Ísafold - 23.06.1897, Síða 1
Kemur nt ýmist einu sinnieða
tvisv.i viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendis5kr.eða
1 */* dol I.; borgist í'yrir miðjan
júlí (erlendis fyrir f'ram).
ISAFOLD
o
Uppsögn (skrifleg)bundm við
áramót, ógild nema komin sje
til útgetanda fyrir 1. október.
Afgraiðslustot'a blaðsins er i
Austurnt.rœti 8.
XXIV árg. jj
Reykjavík, miðvikudaginn 23- júní 1897-
43. blað.
Tvisvar í viku kemur ísafold
út, miðvikudaga og laugardaga.
Brezk skýrsla urn bagi vora.
I skyrslum utanríkisstjórnarinnar brezku
fyrir 1896 stendur rjettorð og fróSleg ritgerð
eptir hr. W. G. Spence I’aterson konsúl um
verzlun Islendinga og hag þeirra að ýmsu
leyti. Vjer þýðum tvo kafla greinarinnar
lauslega.
»Um þessar mundir virðist verzlun Islands
vera að breytast, gamla lánsverzlunin og vöru-
skiptin aS hverfa, en í þeirra stað að koma
borgun í peningum. Fyrir 15 til 20 árum
voru mjög litlir peningar í umferS manna á
meða,l á Islandi. Kaupmenn lánuðu bændum
og sjómönnum þær vörur, sem þeir þörfnuð-
ust, og þeim var borgað í íslenzkum vörum
einu sinni á ári, þegar sá tími var kominn,
að flytja mætti út ullina, fiskinn og aðrar
vörur landsmanna. Afleiðingin varð sú, að
allur þorri manna var stöSugt í skuld, og
kaupmenn neyddust til að setja hátt verð á
innfluttu vörurnar til þess að sjá sjer borgið.
Að hinu leytinu borguðu kaupmenn opt meira
eu markaðsverð fyrir íslenzkar vörur, til þess
að laða að sjer skiptavini, sköðuðust á inn-
lendu vörunum, en náðu sjer svo aptur niSri
meS hinum mikla ágóða, sem þeir höfðu á út-
lendu vörunum. Verðið á hvorumtveggju vör-
unum, innfluttum og útfluttum, var þannig
aö nafninu til miklu hærra en það hefði átt
aS vera. Þetta fyrirkomulag helzt enn við að
nokkru leyti, því að opt borgar íslenzki kaup-
maðurinn 7—14 aurum meira fyrir ullina,
heldur en hann getur fyrir hana fengiS á Eng-
landi, og sjómenn fá opt heldur meira fyrir
fisk sinn hjer heldur en kaupmaöurinn getur
fengið fyrir hann á Spáni eða Stórbretalandi.
En kaupmaSurinn býst við aS fá skaða sinn
bættan með verðinu á útlendu vörunum, sem
hann lætur í skiptum. Þetta fyrirkomulag er
áreiðanlega óhollt og óhagkvæmt fyrir alla hlut-
aSeigendur, og einkum tefur það fyrir beinum
útflutningsviSskiptum. Tilraunir, sem brezkir
kaupmenn hafa við og við gert til þess að
kaupa íslenzkar vörur fyrir peninga, hafa ekki
tekizt vel, af því að þeir hafa ekki staðið sig
við að borga með peningum þetta háa verð,
sem íslenzku kaupmennirnir hafa borgað með
vörum, og bændum hefir ekki getað skilizt
það, að þeir gætu haft hag af að fá vörur
sínar borgaöar lágu verði með peningum í stað-
inn fyrir hátt verð í vörum. Um langan tíma
voru engar útflutningsvörur borgaðar með pen-
ingum, nema sauðfje og hestar, og sú verzl-
un var rekin af einum eða tveimur verzlunar-
húsum, sem aldrei fengust við vöruskipti. En
nú er orðin töluverð breyting á þessu, miklu
meira keypt og selt fyrir peninga en áður, og
vöruverðiö er ekki eins gegndarlaust og þaö
hefir veriS. AS nokkru leyti er þessi breyt-
ing því að þakka, að myndazt hafa kaupfje-
lög- um allt landið, bændur og sjómenn haft
samtök um aS senda sauði sína, hesta, ull,
fisk o. s. *frv. til annara landa og láta um-
boðsmenn selja vörur sínar þar, og kaupa svo
aptur í stórkaupum birgðir af útlendum vör-
um, sem fjelagsmenn skipta síðan á milli sín.
Vafasamt er hvort þessi kaupfjelagsskapur
reynist vel, þegar til lengdar lætur; hann
vantar þá staöfestu, sem mundi verða sam-
fara safnfje og reynslu í verzlunarefnum, en
sem ekki er til að dreifa hjá tiltölulega fátæk-
um bændum og sjómönnum. En enginn vafi
er á því, að þessi breyting hefir komið miklu
góðu til leiðar, með því að hún hefir komið
mönnum í skilning um betra verzlunarlag en
átt hefir stað að undanförnu.
Það annað, er valdið hefir umbótum á verzl-
unarfyrirkomulaginu og stuðlað að framförum
landsins yfirleitt, er Landsbanki Islands, sem
stofnaður var með lögum frá alþingi árið 1885;
var bankanum gert heimilt að gefa út seðla
fyrir 500,000 kr., en landssjóður ábyrgðist.
Þessi smávaxna stofnun hefir dafnað og grætt
og mjög greitt fyrir viðskiptum manna og
stuSlað að framförum landsins. Banki Islands
stendur í sambandi við þjóðbanka Skotlands,
með Landmandsbankanum í Kaupmannahöfn
sem millilið, og gerir mönnum þannig kost á,
aS koma peningum milli landanna, sem áður
var bagalega öröugt«.
