Ísafold - 21.07.1897, Blaðsíða 2
202
]>ar sem vjer verðum aS þiggja fyrir æösta
stjórnara og forgöngumann þjóðmála vorra
livern danskan mann, sem aS oss er rjettur,
}>ó að hann skilji ekki einasta orð í tungu
vorri og botni ekki lifandi vitund í högum
vorum, óskum og þörfum — þar sem vjer
aldrei fáum hann til viðtals nje samvinnu, og
þar sem eigi að eins öll vor nauðsynjamál
geta gcngiS í hirSuleysi og ólestri, heldur og
má hafa stórfje af landssjóði árum saman, án
þess nokkurs staðar verði komiS ábyrgð fram
fyrir óhæfuna.
Svo er til enn ein hlið á málinu, og um
hana er eigi minna vert.
HingaS til höfum vjer í stjórnarmálsbaráttu
vorri stöðugt l)landaS saman stjórnarskrárat-
riðum og almennum löggjafaratriðum, jafnvel
einfaldri stjórnartízku, kreddum einstakra
manna. Það er ekki að eins, að þetta hafi
staðið fyrir framgangi stjórnarbótar vorrar,
það hefur líka flækt svo hugmyndir sjálfra
vor um málið, að sumir vilja nú jafnvel fyrir
hvern mun fá því framgengt með stjórnar-
skrárbreyting, sem þeir sjálfir segja, aS standi
berum orS\im í þeirri stjórnarskrá, sem vjer
höfum.
Það er ekki lítið við það unnið, aS mönn-
um takist að greiða úr þeirri flækju, að vjer
lærum að heimta stjórnarskrárbreyting þá aS
eins, er hún er óhjákvæmileg til þess að fá
óskum vorum framgengt. Það er hvorttveggja
að ætlazt er til þess, að stjórnarskráin sje
þyngri í vögunum til breytinga en önnur lög-
gjöf, enda er hún þaS líka.
Baráttan um stjórnarskrárbreytingar-frum-
varpið, sem þingið hefir með höndum um
þessar mundir, ætti að verða oss heilstisam-
legur lærdómur í þessu efni.
Því aS það hefir þann mikla kost, að þar
er ekki farið fram á neitt annað en það, sem
að eins getur fengizt með stjórnarskrárbreyt-
ingu.
En svo fer það lxka fram á allar þær breyt-
ingar á stjórnarskránni, sem þjóðinni er
nokkurt áhugamál að fá.
Margsinnis hefir verið á það bent -— og nú
síðast í upphafi þessarar greinar —, hverjar
stjórnari)ótarkröfur vorar eru ófengnar, þó að
þeim breytingum verði framgcngt, sem nú er
um að ræða. ÞaS er aðskilnaSur sjermála
mála vorra frá ríkisráSinu, búseta ráðgjafans
lxjer á landi og landsdómurinn. Landstjórann
teljum vjer ekkf með, því að óhætt mun að
fullyrða, að þjóðin er honum afhuga að sinni.
Til einskis af því, er á vántar í frumvarpi
dr. Valtýs Huðmundssonar, þurfum vjer stjórn-
arskrárbreytingu. Til þess að vjer losnum
við ríkisráðið, þarf ekki einu sinni neina laga-
breyting; þá lausn fáum vjer, hvenær sem
oss tekst að sannfæra ríkisráðið danska um
það, að vjer eigum heimting á henni. Stjórn-
arskráin kveður ekkert á um þaS, hvar ráð-
gjafinn skuli búsettur. Og landsdóminn get-
um vjer fengið með ráðgjafaábyrgðarlögum,
sem stjórnarskráin sjálf gerir ráð fyrir að
vjer fáum með einfaldri löggjöf.
Þvx' fer þess vegna svo fjarri, að um lítið
sje að ræða, þar sem frumvarp þetta er og
tilboð stjórnarinnar, að með því er allt fengið,
sem vjer þurfum að fá inn í stjórnarskrá
vora. Hitterannað mál, að vjer eigum eptir
að fá ýmsar breytingar á stjórnarliögum voi'-
um, þó að samkomulag náist vxm þessar
stjórnarskrárbreytingar — getur enda vel verið,
að vjer þurfum víðtækari tilbreytni, en vjer
nxí höfum gert oss grein fyrir. Það kemur
ekki í Ijós fyrr en með reynslunni.
