Ísafold - 22.05.1897, Síða 2
134
Jeg veit að Kaupfjelag Reykjavíkur hefir
skipt við kaupmann þar á staðnum, eins og
»Dagskrá« vill vera láta; en jeg hefi eklci ny-
lega sjeð skyrslur um starfsemi þessa fjelags
nje nokkurn samanburð, er syni, að viðskipta-
menn þess hafi eins mikinn eða meiri hag á
viðskiptunum við það í samanburði við við-
skipti einstakra manna við kaupmenn í Reykja-
vík, eins og menn hafa í kaupfjelögunum
út um landið í samanhurði við viðskipti við
kaupmenn á þeim stöðum. Það væri fróð-
legt að fá skýrslur um þetta.
Raunar er nú ekki því til að dreifa, að
vorir innlendu kaupmenn geti enn sem komið
er tekið að sjer viðskipti við kaupfjelögin með
sama móti og núverandi umboðsmenn þeirra.
Kaupmenn hafa hingað til ekki selt sauðfje
erlendis; þeir hafa haft til þess umboðsmenn
eins og kaupfjelögin. Jeg sje engan gróðaveg
við það fyrir bændur, að kaupmenn annað-
hvort kaupi fjeð af þeim, eins og þeir hafa
gjört og jafnan gefið minna fyrir en kaupfjelög-
in, sem og er eðlilegt — eða þá tækjn fjeð
af bændum í umboði og feagju það svo öðr-
um umboðsmanni til sölu. Það virðist mjer
vera að eins til að fjölga milliliðum milli fram-
leiðanda og neytanda. Og menn eru þó allt
af að tala um að fækka þeim.
»Dagskrá« segir, að markaður kaupfjelag-
anna sje bundinn; en hún segir það ekki satt,
sem betur fer. Þegar kaupfjelögin sitja í
skuldum við umboðsmenn sína ár frá ári, má
segja, að þetta sje að nokkru leyti satt, en
þó ekki að öllu leyti, nema sannað sje, að
skuldirnar sjeu svo miklar, að fjelögin geti
ekki losað sig úr þeim með góðu móti. En
engu slíku hefir verið til að dreifa nokkur
undanfarin ár. Fjelögin hafa víst flestöll
verið alvegskuldlaus á nýjári hverju við umboðs-
mennina næstl. 3 ár, og þá er markaður þeirra
alveg óbundinn. Þeim er þá fullkomlega hægt
og heimilt að taka sjer hvern þann viðskipta-
mann á nýjári, sem þeim lízt bezt á. Og
vorir innlendu kaupmenn eru allt af við hönd-
ina, ef þeir treysta sjer til að bjóða betri kjör
en fjelögin geta fengið annarsstaðar.
»Dagskrá« segir líka að verzlun kaupfjelag-
anna sje einokun. Þá versnar nú sagan. Það er
annars mjög einkennileg einokun, sem kaup-
fjelagsmennirnir verða fyrir. Þeir græða 25
—35°/0 árlega á viðskiptum sínum í fjelögun-
um, til móts við þá verzlun, sem þeir eiga
kost á hjá kaupmönnum, — vorum innlendu
kaupmönnum. — Og kaupfjelögin og umboðs-
menn þeirra verzla í frjálsri samkeppni við
alla kaupmenn landsins, og þeir og þau
aptur við alla kaupmenn heimsins, því mark-
aður vor er opinn öllum þjóðum. En það er
einokun samt, segir Skráin.
»Dagskrá« segir, að kaupfjelögin sjeu milli-
bilsástand milli selstöðuverzlunarinnar gömlu
og innlendrar kaupmannaverzlunar. Það er
spádómur, sem jeg vona — eptir öllum líkum
— að aldrei rætist. Fyrst og fremst sýnast
kaupmenn vorir ekki mjög líklegir til að verða
innlendir í raun og veru, að fáeinum undan-
teknum. Flestir þeirra pota sjer til kóngsins
Kaupmannahafnar, þegar þeir eru orðnir svo
efnaðir, að þeim þykir það fært. Vera má að
þetta komi af staðháttum vorum. Jeg skal ekki
ræða um það; en svona er það. I öðru lagi
— og það skiptir mestu máli — er sú stefna
að ryðja sjer til rúms í öðrum löndum, að
gera milligöngu kaupmanna milli framleiðanda
og neytanda að miklu leyti óþarfa. Menn eru
farnir að leitast við að ljetta þeirri fyrirhöfn
af kaupmannastjettinni, og hafa hana sjálíirá
hendi í samlögum, til þess auðvitað að njóta
sjálfir þess hagnaðar, sem af þessu leiðir. Til-
raunir þær, sem gerðar hafa verið, og sem
telja má að komizt hafi fyrst á rjettan rek-
spöl á Englandi 1844 með Roohdale-fjelaginu,
hafaheppnazt svo vel, að flestum, sem til þekkja,
mun nú sjáanlegt, að kaupmenn hljóta smám-
saman að sleppa miklu af því verzlunarvaldi,
sem þeir hafa áður haft, og gefa það í hend-
ur samlögum framleiðanda og neytanda sjálfra.
