Ísafold - 23.06.1897, Page 3

Ísafold - 23.06.1897, Page 3
171 Þiíigmálafimdir. Borgfirðincjar samþykktu á fundi á tírund 21. þ. mán., þar sem vorn viðstaddir 40—50 kjósendur auk þingmannsins, lektors Þórh. Bjarnarsotiar, svolátandi ályktun í stjórnar- skrármálinu: »Sje það fyrirsjáanlegt, að fuli- komin endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi eigi framgang á þinginu í sumar, eu í annan stað vissa fyrir því, að sjerstakur íslennkur ráðgjafi fáist, er hafi sæti á alþingi o§' ábyrgð allra sinna gjörða, j)á skal því eigi hafnað, sje eng- um rjettarkröfum vorum sleppt með því«. Miklar umræður um atvinnumál, og samþ., að styrkurinn til búnaðarfjelaga hækkist upp í 20,000 kr. hvort árið; að lagt sje rífl. fje til stofuunar almenns landbúnaðarfjelags til forgöngu í öllum búnaðarmálum og aukinnar búnaðarþekkingar í landinu; að þingið leiti nyrra og öflugra ráða til að útvega sem be/.ta markaði erlendis fyrir afurðir landsins; að þing- ið leggi ríflegan (minnst 10 aura) aðflutnings- toll 4 smjöilíki, gegn 2 a. útflutningstolli á tólg; að kláðamálið verði tekið fyrir til með- ferðar á þinginu. Um samgöngumál tjáði fundurinn sig samþykkau 35,000 kr. ársstyrk til frjettaþráðar milli Islands og annara landa, afnámi eimskipaiítgerðarinnar í 5 ár með þeim kostum, er sameinaða gufuskipafjelagið byði, og að stvrkur til fjórðungsbáta greiðist em- göngu úr landssjóði. Fundurinn vildi ekki hækka laun hinna föstu lœkna, en styrkinn til aukalækna upp 1 1200 kr. (22 : 8 atkv.); í einu hljóði var fundurinn mótfallinn hækkun á taxta læknanna. Eptirgjöf á fjárkláðakostn- aðarskuld syslunnar síðan 1880 vildi fundurinn ia þingmanninn til að útvega. Þá vildi hann að þingið tæki fátœkralöggjöfina til ftarlegrar meðferðar, og að afnumið væri þinglestursgjald fyrir fasteignir, en skyldukvöð aö láta þinglysa og' aflýsa eignarheimildum. Arnesingar hjeldu þingmálafund aðHraun- gerði 19. þ. mán., að viðstoddum þingmönnum sínum báðum, þcim bankastjóra Tr. Gunnars- syni og Þorláki Guðmundssyni. Þar urðu fyrst talsverðar umræður um stjórnarskrármálið, mest í miðlunar-átt, og samþykkt að lokum áskorun til alþiagis um »að halda málinu á- franx á sama grundvelli og að undanförnu, án þess að falla frá hinum fyllstu kröfum, er gerðar h’afa verið«. Um samgöngumál skoraði fundurinn á þingið, að fella eigi xir gildi eim- skipaútgerðarlögin frá síðasta þingi og gera ekki samuing við neitt gufuskipafjelag til lengri tíma en 2 ara; leggja fram nægilegt fje til fyrirhugaðrar flutningabrautar af Eyr- iirbakka upp að Olfusárbrú móts við fyrir- heitnar 12,000 kr. úr sýslusjóði (áætl. kostn. 30,000, þar af heitið 1000—2000 frá Lefolii- verzlun). Milliþinganefnd óskaði fundurinn eptir til að endurskoða alla ýátœkralöggjöýina, vildi láta hætta við þjóðjarðasölu og semja lög um erfðafestu fyrir þjóðjörðum, styrkja búnaðarfjelög eins og að undanförnu og veita kost á jarðabótalánum með góðum kjörum, styrkja umferðakennslu og kennaraskólann í Flensborg, leggja aðflutningstoll á smjörliki og útlent smjör, skilja Kollektusjóðinn frá landssjóði og verja til vaxtalausra lána til húsabóta á landskjálftasvæðinu, koma á inn- lendri eldsvoðaábyrgð í kaupstöðum og sveitum, gera samþykktarlög um vínsölubann, greiða laun yfirsetukvenna úr landssjóði, taka áfanga- staðamálið til nýrrar íhugunar, lögleiða eyðing sela gegn fullu endurgjaldi