Ísafold - 30.06.1897, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.06.1897, Blaðsíða 4
180 um liðum hafa margfalt meiri tekjur af fiski en nú. Lax og annar fiskur mun í torfum leita þangað, sem hann nú þorir ekki að koma fyrir selnum. »Vesta« kom 27. norðan um land. og vestan, með henni um 80 farþega. Hvergi vör við hafís. Fór i nótt til Englands. Gufuskipið »A. Asgeirsson« kom s. d. frá, Eng- landi og Austfjörðum (Eskif) með kol handa her- skipinn danska. Fer til Isafjarðar. Nýdáinn Jón Olafsson, útvegshóndi i HHðar- húsnm. Stúdentar- Þessir 20 útskrifaðir úr la- tíuuskólanum í dag: Eink. Stig 1. Jón Þorláksson .... ágætl. 109 2. Sigurjón Jónsson . . . ágætl. 107 3. Sigurbjörn Ástv. Gíslason . . 1 103 4. Árni Pálsson I 101 5. Halldór Gunnlaugsson . . I 97 6. Eggert Claessen. . . . I 96 7. Ásgcir Torfason I 94 8. Sigfús Sveinsson . . , I 93 9. Gísli Skúlason .... I 93 10. Guðmundur Guðmundsson 1 90 11. Olafur Dan Danfelsson . II 83 12. Eiríkur Þ. Kjerúlf . . . . II 83 13. Bernhard Laxdal .... . II 82 14. Ólafur V. Briem . . . •• . II 78 15. Jóhannes Jóhannesson . . . II 77 16. Jón Ad. Proppé .... . II 75 17. Böðvar Bjarnason . II 75 18. Elinborg Jacobsen . . . . II 69 19. Einar Gunnarsson . . . . III 43 20. SigurðurJúl. Jóhanness. (utansk.) III 60 Nr. 1, bóndason úr Húnavatnssyslu, hefir hina hæstu einkunn (stig), er dæmi eru til hjer frá skólanum. Nr. 18, er hinn fvrsti kvennstúdent hjer á landi, dóttir Jacoosens skósmiðsmeistara hjer bænum, frá Færeyjum. Notið Faxaflóagufubátinn. Faxaflóagufubáturinn »Reykjavík« er svo þægilegur fararskjóti hjer um flóann, bæði að minni eigin og sjálfsagt allra þeirra reynd, er með honum hafa farið, að full ástæða virðist vera ti) þess að hvetja alla, sem yfir flóann þurfa að ferðast eða í kringum hann, að nota jafn-nytsama skemmtun, og meó því hvíla stynjandi skepnur við að lypta manni upp og ofan á hraunbeltunum kring- um flóann. Notum gufubátinn, ef þurfum annars að fara; á stundum skjóta afgreiðslu— og heimt- um líka um leið, að viðdvöl bátsins standi heima við áætlunina. 24. júní 1897. Njarðvíkingur. Sportskyrtur prjónaðar fást hjá H J Bartels Við konm grrfubátsins »Reykjavík« í Borgarnes 6 júlí, 13. júlí, 26. júlí, 3. ágúst, 16. ágúst, 30. ágúst, verður nrað- ur staddur í Borgarnesi til þess að taka við brjefum og blððum og flytja það vestur um Dalasýslu. Sendimaður flyt- ur einnig brjof úr Dalasýslu suður í Borgarnes áleiðis til Beykjavíkur. Sauðafelli 27. júni 1897 Bj örn Bjarnarson. Saumavjelar. N/lega til mín komnar hinar vönduðu og ódyru SAUMAVJELAR, sömu tegund og jeg hefi áður flutt og reynzt hafa vel. H. J. Bartels. Proclama. þar sem dánar- og fjelagsbú Tómasar Ey- ólfssonar og eptirlifandi ekkju hans Sigríðar Guðmundsdóttur frá Gerðakoti á Miðnesi er tekið til opinberrar skiptameðferðar, er hjer með samkv. lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jau. 1861 skorað á alla þá, sem til skulda telja í tjeðu búi, að tilkynna skuldir sínar og sanna þær fyrir undirrituð- um skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s., 23. júní 1897. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn þann 3. júlí þ. á. kl. 12 á hádegi verður af undirskrifuðum, samkvæmt fyrirlagi sýslumannsins í Kjósar og Gull- bringusýslu, opinbert uppboð haldið hjá Gerð- akoti í Hvalsneshverfi, á hjer um bil 13— 14 skippundum af þurrum saltþorski, þyrsk- ling, og ýsu, samtals, tilheyraudi dánarbúi Tómasar sál. Eyjólfssonar, er þaðan drukn- aði 19. þ. m. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um á undan uppboðinu. Miðneshreppi þann 23. júní 1897. M. J. Bergmann. Landsbókasafnid verður í júlí og ágúst opið 4—6 e. h. Ut- lán mánud., miðvd. og laugard. 