Ísafold - 19.06.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.06.1897, Blaðsíða 2
166 lífsábyrgðargjalda, útborganir fyrir eptirlauna- sjóð daunebrogsmanna, og margt fleira. Það er því enginn minnsti vafi á því, að, ef lands- bankinn ætti að taka að sjer öll þessi störf, yrði að stofna í bankanum sjerstaka deild, er hefði þennan starfa á hendi, allar þessar »inn- beimtur«, og allar þessar »greiðslur« og það reikningshald, sem því er samfara. Jeg er þessu kunnugur, því að jeg hefi í mörg ár verið skrifari á skrifstofu landfógeta, og mjer bland- ast ekki hugur um það, að landsbankinn mundi þurfa að verja til launa í þessari sjer- stöku deild eigi svo miklu minna en land- sjóður eyðir nú til landfógetaembættisins. Og í öllu falli sj'nist það ekki vera nærgætnis- legt við bankann, að ætla að leggja honum á herðar allt landfógetastarfið, en láta hann ekkert fá í aðra hönd annað en það, að lofa honum að gefa landinu vexti af peningaforða landsjóðs; en að borga vexti af peningaforðan- um álítur jafn-skarjjskygn og bankafróður mað- ur og hr. E. Meyer, skrifstofustjóri í þjóðbank- anum í Khöfn, mjög vafasamt, hvort lands- bankinn muni geta staðið sig við að gera. Það er þó ekki sparnaöur fyrir landið í heild sinni, þótt landsjóður sje losaður við einhvern kostnað, ef jafnmikill kostnaður eða meiri er lagður landsbankanum á herðar. Þá er að minnast á aukabankana eða úti- búin. Það hefir fyrir löngu verið marg-synt og sannað, að með samgönguleysi voru, telegraf- leysi, telefónleysi, en miklum vegalengdum hjer, er öldungis ómögulegt að útibii eða auka- bankar úti um landið standi undir umsjón og stjórn höfuðbankans í Reykjavík. Það sjer og skilur hver heilvita maður að það er ómögulegt fyrir bankastjórn í Reykja- vík, að stjórna og bera ábyrgð á útibúi t. a. m. á Akureyri, — ef nokkurt gagn á að vera að því útibúi. Ef bankastjórnin á að bera ábyrgð á því fje og þeim lánum, sem veitt eru af útibúunum, verður hún ein að ráða því í hvert skipti, hverjum lán er veitt, og hve há lán og gegn hverri tryggingu. En ef lán- beiðandi norður á Akureyri á að bíða eptir svari bankastjórnarinnar í Reykjavík, áður en hann fær sig afgreiddan hjá útibúinu J»ar, — þá getur hann eins vel snúið sjer sjálfur til bankastjórnarinnar í Reykjavík og fengið þar sína peninga. Það tekur jafn-langan tíma. En geti stjórn útibúsins ákveðið lánið upp á eigin spytur, er það ekkert útibú lengur, heldur sjálfstœður banki, sem bankastjórnin í Reykjavík getur ekki borið ábyrgð á. Og eigi að stofna sjálfstæða banka víðs vegar út um land á kostnað landsjóðs eða landsbankans, má ekki tryggja fje það, sem þeir hafa til umráða, lakar heldur en fje það er tryggt, sem landsbankinn hefir með höndum: banka- stjóri og bankagjaldkeri setji veð og alþingi setji gæzlustjóra. En á hinn bóginn eru ekki líkur til, að smá-bankar víðs vegar út um land með sjálfsagt minni viðskiptaveltu en 100 þús. krónur á ári geti staðið straum af svo kostn- aðarsömum útbúnaði. Vjer erum svo fámenn- ir, en dreifðir út um svo stórt land; fyrir því er einnig svo erfitt að leysa þennan hnút. Stjórn landsbankans hefir þó gjört sitt til að bæta nokkuð úr, með því að hún hefir boðið sparisjóðunum í Öllum kaupstöðum landsins, að styrkja þá með peningalánum með góðum kjörum, svo að þeir menn, er hægra eiga með að sækja til þeirra, en til landsbankans, geti fengið