Ísafold - 19.05.1897, Blaðsíða 2
130
greinar eru þar 9; þar bætast sem sje 3 við
greinarnar í 1. bekk, og þess vegna getur hver
grein ekki haft eins marga tíma, eins og í 1.
bekk. Fatasaumurinn er þar 10 st. í viku,
ljereptasaumurinn 6, skattering 4 og hekling
1 st. í viku. Munnlegu námsgreinunum er
þannig skipt, að móðurmálinu eru ætlaðar 3
stundir, reikningi 3 st., skript 2 st., dönsku
2 st., og söng og söngfræði 3 st. í viku.
Þær stúlkur úr 1. og 2. bekk, sem óska að
læra sögu og landafræði, geta tekið þátt í kennsl-
unni í 3. bekk í þessum námsgreinum, en
verða þá að sleppa þeim stundum úr hannyrð-
unum í sínum bekk á meðan.
Stúlkur, sem byrja námið í 2. bekk, ættu
að halda áfram þar 2 vetur, til þess að verða
nokkurn veginn vel að sjer, einkurn ef það
eru kornungar stúlkur, sem hafa gengið í ein.
hvern bamaskóla og lært nokkuð til muuns
ins, en lítið sem ekkert til handanna, eða þát
ef þær eru mjög vel lagaðar fyrir bóknám, að
vera þá 1 vetur í 2. bekk og fara svo upp *
3. bekk næsta vetur, þar sem munnlegu náms-
greinarnar eru nokkuð margar, ef þær hafa
löngun og ástæður til þess. Og vera þar 2
vetur.
Þriðji bekkur er ætlaður stúlkum, sem hafa
öðlazt meiri menntun og eru vel lagaðar fyrir
•bóknám. Þar bætast við 5 munnlegar náms-
greinar, en hannyrðatímarnir eru að því skapi
færri. Þar eru hafðar 14 st. í viku í þessum
hannyrðum: ljereptasaum 4, skattering 4,
baldyring 2, hvítu broderíi 2, hekling 1, og
krosssaum 1 st. í viku. — Munnlegu náms-
greinunum er þannig skipt: saga 2 st., landa-
fræði 2 st., náttúrufræði 2 st., íslenzka 3 st.,
danska 2 st., enska 2 st., skript 1 st., reikn-
ingur 2 st., teikning 1 st., söngur og söng-
fræði 3 st. í viku. — Tvær st. x viku eru
hafðar til kennslu í leikfimi, sem allar stúlk-
xxrnar geta tekið þátt í, ef þær svo vilja, en
skyldunámsgrein hefir hún ekki verið enn. I
skammdeginu er prjónað 4 st. í viku í öllum
bekkjum, og þá sleppt skatteringu í 2. og 3.
bekk á meðan, en nekkrum stundum í 1. b.
úr sumum munnlegu greinunum.
Upphaflega var ætlazt til, að sem flestar
sveitastúlkur ættuheima í skólahúsinu, til þess
að þær gætu lært innanhússtörf, og þetta
hefði vissulega verið hið bezta. En reynslan
sýndi brátt, að erfitt var að sameina innan-
hússtörf við skólanámið, á meðan það enn er
svo stutt, og þar sem það hlytur að vera fyrri
part dagsins, einmitt um sama leyti sem flest
innanhússtörf eiga sjer stað. Fyrstu árin höfðu
heimastúlkur, sína vikuna hver til skiptis, ein-
göngu til innanhússtarfa, en þá þótti slæmt
að missa skólanámið á meðan, enda beiddu
mæður þeirra optar en einu sinni um, að þær
mættu vera sem minnst frammi við; og hvað
á þá að segja? Siðari árin hefi jeg reynt að
liðka það svo til, að þær eru dag og dag
frammivið,þegarbezt gegnir, og að þær á morgn-
ana, áður en kennslustundir byrja, eru látnar
halda herbergjum hreinum, nefnilega svefnher-
bergjum þeirra sjálfra og skólabekkjunum.
En bezt væri, ef þær gætu verið nokkra mán-
uði eingöngu við innanhússtörf, eptir að skóla-
náminu er lokið.
í þriðja bekk ætti engin stúlka að vera
skemur en 2 vetur, ef gagn á að verða að
kennslunni, því bóknámið er þar ekki svo lítið.
Helzt ættvi að vera 4 bekkir, og stúlkurnar þá
2 vetur í 3. bekk og þriðja veturinn í 4. b.; þá
gætu þær orðið allvel menntaðar, og vel færar
um að kenna börnum, enda fullorðnum líka, ef
þær hefðu notað sjer kennsluna vel.
