Ísafold - 04.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.08.1897, Blaðsíða 2
Alþingi. I ægum alda straumi þá á oss röðull skein, var fullt af gleði og glaumi þá glóði ástin hrein. Landvættir landið vörðu og ljetu ekkert ná að beita hatri hörðu og herja landið á. En timinu tók að hreytast og tign og manndáð hvarf, og þjóðin fór að þreytast, og þessum gleymdi arf; þá svefn og doða drungi á dala-vættir sveif, og illur þrauta þungi með þjáning landið hreif. En sól úr svölum öldum með saung og glaumi steig, og dreifði drunga köldum með dýrri frelsis veig; hún vakti drótt úr draumi og dáið fjör og hrós og þrótt með þakkar glaumi við þúsund ára Ijós. Hún vakti vættir nýjar og veitti krapt og þor, með óskir hugar hlýjar að hitta feðra spor; á þingi þær nú sitja með þjóðar ráðin sling; þar aldir aflsins vitja, er ekkert draumaþing. Alþing! þú alltaf heitir vort óskabarnið kært! Landvætta ljúfir reitir, landvarnar vigið skært! Landvættir i þjer lifa, landverðir kúgun mót, sem aðrir ekki hifa og ekki skelfa hót. A þessum dýrðar-degi vjer drottin biðjum nú, hann yfirgefi eigi vort aldna heimabú, og styrki alla yður sem alþings hyggið sal — samheldi, fjör og friður í framtið drottna skal. Ben. Gröndal. Reykjavik. Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Keykjavik. Hún óx um tíu alda hil, naut alls sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lik. — Og þó vor höfn sje opin enn og ennþá vanti knerri og menn vjer vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rik. En þó við Flóann byggðist horg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sjer og svip þeim týndi, er hún her, er hetra að vanta brauj. — Þeir segja að hjer sje hættan mest — og hjerna þróist frónskan verst — og útlend tízka temjist flest og tungan sje i nauð. Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr, að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skin hátt, um strönd og hlíð, skal sjást að bylgjan brotnar hjer — við byggjum nýja sveit og ver, en minnumst þess, sem islenzkt er um alla vora tið. E. B. R æ ð u r n a r. ísland. Ræða Guðl. Guðmundssonar; ágrip. Það er svo yfirgripsmikið og víðtækt um- ræðuefni, sem mjer liefir verið falið að tala um í dag, þar sem er minni fósturjarðarinn- ar, að jeg get að eins minnst á fátt eitt af því, er um það má segja; hins vegar hafa um það efni verið sögð og rituð svo mörg góð og ýtarleg orð, að jeg geri mjer eigi von um að geta fundið nýjar hugmyndir, ný orð tii að lýsa ættjarðarást Islendinga. Jeg vil líta sjerstaklega á hag landsins nú og horfur þess á komandi árum. Hvernig stendur hagur vor nii og hverja von getum vjer gert oss um framtíð landsins? Það er víst, að vonin um betri framtíð,' vaxandi hag- sæld og framfarir lands og þjóðar er einn afl- þátturinn í föðurlandsástinni. »An lifandi vonar er þjóð hver dauð«, og það er víst, að ! vonin um vaxandi framför, trúin á vaxandi I andlegt fjör, á aukið auðmagn og atvinnu í landinu á komandi tíð, sú trú bindur hvern einn fast við landið og þjóðina. Þeir hafa nú verið misjaJnir, dómarnir, sem ættjörðin okkar hefir fengið í þessar stefnur. Allt frá fyrstu landnámstíð, frá dögum þeirra Hrafna-Flóka og Þórólfs smjörs og til vorra daga, hafa dómarnir verið svo hver öðrum | andstæðir, að slíks munu fá dæmi. — Sumir j segja hjer engri mannlegri veru líft, og telja | svo til, að hjer lifi menn hínu vesalasta. lcot- ! ungslífi, andlega og líkamlega, við kulda, sult og örbirgð. »ísland er að blása upp«, and- lega og líkamlega. Þess framtíð er engin. Aðrir segja, að Island sje »bezta landið undir sólunni«, þess auðsuppsprettur ótæmandi, þjóð- in sje andlega og Hkamlega hraustbyggð og að j hún sje einmitt nú að vakna til meðvitundar um, hvers virði það er, landið, sem hún bygg- ir; vjer sjeum nú að byrja nýja tíð, framfarirnar í öllum greinum sjeu öðfluga að vaxa og að j hjer fari í hönd svo stórvaxnar breytingar til hins betra, að vjer meira að segja nú getum eigi gert oss hugmynd um, hvað verða muni jafnvel á næstu árum. Það varðar miklu að reyna að gera sjer það ljóst, á hverjum rökum þessir dómar eru byggð- ir. Undir því er trú vor á framtíðina komin. -— Það er ekki sjaldgæft, þó að það sje reynd- ar nokkuð að »ganga úr móð«, að heyra menn víla og vola