Ísafold - 21.07.1897, Qupperneq 3
203
og er oinn þeirra skáldiö Sophus Michaelis
og kona hans, en eigi greint, hvort þau voru
meðal hinna dánu eða særðu.
Þetta er hið fyrsta og eina verulegt
járnbrautarslys, sem orðið hefir í Danmörku,
þá hálfa öld, sem liðin er síðan þar var lögð
hin fyrsta járnbraut, milli Kaupmamiahafnar
og Hróarskeldu (1847).
Alþingi.
Lög frá alþingi.
Þessi 6 frumvörp eni nú fullrædd orðin og
samþykkt af báðum deildum alþingis, og af-
greidd frá því sem lög, til konungsstaðfest-
ingar.
1.
Um að sýslunefninni í Arnessýslu veitist
heimild til að verja allt að 12,000 kr. úr
sýsluvegasjóði til flutningabrautar.
Sýslunefndinni í Arnessýslu veitist heimild til
að verja allt að 12,000 kr. af sýsluvegagjaldi
sýslnnnar til flutningabrautar frá Eyrarbarbakka
upp Arnessýslu (lög 13. apr. 1894, 3. gr. nr. 5).
2.
Um kjörgengi kvenna.
Ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyr-
ir búi, eða á einlivern hátt eiga með sig sjálfar,
skulu hafa kjörgengi, þegar kjósa á í hreppsnefnd,
sýslunefnd, hæjarstjórn, sóknarnefnd og safnaðar-
fulltrúa, ef þær fullnægja öllum þeim skilyrðum,
sem lög ákveða fyrir þesssum rjettindum, að því
er karlmenn snertir.
3.
Um heimild til að ferma og afferma skip
á helgidögum þjóðkirkjunnar.
Heimilt er að ferma og afferma skip á helgi-
dögum þjóðkirkjunnar, en þó eigi á kirkjustöð-
um, meðan á messugjörð stendur, nema hrýn
nauðsyn sje til.
4.
Um stcekkunverzlunarlóðarinnar á Eskifirði.
Land það, er reisa má á verzlunarhús á Eski-
firði, skal stækkað um svæðið milli Snæhvamms-
læks og Garðhúslæks, frá hinni núverandi verzl-
unarlóð 100 faðma á land upp, og um ströndina
frá hinni núverandi verzlunarlóð út að svo kall-
aðri Mjóeyri, 70 faðma á land upp frá stórstraums-
flóði.
5.
Um uppreisn á æru án konungsúrskurðar.
1. gr. Hafi manni verið hegnt eptir dómi fyr-
ir verknað, er svívirðilegur er að almennings áliti,
og hafi hegningin verið á lögð fyrir slík hrot
framið í fyrsta sinn, og eigi verið meiri en fang-
elsi við vatn og brauð, þá öðlast hann að fullum
10 árum liðnum, frá þvi hegningardómur var upp-
kveðinn, aptur öll þau rjettindi, er fást með upp-
reist á æru samkvæmt tilskipun 12. marz 1870,
enda hafi hann dvalið allan þann tíma á islandi
og eigi verið ákærður aptur eða honum hegnt
fyrir sams komar brot.
2. gr. Sá er uppreist fær æru sinnar samkvæmt
lögnm þessum, á heimting á, að fá um það skrif-
legt vottorð hjá lögreglustjóra í þvi lögsagnar-
umdæmi, er hann dvelur í,
6.
Um undirbúning verðlagsskrda.
1. gr. Prestur og formaður skattanefndar og
þriðji maður, er hreppsnefnd eða hæjarstjórn kýs
á ári hverju, skulu í hreppi hverjum eða hæjar-
fjelagi í samvinnu ár livert í októbermánaðarlok
semja skýrslu um verðlag á búpeningi þeim og
innlendum vörutegundum, sem venja er að telja
til verðlagsskráa, eptir því peningagangverði, sem
þeim er kunnugt um innan þess hrepps eða bæj-
arfjelags á næstliðnu ári frá 1. október til jafn-
lengdar. — Sjeu fleiri en einn prestur í hreppn-
llm, ákveða stiptsyfirvöldin, hver þeirra skuli vera
' nefndinni. Eormaður skattanefndarinnar er einn-
‘S formaður þessarar nefndar.
