Tíminn - 13.12.1979, Blaðsíða 16
16
Jólablað 1979
eftir Þór Jakobsson veöurfræðing
NDP KOSNINGASA GA
ÚR KANADA
NDP-Nýi Lýðræðis-
f lokkurinn
Þriöji stærsti flokkur Kanada,
NDP hefur meiri trú á sam-
hentri, fjölmennari forustu sem
hikar ekki vð að halda sér við
efnið, þótt hún eigi á hættu að
vera leiðinleg.
Flokkurinn á rætur sinar að
rekja til samvinnuhreyfingar-
innar, en árið 1961 tóku sam-
vinnumenn og jafnaðarmenn
höndum saman og mótuðu einn
flokk saman, NDP. Enn er til
siðs að fjármarka flokka i hægri
eða vinstri flokka, þótt nokkuð
sé það að verða torvelt upp á
siðkastiö. Flokkar, sem áður
voru blaðstýfðir hægra eða
vinstra svo ekki var um'að vill-
ast gerast nú heilhamraðir og
svipaðir i bak og fyrir. NDP má
þó óhikað telja til vinstri við
ofangreinda tvo flokka, en litill
munur er oröinn á stóru
flokkunum i þessu tilliti. En
þungamiðja kanadiskra stjórn-
mála i heild hefur þokast til
vinstri undanfarna áratugi.
Enn meiri vandi er á höndum
að bera saman vinstri og hægri i
Kanada annars vegar og á
Islandi hins vegar. Sennilega
mundu fáir i höpi núverandi
frambjóðenda til Alþingis mæla
með þeim mun tekna og aðstöðu
sökum erfða og uppruna, sem
enn er við lýði i Kanada. Frá
þeim sjónarhóli séð virðast
tslendingar þrátt fyrir allt hafa
skáskotið sér fram eftir geð-
þekkari miðlinu i reipdrætti
stjórnmálanna til hægri eða
vinstri á vixl.
Hins vegar kunna Kanada-
menn betur lagið á þvi að stofna
til samvinnu um viðskipti sin og
áhugamál svo sem æskulýðsmál
og trúmál, og kjósa jafnvel að
vinna að þeim i tómstundum
sinum frekar en ætla verkið
svifaseinu riki eða bæ. En þessu
verður ekki lýst i fáum orðum
og þvi látið liggja milli hluta
hér.
Gömlu, rótgrónu flokkarnir
hafa oft látiö I minni pokann
fyrir NDP i fylkiskosningum og
hefur NDP þá haft með.höndum
stjórn á einstökum fylkjum i
Kanada, en þau eru 11 talsins.
Hins vegar hefur NDP ekki haft
heppnina með sér i kosningum
til sambandsþings Kanada i
Ottawa, en til fróðleiks fylgja
hér hundraðshlutar atkvæða i
kosningunum sl. vor, og þing-
mannafjöldi innan sviga: NDP:
17.9 (26). íhaldsflokkurin: 35.8
(135). Frjálslyndir: 40.2 (115).
Social Credit: 4.6 (6). Aðrir: 1.5
(0). Samtals 100.00 (282). Social
Credit er hægrisinnaður stein-
gervingur sem man sinn fifil
fegri.
Sem sjá má er mikiö misræmi
á prósentutölu og þingmanna-
fjölda og stafar þetta af þvi, að i
landinu eru einmenningskjör-
dæmi og engin uppbótarsæti. Að
réttu lagi bæri NDP 50 þing-
menn af 282 samtals.
NDP stefnan
NDP hefur þó orðið betur
ágengt en fylgi til landskosn-
inga bendir til. Aróður þeirra
fyrir auknum. tryggingum á
mörgum sviðum eftirliti með
gróða risafyrirtáékjá og meiri
auðjöfnun hefur borið árangur
oft með þeim hætti, að annar
stóru flokkanna hefur „stolið
glæpnum” eins og gengur og
gerist á atkvæðaveiðum og sið-
an unnið verkið, aö visu stund-
um með hangandi hendi.
Eins og áöur greinir vanmet-
ur NDP ekki almenning og leit-
ast við að hugsa vel mál sitt i til-
lögum sinum og kynningu á
þeim i stjórnmálabaráttunni. I
Kanada eru dagblöö ekki
flokkspólitisk, en þegar nokkuð
er liöið á kosningabaráttu lýsa
gjarnan blöðin yfir stuðningi við
Þrátt fyrir vaxandi
samgöngur milli Kanada
og Islands munu Islend-
ingar vera frekar fó-
fróöir um kanadísk
stjórnmál. Þar sem ég er
nýfluttur frá Kanada,
hefur verið stungið upp á
því við mig, að ég greini
eitthvað frá landsmál-
unum þar og mun ég
einkum segja undan og
ofan af f lokki einum, sem
sjaldan er getið í fréttum
hér á landi. Hafa blaða-
menn bersýnilega ekki
gert sér grein fyrir því,
að f lokkur þessi er tiltölu-
lega áhrifaríkur, stund-
um f rá degi til dags, en þó
frekar til lengdar í bar-
áttunni fyrir framförum
og umbótum í þjóðfélags-
þróuninni siðustu áratug-
ina. Flokkurinn nefnist
New Democratic Party
(Nýi demókrata — eða
lýðræðisflokkurinn),
skammstafað NDP. Mun
ég nota þessa skamm-
stöfun í greininni.
