Ísafold - 17.07.1897, Blaðsíða 3
199
Vöxtur brezka ríkisins
og viðgangur á síðustu 6 áratugunum, stjórnar-
árum Yiktoríu drottningar, er líkastur ein-
hverju ævintyri.
Nú ræður Viktoría drottning yfir hjer um
bil 400 miljónum manna, á að gizka fjórða part-
inum af öllum mönnum á jörðunni, og þessi
manngrúi hefst við á rúnmm 11 miljónum enskra
fermílna, meira en fimmta hluta af yfirborði
jarðarinnar. Þetta landflæmi er næstum því
þrisvar sinnum stærra en öll Norðurálfan, svip-
að eins og Suðurálfan að víðáttu.
Ríkið var ekki nærri því eins mikið og vold-
ugt, þegar hún tók við því fyrir 60 árum.
Fyrir hverja fermílu, sem hún tók við, getur
hún nú bent á hálfa aðra.
Fyrir 300 árum — ekki nema 5 sinnum
lengri tíma en Viktoría drottning hefir setið
að völdum — rjeð Elísabet drottning ríkjum
á Englandi. Fyrir hverjar 100 fermílur, sem
lúta veldi Viktoríu, varð Elísahet að sætta
sig við l‘/4 fermílu. Með öðrum orðutu: ríki
Viktoríu er 80 sinnum stærra en ríki Elísa-
betar.
Gæti menn að, hve mikill hluti af hverri
heimsálfu fyrir sig heyrir brezka rílcinu til,
verður niðurstaðan sú, að það sjeu 3°/0 af
Norðurálfunni, 10% af Austurálfu, 19% af
Suðurálfu, 24% af Vesturheimi og 60% af
Eyjálfunni; að meðaltali 23% af öllum álfum
heimsins.
Þau 60 ár, ssm Viktoría drottning hefir
setið á veldisstól Englands, hafa bætzt við ríki
hennar landflæmi, sem eru 31 sinni stærri en
Stórbretaland. Drottningin hefir þannig á
hverju ári aukið ríki sitt að meðaltali um
svæði, sem er stærra en helmingurinn af Eng-
landi og Skotlandi samanlögðu.
Hvern einasta klukkutíma á þessum 60 ár-
um hefir brezka ríkið þannig stækkað um full-
ar 7 fermílur enskar, um rúma fermílu átt-
undu hverja mínútu.
Brezka ríkið er nú 11,334,391 fermílur á
stærð. Þar af hafa 3,771,436 fermílur bætzt
því á ríkisstjórnarárum Viktoríu drottningar.
Hitt og þetta.
Hátíðarket. Ivetkaupmenn í Ástraliu ætluðu
að senda snaúðum miinnuni í Lundúnum 20,000
freðna kindakroppa á ríkisstjórnarafmæli Viktoríu
drottningar, og hafa sjálfsagt gert það. Þetta
kostar þá um 400,000 krónur, en það er jafnframt
góð auglýsing fyrir vöru þeirra. Það er einmitt
fátækasta fólkið í Lundúnum, sem mesta hleypi-
dóma hefir gegn freðnu keti, og kaupmennirnir
húast við að geta selt þar miklu meira, þegar
þeir hafa fært því fólki heim sanninn um, að unnt
sje að selja gott og hollt sauðaket i Lundúnum
fyrir 20—28 aura pundið.
Eitraður sviti. Eptir þvi sem ítalskt tima-
rit eitt skýrir frá, hefir franskur læknir einn, dr.
Arloing, skýrt læknafjelaginu i Lyon frá þvi, að
hann hafi fengið sannanir fyrir því, að manns-
svitinn sje eða geti verið eitraður. Það er ekki
sá sviti, sem stafar af auknum lopthita, heldur
sviti, sem kemur af geðshræring og ákafri áreynslu.
Ut úr skyrtu, er ungur maður, sem dansað hafði
margar nætur hverja eptir aðra, hafði verið í,
hefir læknirinn fengið vökva, sem hann hefir spýtt
'in í dýr til rannsókna. Þau fengu tafarl&ust
stjarfa (stífkrampa) og dóu eptir fáeinar klukku-
stundir. Við nákvæmari rannsókn kom það í ljós,
aö líffæri dýranna höfðu tekið sömu breytingum,
eins og ef difterítis-gerlum hefði verið spýtt inn
í þau.
