Ísafold - 15.05.1897, Page 3
127
góða forstöðu, var stjórnsamur, reglu- og fyrir-
hyggjumaður, og var kona hans honum samtaka
í því. Yar Hvítidalur um þeirra búskapartið tal-
inn eitthvert hið mesta myndarheimili.
Yfir höfuð verður ekki annað sagt, en að Guð-
brandur væri i mörgu góður ektamaki; hann virti
konu sina og ljet hana vel, og þóttist aldrei geta
full-þakkað guði, hve gott kvonfang hann hefði
fengið; en marglátur var hann nokkuð svo, eins
og sagt var um Snorra Sturluson. Yarð því hjú-
skaparlífið nokkuð þreytandi fyrir konuna, en
hún er hæði stillt og skynsöm og mikið kvenn-
val, og gjörði gott úr öllu.
Um nokkur ár var (ruðbrandur hreppstjóri og í
lireppsnefnd, eptir að þær voru skipaðar; fórst
honum það vel úr hendi, og var hann ótrauður
að leggja fram sinn skerf til almennra þarfa.
Hann var opt góður á peningalánum við þá, er
leituðu hans i nauðsyn, annaðhvort til að losast
úr skuldakröggum eða til þarflegra fyrirtækja, og
mun hafa misst fyrir það all-mikið fje. Hann
var trygglyndur og einlægur við þá, sem höfðu
lag á að ná vináttu hans. En hann var alinn upp
i þeim ríkilætisanda, sem til skamms tíma auð-
kenndi suma efnamenn, er komnir voru af hinum
stóru ættum í Breiðafirði, og átti því hágt með
að lifa sig inn í frelsis- og jafnrjettishugmynd-
irnar frá 1789, sem ekki fyrr en eptir hreyfing-
arnar 1830 tóku að ryðja sjer til rúms hjer á
landi, og náði þvi ekki þeirri alþýðuhylli, sem
ella myndi. A seinni árum hreytti hann talsvert
skoðuuum, var trúmaður, þó ekki hæri mikið á
því, og har lotningu fyrir guðsorði. Sveitarfjelag
vort hefir mikið misst við lát þessa merkis-
manns.
Jarðarförin var virðuleg og fram fór að Hvoli
1. maí; voru þar, auk sýslumanns B. Bjarnarsons
og kaupmannanna Boga í Skarðsstöð og Böðvars
á Akranesi, viðstaddir flest-allir sveitarhændur, o. fl.
Præpos. hon. síra Olafur Olafsson flutti húskveðju
á heimili hins látna og líkræðu í kirkjunni, og
fórst það mætavel.
5. mai 1897. JE. J.
Samgöngur við Vestmannaeyjar. tírein
Magnúsar á Ljótarstöðum i 25. tbl. ísafoldar skal
svarað á þessa leið: Magnús vanhirti að senda
pósttöskuna að Hólmum til tíisla kaupmanns
Stefánssonar, sem þar lá við og beið leiðis, — og
biðja hann fyrir hana, en sendi hana fyrst langt
ofan úr sveit, er fregn kom af Eyjamönnum, og
náði þeim svo ekki; þvi að þeir höfðu ekki tima
til að biða eptir hentugleikum Magnúsar. Lað
var hirðuleysi, að vera ekki búinn að koma póst-
inum til Gísla.
Að Eyjamenn ekki hafi notað leiði til að sækja
póstinn nr. 2, kemur Magnúsi ekkert við. Þeir
gátu eigi komizt til þess fyrir úteyjaferðum; eng-
an mann að fá. Að telja upp syndir Magnúsar
sem brjefhirðingamanns, yrði of langt mál; en
hann mun nú bráðum úr sögunni, og þýðir ekki
að sakast um orðna hluti. Opt hefir um það
verið kvartað, að Ljótarstaðir væri of langt frá
sjó sem brjefhirðingarstaður, þótt Magnús þykist
aldrei hafa heyrt það, — hann hefir máske stund-
um heyrt illa! — En vjer berum bezta traust til
hins ötula tengdasonar Magnúsar, herra tíuðna
Þórðarsonar, sem um nokkur ár var samsveitungi
vor, þá er hann er tekinn við brjefhirðingunni á
Ljótarstöðum, að hann muni greiða sem bezt fyrir
póstgöngunum hingað. Hann er oss að góðu einu
kunnur, á bezta skeiði og enginn vínsvelgur.
3. mai 1897. Skeggi.
Málvjel eða liljóðrita (grafófón, áður nefnt
fónógraf) hefir konsúll tíuðbr. Einnbugason (W.
Eischersverzlun) flutt hingað til lands með sjer i
vor fyrstur manna. Er það einhver hin aðdáan-
legasta af hinum fjöldamörgu hugvitssmíðum Edi-
sons, nú rjettra 20 ára gömul, og endurbætt af
honum síðan nokkuð. Ef talað er eða sungið
andspænis trekt á vjelinni, skilar hún aptur orð-
nnum og hljómnum hátt og snjallt sem mannsrödd
vasri, svo opt sem vill hjer um bil, og hvort sem j
langt eða skammt hefir liðið á milli. Hefði slík
málvjel verið til á dögum Demosþeness eða Ciceros,
mundum vjer nú eiga kost á að heyra þá miklu
málsnillinga tala í eyru vor. Vjelin gengur líkt
og klukka, með likum útbúnaði; er dregin upp
með sveif, þegar hún á að fara af stað. Örsmár
stálbroddur ristir hljóðrúnir á vaxhólk, er liggur
utan um málmsivalning, sem snýst eins og rifur i
vefstað. Hljóðinu skilar vjelin síðan aptur með
því móti, að rifurinn eins og rekur ofan af sjer.
Vaxhólkinn með hljóðrúnunum má bæði geyma
svo lengi sem vill og sömuleiðis senda heimsenda
á milli. Má fyrir því nota hann i sendibrjefs stað:
viðtakandi smokkar honum upp á rif í sams konar
málvjel hjá sjer, jafnstóra, dregur hana upp eins
og klukku, og mælir þá vjelin fram sömu orðin
sem »brjefritarinn« talaði inn í málvjelina hjá sjer
og í sama róm. Ef islenzkur farmaður, er stadd-
ur væri austur í Kína, vildi senda foreldrum sín-
um eða vandamönnum hjer skeyti með þessu lagi,
mundu þeir heyra hann sjálfan tala hjer í sin eyru,
þótt hálfur hnötturinn sje á milli.
Póstskipið Laura, kapt. Cliristiansen, lagði
af stað hjeðan 13. þ. mán. áleiðis til Khafnar.
Með henni fór skólastjóri Markús E. Bjarnason
til Khafnar, sira Jón Clemenz aptur til Ameriku
(verður prestur í Argyle-nýlendu) o. fl.
Gufusltipið Georg, kapt. Petersen, frá sam-
einaða gufuskipafjelaginu, kom loks sama dag
sem Laura fór; hafði tafizt meira en 9 daga í
Færeyjum; fór frá Leith 30. apríl um morguninn.
Earþegi með því hingað konsúll W. G. Spence
Paterson.
Skipið á að fara aptur á morgun.
Araerísk fiskiskúta, seglskip, »Sahra E.
Lee«, kom hingað fyrir nokkrum dögum með
brotið stýri, eptir 23 daga ferð frá heimkynni
sínu, Gloucester í Massachusetts; hreppti veðrið
mikla. Skúta þessi hefir stundað flyðruveiðar
hjer við Vesturland 14—15 ár (Dýrafirði), lengst
allra þeirra skipa, og er nú að sögn hið eina,
sem heldur þeim veiðum áfram enn; þau voru
10—12 einu sinni. Með skipinu eru islenzk hjón,
er dvalið hafa um hrið í tíloucester. Það fer
vestur til Dýrafjarðar, þegar búið er að gera við
stýrið.
Fiskvart varö vel á Akranesi í fyrra dag,
og eins farið að fiskast suSur meS sjó, en
gæftaleysi mikiS. Hefir sjezt mikil sílferS hjer
inni á grunnmiSum nú upp á síSkastið, og
því líkur fyrir nyrri göngu.
Af ófriðinum
Bagar frjettir af Grikkjum nú, eptir frásögn
frjettaritara, er var meS liSi þeirra í Þessalíu,
flýSi þaSan meS þeim og komst undan til
Aþenu 27. f. mán.; þar ritaSi hann pistil sinn
þá um kvöldiS, og birtist hann í enskum blöS-
um 29. f. mán.
FöstudagskveldiS 23. f. mán., annan í sumri,
hafði slegiS óviSráSanlegum felmtri á liS Grikkja
milli Tyrnavo og Larissa, svo og landslýSinn
þar, og flýSu þeir allt hvaS af tók suSur í
Larissa, hleyptu sama skelknum í borgarlýS-
inn þar, svo aS allt varS í uppnámi; tæmdist
borgin á skömmu bragði, og ruddist mannflóS
þaS allt suSur á leiS til Farsala og Volo, nær
suSurlandamærum Þsssalíu. Felmturinn kvikn-
aSi meS þeim hætti, aS einhverjir þorparar
eSa heimslcingjar tóku til aS æpa: »Tyrkir eru
komnir! Tyrkir eru komnir! ForSumoss! forS-
um lífinu!« Sumir liSsforingjar Grikkja leit-
uSust viS aS stöSva flóttann og telja hug í
liSsmenn; en aSrir misstu nær allt ráS og neyttu
eigi miSur fótahna en þeir, sem þeir voru yf-
ir settir. Degi síSar en Grikkir voru flúnir úr
Larissa komu Tyrkir þar og furSað'i þá stór-
I um, aS þar var mannlaust fyrir.
í annan staS var Grikkjum tekiS aS veita
miSur vestur í Epírus.
Larissa var höfuSstöS Grikkjahers í Þessalíu
og höfSu þeir látiS drjúglega yfir, aS þar mundu
þeir berjast til þrautar.
Nú áttu þeir aS eins eptir suSurvígin, viS
Farsala og Volo, hversu sem þar hefir lyktaS.
Nema stórveldin hafi skakkaS leikinn áSur.
Búizt viS, aS þau mundu leggja þaS til, aS
Tyrkir ljetu af hendi aptur laud þaS, er þeir
hefSu unniS af Grikkjum, en Grikkir hjeldu
liSi sínu brott frá Krít og slepptu öllu tilkalli
til eyjarinnar.
Brúkuð frímerki
keypt háu verSi, þannig:
3 a. gul kr. 2,75 16 a. rauS... ,kr. 15,00
5 - blá — 100,00 20 - lifrauS. .— 40,00
5- græn — 3,00 20 - blá .- 8,00
5- kaffibrún— 4,50 20 — græn. . .— 14,00
6- grá — 5,00 40 - — ... 80,00
10- rauS — 2,50 40 - lifrauS. .— 12,00
10- blá — 8,00 50 - 40,00
16- kaffibrún— 14,00 100 - ._ 75,00
Allt fyrir hundraSiS af óskemmdum, þokka-
legum og stimpluSum frímerkjum. Ef þess
verSur óskaS, fást % hlutar borgunarinnar
meS eptir-tilkalli. Aunars verSur borgun send
meS næstu póstferS.
Olaf Grilstad,
Trondhjem, Norge.
Hið bezta Chocolade er frá sjoko-
ladefabrikkunni »Sirius« í Khöfn. ÞaS er hiS
drýgsta og næringarmesta og inniheldur mest
Caoao af öllum sjokoladetegundum, sem hægt
er aS fá.
Vasaklútur, lykill og peningabudda meS
peningum í hefir týnzt á götunum. Bitstjóri
vísar á eigandann.
Alpha-handstrokkur.
Nr. Hæð, cm. Þver- mál, em. Tekur pd. Strokk- ar pd. Verð, kr.
1 21 30 37 16 55
2 25 39 66 24 65
3 33 49 124 48 75
4 38 58 210 80 95
Fragt og umbúSir extra 5 kr,
Lengi hafa menn almennt þráS, aS bráS-
lega tækist aS finna betri strokkunaraSferS
en áSur, og hefir hlutafjelagiS »Separator«
haft auga á því atriSi. Upp frá því er fje-
laginu tókst aS afla sjer hinnar nýju upp-
fundningar mjólkurbúfræSings B. Evenders frá
Astralíu, hefir þaS, eptir margar tilraunir, sent
á markaSinn frá sjer Alpha-handstrokkinn, setn
áreiSanlega mun þykja mesta þing hverjum
sem reynir. B.'ðjið um verðskrá!
Fr. Creutsbergs Maskinforretning,
Ved Stranden, 8. Kebenhavn.
UmhoSsmaSur vor á íslandi er herra stór-
kaupmaSur Jakob Gunnlöcjsson, Cort Adelersg.
4, og selur hann vjelina fyrir innkaupsverS.
»LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas-
sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauSsynlegar upplýsingar.