Ísafold


Ísafold - 29.05.1897, Qupperneq 1

Ísafold - 29.05.1897, Qupperneq 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l'/sdoll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir f'ram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifieg)bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXIV árg. Reykjavík, laugardaginn 29- maí 1897- 36. blað. Tvisvar í viku keraur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Lungnaveikin í sauðfje og lækning við henni. Nú er mikil kvörtun víðsvegar um land um skepnufelli af lungnaveiki, eins og opt brenn- ur vi'ð, þegar þær liafa haft illt fóður og lítið; en svo hefir verið hjer þennan vetur viða: hey slæm og ásetning á þau mjög ógætileg sumstaðar. Hefir og lengi legið orð á því og liggur enn, að lungnapestarframtalið vilji verða í rífara lagi hjá bændum, þegar önnur »pest« stingur sjer heldur mikið niður hjá þeim um leið, ■— pestin með ljóta nafninu: hor. Kn hitt er satt eigi að síður, að þótt svo kunni að vera, og þó að lungnapestin muni, eins og aðrir kvillar, verða skæðari á mögru fje en vel fóðruðu, þá ferst opt fjöldi fjár hjá beztu fjárbændum, mönnum, sem nóg hey hafa og ekki spara gjöf við það. Svo hefir og verið á þessu vori og vetrinum áður. En eitt er nú merkilegt og meira að segja lítt skiljanlegt. Það er, að varla heyrist nokkursstaðar getið um, að farið sje að reyna ráð þau og meðul við lungnapestinni, sem hinn góðkunni norski dýralæknir, sem hjer kom í fyrra, Bruland, kenndi þá og var greinilega frá skyrt í Isafold 14. marz 1896. Inntakan, sem hann ráðleggur, er þó harla auðveld og kostnaðarlítil: terpentínolía, saman við bómolíu eða viðsmjör til helminga; meðal- kind gefin inn 1 matskeið á dag, 4—5 daga í röð; síðan látnir líða nokkrir dagar, áður en inngjöfinni er haldið lengur áfram, til þess að vita, hvernig kindunum verður af meðalinu. Lömbum gefin ’/3 terpentínu saman við 2/3 af annari olíu, 1 matskeið á dag. Getið er iijer um 1 bæ nærlendis, þar sem þetta ráð var reynt í vor, Blikastaði í Mos- fellssveit, en eigi fyr en heldur seint þó, ekki fyr en margt var dautt úr pestinni og annað yfirkomið; þá segir Bruland, að lækningin takist ekki: — »sjeu lungun mjög skemmd af ormum«. Því lungnapestin er, að hann segir, nokkvirskonar ormaveiki, enda er kölluð í Norvegi lungnaormaveiki. Nú, þessi til- raun á Blikastöðum hafði að sögn þann á- rangur, að í kindum, sem drápust eptir að farið var að gefa inn meðalið, fundust orm- arnir dauðir. Er sízt fyrir að synja nema tekizt hefði að stöðva pestina þar, ef ráð hefði verið í tíma tekið. Það getur auðvitað verið, að ráð þetta hafi verið reynt víðar og ef til vill árangurslaust; en merkilegt er, ef svo væri, að þess skuli ekki heyrast getið. Er alveg rangt gert, að þegja um árangurinn af slíkum tilraunum, ef þær eru gerðar, hvort sem árangurinn hefir orðið góður eða ekki góður. Auðvitað er úrhættis úr þessu, að fást við lækningatilraunir við lungnaveiki í fje, fyr en það er tekið á gjöf aptur í haust. En þá ætti menn að muna vel eptir því og reyna meðal þetta til hlítar, undir eins og veikin fer að láta brydda á sjer. Og jafnframt að muna eptir að fylgja varúðarreglum þeim við út- breiðslu sýkinnar, sem Bruland kennir: að láta ekki sjúkt og heilbrigt fje vera saman um vatnsból nje garða eða fjárhús; og að sótt- hreinsa fjárhús, sem lungnaveikt fjehefir ver- ið í, viðinn í húsunum með karbólblöndu og moldargólfið með klórkalksblöndu, — það mætti og ætti að gera í sumar. Það væri nraparleg fyrirmunun, ef svo væri að hjer væri fundið gott ráð við veiki þessari, og það væri svo vanrækt fyrir tóma hand- vömm og hirðuleysi. Á nndan öðruin Evrópuþjóðum. Vikið var að því hjer í blaðinu í vetur laus- lega, að vjer íslendingar mundum hafa orðið á undan bræðrum vorum í Danmörku að læra af Vesturheimsmönnum frostgeymslu á mat- vælum og beitu, og að Dönum mundi ráð að ganga nú í skóla hjá oss til að nema það. En það eru fleiri þjóðir hjer í hinum mennt- aðasta hluta hins gamla heims, sem í þessari grein eru langt á eptir tímanum, standa oss langt