Tíminn - 13.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1979, Blaðsíða 6
6 Jólablað 1979 Jólaminningar Ingibjargar Jónsson fyrrum ritstjóra Lögbergs- Heimskringlu - - ______Wímhm _ MAMMA OG JÓLIN mmmmmmmmm VORV EITTH — án hennar voru engin jól Kafii úr bók Ingibjargar Sigurgeirsson Mc Killop um Mikley . _______________ Ég var á ellefta ári/ og það var stutttil jóla. I heila viku hafði ég ekki getað um annað hugsað en jólin. Ég hlakkaði svo mikið til/ að ég var öll á iði. Mamma var önnum kafin allan daginn og stundum langt fram á nótt við að þvo/ hreinsa, baka og sauma. Það siðasta/ sem ég heyrði á kvöldin var hvin- urinn í saumavélinni. Pabbi hafði nýlega keypt handa henni þessa fallegu saumavél/ sem var fótstigin, en ekki handsnúin eins og venja var þá. Nú vann hún kappsamlega að því að búa til sitt af hverju/ sem hún vildi ekki láta okkur sjá. Ég vissi/ að hún var að búa eitthvað til handa mér og fyrir okkur öll. Ég hafði séð þessa dásamlegu efnisbúta/ sem hún hafði hengt út til þerris. I þá daga höfðu foreldrar mínir ekki mikið handa á milli/ fremur en svo margir aðrir. Við börnin vorum mörg/ sex talsins. En mamma kunni að notfæra sér það/ sem hún hafði og búa til fallega hluti. Ef hún átti ekki annað efni sauð hún hveitisekkina og náði úr þeim stöfunum/ og litaði þá svo rauða/ bláa og græna, og úr þessu bjó hún til fallegasta fatnað, dásamlegan í okkar augum. Þaö var svo óendanlega nota- legt og gott aö sofna viö aö heyra mömmu raula glaölega fyrir munni sér, þarna sem hún sat og steig vélina, og finna verndar- anda hennar ævinlega nærri okk- ur. Að lokum rann upp hinn lang- þráöi dagur — aðfangadagur. Helgi og Geiri, tveir elztu bræður minir, fóru óvenjulega snemma á fætur og lögöu af stað út i skóg með sleöa og öxi. Við yngri börnin vissum, að þeir voru aö fara til þess að ná i jólatréö. Enda þótt nóg sé af greinitrjám i skóginum þá eru það ekki allt jólatré, vegna þess að jólatré er eitthvað alveg sérstakt. Stærðin er sérstök, fegurðin lika, og stofninn þarf að vera beinn og greinarnar þéttar, þannig að það sé likast pýramida á að sjá. Við biðum óþolinmóð eftir þeim heima. Skyndilega var hrundið upp, og kalda loftið streymdi inn. Drengirnir koma þjótandi með stórt jólatré á milli sin. Þeir eru handlagnir og þvi liður ekki á löngu þangað til þeir eru búnir að slá saman jólatrésfót og koma trénu fyrir i stofunni. An efa er þetta allra fallegasta jólatréð, sem þeir hafa nokkru sinni fundið, dimmgrænt og vellagað, næstum fullkomið. Anganin af trénu berst um allt húsið, hinn sanni jólailmur. Er nokkur ilmur, sem jafnast á við hann? Meira að segja yngsti bróðirinn, Gústi, gerir sér grein fyrir þvi, að eitthvað óvenjulegt er á seyði. Hann skriöur i kring- um tréð þar til einhver tekur hann upp og leyfir honum að sjá það i allri þess dýrð. Nú er komið að þvi að skreyta tréð, og það gerum við sjálf með rauðum og grænum pappir sem mamma gefur okkur. Við klipp um hann niður i ræmur, og búum til keðjur sem við hengjum á greinarnar. Við klippum lika út hjarta- og demantslaga körfur, stóra stjörnu búum við til úr silfurpappir og hún er sett i topp trésins. Siðast setjum viö lítil marglit kerti á greínarnar. Nú er tréð tilbúið og komið að þvi að koma pökkunum fyrir, en það vit- um við að verður gert siöar um daginn Ekki þýðir að sitja og stara aðdáunaraugum á tréð. Við verðum að hjálpa pabba og mömmu. Bræðurnir hjálpa