Ísafold - 03.07.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.07.1897, Blaðsíða 2
182 [>á var hvorki tilætluð nje gjörð nein breyting í þessu efni, eins og ljóslega kemur fram í umræðunum um lögin frá 1871 í ríkisþinginu- Að það er eigi tekið fram í lögunum, að ráð- gjafinn fyrir Islandi skuli eiga sæti í ríkis- ráðinu, kemur til af því einu, að það þótti óþarft að taka upp í lögin bein ákvæði um það, því að það liggur samkvæmt grundvall- arlögunum beint í hugmyndinni ráðgjafi, að hann skuli eiga sæti í ríkisráðinu og bera upp í því öll þau lög, er heyra undir verkahring hans, og allar þyðingarmiklar stjórnarathafn- ir. Því er það, að, úr því æðsta stjórn ís- lenzkra málefna í Kaupmannahöfn, sú er um er rætt í lögunum frá 1871, samkvæmt þeim greinum í lögunum frá 1874, er landshöfðingi tilfærir, er falin á hendi íslenzkum ráðgjafa, þá er staða hans að sjálfsögðu að því leyti hin sama, sem annara ráðgjafa ríkisins, og Is- land hefir eins fyrir því löggjöf og stjórn út af fyrir sig, svo sem því ber í hinum sjerstak- legu málefnum landsins, þótt stjórnarstörf þau, sem ráðgjafanum í þessum efnum er trú- að fyrir, verði að framkvæmast eptir sömu reglum og samráði, eins og stjórnarstörf hinna annara ráðgjafa konungs. Það þarf varla að færa rök að því, að ráða- neytið eigi muni geta ráðið til slíkrar breyt- ingar á hinum gildandi ákvæðum, er hefði það í för með sjer, að hin sjerstöku löggjaf- armálefni og stjórnarmálefni íslands yrðu eigi eptirleiðis lögð undir atkvæði ríkisráðsins eða borin upp 1 því, heldur borin upp fyrir kon- ungi af ráðgjafa Isiands einum, svo að hann hefði sömu stöðu, að því er þessi mál snertir, sem allir ráðgjafarnir til samans í ríkisráðinu, að því er til annar mála kemur. Það hefir opt verið tekið fram í hinum langvinnu um- ræðum um hið íslenzka stjórnarskármál, að væri sett á stofn slíkt stjórnarvald, sem áður er óþekkt, og kalla mætti sjerstakt íslenzkt ríkisráð, jafnrjetthátt og óháð ríkisráði ríkis- ins, sem fyrir er skipað um í grundvallarlög- unum, þá væri ísland þar með leyst úr ríkis- sambandinu, en það væri jafn-skaðlegt bæði fyrir ísland og ríkið í heild sinni, eins og það væri og ósamræmilegt hinni gildandi stjórnar- skipun ríkisins og hinni stjórnlegu stöðu ís- lands sem ófráskiljanlegs hluta Danaveldis. En með því að þetta er þannig, þá þarf engra frekari sannana við til að sýna fram á það, að eigi getur komið t.il mála að flytja til íslands frá aðsetri stjórnarinnar og úr aðset- urstað konungs ráðgjafa þann, er trúað væri fyrir æðstu stjórn hinna sjerstöku málefna Is- lands, og ábyrgð þeirra mála því hlyti að hvíla á honum. Eigi gæti það heldur komið til tals að skipa sjerstakan íslenzkan dóm, eins og þingsályktanirnar fara fram á, nema ráðgjafi íslands hefði aðsetu þar í landi. Það er því engi þörf á því að telja hjer hinar mikilvægu ástæður, sem landshöfðingi einnig hefir bent á, og annars mætti tilfæra gegn því að setja staðlegan íslenzkan dóm í stað hæstarjettar ríkisins til að dæma í málum þeim, sem hjer er um ræða. Þegar fallin er hin mikilvægasta ráðstafana þeirra, er landshöfðingi hefir lagt til að