Ísafold - 19.06.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.06.1897, Blaðsíða 3
167 I'rú Ástriður sál. var atgerviskona mikil, prýði- lega menntuð, — mælti meðal annars mætavel á franska tungn og enska, — kvennskörungur, trygg og vinföst. Heimili þeirra hjóna var um langan aldnr eitt hið fremsta hjer i hæ að snyrtimennsku og menntabrag. Kaupfjclögin. Hr. Torfi skólastjóri Bjarnason i Ólafsdal hefir í 31. tbl. ísafoldar þ. á. ásamt í meðfylgjandi Yið- aukablaði mjög greinilega sýnt hvernig kaupfje- lag Halamanna hefir rekið verzlun sina árið sem leið og mismuninn á að verzla i því eða við kaupmenn i Stykkishólmi og á Borðeyri, og er höf. mjög ánægður yfir þeim mikla mismun, sem er á þeim viðskiptum, eða ef þeir hefðu verzlað hver einstakur við kaupmenn; því að mis- munurinn er 51,995 kr. á 89,900 króna upphæð. Hinn heiðraði höf. lætur í ljósi það álit sitt, að miklu hyggilegra sje að verzla við útlenda umhoðs- menn en við innlenda kaupmenn. En jeg vil hjer með henda honum og öðrum á viðskipti Utgerð- armannafjelagsins við Faxaflóa, sem verlzaði við Ásgeir kanpmann Sigurðsson siðastliðið ár. f*að verzlaði einungis fyrir 16,000 kr., og horgaði út- lendu vöruna við móttöku hennar með peningum; en af því að sveitabændur brúka ýmsar aðrar vöru- tegundir en þilskipaútgerðarmenn, þá vil jeg að eins nefna og hera saman þær vörur, sem hæði fjeiögin hafa hrúkað, og set vöruverð Útgerðar- mannnafjelagsins fyrir aptan vöruheitið, en vöru- verð kaupfjelags Ilalamanna i sviga á eptir. Banka- hygg (128 pd.) 9,00 (Dalain. 9,66). Hveiti 128 pd# 8,12 (8,14). Hrisgrjón 17,95 (17,35). Færi 4 pd. 2,55 (2,63); færi 3 pd. 2,00 (2,08). Rjóltóbak 1,02 (1,10). Kulla 1,30 (1,43). Kaffi 0,80 (0,87). Ex- portkaffi 0,38 (0,44). Kandís 0,22^/a (0,27'/2). Hvitasykur 0,22 (0,25). Skæðaskinn 0,55 (0,78). Af þvi jeg veit, að mönnum leiðast langar töl- ur, þá læt jeg hjer staðar numið með samanburð- inn. En það lýsir sjer þó greinilega, að vöruverð Útgerðamannafjelagsins hefir verið stórum mun hetra en hjá kaupfjelagi Dalamanna, og ef um jafnháan reikning væri að ræða hjá því eins og Dalamönnum, þá mundu útgerðarmennirnir ekki þiykjast hafa verzlað vei, hefðu þeir fleygt burtu þeim þúsundum, sem þeir hefðu tapað, hefðu þeir verzlað eins og kaupfjelag Dalamanna, þótt þeir verzluðu við innlendan kaupmann. Dað sem mælir með þvi að verzla við innlenda kaupmenn heldur en umhoðsmenn, er einkum það, að sá kaupmaður, sem lofað hefir að selja útienda vöru fyrir ákveðið verð, gerir sjer miklu meira far um að kaupa hana ódýra og góða heldur en umboðsoiaðurinn; hann veit, að viðtakandi má til að taka á móti þvi sem iiann sendir, hvernig sem verðið eða varan er, ef hún er að eins forsvaran- leg, og enga menn fara Lslendingar eins vel með eins og þá verzlunarumboðsmenn, sem þeir brúka. Deir þakka þeim vanalega fyrir alla þeirra frammi- stöðu, hvort sem hún er þakkar verð eða ekki, og fá þeim i hendur alla beztu vöruna, en láta kaup- menn fá það lakasta, og eru þeim sjaldan þakklátir. En þetta er að sumu leyti eðlilegt, því Islendingar hafa litið öðru vanizt en reiknings- verði kaupmanna, en umboðsmenn hafa sjaldan gert sig að þeim mönnum, að hafa verðið jafn- hátt, þvi reikningsverð kaupmanna hefir opt líkzt svo mikið okri, að jafnvel peningaokrarar erlend- is mundu fyrirverða sig fyrir að taka jafnháa vexti. Degar um vöruverð er að ræða, þá ber engu siður að minnast á gæðin En i þessum saman- hurði minum kemur það eflaust ekki til greina, með Jjví vörur Útgerðarmannafjelagsins reyndust mikið góðar; en vörur Dalamanna hafa og máske reynzt það lika. Einnig geta sumir álitið, að þannig löguð kaupmannaverzlun sje hyggð á einu ári og kaupmenn geri þetta til að afstýra kaupfjelagsskap, þvi hann er þeim illa við. En svo er ekki, því Utgerðarmannafjelagið heldur áfram að verzla við Asgeir Sigurðsson með líkum verzlunarkjörum, og hann lætur ánægju sína í ljósi yfir slíkri verzlun segist ábatast á henni, þótt ekki sje mikið. Með þvi að mynda verzlunarfjelög, eða fá verzl- unarmagnið hjá einstaklingunum saman í eina heild, og verzla með það skuldlaust, er stærsta sporið stig- ið til að fá góða verzlun, hvort sem verzlað er við umboðsmenn eða kaupmenn, þvi hver sem hefir t. d. 10,000 kr. vörumagn til að skipta við fyrir útlenda vöru, mundi víðast á landinu geta fengið miklu hetri verzlunarkjör en einstaklingurinn. Dað er öðru nær en jeg með þessum línum sje að áfellast herra Torfa i Olafsdal eða aðra, sem gangast fyrir að fá menn i verzlunarfjelög. Jeg er miklu fremur þakklátur þeim mönnum, sem brjótast undan hinni ófarsælu vöruskipta- og láns- verzlun kaupmanna, enda hef jeg áður látið þá skoðun mina í ljósi, að kaupfjelögin hefðu komið miklu góðu til leiðar bæði beinlínis og óheinlínis. En hitt vildi jeg að eins sýna, að árið sem leið hafa fengizt betri verzlunarkjör hjá islenzkum kaup- mannni heldur en í kaupfjelagi Dalamanna. Nesi, 10. júni 1897. — Guðm. FAnarsson. Smápistlar til ungra fátæklinga. Eptir Árna Pálsson frá Narfakoti. I. »Því skal ei bera höfab liátt í heiöurs fátœkt, þrátt fyrir allt?« . . . Lengi hefi jeg haft mikla ánægju af að lesa blöð. Dó að þar »kenni margra grasa«, flytja þau þó öll hin betri ávallt eitthvað nytsamlegt, fróðlegt og skemmtilegt. Dað er lika von, því þar láta margir greindustu og reyndustu menn þjóðarinnar til sin lieyra. »Blöðin eru tungur þjóðanna«. Með þeim tala menn um allt, er landi og lýð getur að gagni komið. Með þeim bera menn upp tillögur um ótal efni, bera saman ráð sin og skoð- anir og henda á, hvernig þeir ætla að bezt muni að koma þarflegum umbótum i framkvæmd, en ryðja því hurt, sem almennri velmegun er til fyrirstöðu. Nú segja sumir, að blöðin sjeu of mörg og ónýt, allur þorrinn. En eigi hygg jeg það vera rjettan dóm. Hve margar þarfiegar framkvæmdir vor á meða) eiga ekki rót sina að rekja til hlað. anna? Hve margt mundi eigi enn ógert, sem þegar er unnið, ef vjer værum enn blaðalausir, eins og fram að miðri þessari öld? Dar með er ekki sagt, að allar hlaðagreinir sjeu til uppbygg- ingar. En því fleiri nýtir menn, sem láta til sin heyra um þarfleg málefni, og þvi fleiri, sem heyra það sem talað er eða ritað, því meiri, betri og víðtækari verða afleiðingarnar. Hver maður ætti þvi að lesa með mestu eptirtekt allt það, sem nýtilegt er í blöðunum, og færa sjer það i nyt eptir föngum. Fyrir mörgum á>um ritaði jeg nokkrar greinir í blöð. Brátt varð jeg þess var, að þær vöktu talsverða eptirtekt. En hún var nokkuð á annan veg, en jeg vildi óska; þvi þó einn segði t. d.: »þetta eru ágætar hugmyndir og mætavel fram- settar«, þá sögðu ef til vill aðrir: »jú, en hvern fj........vill hann vera að kenna mönnum að lifa, hann, sem ekki á bita upp í kj...........á sjer«, o. s. frv. Peningarnir eru afl, — ekki einungis þeirra hluta er gera skal, — heldur einnig þeirra orða, er tala skal. Eða eru ekki orð auðmannsins áhrifameiri en hins snauða, þó sama felist í báðum? Jeg fann sárt til þess, að jeg mundi vera of snauður að fje til að ávarpa landa mína á prenti, hætti þvi með öllu og ásetti mjer jafnvel að hreyfa ekki penna framar i þeim tilgangi. En nú held jeg að það sje ekki rjett gert af mjer, að þegja lengur. Lifsreynslan hefir kennt mjer svo margt siðan, sem mjer virðist ekki rjett vera að láta falla niður. En jeg skal þegar geta þess, að hjeðanaf rita jeg ekki fyrir þá, sem »kunna listina þá að lifa«, heldur að eins fyrir yður, ungu, fátæku landar minir. Jeg tel það siðferð- islega skyldu mina, að benda yður á skerin, sem jeg hefi strandað á, og jafnframt á ýmislegt í dæmi sjáifs mín, er gæti orðið yður að liði, ef Jiið vilduð taka það til ihugunar og eptirbreytni. Dað er skaðlegur misskilningur, að vjer megum ekki tala hátt. — láta skoðanir vorar í ljósi i heyranda hljóði, — þótt vjer sjeum fátækir. »Fleiri menn en auðmenn eru virðingarverðir, og eru þeir menn litilmótlegir, sem eigi lita á annað en peningana. Peningar eru varningur og ekkert annað« (sjá Sparsemi, bls. 136). Andinn getur verið og á að vera sí-starfandi, þótt aflið vanti til verklegra framkvæmda. Andlegt ófrelsi og einurðarleysi dregur oss enn meir niður i eymd og örbirgð. Notum þvi þjóðtungurnar þægilegu og tölum hiklaust og einarðlega um málefni vor. Hvetjum og áminnum hvor annan til hvers konar þarflegra framkvæmda. Yerum samtaka, að hrista af oss alla fjötra ófrelsis og fátæktar. Tökum fúslega bendingum og viðvörunum reyndra manna og færum oss dæmi þeirra sem bezt í nyt. Dað hlýtur að bera blessunarrika ávexti fyrir sjálfa oss, niðja vora og þjóðina alla. Híifis-voði'áttii greinileg hefir verið hjer þessa viku, enda sannfrjett um hafis fyrir Vest- fjörðum í öndv. þ. mán. Póstskipið (Laura) fer í nótt. A síða8t liðnu hausti var mjer sent verð lambs, er selt hafði verið í Miklaholtshreppi með marki dóttur minnar, sem er s/lt hægra og geirstýft vinstra. Þetta lamb kannast jeg eigi við að dóttir mín hafi getað átt, og má því rjettur eigandi vitja verðsins til mín, að frádregnum kostnaði við þessa auglysingu. Um markið verður hann að semja við mig. Svalbarða í Miðdölum, 1. júní 1897. Eitiar Guðmundsson. í Oddakoti í Austur-Landeyjum er grár hestur í óskilum, með mark: heilrifað biti fr. h., sýlt v., og getur rjettur eigandi vitjað hans þangað gegn borgun fyrir hirðinguna og þessa auglýsingu. porsteinn Sigurðsson. Ostur fæst hjá H- J. Bartels FUNDIN peningabudda, með peningum í. .Yitja má á afgreiðslustofu Isafoldar gegn fundarlaunum. — - - Islenzkt smjör fæst í skiptum fyrir harðfisk, grásleppu, tros, o. fl. við verzlun JÓNS þÓRÐAESONAR. Smjör fsöBt enn þá í verzlun Jóns pórð- arsonar. Brúkuö frímerki keypt háu verði, þannig: 3 a. gul kr. 2,75 16 a rauð... kr. 15,00 5 - blá - 100,00 20 - lifrauð — 40,00 5- græn — 3,00 20 - bla .... - 8,00 5- kaffibrún— 4,50 20- græn.. — 14,00 6- grá — 5,00 40- — .. — 80,00 10- rauð — 2,50 40- lifrauð — 12,00 10- blá — 8,00 50- .— 40,00 16- kaffibrún— 14,00 100- — 75,00 Allt fyrir hundraðið af óskemmdum, þokka- legum og stimpluðum frímerkjum. Ef þess verður óskað, fást 2/s hlutar borgunarinnar með eptir-tilkalli. Annars verður borgun send með næstu póstferð. Olaf Grilstad, Trondhjem, Norge. Sundmaga kaupir hæsta verði Th. Thorsteinsson. (Liverpool)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.