og berja sjer yfir apturför lands- ins, kyrrstöðu o. s. frv. Island sje að »blása upp«. Er það í ai.dlegum, kristilegum eða siðferðislegum efnum? Jeg skal bendaáfjöld- ann, sem nú er gefinn út hjer á landi afblöð- , um og fræðandi tímaritum; þau eru sterkur vottur um vaknandi áhuga hjá þjóðinni á því, að fylgja með í öllu því, er andann getur glætt. Vjer eigum fróða og fræga vísinda- menn, og bókagerð fer vaxandi. Áð menntun alþýðu er ísland talið standa mjög framarlega, ef ekki fremst allra Norðurálfulanda, og í þessa stefnu hefir landinu farið mjög fram á sfðustu árum. Að því er kirkjulífið snertir, hafa ver- ið mikið meiri andlegar hreifingar nú á síð- ustu árum en nokkru sinni áður. Jeg skal að eins benda á, að nú koma hjer út 2 kirkju- leg tímarit; fríkirkjuhreifingin er mjög að grípa um sig, og boðar vaxandi trúarfjör á komandi tíð; trúbræður okkar í kristninni — þótt þeir heyri til annari kirkju —, hinir ka- þólsku trúboðsinenn, eru að reisa hjer veglegt guðsþjónustuhús og búast sýnilega til bar- daga með meira afli og alvöru en áður. Þá gefst forvígismöunum þjóðtrúarinnar hjer tæki- færi til, að draga úr slíðrum þau vopn, som nú um margir aldir hafa verið látin ryðga, fyrir þv/, að þeim hefir aldrei þurft að beita. Jeg veit að þau munu reynast eins björt og beitt, eins og þau hafa. áður roynzt, þegar barizt hefir verið með þeim í alvörti. — Jeg skal, í siðferðislegu í áttina, benda á hina miklu bind- indishreifing í landinu, sem er að eins fárra ára gömul, en hefir náð ótrúlega miklu afli; á fjelög, sem eru að myndast í þeim tilgangi að líkna nauðstöddum og fátækum mönnum og framkvæmdir af hálfu hins opinbera í sömu átt, sem allt fer vaxandi og sem er órækur vottur þess, að hinn sanni mannkærleiki er að verða æ aflmeiri þáttur í lífi þjóðarinnar. Nei, í þessar áttir er ísland ekki að »blása upp«. Hjer bryddir allstaðar á vaxaudi fjöri, nýju lífi, sem öruggt má byggja á góðar von- ir um framtíðina. Er það þa efnahagurinn, sem stendur í stað eða er í apturför? Eru það atvinnuvegirnir, verzlunin, eða samgöngurnar, eða allt þetta, sem fer versnandi? Jeg skal taka fyrst verzl- an landsins. 1887 flytjum vjer út vörur fyr- ir um 3 mill. kr., og aðfluttu vörurnar nema 4 mill. kr., og verzlunarmagnið alls þá 7 mill. kr. og þá eru aðfluttu vörurnar 1 mill. hærri. Átta árum síðar, eða 1895, flytjum vjer út vörur fyrir nál. 8 mill. kr. og aðfluttu vör- urnar nema nál. 7 mill. kr., eða verzlunar- magnið samtals nál. 15 mill., það er meir en tvofaldað á þessum 8 árum, og nú er útflutta varan orðin 1 mill. hærri en hin aðflutta. — Þetta er svo berorður, svo órækur vottur um stórvaxna framför, að jeg þarf ekki að eyða að því fleiri orðum. — Þá eru atvinnuvegirn- ir. Sjórinn hefir lengi verið álitinn »gull- kista landsins«, og hvernig höfum vjer nú borið oss eptir þeim auð? Fyrir svo sem 12 —14 árum mun landið allt ekki hafa átt meira en svo sem 40 þilskip, er stunduðu fiskiveiðar. Nú eiga Reykjavík og Seltjaruar- nes eins mörk þilskip og allt landið átti þá, og skipastóll landsins mun hafa fjór-, ef ekki fimm-faldazt á þessum árum, og nú er verið að byrja að nota gufuskip til fiskiveiða. Hjer eru því framfarirnar sýnilega bæði stórstígar og aflmiklar. Viðvíkjandi landbúnaðinum vil jeg minna á híbýlabætur, sem eru stórmiklar hin síðari ár, betri meðferð á fjenaði og vaknandi áhuga á kynbótum, og fremst af öllu vaknandi áhuga á betri jarðrækt og jarðabótum. Nú eru ná- lægt 400 dagsláttur sljettaðar árlega, og fer vaxandi, þar sem það að eins var lítið eitt fyrir svo sem 10—12 árum. — Eitt vil jeg benda á enn, og það er vöxtur kaupstaðanna. 1878 eru luis í Reykjavík virt á 800,000 kr. og í kaupstöðum utan Reykjavíkur á 800,000 kr. Nú mun Reykjavík vera virt á 2y4 mill. kr. og önnur kauptún á nál. 3 mill. kr., eða alls á landinu rúmar 5 mill. kr. — Þessi eign landsins heíir þannig rúmlega þrefaldazt á þessum tíma. — Um samgöngurnar þarf jeg ekki að fjölyrða. Þar eru framfarirnar svo mikilfengar, bæði á sjó og landi, og svo kunn- ar hverju mannsbarni í landinu, að það má fullyrða, að ekkert af okkar framfaramálum er betur á vegi en þær. Þar má segja, að hvert stórvirki hafi rekið annað nú á síðustu árum;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.