gjörð- ar væri til þess að láta að óskum alþingis að nokkru leyti, nefnilega sú ráðstöfun, að eigi skuli leggja hin sjerstoku íslenzku lög og stjórnarathafnir fyrir ríkisráðið og undir at- kvæði þess, þá verður varla ráð fyrir því gjört, að nokkur von 'sje til þess, að hinar aðrar ráðstafanir, sem hann hefir mælt með, yfir höfuð yrðu skoðaðar sem uppfylling á kröfum þingsins, enda jafnvel óvíst að þær þættu í rauninni nokkurs virði. Það virðist auk heldur varla gjörandi ráð fyrir því að einu sinni ráðstöfun, er að öllu samsvaraði tillögum landshöfðingja, hefði þann árangur, er hann gjörir sjer von um, að binda enda á stjórnarbaráttuna, þegar þess er gætt, hve miklum mun víðtækari eru kröfur þingsálykt- ananna, er þó eru sprott.nar af löngun til þess að gæta hófs. En hvað sem því líður, þá er eptir atvikum eigi hin minnsta ástæða til þess að vænta nokkurs slíks árangurs af ráðstöfun, er gengi skemmra í þá átt að láta að óskum alþingis«. Samkvæmt þessu er þá boðskapur konungs, sem landshöfðingi flutti alþingi við setningu þess 1. þ. m. En þrátt fyrir þetta skýlausa nei, vill svo einkennilega til, að enn verður ekki sagt, að öll kurl sjeu komin til grafar. Nýtt frumvarp. Nú leggur dr. Valtýr Guðmundsson fyrir þingið frumvarp það til stjórnarskrárbreyting- ar, sem prentað er á öðrum stað hjer í blað- inu. Aðalatriði breytinganna er, eins og öll- um verður ljóst, sem frumvarpið les, að skipa skuli sjerstakan ráðgjafa fyrir ísland, er mæti á alþingi og beri ábyrgð fyrir þvi á öllum sínum stjórnarathöfnum. Það er reyndar ekki tekið fram berum orðum, að hann eigi að vera íslendingur, en það liggur í hlutarins eðli, þar sem hann á að mæta á þinginu. Það kann enn að vera talið leyndarmál, en »opinbert« leyndarmál er það þá, sem ekki virðist ástæða til að þegja yfir, að stjórnin er fús á að ganga að þessum breytingum. Hverjii eigum vjer að svara? Þetta hefir þá sjálfstjórnarmáli voru þokað áfram síðan á síðasta þingi — að vjer eigum nú kost á að fá sjerstakan íslenzkan ráðgjafa, sem mæti á alþingi og beri fyrir því ábyrgð allra sinna stjórnarathafna. Þetta hefir tillöguleiðin, samningaleiðin, reynzt greiðari en hinn vegurinn, að hamra fram vonleysu-frumvörp, vegurinn, sem öllum mönnum hefði átt að vera sjáanlegt orðið, að hvergi stefndi nema út í meiri og meiri ó- göngur. Vitanlega þykir flestum eða öllum tilslök- unin lítil — miklu minni en vjer eigum heimt- ing á. Það mun enn sem fyrr torvelt að koma þeim skilningi inn í höfuðin á oss Is- lendingum, að þar sem stjórnarskráin segir berum orðum, að vjer eigum að hafa löggjöf vora og landstjórn út af fyrir oss, þá þýði það ákvæði það, að vjer eiguxn ekki að hafa þetta út af fyrir oss, heldur sækja allar sam- þykktir því viðvíkjandi til ríkisráðsins danska. Og að hkindum verður ekki mikið auðveldara að gera oss það skiljanlegt, að það liggi beinna við fyrir oss að ná rjetti vorum í pólitiskum efnum fyrir dönskum dómstóli heldur en inn- lendum, þar sem búast má við, að ágreining- urinn einmitt yrði aðallega milli stjórnar Dana og alþingis íslendinga. En hvað um það — það verður ekki með rjettu móti því borið, að nú sje