hreppsfjelög hverrar sýslu inn- byrðis að beita þeim brögðum og brellum, er of opt tíðkast, til þess að losa sig við hættu- legt fólk, nfl. þá, sem eru að því komnir að vinna sjer sveit; miklu fremur yrði þá ástæða til fyrir hvert sveitarfjelag að hlynna að öll- um, er tæpt væru staddir, eða útlit til að yrðu þurfalingar. Jeg minntist á það, að búast mætti við mót- spyrnu frá þeiin lireppum, er lítil þyngsli eru í; en úr þessari mótspyrnu ætti það að draga, að hjer er opt ekki lengi að breytast veður í lopti; þar sem nú er ljett á, geta eptir fá ár orðið óbærileg sveitarþyngsli. Margar raddir heyrast, er vilja láta þingið taka fátækralöggjöfina til meðferðar og breyt- inga. Þó að þingið hefði sínar ástæður til að fresta þessu enn um stund, mætti þó, til þess að laga hinn mikla ójöfnuð, sem á sjer stað í þessum gjöldum, reyna þann veg, sem lijer er bent á. Gefist þetta ver en jeg vona, er inn- an handar að hverfa frá því aptur, er öll fá- tækralöggjöfin verður sniðin upp. Lundi, í aprílm. 1897. Olafur Ólafsson. Eptirmæli. Hinn 14.april 1897 andaðist að heimili sínu Hvitadal ruerkisbóndimi Guðbrand- ur Sturlaugsson eptir langvinnan heilsulasleika tæplega 76 ára. Hann var fæddur í Svefneyjum á Breiðafirði 17. júlí 1821; foreldrar hans voru Sturlaugur, sonur Einars dannebrogsmanns Olafs- sonar í Kauðseyjum, og Þórunn, dóttir síra Jó- hanns Bergsveinssonar, prests að Brjánslæk. Var Gruðbrandur kominn af góðum ættum í báðar ættir. I ungdæmi var hann lengst á fóstri í Svefneyjum hjá merkishjónunum líyjólfi dannebrogsmanni Ein- arssyni og móðursystur sinni Ouðrúnu Jóhanns- dóttur. Arið 1846 hyrjaði hann búskap á Kald- rananesi i Strandasýslu, og kvæntist þar sama haustið Sigríði dóttur Guðmundar Arasonar, merkishónda, sem þar hjó, og var kominn af hinu alkunna Reyknesingakyni. Bjó Guðhrandur þar í 15 ár; en árið 1861 fluttust þau hjón þaðan að Hvítadal, sem þau höfðu þá ný-keypt, og hjuggu þar í 36 ár rausnarbúi. Þegar Guðbrand- ur fluttist að Hvítadal, var jörðin niðurnídd, en hann tók þegar að hressa hana við, byggði risu- legan bæ og lagði mikla stund á töðurækt; mun- óhætt að fullyrða, að þar fáist nú þrefalt meiri taða en áður hann kom þangað. Guðbrandur var lánsmaður. Hann hafði auð fjár, eignaðist ágæta konu, og áttí með henni 9 börn, sem til aldurs komust. Auk þess eignaðist hann eina laundóttur, og er hún yngst barna hans. Öll voru börn hans vel gefin og hafa mannazt vel; þau eru nú komin víðsvegar, flest í fasta og góða stöðu, virt og vinsæl þar sem þau eru. 1 Ameriku eru 5, þrir synir og tvær dætur. 1 Nor- egi ein dóttir, Þórunn, gipt Hansen kaupmanni;. hjer á landi eru 4: Þorsteinn í Bjarnanesi í Strandasýslu, fjáður bóndi; Helga, kona Böðvars Þorvaldssonar, kaupmanns á Akranesi; Anua, gipt Birni Kristjánssyni úr Snæfellsnessýslu, ogAstríður, ógipt, báðar á Hvítadal. Guðbrandur var allvel greindur og fróður í mörgu, einkum í sögufræði; las hann og ritaði mikið í þeirri grein. Hann veitti heimili sínu

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.