til við útiverkin, en við systurnar tökum til hendinni innan dyra. Bræðurn- ir bera vatn og fylla eldiviðab- kassann. Við systurnar setjum oliu á lampana og fægjum lampa- glösin og svo fægjum við lika lampann i loftinu þar til hann er farinn að skina eins og gull. Svo verður við auðvitað að hugsa um tvo yngstu bræðurna. Allt verður að vera i lagi þegar jólahaldið ::: a I:: .. |:á u :: BOK VM LANDNAM ISLEND INGA Á MIKLEYIMANTTOBA :: :: Undanfarin ár hafa þónokkr- ar byggöasögur Vestur-islend- inga vcrið skrifaðar. Ein þeirra er Mikley The Magnificent •: Island-Treasure of Memories — Hecla Island 1876- 1976 skráð af •| Ingibjörgu Sigurgeirsson •: McKiIIop, sem alin var upp á >: Mikley á Winnipegvatni i Mani- | toba I Kanada. •• Ingibjörg hóf að safna efni i •: þessa bók árið 1976, en bókin :• kom svo út s.l. vor. Skömmu { siðar fórst höfundurinn i elds- | voða, þegar hjólhýsi hennar { brann til kaldra kola á Miklev. •: Ingibjörgu Sigu rgeirsson { McKillop kynntist ég nokkuð, er { ég dvaldist i Winnipeg um hálfs { árs skeiö, sem ritstjóri Lög- { bergs Heimskringlu. Hún kom •; þá oft á skrifstofu blaðsins og i {{ prentsmiðjuna, þar sem hún { var um þaö leyti að senda frá {{ sér litla bók meðMikleyjar-upp ■■ skriftum — uppskriftum að mat, 55 sem hún mundi eftir frá æsku { sinni á Mikley, og sumat hverjai 55 eru upprunnar á tslandi, og { ganga enn undir islenzkum 55 nöfnum. Ingibjörg sagði mér þá 55 frá þvi mikla verkefni, sem hún 55 haföi ákveðiðað taka næst fyrir, 55 samningur bókar um alla land- 55 nema frá islandi, sem settust að 55 á Mikley. Hún var þá farin að 55 safna efninu, og hafði fengið 55 mjög góðar undirtektir allra 5; þeirra, sem hún þurfti að leita 55 til. Hún skrifaöi fólki og heim- 55 sótti það og fékk það til þess að 55 taka saman allar helztu upplýs- 55 ingar um landnámið, ef ekki 55 voru til skrifaðar frásagnir ::::::us::::::::r:::::::::::::::::::::::::::: landnemanna sjálfra, eða fyrstu afkomenda þeirra. Við eitt tækifærið, þegar ég heimsótti Ingibjörgu sýndi hún mér inyndasafn, sem hún hafði fcngið að láni, og handskrifaðar landnemasögur, dýrmæti mikil, fyrir þá, sem þetta áttu. Hún talaöi um, hve fólk hefði verið vingjarnlegt og gott aö treysta sér fyrir þessu öllu, og hversu þýðingarmikið það væri, að allt kæmist þetta i réttar hendur, þegar hún hefði lokiö samningu bókarinnar. En margt fer ööru visi en ætl- aö er. Skömmu eftir hið átakan- lega fráfall hennar siðla s.l. sumars birtist tilkynning I Lög- bergi Heimskringlu frá syni hennar, þar sem hann sagöi, að með Ingibjörgu hefði farist i eldinum allt efnið, sem bókin var samin upp úr, sem og allar myndir, sem i henni væru. Til Mikleyjar komu i upphafi 145 islendingar og settust þar að. Fyrsta veturinn létust 30 þeirra úr bólu. Nafnið Mikley var þýðing á Big Island, sen svo haföi eyjan verið kölluð, áöur en íslendingarnir komu, vegna þess að hún var önnur stærsta eyjan á Winnipeg-vatni, rúmir 30 km. á langd og tæpir 10 kiló- metrar þar sem hún varö breið- ust. Siðar breyttist nafn eyjar- innar i Hecla Island, og dró hún það nafn af heiti póststöðvar- innar á eyjunni. Landnámin á eyjunni urðu 55 talsins, og báru öll islenzk nöfn. Má nefna sem dæmi Kirkjuból, Reynivelli, Ingólfsvík, Hliðar- enda, Grund, Engey og Sunnu- hvol. Ekki ætla ég mér að skrifa ritdóm um þessa miklu bók, enda er þckking min á efninu og staðháttum ekki sú, að það sé hægt. Það