að baki. Má sjá það greinilega á ept- irfarandi niðurlagsgrein á ritgerð í þ. á. And- vara eptir konsúl D. Thomsen um markaði fyrir fje á fæti ogfiskjer klausan hjer prent- uð með góðgjarnlegu leyfi höf., með því að hi’m er mikið eptirtektaverð að öðru leyti: Nýr fiskur. Nýr fiskur selst fyrir hátt verð í löndum þeim, er jeg hef farið um. Verðið er víðast hvar talsvert hærra en á Englandi. Fiskur- inn er mest veiddur á eimskipum og geymd- ur í ís, en hann skemmist tiltölulega fljótt á þann hátt. Hvergi varð jeg var við frystihús af þeirri gerð, er tíðkast hjer á Islandi, og er mikil furða á, að útlendir fiskikaupmenn skuli ekki hafa vit á að varðveita fisk sinn í slík- um góðum húsum. Að eins í Hamborg er komið frystihús fyrir nýjan lax frá Ameríku og er hann þaðan sendur um alla Norðurálfu beint til neytandanna og seldur háu verði. Laxinn er sendur frá Ameríku á eimskip- um með frystiútbúnaði. Þess konar skip eru nú farin að tíðkast víða; jafnvel Danir eru nú búnir að fá sjer tvö stór eimskip með frysti- útbúnaði til að flytja á smjör sitt. I skipum þessum erkuldinneigi framleiddur meðís og salti, heldur eptir nýjustu tizku aðeins með kolasýru. Þegar hliðsjón er höfð til þess, hve mjög samgöngur hafa aukizt á seinni árum, og hve miklar framfarir hafa orðið í hvívetna, er óhætt að fullyrða, að þess mun ekki vera langt að bíða, að fiskur verði alstaðar látinn í frysti- hús, þar sem hann er veiddur, fluttur svo þaðan á skipum með frystiútbúnaði, affermd, ur og látinn í frystihús í stórborgum heimsins- og seldur þar n}'r úr öllum áttum. Er þá eptir of miklu vænzt, ef látin er í Ijósi sú ósk, að einnig Islendingar verði ein- hvern tíma aðnjótandi þess mikla hagnaðar, sem er í því fólginn að geta selt allan fisk sinn nýjan í útlöudum fyrir það verð, sem nýr fiskur gengur þar hæst? Okkur liefur gengið fljótt og vel að koma upp þessum frystihúsum, sem þegar eru byggð; því ættum vjer þá ekki með tímanum að geta byggt fleiri og stærri hús, leigt eða keypt skip með frystiútbúnaði og fengið útlendinga til að taka á móti fiskinum okkar? Með lagi og góðri samvinnu ætti þetta ekki að vera neitt ókleyft verk. Keykjavík þ. 14. maí 1897. D. Thomsen. Erm um útrýming fjárkláðans. I tilefni af grein sjera Magnúsar próf. And- rjessonar um útrýming fjárkláðans í 21. tbl. ísafoldar þ. á., sem bæði að mínu og allra þeirra áliti, er jeg hefi heyrt minnast á hana, er, eins og vonlegt var, hin langbezta tillaga um útrýming fjárkláðans, sem fyrir almenn- ings sjónir hefir komið, og lítt hugsanlegt annað en að yfirvöld landsins vakui við hana til nj's áhuga í tækan tíma, að útgefa baðskip- un í þá átt, sem sjera Magnús leggur til, þá vil jeg samt benda á, að eitt mikilsvarðandi atriði vantar, sem þarf að fylgja baðskipun- inni, og það er: að tilsjónarmönnum sje gjört að skyldu, að skera eða láta skera hverja kind, sem nokkur vottur af kláða eða hörundskvilla er í, þegar fara á að baða. Það er til þess, að ekki þurfi nema eina böðun, og er bæði tryggara til útrýmingar kláðanum og líka minni tilkostnaður fyrir fjáreigendur en að tví- baða. En það getur orðið til þess að halda lífi í kláðamaurnum og kláðanum, óútrýmdum, ef jafnvel einhversstaðar ein einasta kind, sem kláðavottur er í, er böðuð og látin svo sam- an við baðaða, heilbrigða fjeð; því úr maur- egginu er álitið að maurinn lifni eptir fáa daga; en tilsjónarmönnum ómögulegt að sjá um, að kláðuga kindin komi ekki saman við heilbrigða fjeð eptir böðunina; en öllum fjáreigendum eða fjárhirðum ekki trúandi fyrir jafn-mik- ilsvarðandi athugasemi. Starfssvið tilsjónarmannanna ætti að vera: 1., að sjá um að nóg baðmeðul sjeu í tæka tíð til hjá öllum þeim, sem þeir eiga að vera tilsjónar- menn hjá; 2. að skoða fjeð rækilega, áður en það er baðað; 3. að blanda baðið og sjá um, að kindurnar sjeu látnar vera nógu lengi niðri í baðinu; og 4. að skera eða sjá um, að skor- in sje hver einasta kláðug kind, um leið og baðað er, hvort sem þær væru margar eða fá- ar hjá hverjum fjáreiganda.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.