Ísafold - 29.05.1897, Síða 3
143
langt í verkinu; því að eitt er að vita og annað
að gjöra. Það má ráða af fyrirlestri, sem Elsa
Uppling, kennslnkona í söng, flutti ívetur. Að-
alefni hans er á þessa leið:
Skólarnir hjer á landi (o: í Svíþjóð) geta verið
fyrirmynd erlendra skóla að mörgu leyti. Hing-
að streyma margir til að kynna sjer, hvernigvið
kennum skólaiðnað, leikfimi o. s. frv. En þess
hefir ekki heyrzt getið enn, að nokkur hafi kom-
ið hingað til að kyuna sjer söngkennsluna iskól-
um hjerna. (Niðurl.).
Bjarni Jónsson.
Ránverð á blaði.
I einum meginmálsdálki af »Þjóðólfi« eru rúmir
2000 stafir (2034) eptir setningarmælikvarða, en í
1 dálki af ísafold rúmir .‘.000 stafir (3080); megin-
málsletrið, sem hún brúkar, er þeim mun drýgra
auk stærðarmunarins á brotinu. Dálkafjöldinn er
samur á blöðunum, og samsvarar þá eptir þeim
mælikvarða 40 blöð af ísafold fyllilega 60 blöð-
um (þ. e. heilum árgangi) af »Þjóðólfi«.
Nú er 1 árgangur af ísafold 90 blöð i minnsta
lagi, auk margra arka af Sögusafni.
Með sama verði og »Þjóðólfur« ætti því lsafold
að kosta 9 kr. um árið, i stað 4 kr.
Miðað við verðið á ísafold leggur því »Þjóð-
ólfur« á sína vöru ekki einungis allt að 100°/«,
eins og sagt var í síðasta blaði (til þess að vera
heldur fyrir neðan en ofan hið rjetta), heldur
125°/o.
Annaðhvort verður þá að vera: annaðhvort
að það er fáheyrt gjafverð á ísafold, eða hjer
um bil dœmalaust okurverð d »Þjóðólfi<'.
Veðrátta. Sæmileg vorhlýindi hafa verið tvo
síðnstu dagana, allt að 10 stigum á C., og því
bezta gróðrarveður, með, því vætt hefir með og
miklar vætur gengnar á undan. Aptur hefir hann
í nótt blásið sig upp af norðri, með nokkrum
kulda.
Gufuskipið »Bgill«, kapt. Olsen, kom að
austan i fyrri nótt, með býsna-marga farþega; þar
á meðal var biskupsfrú Elin, heim aptur frá Eski-
firði; prófastur og alþm. síra Jón Jónsson frá
Stafafelli; læknaskólakand. Olafur Thorlacius, kom
frá Khöfn; faktor Stefán Gruðmundsson af Djúpa-
vog; Skapti Jósefsson ritstjóri og dóttir hans, o. fl.
Skipið fer aptur hjeðan á mánudagskveld 31. þ.
mán., með flesta þá, sem með því komu, og eitt-
hvað af sjómönnum til Austfjarða.
Pjárskaðar höfðu orðið all-miklir austan-
lands í hretinu mikla i uppbafi mánaðarins; fje
fennti og rak í sjó o. s. frv., auk þess sem fjell
eða króknaði út af vegna megurðar undir.
Botaverping handsamaði »Heimdallur«
um síðustu helgi eystra við ólöglega veiði og
hafði með sjer inn á Eskifjörð, þar sem hann var
sektaðnr um venjul. 60 pd. sterl. (1080 krón.) og
veiðarfærin tekin af honum.
Aflabrögð Þessa vikuna hefir verið á
gætur fiskafli í Garðsjó, djúpt og grunnt, af
ýsu og stútungi, en þorskvart; allt á slld, sem
veiddist vel fyrri part vikunnar. Kemur sjer
nú vel, að Keflvikingar voru búnir að koma
sjer upp íshúsi; í það voru komnar um 10,000
síldir til geymslu.
Hjer innfrá hefir einnig veiðzt dável þesss
viku, einkum í gær og í fyrradag, mest ýsa.
1 gær fekk Steingrímur í Sölvhól 60 í lilut
vestur á Yestribrún af ysu og stútung, og
þorskvart, allt á nýja síld úr íshúsinu.
»LEIÐARYISm TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst
okeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.med. J. Jónas-
Sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
l'f sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Bezta baðlyfið
er án efa
JEYES FLIIIB.
Þegar jeg var á Skotlandi í vor, grennslað-
ist jeg eptir hjá ýmsum bændum, hvaða bað-
meðul þeir helzt brúlcuðu, og komst jeg eptir,
að þau meðul, sem flestir notuðu og almennt
eru álitin reynast bezt, eru
Jeyes Fluid.
Á Þýzkalandi er þetta baðlyf betur þekkt
undir nafninu
Creolin Pearson.
Úr 1 gallon (47/io potti) má baða 80—
ÍOO kindur. 1 gallon kostar 4 kr. Allt svo
4—5 aura í kindina. JEYES FLUID er alveg
óeitrað, svo engin hætta fylgir að fara með
það, eins og t. d. getur átt sjer stað með
Karbolsýru.
Jtíændur, kaupið í samlögum, þá
get jeg selt baðlyíið ódýrara-
Einka umboð fyrir ísland hefir
Ásgelr Sigurðsson,
kaupmaður, Reykjavík.
gjy* Takið eptir.
