Ísafold - 31.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.í viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr.,eriendis 5 kr.eða
l‘/« doil.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXIV árg.
Reykjavík, laugardaginn 31- júlí 1897-
54. blað.
Leyndarmálið.
Jafnþagmælskir menn og þeir þingmenn
vorir, sem fyrir hvern mun vilja halda fram
ríkisráðsfleygnum í stjórnarskrárbreytingar-
frumvarpinu, eru ekki á hverri þúfu. Það er
vafasamt, hvort þeir eru í hverju landi.
Flestum í þeirra sporum mundi finnast þeir
þurfa að tala—að þeir mættu með engu móti
láta sjer nægja að flytja einhvern vaöal út í
loptið, heldur væri skylt aS gera grein fyrir
ástæðum sínum röksamlega og vandlega.
Þeir taka upp alveg nýja stefnu, aðferð,
eða hvað menn nú vilja kalla það, í stjórnar-
bótarmálinu. Þeir falla, að sinni, frá mikil-
vægum stjórnarbótarkröfum sínum, láta þær
til bráðabirgða liggja milli hluta. Þeir segj-
ast gera þaö sárnauöugir — en þeir gera það
samt.
I hverju skyni?
Auðvitað í því skyni að eins, að leita sam-
komulags við stjórnina. Ekki gera mennirn-
ir það að gamni sínu, að sleppa, þótt ekki
sje nema um stundarsakir, mikilvægum stjórn-
arbótarkröfum þjóðarinnar.
Til samkomulags hlýtur það að vera gert.
Og svo leita þeir samkomulags við stjórn-
ina á þann hátt, að setja inn í frnmvarp sitt
ákvæði, sem hvert einasta mannsbarn veit, að
stjórnin gengur ekki að og verður öllum samn-
ingum og allri stjórnarbót að falli — ákvæði,
sem vjer þar að auki getum alveg eins hald-
ið fram við stjórnina án nokkurrar stjórnar-
skrárbreytingar !
Hvers vegna gera mennirnir þetta ? Hvers
vegna halda þeir ekki þessu ákvæði utan við
stjórnarskrárbreytingarnar ? Hvers vegna gera
þeir sína eigin stefnubreyting allsendis ónýta
og árangurslausa?
Það er leyndarmálið.
Að því er næst verður komizt, trúa þeir
ekki nokkrum lifandi manni fyrir því. Að
minnsta kosti hafa þeir hingað til farið með
ástæður sínar fyrir þessu kynlega háttalagi
eins og manns morð. Hvernig sem leitað er
í ræðunum, sem þeir hafa cnn haldið á þing-
inu, mun enginn maður sjá bóla á nokkurri
ástæðu fyrir því, að fara svona að ráði sínu.
Ástæðunum móti háttalagi þeirra er raðað
fyrir framan þá dag eptir dag á þinginu,
viku eptir viku í blöðunum. Svo eru þeir
spurðir, hvaða ástæður þeir hafi nú fram að
færa. Menn sárbæna þá um að gera að minnsta
kosti sjálfum sjer þann greiða, að gera grein
fyrir því, hvers vegna þeir sjeu að spilla fyr-
•r sinni eigin stjórnarbótarviðleitni.
Freistandi má það vera fyrir þá að rjúfa
þögnina. Það hlýtur að vera í meira lagi
þreytandi fyrir jafn-vitra og merka menn, að
standa svona frammi fyrir augum almennings
eins og ráðleysingjar, sem eru að keppast við
að ausa bátinn, en hella sífellt austrinumjafn-
harðan ofan í hann aptur. Það fer ekki hjá
því, að þeir brenni í skinninu eptir að gera
mönnum skiljanlegar þær djúpviturlegu og
torsæju ástæður, sem stjórna gerðum þeirra.
En svona eru þeir þagmælskir, að þeir
stilla sig. Ástæðurnar eru nú einu sinni
leyndarmál. Vjer spáum því helzt, að þær
komi aldrei fyrir manna sjónir í þessu lífi, að
þeir láti jarða þær með sjer í þeirri von, að
þær rísi upp með þeim á dómsdegi.
Það er auðvitað ekkert annað að því en
þetta, að mönnum þykir svo langt að bíða
dómsdags. Það er svo hætt við, að þegar
menn fara að sannfærast um, að þeir þurfi
að bíða svona lengi eptir ástæðunum, þá fari
þeir að halda, að þær sjeu í raun og veru
ekki til.
Rannsóknarferð
dr. þorv. Thoroddsen
um landskjalftasvæöið.
