Ísafold - 29.05.1897, Blaðsíða 2
142
Akvæðin í tilskipun 4. maí 1871 um við-
auka við tilskipun 5. janúar 1866 um fjár-
kláða og önnur næm fjárveikindi á Islandi,
að því er virðing eða mat snertir á þeim kind-
um, sem skera ætti, og skaðabætur fyrir nið-
urskurð, finnst mjer ekki geta verið til fyrir-
stöðu þessu; því að um það leyti árs ætti ekki
að þurfa að bæta, þó að skornar væru nokkr-
ar kindur á stöku bæ, en vonandi, eptir því
sem að undanförnu hefir verið, að hjá engum
þurfi að skera margt; kæmi það fyrir, að skera
þyrfti hjá einhverjum fjáreiganda, t. d. 10 af
100 eða meira, ætti hreppsfjelag að bæta hon-
um lítið eitt, án þess að matsgjörð eða annan
kostnað þyrfti að við hafa.
Mýrum, í april 1897.
Jón Hallsson.
* * *
Tillagan um að skera kláðakindur, er vart
verður við innan um annað heilbrigt fje við
haustskoðanir eða snemma vetrar, er í sjálfri
sjer fremur hyggileg en hitt, með því að sjaldn-
ast er mikill skaði að skera nokkrar kindur
af mörgu fje í haustholdum eða áður en farið
er að eyða í það innigjöf, — hefði ekki höf.
bætt því við, að það eigi að vera til þess að
komast já að tvíbaða; því það er hætturáð,
vegna þess, að það eru ekki einungis þær kind-
ur, sem kláði er kominn út á við skoðun, er
hinu fjenu stendur háski af, heldur ekki síður
hinar, sem enginn kláði finnst á, þegar skoðað
er, en har.n kenmr svo upp skömmu síðar,
þrátt fyrir hið eina ónóga bað, án þess að því
sje veitt eptirtekt í tíma. Getur með þeirri
aðferð gengið svo koll af kolli allan veturinn,
að allt af sje verið að smáskera öðru hvoru,
eptir því sem kláðinn kemur fram, með því
að hann fær ávallt tóm til að sýkja frá sjer.
Það er tóm skammsýni, að vilja sneiða hjá
að tvíbaða hvar sem nokkurs kláða verður vart
eða grunur er um hann. í stað sparnaðar
leiðir slíkt til aukins kostnaðar, margverknað-
ar og tryggingarleysis.
Að öðru er þetta þörf hugvekja hjá hinum
heiðraða höf. Ekki mun af veita, þótt brýn-
ingin sje árjettuð bæði einu sinni og tvisvar,
og þótt það væri 10 sinnum.
Biflíuijóðin og Dagskrá
í Dagskrá I, 80—81 stendur svar gegn
grein minni um Biflíuljóðin og Dagskrá
hjer í blaðinu. Þetta svar er ekki annað en
órökstuddar staðhæfingar og sleggjudómar,
eins og hver getur sjeð, sem vill bera saman
greinar okkar beggja, og er því í raun rjettri
ekki svara vert. Það er að eins eitt atriði,
sem/jeg finn ástæðu til að fara um nokkrum
orðum. Dagskrá hafði í hinum firstu grein-
um sínum fundið að því, að sjera Valdimar á
einum stað hafði forsetninguna á sem rímorð.
Gagnvart þessu síndi jeg fram á, að slíkt
væri altítt hjá hinum bestu íslensku skáld-
um, og tók íms dæmi úr Passíusálmunum og
kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Dagskrá
segir nú, að Passíusálmana sje ekkert aðmarka,
því að hún telur »Hallgrím gamla« með »ó-
fullkomnum fortíðarskáldum«. Dagskrá um
það! Enn á Jónas Hallgrímsson minnist
»skráin« ekki einu orði, enn segir að eins, að
slík vísuorð (o: með á sem rímorð) »sjáist
varla í vönduðum kveðskap nútímaskálda«.
Eitt af tvennu! Annaðhvort telur Dagskrá
ljóðmæli Jónasar ekki með »vönduðum kveð-
skap«, eða hann er að hennar dómi orðinn of
gamall til að teljast með »nútímaskáldum«.
Jeg ætla þá að gera Dagskrá það til geðs, að
tína nokkur dæmi úr kvæðum þess manns,
sem nú er talinn mestur rímsnillingur allra
hinna ingstu skálda, Þorsteins Erlingssonar.
