Ísafold - 04.08.1897, Blaðsíða 4
Landsgufuskipid Vesta lagði af stað i
fyrri nótt beint til Skotlands og Kaupmannabafn-
ar, með um 30 farþega. Þar á meðal voru þeir
fjelagar Dr. Petrus Beyer og Thuren húsgerðar-
fræðingur, erindrekar Odd-Fellow reglunnar; ad-
junkt Þorleifur Bjarnason, áleiðis til Þýzkalands,
með 1 árs fararleyfi frá embætti sinu; stúdentarn-
ir Jón Þorláksson og Páll Sæmundsson; frk. Björg
Þorláksdóttir, kennslukona frá Ytri-Ey; frk. 01-
afia Jóhannsdóttir, kynnisför til Ameriku (Banda-
rikja); Mrs. Disney Leith og Miss Compa, heim til
sin aptur (til Skotlands); loks nokkrir enskir ferða-
menn og foringjaefni (14) af herskipunum hjer.
íslenzk Odd-Pellow-.stúk a. Fyrir til-
mæli Dr. P. Beyers og þeirra fjelaga, og vegna
þess, að mark og mið fjelags þessa er mjög svo
fagurt og nytsamlegt, tóku sig saman fáeinir menn
hjer í bænum, embættismenn og aðrir, og gerðu
kost á sjer að ganga í fjelag þetta, sjerstaka
stúku, er hjer hefði aðsetu. Stofnaði dr. P. B.
sem stórmeistari fjelagsdeildarinnar í Danmörku
stúku þessa bjer daginn áður en þeir fóru eðal.
þ. mán.
Herskipin ensku 3, er vestur fóru fyrir
nokkru, komu hingað aptur í fyrra dag, en-hið4
»Champion , var komið rúmri viku fyr. Þau
munu fara aptur alfarin eptir nokkra daga.
Hettusótt, sem er mjög sóttnæm veiki, geng-
ur á einn herskipinu enska hjer á höfninni, »Ca-
lypso«, og eru samgöngur bannaðar milli þess og
lands. Ríður á, að landsmenn varist að fara út
í skipið; yfirmenn hafa heitir af sinni hálfu, að
hleypa eigi skipverjum á land.
Veðrátta. Eptir langvinna óþurka og baga-
lega mjög fyrir töðuhirðingu o. fl. er nú loks góð-
ur þerrir i dag.
Sögulegur þjófnaður. Maður er nefndur
Jón Ogmundsson, vinnumaður i Pjetursey i
Dyrhólahreppi. Hann fekk fyrir nokkrum vikum
leyfi húsbónda sins að bregða sjer norður í land
til að vitja 2 hrossa, er hann kvaðst eiga þar í
geymslu hjá bróður sínum; sýndi hann húsbónda
sinum til sannindamerkis brjef frá honum til sin
um það efni. Hann lagði af stað frá Vík sjó-
leiðis til Stokkseyrar með gufuskipinu »Patria«
frá Hamborg (B. Kristjánssonar), gekk þaðan til
Eyrarbakka, og siðan upp að Olfusárbrú, tók þar
hest, er bann hitti, gráan að lit, og annan brún-
an úti í Olfusi, hjelt siðan suður heiði (Hellis-
heiði) með þá 2 til reiðar, og út á Kjalarnes, þá
inn fyrir Hvalfjörð og i'ram á Akranes. Þar
seldi hann hestana háða, annan Thor Jensen kaup-
manni fyrir 55 kr., en hinn (brúnan) bónda ein-
um á Akranesi fyrir 70 kr. Fyrir hestaverðið
keypti hann sjer reyðtygi og ýmsa muni aðra.
Hann laug til nafns sins, Ijezt heita Sigurður
Sigurðsson, að norðan, og vera á heimleið aptur
til átthaga sinna. Hann hvarf á brott þaðan, en
í sama mund var saknað hests á Hvítanesi og
annars á Osi. Þá hafði hann tekið báða og reið
þeim inn fyrir Hvalfjörð og út á Kjalarnes. Þar
hafði hann hestaskipti, skildi eptir jarpskjóttan
klár, er hann stal á Osi, og þótti óreitt fyrir leti,
en tók annan jarpan frá Eyjólfi bónda í Saurbæ
Runólfssyni, hjelt siðan á honum og þeim gráa
frá Hvítanesi austur Mosfellsheiði, Þingvallasveit
og Laugardal, niður Biskupstungur, Skeið og Flóa
að Stokkseyri, og þaðan austur Landeyjar heim
til sín að Pjeturey.
Skömmu síðar fekk hreppstjórinn í Dyrhóla-
hreppi, Þorsteinn Arnason í Dyrhólum, skriflega
skipun með l.iusaferð hjer að sunnan frá sýslu-
manni Skaptfellinga, aljtm. Guðl. Guðmundssyni,
um að höndla Jón og senda hingað. Kom hrepp-
stjóri í þeim erindum að Pjetursey föstudag 9.
júli. Þá hverfur Jón af bænum, og þóttust menn
vita, að hanD hefði hlaupið npp í »eyna«, fjallið
Pjetursey, og leitað þar fylgsnis. Var hans leita
farið þá þegar, af 14 mönnum, til kvelds, safnað
meira liði og leitinni haldið áfram nóttina og til
hádegis næsta dag af 31, en 9 hjeldu áfram leit-
inni nóttina eptir og loks 41 á sunnudaginn; þeir
fundu hann loks og handsömuðu, neðan undir
brúninni framan í Pjetursey, þjakaðan nokkuð af
matleysi. Síðan var hann sendur bandingjaflutn-
ingi suður hingað, og hestarnir stolnu með hon-
um. Kom hjer um kveldið 1. ágúst og var þegar
vistaður »hjá Sigurði«, en sæmilega kunnugur þar,
því »komið hafði fyr«, ekki sjaldnar en 4 sinnum,
siðast haft þar 5—6 ára dvöl, í betrunarhnsvist,
— allt fyrir jjjófnað, og er þó ekki nema rúml.