En það eitt xit af fyrir sig, að geta hætt
að deila um stjórnarskrána sjálfa, er mikill
ávinningur. Það er ef til vill aðal-kosturinn
við frumvarpið, að það bindur enda á þá deilu
— að minnsta kosti um langan tíma —, ef
það fær framgang. Og mótspyrnau, sem
frumvarpið hefir fengiS á þinginu, hlýtur að
stafa af því öðru framar, að þingmönnum
hefir ekki skilizt sá kostur þess, — enda þótt
hann ætti að liggja hverjum skynsömum manni
í augum uppi.
Botnvörpuyeiöamáliö.
Nú er commodore Atkinson kominn til
Reykjavíkur. Það er kunnugt, bversu þessi út-
lendi höfðingi hefur stutt mál vort erlendis
móti botnvörpuveiðurunum ensku, og á hann
vorar innilegustu þakkir skilið fyrir það. Hann
var hjer í fyrra, og kynnti sjer þá yfirgang
þann, er landar hans, botnverpingarnir, sýndu
hjer af sjer, og síðan hefir hann, bæSi gagn-
vart hinni ensku stjórn, sem og í útlendum
blöðum, stutt málstaö vorn af alefli. Hann er
maður í hárri stöðu, og hefir auk þess sjálf-
ur sjeð aðfarir botnverpinga hjer; híinn hefir
því í máli þessu ekki talað eptir annara sögu-
sögn, heldur eptir því, sem hann sjálfur hef-
ir veriö sjónarvottur að; enda hefir hin
enska stjórn ljeð eyra tillögum hans, og er
það henni að þakka, að hann nú kemur til
vor, útbúinn með heimild frá stjórn sinni, til
að semja við oss, alþingi vort, um lög gegn
botnverpingunum.
Mælt er, að enginn vegur sje til, xið vjer
fáum Faxaflóa alveg friðaðan, heldur að eins
innan línunnar frá Ylunýpu á Hjörsey, en að
hann (hr. Atkinson) hafi heimild til að semja
við alþingi um, að innan áminnstrar línu skuli
botnverpingum bannað að veiða, gegn þeirri í-
vilnan, að þeir megi það óáreittir, þótt inn-
an landhelgi (3/4 mílu) sje, á vissu svæði fyr-
ir suöurströnd landsins. Þeir, sem þessi ívxln-
an kynni að vaxa í augum, ættu að gæta að
tvennu: því, að þeir, sem þar búa strandleng-
is, eru tiltölulega fáir, og reka fiskiveiðar að
litlu skapi, en einkum því, að þótt vjer ekki
vildum til vinna, að veita þessa tilslökun, þá
taka botnverpingar sjer hana samt, og spyrja
ekki leyfis, því á því langa svæði er allsend-
is ómögulegt, nema með mörgum herskipum,
að gæta landhelgislínunnar fyrir þeim. Til-
slökunin er því að eins í orði kveðnu, en í
rauninni alls engin.
Þá er að geta sjálfrar lxnunnar. An efa
væri hana og yrði hana að vera svo að skilja,
aS hún nái ekki í land á hvorugum staðnum,
heldur sjeu endapunktar hennar 3/4 mílu frá
Ýlunýpu og s/4 mílu frá Hjörsey; með öðrum
orðum, hvað Garðsjó snertir, að þeir megi ekki
koma nær Nýpunni en í ®/4 mílu fjarska, og
hvergi nær landi fyrir utan hana en í 3/4 mílu
fjarlægð. Haft er eptir botnverpingum, að ef
þeir megi ekki koma nær landi en þetta í
Garðsjó, og ekki innar í flóann, en að þessu
takmarki, þá sje okkur bezt að eiga flóann,
og að þeir þá eigi hingaö lítið erindi til flat-
fiskis.