I »Þirnum« hans má finna mörg dæmi þess,
að forsetningar eru hafðar sem rímorð, t. a.
m. í kvæðinu um Rask þrisvar sinnum (Þirn-
ar 6.—7. bls.): 1. »og mirkviðrin umliðnu
'úldunum frá<(, 2. »en hamingja íslands þá
eigði þig hjá<(, 3. »það blóð, sem þeir þjóð
vorri útsugu af<(. í »Arfinum« tvisvar (Þirn-
ar 7.—8. bls.): 1. »og vínið þar bjartara skál-
unum á«, 2. »níðingahnúarnir gengu honum
á((. í »Lágnætti« (Þirnar 13.—15. bls.): sex
sinnum, þar á meðal er þessi indisfagra og vel
orta vi'sa:
Sljettu bæði og Horni hjá
heldur græðir anda,
meðan hæðir allar á
aftanklœðum staDda.
Og svona gæti jeg haldið áfram. Jeg hef
hjer bent á 11 dæmi að eins á 15 firstu blað-
síðunum í kvæðasafni Þorsteins. Ef Dagskrá
er ekki ánægð með Þorstein, þá get jeg bent
henni á eitt skáld, sem jeg vona, að liún taki
gott og gilt og álíti eftirbreitnisvert í alla
staði. Þetta skáld er Einar Benediktsson. í
Sunnanfara (I, 18.—20. bls.) er prentað kvæði
eftir hann um hvarf sjera Odds frá Miklabæ.
Þar koma fyrir sex dæmi þess, að forsetning
er höfð sem rímorð: 1. »í lifandi mindumýuþ
einblína á(( (Hvarf II 2 5—8); 2. »Ei gleimir
neinn þess svip er hann sá | sjónum heiftar
sig bregða á(( (Hvarf III 21—*); 3. »Bót er,
að skamt er bœjar til | blasa við hurðir og
stafnaþil« (Hvarf III 61—2), 4. »Þá er hast-
arlega Ijóra á(( (Hvarf IV 35); 5.—6. »Svo
næsta dag, þegar dirum frá | dagbröndum
verður skotið, | liggja handvettir klerksins
hlaðinu ú, \ höttur og keiri brotið«. í Skúta-
hraun eftir sama höfund (Sunnanf. III 73.—
75. bls.) standa þessi vísuorð: »Grafir birgj-
ast. Götu ifir | gnapa mindir þess sem lifir«.
Jeg held, að ekki sje til eitt einasta íslenskt
skáld á þessari öld, sem ort hefur nokkuð að
vöxtunum, að ekki megi finna lijá honum
mörg slík dæmi. Að segja, að slíkt »sjáist
varla í vönduðum kveðskap nútímaskálda«,
er því sama sem að segja, að enginn vandað-
ur nútímakveðskapur sje til. Jeg hef verið
svo langorður um þetta atriði, af því að mjer
finst það vera óþarft verk að vera að reina að
leggja fleiri höft á íslenskan kveðskap, enn á
honum eru. Að öðiu leiti vísa jeg til hinnar
firri greinar minnar, sem stendur óhrakin.
Ritdómar Dagskrár um rit Gests Pálssonar
og Biflíuljóðin sína það ljóslega, að höfundi
þeirra væri ekki vanþörf á að setjast á skóla-
bekkina hjá einhverjum fagurfróðum manni
og læra að skrifa ritdóma. Að fara til mín
í þeim erindum væri auðvitað að »fara í
geitarhús ullar að leita«. Jeg get sagt með
Sveinbirni Egilssyni:
»Skaparinn ekki það skin gaf mjer,
skáldskap að dæma sem vera ber,
enn bitt bann mjer gaf, svo gjörla jeg þekki,
hvort grautur er soðinn eða fullur með kekki«.
lteikjavík 28. maí 1897.
Björn M. Ólsen.
Vestmannaeyjum 25. mai. »Dudman,
enski lóðafiskimaðurinn frá Grimsby, sem heldur
sig stöðugt hjer við Eyjarnar við lúðufiski, og
oss er að góðu einu kunnur, góðvild og greið-
vikni, kom hingað i fyrra kvöld og færði oss sild
fyrir lítið verð og blöð til 17. þ. m.