Nú er einhver tegund landaura, sem hefir ekki
gengið kaupum nje sölum mót peningum það ár
i hreppnum eða bæjarfjelaginu, þótt hún sje þar
til og gangi þar ella venjulega kaupum og söl-
um, og má þá setja það verð á þessa vöruteg-
und, er semjendum verðlagsskýrslunnar kemur
saman um að muni vera hæfilegt, með tilliti til
þess, hvað sú eða samskonar vörutegund hefir
gengið kaupum eða sölum i næstu sveitum eða
verzlunarstað. Nú hefir einhver vörutegund að
visu verið seld eða keypt fyrir peninga, en með
óvanalega lágu eða háu verði, sem sjerstakar á-
stæður liafa vaklið, skal þá ekki leggja það verð
til grundvallar fyrir samningu verðlagsskýrslunn-
ar. Nú geta semjendur ekki orðið á eitt sáttir
um verðlagið, og skal þá meðaltal ráða. Skýrsla
þessi, undirskrifuð af öllum semjendum, skal lögð
fram til sýnis á hentugum stað í hreppnum eða
bæjarfjelaginu i tvær vikur.
2. gr. Yerðlagsskýrsiur hreppa og hæjarfjelaga
skulu sendar hlutaðeigandi sýslumanni fyrir lok
nóvemhermánaðar ár hvert, en sýslumaður ssmur
eptir þeim eina aðalskýrslu fyrir hjerað hvert, og
sendir hana með tilheyrandi fylgiskjölum til
stiptsyfirvaldanna, en stiptsyfirvöldin staðfesta
verðlagsskrá fyrir hvert hjerað, og annast um
prentun hennar og birtingu. Kostnaður við prent-
unina greiðist úr landssjóði Nú er eigi verðlag
sett á einhverja vörutegnnd i tveim þriðjungum
skýrslna þeirra, er til sýslumanns koma, og skal
þá eigi verð lagt á þá vörutegund i aðalskýrslu
þeirri, er sýslumaður semur.
3. gr. Verðlagsskrá gildir frá 16. degi maí-
mánaðar næsta eptir að hún er staðfest til jafn-
lengdar næsta ár, og skal birta hana á manntals-
þingum vor það, er hún gengur i gildi.
4. gr. Numin eru úr gildi ákvæði þau í kon-
ungsúrskurði 16. júli 1817, er koma í hága við
lög þessi, og konungsúrskurður 2. marz 1853.
Skrifbók með forskriptum eru þeir að
gefa út skólastjórarnir, Jón Þórarinsson og Mor-
ten Hansen, samkvæmt nýjustu skriptarkennslu-
reglum, bein stryk fyrst, og drættirnir svo smátt
og smátt örðugari. Tvö hepti eru komin og von
á þvi þriðja. I 1. heptinu er stafrofið að eins,
litlir stafir og upphafsstafir; í 2. hepti eru ein-
stök orð fyrst og svo samfast mál. Stafagerð-
in er falleg. Bókin ætti að notast til skriptar-
kennslu um land allt. Það er sýnilega mikill
munur að læra skrifa eptir henni, eða meira og
minna ljelega skrifuðum forskriptum, að vjer ekki
tölum um börn, sem nota verða forskriptir margra
kennara með svo og svo mismunandi handlagi-
Og hún hefir þann kost umfram útlendar skrif-
hækur, að orðin eru á islenzku, svo að börnin
geta gert sjer grein fyrir því, sem þau eru að
skrifa, en verðmunur svo.örlítill, að engan dregur,
ótrúlega litill, þegar þess er gætt, hve margfalt
meira selst af slíkum bókum erlendis en hjer.
Herskipaflotadeildin enska, sem von var
á hingað, kom laugardaginn 17. þ. mán., þrjú
skipin af fjórum, og fór hið 4. til Seyðisfjarðar,
en er væntanlegt þaðan hingað nú um helgina.
Þetta eru sömu skipin sem i fyrra: Active, Ca-
lypso, Champion og Vol&ge, en foringjar aðrir^
nema yfirforinginn, hinn góðkunni Islandsvinur
commondore Afkinson. Þessi 3 skip, sem nú eru
hjer stödd, ætla til Vestfjarða (Isafjarðar) á föstu-
daginn 23. þ. mán., en koma aptur 3. ágúst og
standa þá við hjer vikutíma.
Gufuskipið C. F. Grove, kapt. Bloch, kom
hingað 19. þ. mán. frá Khöfn með vitana eða á-
höldin öll til þeirra, vitanna hjer, á Gróttu og
Gfarðskaga. Það er vitastjórnin danska, sem skip-
ið sendir, og kom skólastjóri Markús E. Bjarna-
son með skipinu og leiðbeinir vitaverkfræðingun-
um við starf þeirra hjer.