eina, sem mig langar til aö nefna, eru islenzku nöfnin bæði á fólki og stöðum. Stundum koma þau okkur svolitið undar- lega fyrir sjónir, sérstaklega staöanöfnin, sem oft eru i þágu- falli fremur en að vera höfð i nefnifalli. Stafar það trúlega af þvi, að oftast var talað um þennan eða hinn á þessum eða hinum bænum, og þá var nafnið i þágufalli, sem slðar varð raun- verulegt nafn staðarins i munni þeirra, sem ekki töluöu lengur islenskuna sem sitt móöurmál. fb Ingibjörg McKillop I heimsókn á tslandi sumarið 1978. : ■ ■ : : ■ ■ : ! : ■ : : ■ ■ ■ : 55 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ 55 hefst klukkan sex. Það verður að að vera búið að mjólka kýrnar og skilja mjólkina. Allir veröa að hafa lokið viðað baða sig og komnir i finustu fötin og búnir að borða. Allt gengur þetta fyrir sig, á meðan tvær hendur i húsinu sjá um að ekkert gleymist hendur mömmu. Þegar klukkan er sex er mamma sezt i ruggustólinn i stof- unni með yngsta bróðurinn i kjöltu sér, og við hin umhverfis, þvegin, greidd og klædd i nýju fötin okkar. Ég er i bláu pilsi með böndum yfir axlirnar og hvitri blússu úr fallegu efni. Þóra systir er i alveg eins kjól, bara miklu minni. Aldrei, fyrr eða siðar, hefur mér fundizt ég vera eins fallega klædd. Fáeinir pakkar eru við tréð, og við horfum á þá löngunaraugum og reynum að geta- okkur til um innihaldið. Það er enn ekki komið að þvi að kveikt verði á kert- unum. Mamma opnar Bibliuna og les fyrir okkur söguna um jóla- barnið, em fæddist á þessari nóttu i Betlehem fyrir meira en nitján öldum. Á meðan við hlustum á tæra og hlýja rödd hennar skiljum við þetta allt svo vel, og okkur finnst næstum við sjá þetta fyrir okkur. Við sjáum barnið liggja i jötunni, hirðana , fjárhópa þeirra, ljósið, sem umkringdi þá og engilinn. Mamma heldur áfram að lesa, og okkur finnst jólin vera komin og andi jólanna umvefur okkur og heimilið. Viö heyrum englasönginn. Jólagleðin breytist i söng, og viö syngjum með mömmu I Betlehem er barn oss fætt og Heims um ból. Allt i einu tekur djúp bassarödd undir. Pabbi stendur brossandi i dyrunum og horfir á okkur. Hann hafði tafizt smávegis. Við kveikjum á jólakertunum og tréð eins og vaknar til lifsins. Við tökum saman höndum og dönsum i kringum það og syngjum. Nú tekur pabbi pakkana undan trénu og les á þá og atbendir okkur siðan. Við erum handfljót, þegar við tökum utan af þeim pappírinn. Fagnaðarópin bergmála i húsinu — Sjáðu hvað ég fékk, sjáðu hvað ég fékk! Ég fékk litla dúkku með glerhöfði, og hún er klædd á sama hátt og ég sjálf. Ekki man ég hvað hin systkinin fengu, að þvi undan- skildu að Dóri bróðir, sem var þriggja ára, fékk vagn. Hann hljóp hringinn i kringum tréð og dró á eftir sér pinulitinn vagninn. Hann er i rauðum fötum með hvitum leggingum á buxna- skálmunum, og likastur jóla- sveini. Mamma hafði veriö að enda við að sauma þessi föt handa honum. Ég man, að pabbi fór til mömmu, og strauk henni bliðlega um vangann og sagði: — Hvildu þig nú svolitla stund, góða min, þú hlýtur að vera mjög þreytt. Ég leit á mömmu, einhver óþægileg óttatilfinning greip mig. Pabbi tók yngsta bróður minn, sem nú var sofnaður i kjöltu mömmu. Þau fóru öll þrjú inn I hjónaher- bergið og lokuöu hurðinni á eftir sér, svo að þau heyrðu ekki fagnaðar og gleöilætin i bræðrum og systrum. Dularfullur fyrirboði sorgar og saknaðar bjó um sig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.