Vertíðarhlutur hjer til 11. maí varð hæstur
450 af þorski og um 100 af ýsu, meðalhlutur 260
—270 af þorski og um 70—80 af ýsu og öðru;
síðan nokkur stútungsafli; í gær og i dag góð-
fiski bæði á færi og lóð (síldbeita frá Dudman);
einn fjekk í gær 56 í hlut á lóð, þar af 16 þorsk
og löngu, hitt ýsu.
1 hretinu frá 1.—11. þ. mán. var hjer opt á
nóttum 2—4* frost, en nú grænkar jörð óðum.
Sauðburður gengur vel til þessa«.
Að engu hafandi- HirðisbrjefiS Ben.
Sveinssonar, sem minnzt er á í síðasta bl.
(»Athugasemdir um sjálfstjórnarmálið«) hafði
fengið þann dóm á þingmálafundi Austur-
Skaptfellinga á Hólum í Nesjum 20. þ. m., að
það væri að engu hafandi. Þetta voru hinir
helztu kjósendur sammála um íþví kjördæmi,
eptir rækilegan lestur og íhugun »málaflækju-
skjalsins«.
»Svo bregðast krosstrje« o. s. frv.
Það hafa góðir menn eptir »Þjóðvilja«-Skúla,
þeir sem blað hans lesa, að hann sje nú líka
horfinn frá frumvarpsleiðinni í stjórnarskrár-
málinu, eða að minnsta kosti frá benedikzka
frumvarpinu, og vilji í þess stað láta þingið
hamra á fráskilnaði íslenzkra sjermála við
ríkisráðið danska, með þingsályktunum þing
eptir þing, ef á þarf að halda. Með öðrum
orðum: hann er orðinn greinilegur »tillögu-
maður«; skilnaðurinn við ríkisráðið var eitt
höfuðatriðið hjá tillögumönnum á síðasta þingi.
Frnmverpingum er hann að minnsta kosti al-
veg tapaður að svo stöddu, eptir þessum bók-
um, — hvað lengi sem það stendur.
»Svo bregðast krosstrje sem önnur trje«,
stynur yfirhershöfðinginn.
Söngkennslan
i
barnaskólunum hjer á landi.
Það er ekki mikill siður, að drepiö sje niöur
penna til að minnast á söngkennsluna í barna-
skólunum hjerna. Það mætti margur ætla, að
hún væri meira en viðunanleg, svo ekki gæti kom-
ið til mála, að|gera hana betri en hún er. En
þvi er nú alls ekki svo varið. Af hverju kemur
það þá, að enginn minnist á hana? Vilja menn
enga kennslu hafa i þeirri grein eða eru þeir á-
nægðir með allt i þeim sökum ?
Jeg veit ekki. Segi hver til sin. Það eitt er
vist, að söngur er ekki hátt settur hjá þeim, sem
lögunum eiga að stýra, þvi að ekki hefir þeim
komið til hugar að gera hann að skyldunáms-
grein i barnaskólunum, og þó hefir líklega enginn
þeirra óbeit á söngskemmtunum, sem fara vel
fram. En hvers vegna gat þeim ekki skilizt, að
til þess að söngurinn verði að iþrótt, þá þurfi
að kenna undirstöðuatriði þeirrar íþróttar. Skóla-
lögin eru samin af mönnum, sem skemmta sjer vel
við söng yfirleitt, en þeir hafa ekki rennt grun
i það, hvað til þess þarf að kunna að syngja,
heldur ætlast til að söngurinn yrði kenndur og
lærður af handahófi; og svo er um fleiri nytsam-
ar námsgreinar. Löggjöfin ber, satt að segja, vott
um þekkingarskort og áhugaleysi á þeim hlutum.
Það er sagt og með sönnu, að vjer íslendingar
sjeumj]velfaf“guði gefnir til að nema iþróttina þá
að syngja. Og mikið er sungið sumstaðar, þó að
kallað sje, aðdiver syngi með sinu nefi, og lífs-
nauðsyn er að giæða sönglega þekkingu manna,
því ekki er það svo margt, sem örvar og gleður
alþýðu manna hjer á landi.
Það er rjett að minnast á frændur vora Svía
í þessu sambandi. Þeir hafa lengi verið taldir
fremstir i röð söngþjóðanna, og þeir vitanú bæði,
hvernig á að kenna söng og hvað hann er nyt-
söm list.
En svo' miklir söngmenn, sem Sviar eru og hafa
verið, þá vantar þó á, að þeir sjeu komnir nógu