Stóru flokkarnir.
Flestum hérlendis mun kunn-
ugt um tvo stærstu flokkana,
sem farið hafa þar með völd á
vixl og kallast Liberal Party
(Frjálslyndi flokkurinn) og
Conservative Party (Ihalds-
flokkurinn). Sá siðárnefndi
mildaði nafn sitt og stefnu fyrir
nokkrum árum og kallast nú þvi
kynduga nafni Progressive Con-
servative Party eða Framfara-
ihaldsflokkurinn.
Þekktustu leiðtogar Frjáls-
lyndra undanfariö eru þeir
LesterPearson og Pierre Elliott
Trudeau. Pearson var maður
mildur i skapi ug ekki um of
stjórnsamur i lokin, en þó vin-
sæll með alþýöu manna heima
fyrir og hafður i hávegum er-
lendis fyrirviðsýni og framtak á
alþjóðavettvangi. Trudeau er
slunginn stjórnmálamaður, við-
lesinn og óaðfinnanlega mæl-
andi á móðurmálin tvö þar i
landi, ensku og frönsku. Af-
drifarikur ljóður þótti þó á hans
ráði I samstarfi við hæfari sam-
herja sina i ráðherrastólum.
Virtist hann ekki unna þeim
góðs og hefur flokkurinn veikst
mjög við brottför þeirra eins af
öðrum.
Helstu leiðtogar Ihaldsflokks-
ins þetta timabil hafa verið þrir.
Skal þar fyrst fræga telja kemp-
una John Diefenbaker, höfuð-
andstæöing Pearsons. Hann
komst til valda með öflugri
meirihluta en um getur i kana-
diskri stjórnmálasögu. En
Diefenbaker var mikill ræðu-
skörungur og hreifst svo mjög
af eigin málsnilld, að hann hélt
sig stundum hafa leyst allan
vanda með þvi einu að tala um
hann. Fór svo, að hann glopraöi
öllu út úr höndunum á sér, var
látinn vikja úr formannsstööu
og viö tók Robert Stanfield,
stórskorinn og stirðmáll nær-
buxnaframleiðandi, en traustur
og kiminn karl og heföi senni-
lega staöiö sig bærilegai stöðu
forsætisráðherra. En enginn
mátti við Trudeau, sem brá sér I
alls kyns liki eftir þörfum i
þremur kosningum, töfraði
kjósendur og lék á Stanfield.
Þótti nú thaldsflokknum enn á
ný mál til komið að beita fyrir
sig nýjum forustusauöi. Gáfu
sig fram nokkrir af þekktustu
leiötogum flokksins og urðu
miklar sviptingar jafnt fyrir
opnum tjöldum sem aö tjalda-
baki. Enduöu þær á þvl, að þeir
féllu hver um annan þveran, en
eftir stóð hinn nýkjörni foringi,
Joe Clark, furðu sleginn 36 ára
gamall heimdalningur, alinn
upp i flokknum, og svo litt
þekktur þingmaður, að blöð og
menn spurðu daginn eftir:
hvaða Jói? Varð það að viður-
nefni.
En „Hvaða Jói?” leyndi á
sér og reyndist afbujðaskipu-
leggjari og sætti af lagni strið-
andi öfl innan flokksins. „Hvaða
Jói” fór þó ekki beinlinis á kost-
um eftir skeiðvelli vinsældanna
framan af og hentu menn frekar
gaman að honum sökum mis-
mæla hans og seinheppni. Ekki
reyndi maðurinn að fara i
mannjöfnuð við Trudeau sjálf-
an, kvað sig hvorki vaða i pen-
ingum né kunna að synda, en
dró i efa að fyrir öllu væri að
halda hugsuði mikið lengur I
valdastólunum. Fóru leikar svo
i siðustu kosningum, að
Trudeau var gefið fri og Joe
Clark falið að ráðast til atlögu
við tvihöfða þurs dýrtiðar og at-
vinnuleysis, en júdóbrögð
Trudeaus i glimunni höfðu verið
litils megnug.