Að svona löguðum samningi er rnælt að hr.
commodore Atkinson megi ganga. Auðvitað
væri það betra, að fá flóann friðaðan frá
Garðskaga á Snæfellsnes, en það fæst ekki.
Hin línan fæst, ef við viljum, ef alþingi vort
vill ganga að henni, semja lög í þá átt, og
frelsa oss þó að svona afarmiklu leyti frá
þessum illu gestum.
Auðvitað gengur nokkur tími í það að fá
samþykki ensku og dönsku stjórnarinnar til
laga þeirra, er alþingi vort semdi í þessa átt,
en mælt er, að eigi sje lokn fyrir það skotið,
að bráðabirgða-samningur um þessa línu fá-
ist þegar að ári, ef alþingi samþykkir málið
og semur um það lög.
Það er nú lagt í lófa alþingis að Ijetta af
oss að miklu leyti ófögnuði þeim, sem vjer
höfum átt við aS fcúa af hálfu botnverpinganna
nú hin síðustu ár. Sleppi þaS nxx tækifærinu,
þá er óvíst, hvenær það býðst aptur, et' það
verður nokkurn tíma.
Hjer um bil l/o krónutali af öllum út-
fluttum vörum frá Islandi hefir hin undan-
gengnu ár veriö frá Faxaflóa. Hjer er því
um ekkert smáræði að tefla. En því meiri er
ábyrgðin, sem á alþingi hvílir, þegar um heppi-
leg afdrif botuvörpuveiðamálsins er að ræða, og
það fær málið í hendur til úrslita.
Hafnarfirði, 18. júlí 1897.
p. Egilsson.
Útlendar frjettir.
Þær berast mjög fáar. Sama þófið í frið-
arsamningunum milli ^Jrikkja og Tyrkja.
Soldán mjög örðugur, stórveldin ekki ófús á
að láta haun fá sneið nokkra af Þessalíu, sem
að mestu er fjöll og óbyggðir, en þó nokkiu
grísk þorp þar. En svo er í ráði að flytja
fólkiö úr þeim, svo að það komist ekki undii
yfirráð Tyrkjii. En soldán er enn ófáanlegur
til þess að' ganga að þessu boði, vill fá alla
Þessalíu suður að Peneus, þar á meðal 'L’empé-
dalinn, sem er einkar frjósamt hjerað og sjálfa
Larissu, höfuðstað Þessalíu. Fullyrt, að stór-
veldin muni aldrei að þeim kröfum ganga og
jafuvel gefið í skyn, aS sum þeirra muni vera
orðin til muna þreytt á þráa soldáns.
Gufuskip enskt, »Aden«, sem fór milli
Lundúna og Kína og Japans, strandaði við
eyna Socotra í Indlandshafi. Þar fórust 78
manns, þar á meöal allir foringjarnir á skipinu.
Verkfall mikið á Englandi, 10,000—50,000
vjelstjóra hættu vinnu, höfðu heimtað að
þurfa ekki að vinna lengur en 8 klukkustundir
á dag, en verið neitað. Fjöldi verkmanna
misst viunu út lír þeirrri deilu.
Járnbrautarslys í Danmörku.
Þar varð stórkostlegt jái'nbrautarslys 11. þ.
mán., eptir að póstskip var lagt af stað þaðan
hingað, og því að eins komin hraSfrjett um
það til enskra blaða. ÞaS gerðist í smábænum
Gentofte, skammt fyrir norðan Kaupmanna-
höfn, á brautarstöðinni þar. Kom hraðlest
norðan frá Helsingjaeyri á leið til Khafnar
með fullri ferö og sendist á aSra járnbrautar-
lest, er þar var fyrir að búa sig á staS, full
af fólki, og muldi margt vagnanna mjölinu
smærra, en banaði þegar um 40 manna, en
um 100 stórmeiddust, þar af (aðrir) 40 til
bana, eða ljetust á næsta dægri. Fáeinir
menn voru nafngreindir í enskum blöðum;
meðal þeirra, er urðu fyrir þessu voðaslysi,