sjálfstjórn- armáli voru að þoka áfram, og það til muna — í fyrsta sinni síðan 1874. Að þessu sinni fáum vjer ekki allt, sem vjer krefjumst, en nokkuð af því fáum vjer, ef vjer viljum þiggja Þaö- Hvað vinnum vjer svo við að taka boðinu, og hverju töpum vjer við það 1 Yjer vinnum fyrst og fremst það, að sam- vinna kemst á milli þings og stjórnar —þessi samvinna, sem oss hefir vantað svo afar-til- finnanlega. Vjer fáum mál vor undirbúin undir löggjöf á allt annan hátt en áður. Vjer fáum rannsökuð skilyrðin og möguleikana fyr- ir framförum landsins. Vjer fáum stjórn vora til að bindast fyrir framfaramálum vorum. Vjer sjáum fyrir endann á lagasynjana-reki- stefnunni. Vjer þurfum ekki að verja svo og svo miklu af tíma þingsins í bollaleggingar, sem ekkert verður úr. Vjer eigum kost á, að beita sannfæringarafli þings og þjóðar beint á ráðgjafann án nokkurs milligöngumanns. Og vjer eigum kost á að fá fyrir ráðgjafa íslenzk- an mann, sem skilur málefni landsins, getur orðið gagnkunnugur öllum vorum högum, þörfum og hugsunarhætti, og hefir um ekk- ert annað að hugsa en vinna að velgengni og framförum þjóðar vorrar í öllum greinum. Vjer höfum aldrei átt kost á neinu slíku fyrr. Og ef þetta er einskisvert, þá hefir líka allur þorrinn af aðfinningunum við stjórn vora og kvörtununum út af stjórnarfyrirkomu- lagi voru verið á engu byggður, verið mark- laust hjal eða sandur og ryk í augu almenn- ings. Því að það hefir einmitt alltaf lang- mest verið undan því kvartað, að oss vanti það sem hjer að framan er talið. Vjer vinnum meira. Vjer vinnum það að í geta losnað við ráðgjafa, sem reynist óhæfur til samvinnu við þingið. Afstaða stjórnarinn- ar við þingið yrði sem sje öll önnur eptir að ráðgjafinn væri sjálfur farinn að semja við það. Með því væri það óbeinlínis viðurkennt að það væri skylda ha.ns að koma sjer saman við það eða víkja ella. Og það er lítt hugs- andi, að hann gæti haldið sjer í ráðherrasess- inum með andvígu þingi, eins ’ og til hagar vor á meðal. — Jafnframt ættum vjer kost á, að halda hverjum ráðgjafa, sem oss líkaði vel við, svo lengi sem honum entist aldur og heilsa, án nokkurrar hliðsjónar á stjórnarskipt- um í Danmörku. Hvorugu þessu atriði eigum vjer að fagna með því fyrirkomulagi, sem nú á sjer stað. Vjer vinnum enn meira — talsmenn í rík- isráðinu fyrir þeirri aðalkröfu vorri, að vor sjerstöku mál losni þaðan með öllu. í því efni gerir ekkert til, hver íslendingur kæmist í ráðherrasessinn — af þeirri einföldu ástæðu, að enginn íslendingur er til, sem ekki telur það brot á stjórnarskrá vorri, að málum vor- um skuli vera í ríkisráðinu haldið. Og yfir- leitt aukast líkindin fyrir því, að öllum sjálf- stjórnarkröfum vorum verði framgengt. Hvern halla getum vjer svo við það beðið, að þiggja boðið? Allsendis engan. Vjer sleppum ekki minnstu vitund af sjálfstjórnarkröfum vorum. Vjer þiggjum það sem oss er boðið. En vjer á- skiljum oss rjett til að ganga eptir því sem eptir stendur, hvenær sem oss sýnist, hvenær sem oss virðist nokkurt færi gefast að fá það. Vjer höfum hjer að framan gert ráð fyrir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.