bráðabirgðarlán o. s. frv. hjá þeim. Sparisjóðurinn á ísafirði hefir þegar gjört samband um þetta við landsbankann. Spari- sjóðurinn á Akureyri er prívateign, en þó að hann hafi ekki enn viljað gjörast almennings- eign til þess að öðlast þessi hlunnindi, má vænta þess innan skamins, að úr því verði bætt á einhvern hátt. Sparisjóðurinn á Seyð- isfirði er enn lítill og kraptlaus. Það sem mest hefir veitt landsbankanum veltufjc og gjört það að verkum, að hann hefir getað haft svo mikil viðskipti bæði innan lands og utan, er einmitt sparisjóðsdeildin. Innieign hennar var síðast fram yfir 1 miljón krón. eða meiri en helmingi meiri en stofnfje bankans, En það er til ofur-einfalt ráð til þess, að láta bæði landsjóðinn og landsbankann græða á peningaforða landsjóösins, án þess að nokk- urt rask verði á fjármálum landsjóös, og ráðið er það, að hafa jafnan aðal-peningaforða land- sjóðs á folio eða hlaupareikningi í landsbank- anum. Það er á valdi landshöföingjans; hann einn ræður því. Landsbankinn hefir hlaupa- reikning hjá Landmandsbanken í Kaupm.höfn og inn í þann reikning er ofur-hægt að færa svo opt s im vera skal á ári afgang þann, sem landsjóöur á við aðal-fjehirzluna. Þess er getið til í Eimreiðargreininni, að ef bank- inn hefði auka-banka út um land, og hefði inn- heimtu landsjóðs tekna, mundi Hafnar-ávísunum fækka; en þetta er þó mjög vafasamt. Mestur þorri Hafnar-ávísananna er gefinn út af fakt- orum selstöðuverzlananna svo kölluðu á hús- bændur þeirra í Kaupmannahöfn, og þeir herrar nota ekki landsbankann; þeir hafa nóga peninga fyrir lægri vexti, og spara sjer það að senda þá hingaö upp. Það er heldur ekk- ert óhagræði fyrir landsjóð, að fá inn tals- verðar tekjur í Kaupmannahöfn, því að þar þarf harin á miklu fjeaðhalda: póstávísanafje, lífsábyrgðargjöld, strandpeninga, fyrir bryr á stórár landsins og margt fleira. Og ekki þarf landsbankinn þess síður, því að árið 1896 greiddi hann til Landmandsbankans 613 þús. krónur. En peningaforða þann, sem land- fógeti kann að hafa fram yfir daglegar þarfir- er hægt, á hvaða tíma sem vera skal, að leggja inn á hlaupareikning í landsbankanum sjálf- um. Þetta er nú reyndar alls eigi ný uppgötv- un, því að landsjóður hefir nokkur undan- farin ár einmitt átt 100 þús. kr. standandi á hlaupareikningi í bankanum og landshöfð- ingi hefir látið landsjóð græða á þeirri upp- hæð á þann hátt 1% í vexti eða 1000 krón. á ári. Landsbankinn hefir sjálfsagt ekkert á móti því, að ávaxta árlega allan peningaforða landsjóðs; auðvitað yrði það að vera eptir samkomulagi, hve háir vextir yrðu gefnir ár- lega, er hlyti að fara eptir því, hvernig bank- anum tækist það og það árið, að gjöra sjer þá peninga aröberandi. Það hagar svo til hjer á landi eins og reyndar víöar, að viðskiptaþörfin og peninga- þörfin er aöallega árshelminginn frá 1. apríl til 30. sept., og þá þarf bankinn optast á meiri peningum að halda, en hann hefir. En haust- og vetrarmánuðina streyma peningarnir inn og veröur bankinn þá að liggja með of stóran peningaforða arðlausan. Að þessu eru að sjálfsögðu áraskipti; en þetta yrði allt að takast til greina, þegar um vextina er að ræða. Halldór Jónsson. Próf í forspjallsheiinspeki 8. og 17. júní 1897: 1. Andrjes Fjeldsted vel -f ; 2. Guðmundur Guðmundsson vel -f; 3. Ingúlfur Gíslason dável; 4. Jónas Kristjánsson dável; 5. Magnús Þorsteins- son dável +; 6. Pjetur Þorsteinsson dável -f; 7. Stefán Kristinsson ágætlega; 8. Þorhjörn Þórð- arson vel +; 9. Þórður Pálsson dável +; allir læknaskólamenn nema nr. 5.