frá laxveiðieigend- um eptir mati, endurnýja eptirlaunafrumv. síðasta alþingis og stofna. eigi neitt nýtt em- bætti með eptirlaunarjetti; sömuleiðis endur- nýja prestakosningarfrv. Þá ljet fundurinn í ljósi megna óánregju yfir því, að ekki het'ði enn verið notuð styrkveiting síðasta alþingis til að skoða leiðir og lendiugar með suðurströnd landsins; vildi láta þingið hlutast til um, að lausafjárframtalslögunum verði stranglega beitt, og taka klaðamálið til rækilegrar íhugunar, af- nema bann gegn iunflutniugi svína, leggja skatt á lausamenn og veita Brynj. Jónssyni ! frá Minna-Núpi 300 króna styrk með fjárlög- um. Drottiiingarafmæliö. Þessa viku er nxikið xím dýrðir urn allt hið heimsvíða, volduga ríki Brettadrottningar, í minningu þess, að hún, Viktoría drottning, hefir ráðið íyrir því í full 60 ár, eða hafði núna á sunnudaginn, 20. þ. máti. Þanu mán- aðardag tók hún konungdóm árið 1837, þá 18 ára. Þetta er fáheyrður atburður, »eins dæmi í sögu vorri«, segir W. T. Stead. »Enginn brezknr þjóðhöfðingi hefir ríkt svo lengi. Enginn þjóðhöfðingi annar í nokkuru landi frá því (áreiðanlegar) sögur hófust hefir ríkt svo lengi, ríkt eins vel, og vaxið eins jafnt og stöðugt í ást og hylli þegna sinna allt til enda«. Hátíðarviðhöfnin átti að standa alla þessa viku. Byrja á sunnudaginn á guðsþjónustu- gerð heima í Windsor, aðseturshöll drottningar skammt frá Lundútium. Höfuðhátíðisdagurinn átti að vera í gær, 22. Þá stóð til að drottn- ingin æki í prósesstu ttm Lundúnaborg með fríðu og glæsilegu föruneyti til Pálskirkju, en þar skyldi halda mjög viðhafnarmikla messu- gerð. Loks átti á laugardaginn er kemur að halda geysitnikla herflotasýningu drottningu til veg- semdar. Veðrátta. Nú er loks ljett norðangarðinuni, en lítið um hlýindi samt. Hafis hefir enginn sýnt sig inn á Húnaflóa, að ný frjett segir að norðan, enda kastið orðið heldur vægara þar en hjer sunn- anlands. Hann kefir legið fyrir Vestfjörðuin. Fennt hefir ákaflega á fjöll. A Holtamanna-afrjett t. d., fyrir norðan Tungnaá, var í viknnni setn leið sljett yfir allt eins og á hjarni á vetrardag. Mannslát. Hjer i bænum andaðist i fyrra dag eptir þunga legu Jón stúdent Bunólfsson, dbrmanns Jónssonar í Holti í Meðallandi, f. 16. jan. 1875, útskrifaður úr latínnskólanum 1894 með beztu einkunn, las lög við háskólann tvö ár, kom heim í fyrra og ætlaði nú að sigla aptnr til að halda áfram námi sinu — las heima í vetnr. — Hann var mikill efnismaður og vel látinn. Sænskt herskip, »Freya«, með sjóliðsfor- ingjaefni, kont kingað í morgun. Stendnr hjer við vikutimn. Hitt of>- þetta. Frjettablöð veraldarinnar teljast vera 50,000. Þar af eru 20,169 gefin út i Bandarikj- unum i NorÖiir-Ameriku, 8000 á Engiandi, 6,300 á Frakklandi, 6000 á Þýzkalandi, 2000 í Japan, 1500 á Ítalíu, 1200 í Austurríki, 1000 í Austur- álfunni (að Japan slepptum), 850 á Spáni, 800 á Rússlandi, 800 í Eyjaálfunni, 600 á tírikklandi, 450 í Sviss, 300 á Hollandi, 300 í Belgíu og um 1000 í öðrum löndum Norðurálfunnar. Meira en helmingur þessara blaða er á ensku. Af 6300 frönskum blöðum koma 2300 út i París og 4000 annars staðar á Frakklandi og í nýlendunum. Jafnvel i heimskautalöndunum eru frjettahlöð gefin út. Eskimo-Bulletin heitir blað, sem gefið er út nálægt Prins af Walcs-höfðanum í Bærings- sundinu. Enskir trúboðar hafa stofnað þar skóla, og gufuskip kemur þar einu síudí á