Kaupfjelagsmennska vor, sem að vísu er enn-
þá stórgölluð og ófullkomin, mun smámsaman
færast í rjett horf, en trauðla leysast upþ við
búðarborð kaupmanna. Auðvitað er þetta líka
spádómur, en fyrsti fjórðungur næstu aldar
sýnir líklega hver hjer verður langsjeðastur.
Vörukaup öll í V. D. næstl. ár voru ná-
lægt 89,900 krónur, og ef maður reiknar lík-
an hag í öllu fjelaginu og keniur fram við
samanburðinn, sem hjer er sýndur, þá nemur
það 31,995 krónum, sem fjelagið hefir grætt
á viðskiptunum á þessu ári, þrátt fyrir það,
að fjelagið verður að borga háa vexti til um-
boðsmanna sinna, þar eð það á engan verzl-
unarhöfuðstól. Þessa upphæð hefðu því fje-
lagsmenn getað lagt í stofnsjóð til vörukaupa
næsta ár, ef þeir hefðu tekið þá stefnu, og
verið þó alveg jafnvel staddir að öðru leyti
eins og aðrir á fjelagssvæðinu, sem verzlað
hafa með jafnmikla upphæð við kaupmenn.
Og hvað myndi svo leiða af því, ef menn
legðu þann hagnað, sem menn hafa af fjelags-
verzluninni, eða meiri part hans, til hliðar
nokkur ár. Því er auðsvarað. Innan fárra
ára gætu þessir menn keypt allar sínar nauð-
synjar fyrir borgun út í hönd, rekið verzlun
sína sjálfir, og notið alls þess hagnaðar, sem
kaupmenn nú hafa af verzluninni við þá.
Olafsdal, 17. apríl 1897.
Torfi Bjarnason.
Flensborgarskólinn- Þar hafa verið
35 nemendur síðastliðinn vetur, í kennara-
deildinni 7 (af þeim 3 kvennmenn), og í gagn-
fræðaskólanum 28 (af þeim 4 kvennmenn).
Þessir tóku kennarapróf:
1. Finnbogi Jóhannsson: dável í verklegu,
dável í bóklegu.
2. Helgi Guðmundsson: vel til dável í verkl.,
dável í bóklegu.
3. lngunn Daníelsdóttir: dável í verklegu,
dável til vel í bóklegu.
4. Jakobína Jakobsdóttir: vel til dável í verk-
legu, vel til dável í bóklegu.
5. Kristján Sigjusson: dável til ágætlega í
verklegu, dável í bóklegu.
6. pórey Árnadóttir: dável í verklegu, dável
til ágætl. í bóklegu.
Burtfararpróf frá gagnfræðaskólanum tóku 14:
1. Sigríður Ólafsdóttir, dável 4- (5.44);
2. Bjarni Jónsson, dável + (5.42); 3. por-
leifur Helgason, dável + (5.23); 4. Gunnar
Egilson, dável + (5.21); 5. Guðmundur Arna-
son, dável + (5.21); 6. Gunnlaugur Jómsson,
dável (5.11); 7. Sigurður Bjarnason, dável +
(4.79); 8. Úlafur Guðjónsson, dáv. + (4.61);
9. Steingrímur Torfason, dável + (4.61);
10. Guðni porláksson, vel + (4.48); 11.
Runólfur porsteinsson, vel + (4.44); 12.
Helgi Eiríksson, vel + (4.27); 13. Eirikur
Beck, vel (4.13); 14. Sigurjón Gunnarsson,
vel (3.96).
Prófdómendur í kennaradeildinni voru þeir
skólastjóri Morten Hanseti í Reykjavík og
síra Jens Pálsson í Görðum.
Húnavatnssýslu vestanv. 10. maí: Eptir
mjög hagstæðatíð i allt vor (optast logn og þur-
viðri) brá til norðanáttar með frosti laugardag
1, maí. Daginn eptir var norðan-stórhríð með
mikilli fannkomu og frosti. Síðan hefir norðan-
átt haldizt, opt hvöss og jafnan frost og snjó-
gangur. Áður en tiðarfar hreyttist, var all-víðast
húið að sleppa fje. Þó hafa engir skaðar til
muna orðið í þessu byggðarlagi; vantar á sumum
bæjum 2—3 kindur. Margir munu vera orðnir
heylitlir, því vegna þess, hve heyin voru slæm,
hefir mikið þurft að gefa af þeim. Ekki er hey-
leysi samt almennt, en einkum mun víða vera
skortur á góðu heyi, sem að gagni komi handa
lambám, ef tíðin helzt svo, að þeim þurfi lengi
að gefa.
Siðari part vetrarins og í vor hefir fjárkláð-
ans orðið vart á mörgum bæjum, þó hvergi hafi
mikið að honum kveðið, og enginn samjöfnuður
við það, sem verið hefir. Sje hugsað til að út-
rýma kláða, dugir fráleitt annað en baða tvisvar
með hæfilegu millihili, og einnig ríður á að hað-
meðulin sjeu vel valin. Hjer í grennd var því
nær eingöngu baðað úr karbólsýru, hlandaðri
þannig, að 1 pottur var hafður á móti 40—50
pottum vatns og 1 pd. grænsápu. Þetta reyndist
mjög vel og varð hvergi tjón að. En á stöku
hæ í Húnavatnssýslu hafði kreólín verið notað
og er kláðinn sagður á þeim baéjum engu minni
en undanfarin ár.
Horfellissögur berast nú víös vegar að
nokkiiö'. Mjög illa látið af úthreppum Borg-
arfjarðarsýslu, einkum sumum bæjum í Skil-
mannahreppi. A einum bæ í Þingvallasveit,
Stíflisdal, hjá Jóni bónda Asmundssyni, var
að sögn skilríks manns meira en 40 fjár dautt
úr hor í öndverðum þessum mánuði, og lcýrn-
ar 3 hjer um bil reisa.
Landskjálftar. »Tvívegis hefir orðið
vart við landskjálfta hjer í vor«, er skrifað úr
Hrútafirðinum 10. þ. m.; »fyrra skiptið 25.
apríl kl. nær 8 e. h., og í hitt skiptið 3. maí
kl. 5.6 e. h. Heyrzt hefir hingað, að land-
skjálfta hafi orðið vart á Blönduós hina sömu
daga«.
Fyrri landskjálftans er ekki getið í brjefum
norðan Vatnsskarðs. En um hinn síðari, 3. maí,
er getið í brjefi úr Eyjafirði, og sagt, að hann
hafi verið töluverður.
Dálítil hræring snörp hafði fundizt á nokkrum
bæjum í Olfusi 11. maí um kveldið.
Aílabrögð- Engin vera í þeim hjer um
flóann. Þó að örlítið lifni við í bili, hverfur
það óðara aptur.
Vetrarvertíðarhlutir urðu í Þorlákshöfn sem
hjer segir: hæst 1040, minnst 460; meðal-
hlutur um 700, þar af hjer um bil 2/s þorsk-
ur.
Drukknan Th. Amlie’s. Skipið, hvala-
báturinn, sem þeir Amlie og hans fjelagar drukkn-
uðu með á leið hingað til lands snemma í f. m.,
hjet »Jarlinn*, að því er kunnugur maður skýrir
frá, en ekki »Elliði«; — hát með því nafni á L.
Berg við Dýrafjörð.
Jón Olafsson, f. ritstjóri, talar í Gr.-T.-húsinu
annað kveld kl. 8*/2 og segir frá Ameriku.
»Guðspjall aldamótanna«. Vegnaminog
allrar hinnar islenzku þjóðar leyfi jeg mjer að
flytja hinum dágöfga og stóræruverðuga smekk-
manni, gagnrýni, »genealog« og ritstjóra Hannesi
Þorsteinssyni, stjúpföður »Þjóðólfs«, mitt veika
þakklæti fyrir allt hans þýðingarmikla bókmennta-
starf í blaði því, þar sem hann reisir sjer á föstu-
degi hverjum hvern lofköstinn eptir annan, sem
aldrei mun fyrnast og timans tönn aldrei vinna á.
Fyrst og fremst þakka jeg honum þó fyrir ferða-
pistlana, þetta framúrskarandi listaverk, guðspjall
aldamótanna, sem verðugt væri að greypast gullnu
letri á silfurspjöld, er hengt væri upp í öllum