—7. Bangárvallasýslu (Holtuin) 16. júní: »Frjettir fáar. Mjög stirð tíð löngum og erfitt með flesta hluti, einkum þó með aðflutninga hyggingarefnis hjá þeim, sem ráðizt hafa í hygg- ingar í stærri stíl; hefir allt hjálpazt að til þess, hrossamegurð, illviðri. gróðurleysi. Nú er, þótt norðanveður og kuldi sje, nokkuð tekið úr að rætast, því að bezta tíð var hjer nokkra stund fyrir nálega viku síðan, og b'lómgaðist þá jörð og fjenaður. En haldist þetta norðanveður, kyrkist allur gróður og er þegar tekið á jörð að sjá, Hvergi hefir hjer fellir orðið, enda þótt víða væri fjenaður magur og magnlítill; að eins á stöku stað farið kind og kind, en viða óár nokkurt i unglömhum, þó varla orð á gerandi. Mjer þykir sjálfsagt að geta þess, sem er, að hjer eru menn almennt mjög ánægðir og þakk- látir við samskotanefndina. fyrir allar hennar tilraunir og ráðstafanir í samskotamálinu og vona hins hezta af gjörðum hennar, og finna hjer víst flestir tii þeirrar alúðar, samvizkusemi og íyrir- hyggju, sem komið hefir fram hjáhenni; en eink- um þykir mörgum vænt um hugmyndina með kollektusjóðinn, og óska og jafnvel vona, að hún fái framgang. Þessi hugmynd og vonin um framkvæmd hennar hefir örfað og vakið ýmsa til að finna nauðsyn betri hygginga, enda mun engin hetri hvöt til veru- legra liúsabóta fást en þessi, ef fyrnefnd hugmynd yrði að framkvæmd og mundi stórmikil og sann- arleg framför fylgja þar með«. Þjóðminningardagur. Ánægjuefni er það fyrir ísafold, að þjóð- minningardagsmálið, sem blað vort varð fyrst til að gera að umræöuefni og mæla með, er nú komiö á góðan rekspöl, að því er Reykja- vík snertir. Stúdentafjelagið, sem fyrst tók málið að sjer, hefir nú fengið önnur fjelög bæjarins í lið með sjer: Verzlunarmannafjelag- ið, Handiðnamannafjelagið, Good-Templara, Hvíta bandið, Kvennfjelagið, Thorvaldsensfje- lagið og Framfarafjelagið. Má því búast við, að bærinn verði vel samtaka í að gera þenn- an »Islendingadag« sem tilkomumestan og á- nægjulegastan. Hátíðahaldið á að verða 2. á- gúst, vitanlega með hliðsjón á því öðru frem- ur, að þann dag (1874) fengum vjer löggjaf- arþing og þá sjálfstjórn, sem vjer höfum. Hjá löndum vorum í Winnipeg er Islend- ingadagurinn langmesta hátíð ársins, sá dag- urinn, sem ungmennin hlakka mest til, sá dagurinn, sem þjóðernisins er minnzt af inni- legastri ræktarsemi, sá dagurinn, sem allir þeir hittast með góðvildarhug, sem ekki eru alveg gagnsýrðir af gallbeiskju lífsins. Hvers vegna ætti ekki slíkur dagur að geta haft sömu á- hrif hjer hjá oss? f Ekkjufrú Ástríöur Melsteö andaöist hjer i hænum 14. þ. mán., eptir langa vanheilsu, komin nokkuð á áttræðisaldur, f. 20. febr, 1825. Hún var einkadóttir Helga hiskups Thordersen og konu hans frú Ragnheiðar, dóttur Stefáns amt- manns Stephensen, giptist 1. sept. 1848 Sigurði Melsteð, síðar lektor við prestaskólann (f 1835), eignaðist með honum 2 sonu, er annar ljezt korn- ungur, en hinn, Helgi, um tvítugt, orðinn stúdent. Meðal fósturbarna þeirra hjóna eru þær frú Ragnh. Hafstein á ísafirði, bróðurdóttir hinnar framliðnu og kjördóttir þeirra hjóna, og frá Anna (Vigfús- dóttir) Pjetursson í Reykjavík, systurdóttir Sig. heit. Melsteðs.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.