Nú er auðsjeð, að þetta fyrirkomulag er til
þess, að sem flestar stúlkur geta komizt að
og lært sem mest og bezt, eptir því sem und-
irbúningur þeirra, hæfileikar, efnahagur og aðr-
ar ástæður leyfa. Skólinn hefir vonandi gert
talsvert gagn, þessi ár, sem hann hefir staðið,
bæði beinlínis og óbeinlínis; en hann hefði
getað gert meira gagn, ef hann hefði jafnan
verið rjett skilinn og rjett notaður. Það verð-
ur ekki of opt sagt, að einn vetur (7*/2 mán.)
er of stuttur námstími, að hann má aldrei
vera styttri en 2 vetur og að stúlkurnar þó
verði að sýna alla alúð og ástundun við nám-
ið, ef það á að verða þeim að gagni. Hjer
ríður mest á að forðast alla hálfmenntun, sem
mörgum hættir þó við að vilja láta sjer vel
lynda. En hálfmenntunin er hætt við að ekki
geri annað en trylla unglingana.
Mjer hefir verið mjög annt um, að kvenna-
skólinn í Reykjavík gæti tekið sem mestum
framförum, og þess vegna hefi jeg leitazt við
að stofnaður yrði fjórði bekkur; en það hefir
gengið nokkuð tregt að fá nægilegan styrk úr
landssjóði til þess. Hefir tvisvar verið reynt
til þess, en árangurslaust, af ýmsum ástæðum.
Þó hefir það ekki heyrzt, að skólinn væri
þess ómaklegur. Jeg vona nú fastlega, að
næsta alþingi muni styðja framför skólans og
veita nægilegan styrk í þessum tilgangi, þeg-
ar sótt er í 3. sinn.
Það er jafnvel mikið skoðunarmál, hvort
elzti og helzti kvennaskóli landsins gæti ekki
álitizt þess maklegur, þegar fram líða stundir,
að standa beinlínis undir stjórn hins opinbera,
einkum nú á dögum, þegar svo faguriega er
hugsað og talað um rjettindi kvenna. Ekki
vegna þess, að sú stjórnarnefnd, sem Keykja-
víkur kvennaskóli hefir nú, sje ekki í alla
staði góð, heldur af því, að skólinn líklega
með því móti kæmist á fastari fót og fengi
mótmælalaust það sem hann þyrfti til fram-
fara sjer og fullkomnunar.
Reykjavík, 21. apríl 1897.
Tliora Melsteð.
Strandasýslu (miðri) 13. april: Það má
heita að veturinn hafi verið mildur, því að frost
hafa verið lítil og stórbyljir sjaldgæfir, en þó er
innistöðutimi fyrir fje orðinn með langlengsta
móti, þar sem peningur kom víða á gjöf um vet-
urnætur — bæði fje og hestar — og á stöku bæ
lömb jafnvel hálfum mánuði fyrir vetur; og hag-
laust hefir þar verið til þessa Haustið var á-
kaflega vont og dyngdi niður feiknasnjó hálfan
mánuð af vetri, svo að þá tók algjört fyrir haga
um allt miðbik sýslunnar, en á jólaföstunni brá
til þíðu og góðviðra, er hjeldust fram á þorra;
kom sá bati víst að góðu liði, en á mörgum bæj-
um leysti þó ekki snjó, svo hagi kæmi, og á stöku
bæjum fram til dala mun vera hjer um bil hag-
laust enn; hefir þó verið allgóð leysing siðustu
daga. Á fjöllum er hvervetna feiknasnjór, svo
að hvergi sjer á dökkvan díl, og færð hin versta.
Heyskortur er almennur; hafa nokkrir þegar rekið
pening suður fyrir fjall á baga, því þar er alauð
jörð. Utlitið er því síður en eigi gott, ef vor-
harðindi skyldu verða.
Ekkert hefir orðið vart við ís á þessum vetri,
og er vonandi, að hann sje ekki i nánd, því að
aldrei hefir lagt á fjörur, og firðir, sem vant er
að leggi, hafa ávallt verið auðir inn i botn.
Eitt framfarafyrirtæki hefir komizt hjer á stofn
á þessum vetri. — Það er unglinga- og barna-
skóli, sem Tungusveitungar hafa reist, að mestu
með frjálsum samskotum, á Heydalsá í Kirkju-
bólshreppi. Skólastofnun þessi er þó einkum verk
eins manns, tfuðmundar hreppstjóra Bárðarsonar
4 Kollafjarðarnesi, sem lagði út allan kostnað til
húsbyggingarinnar, stóð sjálfur fyrir smíði og
efnisaðflutningum, og gaf stofnuninni alla vinnu
sína og fyrirhöfn, sem hlýtur að vera mörg hundr-
uð króna virði. Á hann í sannleika mikla þökk
og viðurkenningu skilið fyrir það, hvei'su vel og
drengilega hann hefir leyst þetta verk af hendi,
og það því fremur, sem hann á sjálfur engin
börn, er notið geti kennslu i skólanum. Húsið
rúmar allt að því 30 nemendur, er allir geta
sofið og matazt þar; er það að sjá vel gjört og
öllu vel og haganlega fyrir komið.
