Ísafold - 31.07.1897, Blaðsíða 2
214
ymsum stöðum (bæjum), þar sem jafnvel ör-
skammt er á milli, orsakast af því, hve mis-
jöfn fyrirstaðan er fyrir landskjálftaöldunni
eptir því, hvernig þar er háttað undir í jörðu
að efni og gerð. Herra Þ. Th. gerir sjervon
um, að hann muni geta, að fengnum öllum
skýrslum, gert nokkurn veginn glöggva grein
fyrir, hvernig af stenzt um landskjálfta þessa
og ásigkomulag jarðvegarins eða jarðskorp-
unnar á hverj u petti þessa svæðis.
Herra Þ. Th. fannst mikið um landspjöil
þau, er orðið höfðu einkum á Landi og Skeið-
um, og nokkur á Rangárvöllum og í Holtum;
ætlar að þau muni verða tilfinnanlegri og
þeirra sjást lengur verulegar menjar, en menn
ímynduðu sjer í fyrstu.
Frá alþingi.
Stjórnarskrárbreytingarnar
voru ræddur á svo að segja tveim heilum
fundum í neðri deild á miðvikudaginn. Nær
því allar umræðurnar voru um 1. gr. nefnd-
arírumvarpsins, ákvæðið um, að sjermál vor
skuli ekki borin upp í ríkisráðinu, aðeins fáein
orð sögð um hinar breytingarnar, og göngum
vjer fram hjá þeim að mestu, Auk þess urðu
og nokkrar umræður um dansk-íslenzku nefnd-
ina, sem áður hefir verið minnzt á hjer í
blaðinu.
Guðl. Guðmundsson var'ð fyrstur til að ympra
á mótbárum gegn nefndarfrumvarpinu, taldi ekki
að sjálfsögðu óhjákvæmilegt að samþykkja 1. gr.,
með þvi að ákvæði hennar væri þegar í stjórnar-
skránni; ekkert væri viðurkennt af vorri hálfu í
þá átt að mál vjr ættu að ' erast upp í rikisráð-
inu, þó að vjer beygðum oss fyrir ofbeldinu, en
að hinu leytinu gætum vjer mótmælt skilningi og
atferli stjórnarinnar í því efni á annan hátt en
þann að setja þetta ákvæði inn.
Valtý Guðmundssyni þótti ósamkvæmni í atferli
meiri hluta nefndarinnar. Að öðru leytinu lýsti hann
yfir því, að fyrir sjer vekti samkomulag við stjórn-
ina; að hinu leytinu setti hann inn i frv. sitt á-
kvæði, sem engin von væri nm að stjórnin gengi
að. Þá væri nær að segja: »Þetta er nú okkar
grundvöllur, hvað sem stjórninni liður; vilji hún
ekki aðhyllast hann, þá viljum við enga samn-
inga«. (Ben. Sv.: Af hverju veit þingm., að
stjórnin gangi ekki að þessu?). Það veit jeg af
brjefi ráðgjafans til landshöfðingja og yfirlýsing
stjórnarfulltrúans hjer i deildinni. — Framsögum.
sagði við 1. umræðu, að þetta væri eini vegurinn
til þess að fá útkljáða deiluna um sjermál vor og
rikisráðið. En þetta er enginn vegur til þess, því
að synji stjórnin frv. staðfestingar, sem hún vit-
anlega gerir, ef þetta ákvæði er sett inn, þá er
veginum lokað. Arangurinn verður fremur sá, ef
vjer förum að gera þessa breytingu, að svo verð-
ur litið á, sem vjer sjálfir viðurkennum, að laga-
ákvæðin, sem vjer höfum byggt kröfur vorar á,
sjeu ekki nógu skýr. — Það eru til aðrir vegir
til þess að útkljá málið. Einn er sá, að höfða
mál gegn ráðgjafanum; það ætti ekki að vera
nein sjerleg hætta, þar sem vjer erum svo sann-
færðir um, að vjer höfum lögin á vora hlið.
Annar er sá, að heimta stöðugt, á hverju þingi,
með þingsályktunum og ávörpum, að sjermál vor
verði tekin út úr rikisráðinu. Mönnum mun þykja
sá vegur seinfær. En er hann seinfærari en sá
vegur, að heimta þetta með stjórnarskrárbreyt-
ingum? Á stjórnin nokkuð örðugra með að neita
um þær? Nei. Mnnurinn er eingöngu sá, að
með því að tengja þessa kröfu við síjórnarskrár-
breytingarnar, girðum vjer fyrir það, að vjer fá-
um þær miklu umbætur á stjórnarskránni, sem
vjer annars getum fengið. Þriðji vegurinn til að
losa sjermál vor út úr rikisráðinu er sá, að fá
sjerstakan íslenzkan ráðgjafa. Eptir núverandi
tizku á hann að sitja i rikisráðinu og greiða þar
atkvæði um dönsk mál. Svo gæti farið, að það
kæmi sjer illa fyrir Dani og að einmitt þeir yrðu
til þess að hjáipa okkur til að ná honum þaðan.