Tlu þúsundir manna að minnsta kosti
gizka menn á að hafi ætlað að taka ljósmyndir
af Viktoríu drottningu á rikisafmæli hennar, 22.
f. m., þegar hún færi í prósessíunni miklu um
Lundúnabo g til Pálskirkjunnar. Einkum voru
það aðkomumenn úr nýlendunum, sem ætluðu að
búa sig út með 1 jósmyndunartól til þess að geta
haft þessar inyndir heim nieð sjer. Enda fá menn
ekki að sjá slík hátiðahöld á hverju ári.
Tigfrlsdýr mcð glerauga er i dýragarð-
inum i Stuttgart, og er vist eina villidýrið, sem
svo er úr garði gert. Það hafði fengið illt í
annað augað og orðið blint á þvi. Svo var aug-
að tekið úr þvi, sársaukinn deyfður með »cocain«,
og margir kraptamenn hjeldu dýrinu meðan á því
stóð. Svo var augatóttin mæld og glerauga smið-
að og smellt inn í hana. Fyrstu vikuna reyndi
dýrið stöðugt að klóra það út úr hausnum á sjer.
En nú er það farið að sætta sig við það.
Af hverjum ÍOOO brjáluðum mönnuin
bafa 16 misst vitið út úr ástaræfintýrum, eptir því
sem skýrslur frá vitlausraspítölum segja.
Alþingi.
Ný frumvörp.
Einar Jónsson flytur frv. um að mæla skuli
alla vegi, Sem ákveðnir eru samkvæmt lögum
um vegi, 13. apr. 1894, setja mark á kíló-
metramótum og tölur á markið, er syni vega-
lengd og vegastefnu.
Skottulækningar vill Þórður Thóroddsen
banna, leggja við allt að 50 kr. sektir eða 8
daga einfalt fangelsi, ef brotið er ekki svo
vaxið, að þyngri hegning liggi við, og þá er
brot er ítrekað, skal annaðhvort þessum hegn-
ingum beitt eða fangelsi við vatn og brauð.
Björn Sigfússoir flytur frv. um að sýslu-
nefndum sje heimilt að leggja sjerstakt gjald
á sýslubúa til að brúa ár og halda brúnum við.
Þingmenn Arnesinga flytja frumvörp um
innflutningsgj. af smjörlíki, 20 aura af hverju
pundi.
Jón Jensson vill veita bókara og fjehirði
Söfnunarsjóðsins 100 kr. hvorum árlega og
endurskoðara 50 kr., en fjehirði '/5 af þús. af
peningum, er hann tekur út eða inn fyrir mis-
talningaráhættu. Svo og framkvæmdarstjóra
200 og gæzlustjórum 50 kr. um árið, þegar
efni sjóðsins leyfa og með samþykki landshöfð-
ingja. Allt takist þetta af fje því, er ætlað
er til kostnaðar og varasjóðs við Söfnunar-
sjóðinn.
Ben. Sveinsson flytur frv. um búsetu fasta-
kaupmanna á Islandi, sama og áður.
Jón Jakobsson flytur tillögu til þingsálykt-
unar um afnám grísku sem skyldunámsgreinar
í lærða skólanum og fækkun kennslustunda
í latínu.
Nefndir settar.
Samgöngnmál: Klemens Jónsson, Sk. Thór-
oddsen, Jens Pálsson, Valt. Guðm., Björn Sigf.,
Fjárkláðamál: Þorl. Guðni., Guðl. Guðm.,
SiShv. Arnason, Ben. Sveinsson, Jón Jónsson
(þm. Eyf.).
Sjávarútvegur: Jón Þór., Jón Jónsson, Sk.
Th., Tr. Gunn., Jens Pálsson.
Menntamál: Jón Þór., Sig. Gunn., JónJóns-
son (A.-Sk.), Ól. Briem, Jens Pálsson.
Horfellismál: Sig. Stðf., Kr. Jóðss., Þork.