Hann er nýkominn hingað aptur, eptir 3
vikna ferðalag í þ. mán. um landskjálftasvæð-
ið það í fyrra, auk þess sem hann varði áðnr
síðustu vikunni rúml. af f. mán. til þess að ferð-
ast um næstu sveitirnar, Ölfus og Grafning.
Erindið var, að kynna sjer jarðfræðislegt
ásigkomulag þessa svæðis, Suðurlandsundir-
lendisins, og um leið safna sem fullkomnust-
um skýrslum um landskjálftana í fyrra. Með-
al annars lagði haun drög fyrir hjá öllum
prestum á landskjálftasvæðinunákvæmarskýrsl-
ur um bæjahrun og aðrar skemmdir, og er
mikil von um góðan árangur af því. Sfðan
hefir hann í áformi, að skrásetja ýtarlega að-
alskýrslu eða lýsingu á landskjálftunum 1896,
bæði sögulega og jarðfræðislega.
Eptirfarandi línur eru ágrip af munnlegri
frásögn dr. Þ. Th. við ritstj. blaðs þessa.
Flins og tekið var fram greinilega íísafoldund-
ireinsífyrra, stafa stór AosíZegrirlandskjálftar jafn-
an ekki að eldgosum, heldur allt öðru,— segir
dr. Þ. Th. Jarðfræðingar eru samkvæmt nýj-
ustu og beztu rannsóknum samdóma um, að
orsökin sje samdráttur jarðarskorpunnar, af
því, að hún er að smákólna; en yfirleitt nem-
ur þessi samdráttur ekki meiru en svo, að
líða þarf svo tugum þúsunda ára skiptir til
þess, að þess sjáist veruleg verksummerki. Við
þenna samdrátt koma stórir og smáir brestir
í jarðarskorpuna, en sjást sjaldnast á yfirborði
hennar. Mest kveður að þeim meðfram stór-
um fjallgörðum eða þar sem kemur saman
hálendi og láglendi, og er landskjálftinn eigi
annað en hristingur af því, að jarðspildur
hreifast á tilteknum brotflötum. Til þess að
valda miklum hristingi og stórskemmdum,
þarf ekki nema að oinhver landspilda í jarð-
skorpunni sígi nokkra þumlunga. Þar sem
þannig er háttað landslagi og brestir eru fyr-
ir í jörðu, er jafnan landskjálftahætt, þó að
langt geti liðið á milli, stundum heilar aldir.
Á sjálfum landspildunum, sem síga, koma
kippirnir snögglegu, eins og bylur skelli á
húsi, beiut að neðan, en ölduhreifingin dreyfist
út þaðan alla vega í yfirborði jarðarinnar frá
hinu signa petti, og eru öldurnar krappastar í
námunda við það.
Aðallandskjálftinn 26. ágúst f. á. um kveld-
ið var á landspildunni frá Árgilsstaðafjalli í
Hvolhreppi norður að Kálfá í Gnúpverjahreppi,
upp að Búrfelli við Þjórsárdal og niður í Holt-
in austanverð. Morguninn eptir um dagmála-
skeið hristist sama spildan, og þar að auki
ræman milli Kálfár og Minni-Laxár í Hruna-
mannahreppi, l'/2 míla á breidd. Á öllu þessu
svæði er móberg aðalefni í jörðu. En undir
Holtum vestanverðum og efri hluta Flóans er
aðalefnið blágrýti, og mun það hafa staðið
nokkuð fyrir, að mikill hristingur kæmi á það
svæði þá þegar; það beið þangað til 5. sept-
ember um kveldið. Þá varð, svo sem kunnugt
er, landskjálftinn mestur um Holtin vestan-
verð, Skeið og Flóa, litla skák af Grimsnes-
inu austanverðu, í Tungunum neðantil og á
neðstu bæjunum í Grafningi.
En þá um nóttina sömu kl. 2 fór síðasta
spildan af stað. Það var Ölfusið.
Þá var ekki eptir af öllu Suðurlandsundir-
lendinu, að strandlengjunni fráskilinni, nema
Grímsnesið vestanvert og Þingvallasveitin, og
eru öll líkindi til, að það hafi verið sú spild-
an, sem mest hristist 10. september. Þá var
allt upp unnið hjer um bil; og er það
mjög eptirtektavert, að alla tíð áður, er sögur
fara af, hefir landskjálftahreyfingin á Suður-
landsundirlendinu hagað sjer á þenna sama
hátt; hún hefir hafizt á Rangárvöllum og
Landi, og henni hefir lyktað í Ölfusi og Þing-
vallasveit.
Allt Suðurlandsundirlendið ofanvert er sígið
land, en í afmörkuðum spildum, með mis-
munandi aðalefni í jarðskorpunni, m. m.
Hvað hristingufinn hefir orðið misharður á