6—7 e. h. 28. júní 1897. Hallgr. Melsteð. Frosin síld f®st í íshúsinu í Keflavík að eins móti peningaborgun út f hönd. Menn snúi sjer til íshúsvarðanns Guðmundar Hann- essonar í Keflavík. Staðan sem barnakennari Í Kejlavik næstkomandi vetur er laus. Umsóknarbrjef sendist þórði alþm. Thoroddsen fyrir 31. júlím. Pappír og ritföng nóg að fá f pappírsverzlun Isafoldarprent- smiðju (Austurstr. 8), með ágætisverði. Ennfr. seðlaveski, peningabuddur o. m. fl. Rabarbar fæst hjá C- Zimsen á ð aura pd. vVhisky Binkaiimboð á íslandi Whisky íyrir eina af hinum elztu og beztu Whisky-verksmiðjum á Skotlandi hefir kaupmaóur Thor Jensen, Mranesi, sem því selur bæði í stór- og smákaupum ýmsar ágætar Whisky-tegundir með óvanalega lágu veröi Whisky Whisky »LEIÐARVISIR TIL LÍFSABYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplysingar. Síðari ársfundur búnaðarfjelags Suð- uramtsins verður« haldinn mánudaginn 5. dag næsta júlímánaðar kl. 5 e. hád. í leikfimis- húsi barnaskólans hjer 1 Reykjavík; verður þá skýrt frá fjárhag og aðgjörðum fjelagsins þetta ár og rædd önnur málefni þess. Reyjavík 15. dag júnímán. 1897. H. Kr. Friðriksson. Fæði sel jeg fyrir lengri og skemmri tíma. Sömuleiðis kaffi handa ferðamönnum. Sigríður Eggerz, (Glasgow). Nykomiö til verzl. II. Th. A. Thomsens PAK»JAItN af ýmsum teg. Kartöflur og laukur. Proclama. Samkvæint lögum 12. aprfl 1878, sbr. op. br. 4. jan. 1861, er hjer með skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Sigurð- ar Sigurðssonar frá Skeggjastöðum, er and- aðist á Sauðárkrók 2. f. m., að koma fram með skuldakröfur sínar, og sanna þær fyrir skíptaráðandanum í Skagafjarðarsýslu, innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Innan sama tíma er einnig skorað á erf- ingja hins látna að gefa sig fram. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 17. júní 1897. Olafur Briem (settur). Skiptafundur í dánarbúi Guðrúnar Gísladóttur frá Elliða- vatni verður haldinn á bæjarþingsstofunni laugardaginn 24. júlí næstk. kl. 12 á hád., til þess að gjöra ráðstöfun um sölu á fast- eign búsins o. fl. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 29. júní 1897. Halldór Dumelsson. Suiinudagiiin J. júlí kl. 8 f. h., fer gufubáturinn »REYKJAVÍK« aukaferð til Borgarness og kemur við á Akranesi í báðum leiðuin. Rvik 29/s ’97. B. Guðmundsson. Skijitafumiur í dánarbúi Jakobs snikkara Sveinssonar verð- ur haldinn á bæjarþingsstofunni þriðjudag- inn 3. ágÚ8t næstk. kl. 12 á hád. ogverður þá lögð fram til yfirskoðunar skrá yfir skuld- ir búsíns og yfirlit yfir fjárhag þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 29. júnf 1897. Halldór Daníelsson. Aðalfundur í hinu íslenzka Kennarafjelagi verð- ur haldinn í leikfimishási barnaskðlans föstu- dayinn 2. júli og byrjar kl. ö é. h. Umræðuefni: 1. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr landssjóði til barnakennslu. 2. Samband milli æðri og lægri skóla. pt. Reykjavík, 29. júní 1897. Jón pórarinsson pt. forseti. 2 herberg'i með stofugögnum, við Laugaveg eru til leigu um 2 næstu mánuði. Ritstj. visar á. Á siðast liðnu hausti var mjer dregin vet- urgömul ær, sem jeg átti ekki, með mftiu marki á hornunum: stúfrifað h., stýft v.; eyrnamark var stúfrifað og standfjöður fr. h., blaðstýft og biti a. v. Rjettur eigandi getur vitjað andvirðisins til min, og samið við mig um markið. Þórustöðum 5. maí 1897. ;Marg. Egilsdóttir. Fundizt hefir kæfubelgur. Vitja má til Andrjesar verzlunarmanns við Brydes verzl- an í Reykjavík. Nýtt kjöt fasst í dag og eptirfylgjandi daga. H J Bartels- Seltirningar geri svo vel að vitja Isafoldar í afgreiðslu blaðsins (Austur- str. 8), þegar þeir eiga leið um. Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri Einar Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.