Frá botnvörpuveiðunum segir höf. á þessa
leiS:
»Fyrir þremur eSa fjórum árum fóru brezk
gufuskip að veiöa heilagfiski og kola með
botnvörpum fyrir aixstur- og suðurströndum
landsins. Islendingar hafa ávallt kvartað undan
því, að útlend skip fiskuðu ólöglega í land-
helgi viS Island, og sjerstaklega er þeim illa
við botnvörpuskip viS strendur sínar. I til-
efni af því voru sjerstök lög gefin út árið
1894, sem bönnuðu með öllu botnvörpuveiöar
í landhelgi, að viS lögöum þungum sektum
(1,000 til 10,000 kr. sektir og veiði og veiö-
arfæri upptæk), og ákváðu jafnvel háar sektir
(200 til 2000 kr. fyrir fyrsta brot og allt að'
10,000 kr. fyrir síðari brot og' veiöarfæri upp-
tæk) fyrir að vera í landhelgi með botnvörpu-
veiðarfæri, enda þótt ekki sje þar neitt við
veiSi fengizt. Þessi lög eru enn í gildi, og
það er áreiðanlega óráölegt fyrir skip með
botnvörpuveiðarfærum að fara inn á íslenzkar
hafnir, nema nauður reki til, eða að vera
innan þriggja mílna undan landi.
Helzta yeiðistöðin við ísland er í sunnan-
verðum Faxaflóa. Meira en þriðjungur alls
þess fisks, sem út er fluttur frá Islandi,
kemur þaSan, og landsmenn fram með flóan-
um, sem eru hjer um bil V? hluti allra Is-
lendinga, lifa að mestu leyti af fiskiveiðum.
Faxaflói er all-stór, um 60 mílur á breidd og
40 mílur á lengd, en grunnur tiltölulega eptir
stærSinni, og sunnan til í honum, þar sem
fiskimiðin liggja, er stórt. svæði, sem ekki er
unnt að fiska á, af því að hraunbotn er þar
undir. Verða þá eptir tiltölulega litlar sand-
og leirgiynningar og sund milli þeirra til
fiskiveiðanna.
Arið 1895 komu fáein brezk botnvörpuskip
■ inn í Faxaflóa, og höfðu útlend fiskiskip ekki
vanið þangað komur sínar fyrr. Þau fundu þar
| mikið af heilagfiski og kola, svo miklu fleiri
| komu í fyrra, er sagt, að þá hafi verið yfir
I 20 botnvörpuskip í flóanum í einu, en í ár
| (1897) er búizt við, að þau verði mikln fleiri.
Svo virSist, sem að íslenzkum sjómönnum sje
mjög mikil hætta búin af þessu, því að reyudin
varð sú í fyrra, að fiskimiðin í Faxaflóa eru
ekki svo stór, aS hvorirtveggju komist þar
fvrir, bátarnir og botnvörpuskipin, og með
því að Islendingar eru minni máttar, bíða
þeir lægra hlut. ÞaS liggur í augurn uppi,
að þegar fjöldi botnvörpuskipa er þarna á
ferðinni fram ©g aptur og dregur botnvörpur
sínar eptir jafn-litlum fiskimiSum, þá geta
landsmenn gengiS aS því vísu, að færum þeirra
og netum verði svipt burt, ef þeir eru með
þau á sömu miöunum. Hjá því verSur ekki
komizt, hve mikil varkárni sem í frammi er
höfð af beggja hálfu. Með því að meiri hluti
fiskimiðanna í Faxaflóa eru utan landhelgi, þá
verða landsmenn að stunda veiðar utan henn-
ar. Annars yrðu þeir að haítta við fiskiveiöar
algert, og með því að fólkið hefir svo að segja
ekkert annaS á að lifa, þá legðist hjeraðið
með því algerlega í eyði«.
Bókmenntir.
VALDIMAR BRIEM: BIBLÍU
LJOD. I. 1896. Kostnaðarm.: Sigurður
Kristjáusson. 414 + X bls.
Merkur menntamaður hefir fyrir skömmu
minnzt á Ijóð þessi hjer i blaðinu í því skyni
aS taka málstað þeirra. Þrátt fyrir það virð-
ist eltki illa til fundið, að ísafold geti þeirra
með nokkrum orðum t’rá eigin brjósti, þar
sem um syo tilkomumikið skáldrit er að ræða,
skáldrit, sem auk þess stendur að ýmsu leyti
svo einstakt í bókmenntum vorum á þessari
öld.
Höf. tekur fram í formálanum, að sjer sje
það full-ljóst, að margir staðir sjeu í biblíu-
unni, sem hafi meiri þýðingn fyrir trúarbrögðin
en sumt af því, sem liann hafi tekiö fyrir
yrkisefni, og í annan stað ýmislegt þar, sem
fullt eins vel sje fallið til skáldlegrar með-
ferðar. »SömuleiSis dylst mjer það ekki«,
segir hann, »að margt af því, sem jeg hef
tekiö, hefði mátt gjöra skáldlegra nieð því,
að fara fljótara yfir efni, en leggja meira til
frá sjálfum mjer. En tilgangurinn var hvorki
að gjöra sálma nje hugleiðingar í ljóðum, nje
heldur að koma fram nokkrum sjerstökum
skoðunum, heldur aS eins að gjöra söguleg
kvæSi . . . Jeg bið lesendurna að hafa þetta
hugfast, og ekki ætlast til annars eða meira
af kvæðjim þessum en þau eiga að vera, það
er að segja: söguleg biblíukvæði eða nokkurs
kouar hiblíusögur í ljóðum«.
Oss virðist höf. gera hjer uokkuð ófullkomna
grein fyrir því, sem hlýtur að hafa valcað
fyrir honum. Manni verður ósjálfrátt að spyrja: