Ísafold - 17.07.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.07.1897, Blaðsíða 2
198 Synodus. Hjer kemur aíðasti kafli skyrslunnar frá synodus, niðurlag á umræðunum um þjóðkirkju og frikirkju. Síra porvaldur Bjarnarson vill fá málið þrá-endurtekið á aynodus, en sú synodus ætti að vera skipuð leikmönnum eigi síður en prest- um. Svo lengi sem söfnuðirnir hirði ekki um þetta mál, sje of snemmt að ráða því til lykta. Síra Jóliann porsteinsson kvaðst ekki taka til máls í því skyni að taka þátt í umræðum um þjóðkirkju og fríkirkju, heldur til þess að mótmæla þeim ummælum síra Jóns Helga- sonar, að allir sjeu samdóma um það að trú- arlífið sje í þeirri niðurlæging hjer á landi, sem mest má verða. Þekkir hann þetta? Hann hefir að eins átt heima hjer í Reykja- vík. Það var sanufrering ræðumanns, að allt of mikið sje gert úr trúlevsi og spilling manna hjer á landi. Síra J. H. hefði vitnað í skyrsl- urnar um altarisgöngur, en getur hann lesið hugarfar rnanna og breytni út úr skyrslum? Svo sje guði fyrir þakkandi, að ástandið sje ekki eins illt og sagt sje, síra J. H. hefði gott af að kynnast því meira en hann hafi gert og ummæli hans sjeu furðu sterk og það í áheyrn 30 presta. Síra Jón Helgason kvað aðalsvarið verða þetta: »af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá«. Avextirnir sjeu svo undur litlir hjer, kristnir menn hjer í landi geri lítið »pósitívt« í samanburði við kristna menn í öðrum lönd- um, svo Ix'tið, að ekki sjáist að um neitt vak- andi trúarlíf sje að ræða. Síra Jóhannes L. L. Jóhannsson. Síra J. H. spurði, á hverjum grundvelli ætti að byggja fríkirkju? Á hvaða grundvelli stendur þá þjóðkirkjan? Auðvitað á Kristi. Á sama grundvelli ætlum vjer að byggja fríkirkju, enda verður ekki annar grundvöllur lagður. Síra J. H. hefði aldrei verið prestur upp í sveit; margt sje þar gallað, en mjög mikið sje enn af kristindóm í landinu, þótt hægt fari. Og bezta ráðið t.il að vekja hann, þar sem hann sefur, er fríkirkjan. Ekki var ræðum. samdóma þeim sem ekki vildu flýta málinu. Það ætti að takast til rækilegrar íhugunar á næsta ári. Síra Sigurður prófastur Guunarsson gladd- ist af þvj, að nú skyldu í fyrsta sinn hafa orðið umræður um þetta mál á synodus. Datt ekki í hug, að æskilegt væri að flýta málinu, það þyrfti að ræðast árum saman á þessari samkomu. Auðvitað hafi síra J. H. rjett að mæla í því efni, að menn eigi að leitast við að glæða trúarlífið undir þjóðkirkjufyrirkomu- laginu meðan það haldist, og til þess treystir hann honum manna bezt. Að því er trúar- ástandið hjer á landi snerti, sje hann fremur á máli síra Jóns Helgasonar en síra Jóh. Þor- steinssonar, og það sje með öllu áreiðanlegt, að vanræksla altarisgöngunnar sje ljósasta merki vantrúarinnar. En iivað sannar svo þetta? Svona hefur nú farið undir þjóð- kirkjufyrirkomulaginu. Sjer ekki betur en fríkirkjufyrirkoniulagið sje vænlegra. Það sje stórgalli við þjóðkirkjuna, að í henni sjeu svo margir, sem sjeu á móti kristindómnum, ann- aðhvort hálfvolgir eða beiut vantrúarmenn. Það hljóti að verða kirkjulífinu til stuðnings að menn verði að kjósa, hvorum megin þeir vilji vera, með því verði grundvöllurinn trygg- ari, enda fari reynsla annara þjóða í þá átt. Svo sje kirkjulöggjöfin öll í höndum alþingis, og það sje ekki nema að litlu leyti skipað