ári, og aðrar samgöngur við umheiminn eiga sjer þar ekki stað. Blaðið keniur út einu sinni á ári, og þar eru skráð- ar frjettirnar, sem gufuskipið flytur. Það er 0,21 meter á annan veginn og 0,31 ineter á hinn, og ekki prentað nema öðrum megin á pappírinn. I tíodthaab á Grænlandi var stofnuð ofurlítil prentsmiðja árið 1862, og þar er prentað á græn- lenzku blað með myndunt. Nafnið á því er heldur óaðgengilegt: »Atuagagdlintit, natinginarmik tusaruminasas umik«, sem að sögn þýðir: Lesn- ing, frásögur um ýms fróðleg efni. Líengrstar brýr. Dunárbritin við Czernavoda er 11,550 feta löng, brúin yfir Galvestonfjörðinn í Texas 10,170 fet, Missisippibrúin við Nev Orle- ans 10,050 fet, Taybrúin við Dundee 9642 fet, St. Laurencebrúin við Montreal 7911 fet, brúin yfir Fortbfjörðinn 7398 fet, Brooklynbrúin í New- York 5478 fet og Volgubritin við Sysran 4452 fet. Nýja brúin yfir Hudsonsfljótið, sem á að tengja santan Nevv-York og Nevv-Jersey, á að verð'a 2841 fet milli stólpa og leggjast 135 fet frá ánni. — Stólparnir, sem eiga að bera brúna, verða 510 feta háír. Brúin verður 114 feta breið og eptir henni liggja sex járnbrautir. Alls verður hún 5100 fet á lengd. Ætlazt er til að henni verði j lokiö á 10 árum, og aö hún kosti unt 90 millj. króna. Lengstu .jarðgöngln eru Simplongöngin, 19,7 rastir (kílómetrar). Svo koma göngin gegn- um St. Gotthard, 14,9 rástir, Mont Cenis 12,2 rastir, Arlberg 10,3 rastir og tíiovi (nálægt tíenú«) 8,3 rastir. Röst er um 530 faðmar. Hraðfrjettalínur jarðarinnar ertt samtals 8,192,000 rastir á lengd. Þar af liggja 7,900,000 rastirálandi og hitt neðan sjávar. I Vesturheimi ertt 4,050,000 rastir af þeim, í Norðurálfu 2,840,- 000, i Austurálfu 500,000, í Eyjaálfunni 350,000 og í Suðurálfu 160,000 rastir. Dýr egg. Nú í vor var geirfuglsegg selt fyr- ir 5300 kr. Einu sinni áður hefir geirfuglsegg komizt í hærra verð, var selt fyrir 5700 kr. árið 1894. Alls eru 68 geirfuglsegg til í opinberum og einstakra manna söfnum; þar af hafa 2komizt til Vesturheims. Fyrir 40 árum mátti fá geirfugls- egg fyrir 200 krónur. Freðið ket. Allt af fara i vöxt flutningar á því til Englands, eptir því sem konsúll Dana i Lundúnttm segir I nýiegri skýrslu til dönsku stjórn- arinnar. Og þó er verðið mjög lágt. 1 fyrra voru fluttir þangað 5,717,957 kindarkroppar, 664, 870 fleiri en árið þar á undan. Þar af komu um 1,690,000 frá Ástralíu, 2,212,000 frá Nýja Sjálandi, 1,790,000 frá Plataríkjunum og 24,000 frá Falk- landseyjununi. Yfirleitt hjelt ketið sjer ekki vel á ferðinni, og af því stafaði það nteðfram, hve lágt verðið var.____________________________ YFIKLÝSING I tilefni af vottorði því er kaupmaður W. O. Breiðýjörð #skírskotar« til í vöruskrá sinni útgefinni 8. þ. nx. tneð undirskript okkar þriggja járnstniða, finnum við skyldu okkar að auglýsa almenningi, að það sterxdur þar án vilja okkar og vitundar — því við höfum reynslu fyrir að járn það er tjeður kaupmaður hefir nú flutt upp er ekki jafn efnisgott og járn það er hann hafði til sölu síðastliðið ár. Reykjavík, 22. júní 1897. Pjetur Jónsson, Gísli Finnsson, blikksm. járnsmiður. þorsteinn Jónsson, járnsmiður. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um að minn elskulegi eiginmaður Tómas Eyjólfsson, Gerðakoti á Hvalsnesi, drukkn- aði 1 á bát 19. þ. m. Gerðakoti, 21. júní 1897. Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.