Skólasmíðinu var lokið eptir nýjár; kennsla
hófst þar 1. febr. og stendur til 30. apríl. Nem-
endur eru 17, sem allir búa í skólanum ásamt
kennara og skólaráðskonu. Hefir þetta fyrirkomu-
lag gefizt vel, þó ýmsa erfiðleika hafi verið við
að stríða, sem stafa af því, að óvist var, hvort
hússmiðin gengi svo fljótt, að kennsla gæti byi-jað
í vetur, og ekkei't var þvi dregið að skólanum,
fyr en kennslan byi'jaði, en aðdrættir allir eru
hjer erfiðir um hávetur. (íjöra menn sjer góðar
vonir um, að skólastofnun þessi verði spor i fram-
faraáttina, og að hún verði stofnendunum bæði
til gagns og sóma.
Sýslufundur er nýlega um garð genginn; var
hann haldinn 6.—9. þ. m. Það sem þar gjörðist
markverðast var, að sýslunefndin ályktaði, að taka
allt að 8000 kr. lán til tóvinnuvjelakaupa; var
búizt við, að Dalasýsla og máske Austur-Barða-
strandarsýsla mundi einnig taka þátt i þessu fyrir-
tæki með slikri lántölcu að sínum parti, og var
ákveðið, að sýslufjelögin veittu lánið aptur ein-
stökum mönnum, er kynnu að vilja ráðast i að
koma þessu fyrirtæki á stofn, og reka það á eigin
ábyrgð.
Lœknaskipunarmálid var rækilega rætt á
fundinum samkvæmt áskorun landlæknis; ekki að-
hylltist fundurinn tillögur læknafundarins, sizt
meiri hlutans, enda virðast tillögur hans vera
byggðar á miklum ókunnugleika, einkum þar sem
hann ætlast til, að læknir sá, er á að þjóna öll-
um nyrðri hluta sýslunnar, sitji í Keykjarfirði,
fyrir norðan Trjekyllisheiði, og þrír hreppar (fyrir
utan Arneshrepp) með 700 íbúum ættu að sækja
til hans þangað yfir heiðina, og auk þess óra-
langan veg úr innsta hreppnum. Annars virðist
ekki hagfellt i þessu máli, að binda sig mjög við
hreppa- ogsýslumót; nær að láta torfærustu fjall-
vegi, svo sem Bitruháls, ráða takmörkunum, þar
sem þvi verður við komið.
V.-Skaptafellssýslu (Skaptárt.) 3. maí ’97:
Nú er veturinn liðinn og sumarið komið, og mætti
það verða fagnaðarefni fyrir mörgum manni hjer,
sem hefir átt að stríða við jafn-þreytandi tíð og
hefir verið á nú ný-liðnum vetri, þar sem varla
verður talið, að nokkurn tíma hafi komið stað-
viðri deginum lengur, en mikið opt mörg veðrin
sama daginn. I fám orðum sagt: hjer hefir ekk-
ert verið stöðugt — hvað veðráttuna snertir —
nema umhleypingurinn, og mikið optast hefir hvert
snjólagið safnazt ofan á annað, því mjög sjaldan
hefir komið hláka, svo að liði gæti komið, með
haga fyrir skepnurnar.
Yíða mun hjer vera heylítið, og er það auð-
vitað aldrei nema eðlilegar aBeiðingar af óvana-
lega löngum gjafatíma á húsfjenaði, og sömuleiðis
af ákaflegum grasbresti siðast liðið sumar, og þar
af leiðandi litlum heyföngum hjá almenningi und-
ir veturinn.
Heilbrigði má hjer heita almenn. Ekki eru
nein bindindissamtök farin að gera vart við sig
hjer enn; þó má geta þess, að all-flestir munu
vera komnir til þeirrar skoðunar, að áfengið sje
— í stuttu máli — eitur bæði fyrir líkama og sál,
þar sem þess er ekki neytt mjög hóflega; sjón er
hjer lika sögu ríkari, þvi áfengra drykkja er hjer
almennt mikið gætilega neytt og víða eru þeir
alls ekkert um hönd hafðir.
Mannalát. Skrifað úr Vestmannaeyjum 17.
f. mán.: »Hinn 7. þ. mán. dó hjer merkiskonan
Guðfinna Jónsdóttir, prests Austmanns, kona
Á-na meðhjálpara Einarssonar á Vilborgarstöðum,
móðir þeirra bókhaldara Einars Árnasonar við
Thomsens-verzlun í Reykjavík og Jóns við Brydes-
verzlun þar. Hún var 73'/a árs, kvennskörungur