kirkjulega sinnuðum mönnum. Þá að eins sje málefnum kirkjunnar vel borgið, þegar þeir einir fjalli um þau, sem beri hlýan hug til hennar. Hefir ekki heyrt neina verulega á- stæðu enn borna fram gegn fríkirkjunni. Síra Arni porsteinsson mótmælti því, að ávextirnir bæru vott um hnignandi trúarlíf í landinu. Kærleiksverkin hefðu einmitt farið vaxandi á hinum síðari áratugum, eins og barnaskólar, sjóðir til hjálpar aumingjum og fleira þess háttar bæri vitni um. Framförin væri stórmikil frá því sem verið hefði fyrir 40 árum. S/ra Eyjólfur Kolbeins ljet sjer liggja í ljettu rúmi, hvort eigur kirkjurmar gengju til ríkisins eða kirkjan fengi að halda þeim, ept- ir að hún væri orðin að fríkirkju. Gangi þær til ríkisins, minnka álögur á bændum, og því færari verða þeir um að styðja kirkjuna. Prestarnir ættu að ganga á undan öðrum með að berjast fyrir málinu, enda þótt einstakir prestar kynnu að missa atvinnu við breyting- una. Sjálfur vildi hann það til vinna að sleppa embætti sínu, ef fríkirkja fengist. Hreifingin muni vekja andans menn, sem nú beri lítið á, Bendir í því sambandi á si'ra Jón Bjarnason, sem ekki hafi getað beitt sjer hjer á landi, en hafi gert svo óumræðilega mikið vestra. Síra Jóhann porsteinsson bendir á jarð- skjálftasamskotin sem sönnun þess, að »pósitív« kristindómur sje lifandi hjer á landi. Síra Pjetur Jónsson. Hafa menn hugleitt, hvað þeir hreppa með fríkirkjunni? Það eigi að vera framför, að svo margir segi sig úr kirkjulegum fjelagsskap, þegar hún sje komin á, framför að kirkjan yfirgefi þá og láti þá alveg sigla sinn eigin sjó. Eigum vjer þá að kappkosta að hlaupa burt frá sjúkum mönn- um! Við siglum í þoku, að því er þetta mál snertir, og vitum ekkert, hvar við lendum. Síra porkeli Bjarnasyni þótti menn hafa verið nokkuð harðorðir í garð síra Jóns Helga- sonar. Kvaðst sjálfur hafa sjeð mjög mikla hnignun á kirkjunni og horfði með söknuði til æskudaga sinna. Það væri gott, að þetta væri látið uppi. En nú vonaði hann að menn væru að vakna, og honurn virtist þessi sam- koma vera eitt merki þess. Síra Jón Helgason hjelt fast við það, að hjer á landi væri tiltölulega lítið af verkum, Sem bæru vitni um vakandi kristindóm, og kvaðst ekki trúa vel á þann kristindóm, sem hvergi sæist. Datt anðvitað ekki í hug að hugsa sjer annan grundvöll en Krist, en hafði átt við það, að skilyrðin fyrir ávaxtaríkn frí- kirkjulífi virtust ekki vera fyrir hendi, meðan trúarlífið væri svo lítið. Var hræddur um að fleiri mundu koma inn í fríkirkjuna en sann- kristnir menn, og þar muridu þeir sofa eins og í þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan væri ekki síð- ur farin að eldast í öðrum löndum en hjer, og þar hefðu menn þó getað vaknað. Vita- skuld væri þar líka vantrú, sterkari en hjer á landi, en hann var að tala um trúarlíf krist- inna manna. — Það er eins og jeg sje trúaðri enn fríkirkjumennirnir. Þeir virðast halda að guðs hönd sje að yfirgefa þjóðkirkjuna. En ljósið glæðist aptur, þótt stundum verði dimmt. Ef jeg gæti hugsað mjer, að þjóðkirkjan væri guði miður þóknanleg en fríkirkjan, þá yrði jeg fríkirkjumaður. En það getur mjer ekki skilizt. Síra pórhallur lektor Bjarnarson kvað fulla ástæðu til að taka altarisgöngumálið til ræki- legrar íhugunar. Svarið sje hjá ýmsum, þeg- ar minnzt sje á vanrækslu