Bjarn., Þorl. Jónss., Jón Jónsson.
Gagnfræðakennsla við lærða skólann: J. A.
Hjaltalín, Jón Jak., Hallgr. Sveinsson, Sig.
Jensson, Sig Stef.,
Skottulækningar: Þórður Thór., Pjetur Jóns-
son, Björn Sigfusson.
Til ritstjóra »ísafoldar«.
I 48. tölublaði »ísafoldar«, sem kom út á
laugardaginn var, hafa ábúendurnir á Laugar-
nesi, Kleppi, Laugalandi og Lækjarbakka o.
fl. auglýst, að þeir taki eigi framvegis hesta
ferðamanna til pössunar fyrir lægra gjald en
15 aura fyrir hvern hest um 24 tíma, af
þeirri ástæðu að þeim hafi fundizt meiri skaði
en ábati að passa hes.ta og leggja til haga
fyrir 10—12 aura.
Af því að auglýsing þessi gefur tilefni til
misskilnings að því er ofangreinda ábúendur
snertir, sem allir búa í Reykjavíkur landi,
leyfi jeg mjer í umboði bæjarstjórnarinnar að
biðja yður, herra ritstjóri, að birta í blaði yð-
ar, að ferðamönnum sem hingað sækja, er hjer
eptir sem hingað til heimil ókeypis beit viku-
tíma í hverri ferð í landi bæjarins, þar með
talið Laugarness- og Kleppsland,. utan garða,
fyrir hesta, er þeir hafa meðferðis, að undan-
skildu útflutningsstóði, og að þessi heimild er
eigi því skilyrði bundin, að hestarnir sjeu
fengnir til gæzlu ábúendum nefndra bj'la eða
öðrum tilteknum mönnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 15. júlí 1897.
Halldór Daníelsson
Bruimbótafjeiagiö
Union Assurance Society London
tekur í ábyrgð fyrir eldsvoða timburhús, bæi,
báta, skip, búshluti, vörur og allskonar lausa-
fje fyrir lægsta gjald (»Præmie«) er gjörist hjer
á landi.
Aðalumboðsmaður á Islandi
Ólafur Árnason á Stokkseyri.
Umboðsmaður fyrir Reykjavík og nærsveitir
hr. konsúll Chr. Zimsen, Reykjavík-
Umboðsmenn á Norðurlandi:
hr. kaupm. Chr- Popp, Sauðárkrók og
hr. trjesmiður og timbursali Snorri JónS'
son, Oddeyri-
Umboðsmaður á Austurlandi:
Kaupstjóri Snorri G- Wium, Seyðisflrði-
The Edinburgh Roperie &
Saileloth Company
Limited, stofnað 1750.
Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til
fœri, strengi, kaðla og segldúka. Vörur verk-
smiðjanna fást hjá kaupmönnum um land
allt. —
Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar:
F. Hjorth & Co-, Kaupm.böfn K.
»Sameiningin«, mánaðarrit til stuðnings
kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af
hinu ev.lút.krkjufjelagi í Vesturheimi og prent-
að í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð
í Vesturheimi 1 doll. árg., á íslandi nærri
þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að
prentun og útgerð allri. Tólfti árg. byrjaði
í marz 1897. Fæst í bókaverzl. Sigurðar
Kristjánssonar í Reykjavílc og hjá ýmsum bók-
sölum víðsvegar um land allt.
Hjálpræðisherinn.
A morgun (sunnud. 18. júlí) fundur hjá
skólavörðunni kl. 4 e- h- Fundur í
salnum kl. 6 e. h. Fundir fyrir alla hvern
þriðjud., miðvikud., föstud. og laugard. kl.
8V2 e. h., og hvern helgan dag kl. 6 e. h.
Leiðrjetting.
I auglýsingunni frá rektor lœrða skólans í
síðasta blaði stendur: »Þeir piltar, sem vilja
sækja um námsvist næsta skólaár, verða að
senda undirskrifuðum Fjárhagsvottorð, útfilt
og undirskrifað af rjettum hlutaðeigendum,
fyrir l.október næstkomandi.« Hjer er náms-
vist prentvilla, — á að vera: námsstirk.