Læt ég nú lokið foringjatali
þessu, en sannleikurinn er sá,
að gamaldags foringjadýrkun
riður húsum i kanadiskum
stjórnmálum og fer I sifellu
fram dauðaleit að goðumlikum
mósesum, sem sjá eiga i gegn-
um holt og hæðir leiðina til
fyrirheitna landsins
Lester Pearson
Ed Broadbent
Þór Jakobsson með hnöttinn, þar
tsland.
tiltekinn flokk og hafa þá dæmt
eftir ýmsu. Þykir það yfirleitt
gott áróðurstromp á hendi að
sjá náð fyrir augum stórblað-
anna.
Það vakti þvi mikla athygli i
siðustu kosningum, þegar
stærsta blað Kanada, Toronto
Star, lýsti yfir stuðningi við
NDP og kvað þann flokk hæfast-
an að takast á við vandamálin
og einan um heilsteypta stefnu I
iðnaðarmálum landsins. Enn-
fremur fékk formaður flokks-
ins, hagfræðingurinn Ed Broad-
bent, beztu einkunn flokks-
foringja þriggja stærstu flokk-
anna. Taldi ritstjórn blaðsins
Broadbent úrræðagóðan stjórn-
málamann og væri helzt á hans
leiðsögn treystandi i yfirvofandi
öngþveiti stöðnunar, atvinnu-
leysis og dýrtiðar.
Stefna flokksins er mótuð á
flokksþingum með þátttöku full-
trúa flokksfélaga viðs vegar um
stórt landið og skipta þeir
hundruðum. Tillögur eru bornar
fram, rökstuddar og ræddar.
felldar eða samþykktar og hef-
ur sumum hitnað i hamsi áður
en yfir lýkur. Flokkurinn hefur
alltaf leitast við að gæta lýö-
ræðis á þessu stigi stefnumótun-
ar, jafnvel þótt einstaka sam-
þykktir kunni að koma var-
kárari forsvarsmönnum flokks-
ins i klipn i áróðri þeirra utan
flokksins.
Samþykktir og yfirlýsingar
flokksþinganna frá stofnun
flokksins i núverandi mynd árið
1961 til 1976 hafa verið teknar
saman i hefti og kennir þar
margra grasa. I stofnfundar-
samþykkt er sagt, að NDP ætli
sér að sameina til iýðræðislegra
pólitiskra átaka alla Kanada^
menn sem taka mannréttindi og
mannvirðingu fram yfir ein-
skæra auðsöfnun og almenn-
ingsheill fram yfir auðhringa-
vald.
Samtök þessi yrðu skipulögö
og styrkt fjárhagslega með
heiðarlegum, lýðræðislegum
hætti. Þau yrðu reiöubúin að
beita nýjum aðferðum i áætlun-
um um félagsmál og fjárreiður
þjóðfélagsins, þannig að snúa
mætti lýðræðishugsjóninni upp i
raunhæfar frakvæmdir.
Flokkurinn mun tileinka sér og
koma enn frekar til vegar i
framtiðinni beztu markmiðum
bændasamtaka og verkalýðs-
samtaka, samvinnustefnunnar
og jafnaðarstefnunnar.
I baráttu sinni æ siðan hefur
NDP látið sér fátt mannlegt
óviökom.andi og bera þvi vitni
bæklingar og rit, sem ég hef i
sem bæði má sjá'- Kanada og
Timamynd Tryggvi)
fórum minum. Fjallað er um
verðlag, orku, atvinnu, skatta
og húsbyggingamál. jsamgöng-
ur, sem miklu máli skípta i svo
viðfeðmu landi, fiskveiðar,
iðnað, landbúnað, verzlun —
þar, sem tekið er svari
smákaupmanna i skugga ægi-
valds auðhringanna, þjóðarein-
ing og jafvægi i byggð landsins,
allt er tekið fyrir og bent ér á
sanngjarna niðurskipan þess-
ara mála. Ennfremur verka-
lýðsmál, kvenréttindi, eftirlaun,
heilbrigðismál, málefni Inuita
(Eskimóa) og Indlána, visindi
og tækni, menntamál,
utanrikismál og fleira. Verður
hér ekki farið nánar út i einstök
atriði kanadiskra þjóðmála.
Kosningasaga
Þegar þetta er ritað, stendur
yfir kosningaslagur á Islandi og
væri kannski ekki úr vegi að
segja i stuttu máli frá kosning-
um i Kanada. Svo er mál með
vexti, að forsætisráðherra
Kanada er i sjálfsvald sett að
boða þar til kosninga, en ekki
mega þó liða fleiri en fimm ár
milli kosninga. Kosningar
fylgja auk þess I kjölfar van-
trausts á stjórrrina.
Forsætisráðherra getur
vitanlega ráðið i ýmis teikn um
vinsældir sinar og liklega
frammistöðu flokks sins i kosn-
ingunum og freistast hann til að
boða til kosninga á vel völdum
tima. Snemma árs 1978 virtust
skoðanakannanir benda til að
ekki væri seinna að vænna fyrir
Frjálslynda flokkinn að boöa til
kosninga og tryggja sér sigur á
Pierre Elliot Trudeau