— Eörnm vjer nú að draga úr kröfunum, en ger-
um það ekki svo, að samkomulag náist, þá vsikj-
nm vjer málstað vorn og berum ekkert úr býtum.
Komist ekki á samningar, er enginn annar vegur
fyrir hendi en að halda hinum fyllstu kröfum
fram. En er það efnilegt að leggja út í aðra
eins baráttu og að undanförnu!1 Nefndin hefur
mótmælalaust tekið samkomulagsveginum. Hvers
vegna þá ekki haga sjer svo, að upp úr þeirri
ráðabreytni verði samkomulag?
Nú fór um stund fram nokkurs konar milli-
leikur.
Dansk-islenzka nefndin
varð umræðuefnið. Það var
Jón Jónsson (frá Múla), sem sveigði talið í
þá átt. Hann kvaðst greiða atkvæði móti frum-
varpinu, hvort sem ákvæðið um ríkisráðið yrði
fellt burt eða látið standa. Skilur ekki, hvað
fyrir meiri hluta nefndarinnar vakir, þar sem
hann þykist vilja samkomulag, en gerir það að
kappsmáli, að þetta ákvæði haldist, enda þótt
menn viti, að stjórnin gangi ekki að þvi. Hefur
enga ástæðu heyrt fyrir því færða að slaka svona
mikið til, en halda jafnframt í slíkt ágreiningsatriði.
Að hinuleytinu þykir konum frv. orðið svo rýrt, ef
þetta ákvæði sje fellt burt, að með engu móti sje
að því gangandi. Sögur hafi um það borizt, að
stjórnin hafi í vetur haft i hyggju að láta nefnd
manna, er saman stæði af dönskum mönnnm og ís-
lenzkum, ræða ágreiningsmálin og leggur að end-
ingu þessar spurningar fyrir landshöfðingja:
1. Er það satt, að vakað hafi fyrir stjórninni
að bjóða þessa nefnd?
2. Hvernig átti henni að verða háttað?
3. Hvað varð henni að falli, og er það satt að
það hafi verið undirtektir þingm. Vestmanney-
inga (V. G.)?
4. Hverjar likur eru til þess, að hún kunni enn
að vera fáanleg?
Landshöfðingi kvað umræðuna um þessa nefnd
hafa farið fram innan luktra dyra, og því væri
ekki við því að búast, að hann gæti gefið full
svör. Að sumu leyti muni og þm. Vestm.eyinga
kunnugra um málið en sjer, og hann geti þá leið-
rjett það sem kunni að verða miður nákvæmt i
frásögunni. Þykist geta sagt með vissu, að kom-
ið hafi til umræðu, að skipuð yrði nefnd manna
til að gera uppástungur um samkomulagsatriðin,
og tilætlunin hafi verið sú, að nefndarmenn yrðu
skipaðir af konungi. Ekki sje sjer ljóst, hve langt
málið hafi komizt, en nokkur vafi hafi á þvi
þótt, að alþingi mundi sinna málinu. Þingm.
Vestm.eyinga muni hafa haft umboð stjórnarinnar
til að leita hófanna hjá þingmönnum. 0g það, að
stjórnin hvarf frá þessu ráði, muni hafa stafað af
þvi, að hún hafi ekki haft traust á því, að þetta
mundi vera að viljá þingsins, og einkum ráðið
það af svörunum, sem þingmenn hafi sent V. Gr.
Ovíst sje, hvort stjórnin vilji nú sinna slíkri beiðni
frá þinginu, því að siðan hafi komið nýtt ráða-
neyti. Skilst þó, sem mestir örðugleikarnir sjeu
i því fólgnir, hver ætti að standast kostnaðinn af
nefndinni, og geti verið, að núverandi ráðaneyti
vilji ekki fara þess á leit við ríkisþingið. Það
hefði því mikla þýðingu, ef alþingi byðist til að
borga sinum fulltrúum úr landssjóði, ef það ann-
ars hallist að þessari aðferð.
Valt. Guðmundsson: Mjer kemur það á óvart,
að þetta mál skuli koma fram hjer, þar sem fyr-
irspurnirnar til þingmanna voru launungarmál, og
einhver hlýtur þvi að hafa brotið gegn því, sem
honum var trúað fyrir. En fyrst málinu hefði
verið hreyft, taldi hann rjett að skýra það. Upp-
ástungan var þannig löguð, að konungur skyldi
skipa menn í nefndina, en alþingi nefna annan
helminginn og ríkisþingið hinn og konungur vera
bundinn við tilnefningar þinganna. Auk þess
átti fyrrver. Islandsráðgjafinn að vera oddamaður
með tvígildu atkvæði. Aðstaðan hefði verið ill
fyrir oss: Þingið hundið við að kjósa menn, sem
fullfærir hefðu verið í danskri tungu, og örðugt
mundi fyrir oss að fá 6 menn, sem væru jafnokar
6 hinna fremstu danskra stjórnmálamanna, og það
þegar umræður færu fram á öðru máli en þeirra
eigin. Svo áttum vjer að verða í ákveðnum
minni hluta. Enn fremur áttum vjer með þessu
að leggja sjermál vor undir aðgerðir ríkisþings-
ins. Ef nokkurn tima hefur átt við að tala um
»uppgjöf«, þá hefði þetta verið það. Úrslitin
hefðu að likindum orðið þau, að Dani hefði
greint á við Islendinga i nefndinni, og þar með
hefði stjórnin sterkan baklijall — allt ríkisþingið.
Hafi hún þótt örðug hingað til, hefði hún að lik-
indum orðið það þar á eptir. Þessum mótbár-
um hafði ræðum. hreyft við stjórnina, ekki talið
liklegt, að þingmenn mundu hallast að þessu ráði
og á sömu skoðun var hann enn. Kvaðst samt
hafa gengið svo langt í samvinnuátt, að lofa að
verða fyrir sitt leyti ekki á móti þessari aðferð,
heldur styðja hana, ef til kæmi; stakk jafnframt
upp á því við stjórnina að fá leyfi hennar til að
bera þetta undir nokkra þingmenn og gerði það
svo, spurðist fyrir hjá nokkrum þingmönnum i
Rvík og viðar um land. Sumir Reykvíkingarnir
voru með nefndinni, aðrir móti henni, og allir
þingmenn í öðrum kjördæmum, sem svöruðu, á
móti. En til þess kom aldrei, að undirtektir þeirra
hefðu nein áhrif; málið var útkljáð áður en
svörin komu, og það fjell á þvi, að einn maður,
sem mikil áhrif hefur hjá stjórninni, var því mót-
fallinn frá byrjun, og svo voru ekki talin nein
likindi til þess, að fjeð, sem áætlað var (20 þús.),
mundi fást. Svo þegar svörin komu frá Islandi,
svaraði stjórnin, að ekki væri til neins að tala
um það frekara; skýrt og skorinort yfir þvi iýst
við ræðumann bæði af ráðgjafa og deildarstjóra,
og sú yfirlýsing hyggur hann að landsh. hafi ver-
ið skrifuð.
Jón Jónsson (frá Múla) taldi likur til að 6
menn mundu hafa getað áorkað meirn en V. G.
einn. Ekki hefði verið þörf á að þeir væru allir
færir i dönsku, því að ekki hefðu þeir allir orð-
ið framsögnmenn. Raunalegt væri, að loku væri
fyrir þetta skotið.
Nú var aptur farið að tala um aðalefni um-
ræðanna, frumvarp nefndarinnar.
Jón Jensson lýsti yfir ánægju sinni út af þvi,
að nefndin hefði aðhyllzt aðalstefnuna i frv. V.
G., þá, að leita samkomulags við stjórnina, eins
og þjóðin hefði skýlaust óskað eptir. En þar
sem samkomulagsleiðin væri nú viðurkennd, yrð-
um vjer að haga oss öðruvisi en að undanförnu,
setja oss vel fyrir sjónir, hvort það, sem vjer gerð-
um, hefði nokkurn árangur. Kvaðst greiða at-
kvæði með þeim atriðum, sem hann viðurkenndi
að væru til bóta og jafnframt væri hugsanlegt að
fengju framgang. Hættan sje ekki heldur mikil,
því að þjóðin eigi kost á að taka í taumana,
þegar til kosninga komi, ef henni lítist svo. En
bvað sem kosningum líði, telji hann skyldu sína,
að halda sinni sannfæring fram. Vjer megum
ekki setja inn nein þau ákvæði, sem girða fyrir
samþykkt stjórnarinnar. Sjerstaklega hefur nefnd-
in sett inn í frv. ákvæðið umríkisráðið með fullri
vissu um, að það mundi verða frv. að falli. Það
veit hún og allir, ekki að eins af þeim yfirlýs-
ingum, sem komið liafa til þessa þings, heldur og
af þeim svörum, sem allt af hafa frá stjórninni
komið. Til hvers er þá að vera að ota þessu
fram nú? Það er ekki til annars en koma í veg
fyrir að framgengt verði þeim umbótum. sem
meðal annars geta orðið til þess að leysaþennan
ríkisráðshnút. Oss er enginn bagi að því, að halda
þessu máli utan við stjórnarskrárbreytinguna, og
vjer slökum ekkert til, þótt vjer látum oss nægja
að skora á stjórnina á annan hátt. Sú kenning
hefði heyrzt, að meðan spurningunni um ríkis-
ráðið væri ekki ráðið til lykta, væru ábyrgðará-
kvæðin einskis nýt. Þetta telur ræðum. algerð-
an misskilning. Þó að stjórnin haldi þeirri venju
sinni, að leggja sjermál vor fyrir ríkisráðið, þá
höfum vjer vissu fyrir því, að ábyrgð ráðgjafans