altarisgönguunar, að hjer á landi sjeu margir kalvínistar, að því er það trúaratriði snerti. Vantrúarástandið hjer á landi sje nokkuð tvíeggjað sverð að því er röksemdafærsluna snerti. Eitt liggi þó að sjálfsögðu beint við: ef svo rnargir sjeu horfn- ir frá trú þjóðkirkjunnar, eigi þeir rjett á að losna úr henni og mynda ný trúarfjelög. Svo virðist sem vel gangi fyrir þeim fríkirkjusöfnuði, sem verið hafi hjer á landi nokkur ár. Ekkert verði á því byggt, hve langt skeið þjóðkirkj- unnar sje orðið. Merkasta skeið kirkjunnar liggi fyrir utan yfirráð ríkisstjórnarinnar, og hvað sem um það megi segja, að hún hafi und- ir ríkisstjórnina komizt, þá samlagist hún illa þingbundna stjórnarfyrirkomulaginu. Lýsir yfir ánægju sinni út af þeim trúarsterku rödd- um, sem hjer hafi komið fram með fríkirkj- unni, en hyggur, að enn sje ekki kominn tími til þess að setja milliþinganefnd. Vonar að biskup láti taka málið til umræðu á uæstu synodus. Síra porvaldur Bjarnarson minnir á( hvað síra J. H. hafi sagt um gallana á kirkjulífi voru, og hyggur rjett að kenna þá prostunum. Þetta vonar hann lagist í fríkirkju, því að hann trúi á frelsið í öllum efnum. Er ekki hræddur um, að menn, sem andvígir sjeu krist- indómi, muni þyrpast inn í fríkirkjuna. Hvern- ig stendur á umræðunum í dag um innlcöllun á tekjum presta? Þær hafa komið af því, að þeir eru svo margir, sem ekki vilja borga til kirkju, eða eru óánægðir með prest sinn. Eig- ingirnin mun bægja þeim frá, sem ekki vilja vera með af samvizkuhvötum. Síra Sig. próf. Gunnarsson. Það cr ástæða með fríkirkjunni, að svo lítið er af hjartakrist- indómi hjer á landi. Hann vaknar betur, þeg- ar kirkjumenn geta skipað sínum eigin málum, hcldur en þegar verzlega valdið skipar fyrir öllu. — Að því er það snerti, að fríkirkju- menn sjeu vantrúaðri en þjóðkirkjumenn, þá sje það einmitt vottur um trú á handleiðslu drottins, að þora að láta sjer detta þetta nýja ráð í hug Síra Jóh. L. próf. Sveinbjarnarson kvaðst kunnugur þeim fríkirkjusöfnuði, sem á hefði verið minnzt, og af honum hefði hann lært, hvernig fríkirkja »taki sig út« hjer á landi. Enda þótt sjer þyki fríkirkjuhugmyndin fegri, sje hann þjóðkirkjusinni, af því að hann sjái enga aðra leið, og sje hræddur um, að ef vjer beygjum út af henni, kunnum vjer að komast í ógöngur. Vinir fríkirkjunnar ættu ekki að benda á þennan söfnuð eystra, því að sje nokkursstaðar andlegur svefn, þá er það þar. Síra Sig. próf. Gunnarsson. Sá söfnuður myndaðist ekki af trúarlegum hvötum, heldur af þráa, svo að það sannar lítið, hvernig hon- nm hefir gengið. , Síra Jóh. L. próf. Sveinbjarnarson. Söfn- uðuriun myndaðist af sömu hvötum sem þeim, er mundu koma mönnum tii að stofna fríkirkju fyrir allt landið: óánægju með fyrirkomulag þjóðkirkjunnar. Ályktun var engin gerð í málinu. Biskup- inn lýsti yfir ánægju sinni með umræðurnar, og kvað þess mundu kost að ræða málið á næstu synodus. Þegar hjer var komið, var klukkan orðin 10. Nokkrar raddir heyrðust um að halda sam- komunni áfram næsta dag. En með því að mikill hluti fundarmanna gat þá ekki vcrið við, varð ekki úr því, og var ályktað að geyma nokkur mál, sem talið var æskilegt að rædd yrðu, til næstu synodusar, og að menn skyldu » þá undir það búnir að geta setið lengur á fundi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.