Póstskipið Laura (Christiansen) kom í gær-
kveldi frá Khöfn, og með henni allmargir farþeg-
ar, enskir, danskir og þýzkir.
Dr. H. Krabbe, prófessor við landbúnaðar-
háskólann í Khöfn og kona hans frú Kristín (Jóns-
dóttir Gruðmundssonar) kom hingað með Laura, og
með þeim yngsti sonur þeirra, Knud. Eru 26 ár
siðan þau hafa hingað komið.
Dr. Petrus Beyer, stórmeistari Oddfellow-
reglunnar i Danmörku, er ætlar að reisa hjer holds-
veikraspítala og gefa landinu, kom einnig með
þessu skipi, og með konum húsgerðarfræðingur,
Thuren. Er erindi þeirra að velja hjer spitala-
stæði, og undirbúa spitalabygginguna, semja við
þingið um skilyrðin fyrir hinni stórköfðinglegu
gjöf, er þeir hafa oss að fæia, m. m. Þeir dvelja
hjer um hálfan mánuð, hugsa hálfvegis að bregða
sjer til Þingvalla og Geysis, ef timi og hentug-
leikar leyfa. — Aðrir eins nytsemdargestir, rek-
andi erindi fölskvalausrar bróðurástar og fram-
kvæmdarmikillar líknsemi, eiga að vonum vísar
þær alúðarviðtökur vor á meðal, sem vjer getum
framast í tje látið.
Daniel Bruun, lautinant og fornmenjafræð-
ingur, er hjer var á ferð i hitt eð fyrra og átti
ýmislegt við fornmenjarannsóknir, er og kominn
nú með þessu póstskipi i likum erindum
Mrs. Disney Leith frá Skotlandi, er hjer
hefir verið á ferð margsinnis áður og lijer er mjög
svo góðkunn, var ein meðal farþega á póstskipinu
hingað í gærkveldi, ásamt annari hefðarkonu
skozkri til föruneytis.
Embættispróf í lögum við Khafnarháskólann
lauk í f. mán. Marino Hafstein (sonur amtm.
sál. J. P. Hafstein) með I. einkunn.
Dagskrár-kobbinn. Hjer með lýsi jeg þvi
yfir, að ummæli þau, sem höfð eru bæði eptir
mjer og honum sjálíum við mig í Dagskrá II, 16
(19. þ. m.) eru tómur skáldskapur. Ritstjórinn
mætti mjer á götu 17. þ. m. á leið minni á þing-
fund og óskaði viðtals af mjer, sem hann gceti
sett í blaðiti, en jeg þverneitaði að verða við
óskum hans
21./7. 1897.
Valtýr Guðmundsson.
Islendingadagurimi 2. ágúst.
I. Kappreiöar
byrja á Skildinganesmelunum kl. 8'/s f. h. Fyr-
ir stðkk verða gefin þrenn verðlaun, 50 kr.
SO kr. og 20 kr. Fyrir skeið sömuleiðis 3 verð-
laun, 50 kr., 30 kr. og 20 kr.
Dómarar: Landshöfðingi Magnús Stephen-
sen, háyfirdómari L. E. Sveinbjörnsson, alþing-
maður Jón Þórarinsson.
Þeir sem vilja taka þátt í kappreiðinni verða
að skrifa sig, hestinn, sem á að reyna, og í
hverju hlaupinu hann á að taka þátt, hjá verzl-
unarmanni Helga Zoega i Reykjavík, ekki síðar
en 31. júlí.
II. Glímur
verða haldnar á samkomustaðnum sjálfum kl. 3
e. m. Yerðlaunin eru fern eða 60 kr., 40 kr.,
30 kr. og 20 kr.
Dómarar: Alþingismaður sira Sigurður
Guunarsson, stórkaupmaður Jón Vídalín, alþing-
ismaður síra Einar Jónsson.
Þeir, sem vilja taka þátt i glimunum, verða að
láta skrifa sig hjá verzlunarmanni Benidikt Jóns-
syni (hjá Fischer), ekki síðSr en 31. júli.
Kvöldið 1. ágúst verður haldinn prófglíma og
getur nefndin þá dregið út af listanum þá,
sem kynnu að glima lakast.
Auglýsingar um kapphlaup koma siðar.
I umboði aðal-nefndarinnar.
Reykjavík 21. júlí 1897.
Bjarni Jónsson. Einar Hjörleifsson.
Indriði Einarsson.
Tapazt hefir regnkápa á veginum frá
Hólmi til Árbæjar. Finnandi skili á afgreiðsl-
ustofu Isafoldar. .