Undirskrifaður tekur í sumar hesta til
pössunar fyrir bæjarmenu. Seðlum um hve
nær menn vilji fá hesta sína, sje komið í búð
Jóns Þórðarsonar kaupmanns og hestum í port
Benidikts Þórarinssonar kaupmanns. Með
hestana er komið kl. 8, 10, 12, 2, 4, 6, 8 á
kvöldin.
Pössunin byrjar 1. júní.
Ólafur Björnsson,
Fúlutjörn.
Brúkuð frímerki
keypt háu verði, þannig:
3 a. gul kr. 2,75 16 a. rauð.. kr. 15,00
5 - blá — 100,00 20 - lifrauð — 40,00
5- græn — 3,00 20 - blá .... — 8,00
5- kaffibrún— 4,50 20 - græn.. — 14,00
6- grá — 5,00 40 - — .. — 80,00
1 o l-H rauð — 2,50 40 - lifrauð — 12,00
10- blá — 8,00 50 - — 40,00
16- kaffibrún— 14,00 100 - — 75,00
Allt fyrir hundraðið af óskemmdum, þokka-
legum og stimpluðum frímerkjum. Ef þess
verður óskað, fást % hlutar borgunarinnar
með eptir-tilkalli. Annars verður borgun send
með næstu póstferð.
Olaf Grilstad,
Trondhjem, Norge.
Andrew Johnson, Knudtzon & Co.,
Hull (England),
Telegramadresse: »Andrew, Hull<í.
Import, Export & Commissionsforretning,
anbefaler sig til Forhandling af Klipfisk og
alle andre islandske Produkter.
Prompte og reel Betjening, Afregning & Re-
misse strax efter Salget.
Grundet paa gode Forbindelser blandt dt
störste spanske Klipfiskkjöbere, ser vi os al-
tid istand til at placere hele Lasten til for-
delagtige Priser.
Garanterer en ‘ vis Minimumspris.
Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til
Firmaet.
Prima Referencer.
Beislis-stengur og ístöð
úr kopar,
SVIPUR látúnsbúnar og nýsifur-
búnar af ýmsri stærð.
Nýsilfurbúna TANNBAUKA
Selur undirskrifaður, með góðu verði. Aðgerð-
ir á ýmsu þesskonar og vel af hendi leyst.
5 Ingólfsstrœti 5.
Ásgeir Kr. Möller.
Styrktarsjóður W. Fischer’s.
Þeir, sem vilja sækja um styrk úr þessum
sjóði, geta fengið sjer eyðublöð í verzlun W.
Fischers í Reykjavík og Keflavík.
Styrkurinn er ætlaður ekkjum og börnum,
er misst hafa forsjámenn sína í sjóinn, og ung-
um Islendingum, sem í tvö ár hafa verið í för-
um á verzlunar eða fiskiskipum, sýnt iðni og
reglusemi, og eru verðir þess að þeim sje
kennd sjómannafræði og þurfa styrk til þess.
Um ekkjur er það haft að skilyrði fyrir
styrkveitingu, að þær hafi verið búsettar tvö
síðustu árin í Reykjavík eða Gullbringusýslu,
og um sjómenn og börn, að vera fæddir og að
nokkuru leyti upp aldir þar
Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjóm-
enda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðumanns
Fischersverzlunar í Reykjavík) fyrir 16. júlí
þessa árs, útfyllt með upplýsingnm þeim, sem
heimtaðar eru.
íslenzkt smjör
fæst í stórkaupum á 55 aura pundið í
verzlun Jóns Þórðarsonar Reykjavík
Þingholtsstræti 1.
Skólastjóri Jón Þórarinsson í Flensborg vill
kaupa þýðan vekring á bezta aldri.
Við verzlanir
W. Fischer s
í Beykjavík og Keflavík
er reikningsverðið á eptirfylgjandi vöru-
tegundum þannig:
pundið 6 a.
---10 a.
Rúg.............
Bankabygg, prima
do. almennt
Hrísgrjón nr. 1
do. nr. 2
Rúgmjöl
Overheadmjöl
Kaffi . . .
Kandis . .
Hvítasykur .
9 a.
11 a.
10 a.
7 a.
8 a.
75 a.
34 a., í köss. 30 a.
32 a., í topp. 28 a.
Allt góður vörur.
Móti peningaborgun út í höud er verðið lægra.
Sá sem tekið hefir i misgripum í gær, á gufu-
skipinu »Egill« grænmálað koffort, merkt Guðl.
Gísladóttir, en skilið eptir kistil merktann: G. S.
gjöri svo vel að skila því í Vesturgötu 38.
Veðurathuganir íReykjavík, eptir Dr. J. Jónassen
maí Hiti (á Celsius) Loptþ.n.æl. (millimet.) Veöurútt
íí | UH! Öó t. | lii,. Uíi
Ld.22 + 7 + 8 764.5 764.5 S h d 0 d
Sd. 23 + 6 . + 6 7645 764 6 V h d V h b
Md.24. + 5 + 7 764.6 754.4 0 d Sa h d
Þd.25. + 4 + 9 749.3 749.3 0 b V h b
Mv.26 + 4 + 12 749 3 751.8 0 b 0 d
Fd 27 + 6 + 9 751.8 7518 0 b O d
Fd.28 + 6 + t0 7544 756.9 Nv h b V h b
Ld. 29 + 4 756.9 N h b
Umliðna viku veðurhægð með nokkurri úr-
koinu við og við ; síðustu dagana bjart og
fagurt veður, norðanátt. í morgun (29) norð-
an, bjartur.