þrítngur enn.
Brjefin frá bróður sinum um hestaeignina hafði
hann búið til sjálfur; enginn fótur fyrir þeim.
Prcstur í fíæziuvarðhaldi. Presturinn á
Utskálum, síra Bjarni Þórarinsson, fyrrum pró-
fastur í Vestur-Skaptfellssýslu, var handsamaður í
vikunni sem ieið austur á Eyrarbakka, eptir yfir-
valdsskipun, fluttur hingað til bæjarins á föstu-
daginn 30. f. mán., og látinn í gæzluvarðhald í
hegningarhúsinu á langardaginn, eptir dómsúr-
skurði sýslumannsins í Kjósar- og Gullbringu-
sýslu, að undangenginni bráðahirgðayfirheyrzlu.
Hann er sakaður uin fjárdrátt og skjalafals sem
póstafgreiðslumaður á Prestsbakka á Siðu,—hefir,
að því er uppvíst þykir orðið, haft fje af póst-
sjóði með }>vi, að reikna honum ranglega auka-
hesta i 4 póstferðum framan af árinu 1896 og
aukaflutning i hinni 5., en falsað kvittanir fyrir
því fje (með nafni póstsins). Sýslumaður (i Kjós-
ar- og Gbr.s.) fór suður að LTtskálum snemma i fyrri
viku til þess að taka prest þar á heitnili hans og
flytja hingað inneptir í gæzluvarðhald; en þá var
hann farinn þaðan, hafði fengið fregn af áformi
yfirvaldsins, sem og hljóðbært var orðið fyrir
löngu. — Nú hefir sýslumaður Skaptfellinga, yfir-
valdið ]>ar í sýslu, sem glæpurinn hefir framinn
verið, tekið við málinu, og hefir prest með sjer
austur eptir þing.
Heiðurssamsæti. Þeirn fjelögum, erindrek-
um »Odd-Fellow-reglunnar« liingað, dr. Petrus
Beyer og Thuren húsgerðarfræðing, var haldið
samsæti, miðdegisverður, laugardagskveldið 31. f
mán., fyrir forgöngu alþingisforsetanna og með
hlutdeild flestallra þingmanna og fram undir 30
heldri bæjarmanna, embættismanna og annara.
Mælti hr. biskup Hallgrimur Sveinsson, forseti
í sameinuðu þingi, fyrir minni heiðursgestanna,
fór fögrnm orðum um bróðurþel það og tjarta-
gæzku, er lýst hefði sjer í hinum miklu lands-
skjálftagjöfum frá Danmörku hingað, og nú þar
á ofan og hjer um bil samstundis í hinni konung-
legu gjöf, er þeir fjelagar hefðu að færa landinu,
holdsveikisspitalastofnunina, nánast frá hinu göf-
uga fjelagi, er dr. P. B. væri formaður fyrir,
Odd-Fellow-reglunni. Minntist og mjög þakklát-
lega hlutdeildar dr. Ehlers í þvi máli og afskipt-
um hans af holdsveikisplágunni hjer.
Dr. Petrus Beyer mælti fyrir minni Islands, með
miklu lofi og þakklæti fyrir viðtökur þær, er þeir
fjelagar hefðu fengið hjer, fögrum ummælum og
snjöllum um fegtirð landsins og hversu sjer fjelli
þjóðin vel í geð, um gestrisni landsbúa —• Reykja-
víkurbær hafði boðið þeim að vera gestir sinir
meuan þeir dveldi hjer, að meðtalinni Geysisferð-
inni — o.fl. og árnaði landi og þjóð allra heilla.
Aðra ræðu flutti hann fyrir rninni ltvenna. —
Hann er prýðilega máli farinn.
Afrnæii Niðaróss.
Lciðrjettlnig,
I grein meS fyrirsögn »Afmæli Þrándheims-
bæjar« í tbl. Þjóðólfs, sem kom út 30. f. m.
lætur Vitstjórinn þess getið, að fyrir tilstilli
sitt og fleiri manna hafi bæjarstjórn Reykja-
vikur sent Þrándheimsbæ skrautritaS ávarp.
Þetta er rjett aS öðru leyti en því, að bæjar-
stjórninni er ekki kunnugt um, að ritstjóri
»Þjóðólfs« hafi átt neinn þátt í því að ávarp-
ið var sent.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 4. ágúst 1897.
Halldór Daníelsson-
Falssnepiil Da^skrár.
í »Dagskrá« II., 28. (1. þ. m.) er talað
um einhvern »gulan snepil«, er jeg eigi að
hafa skrifað og sent »nokkrum þingmönnum«,
og jafnframt tilfærð með breyttu letri og til-
vitnunarmerkjum nokkur orð, er standi á þess-
um snepli. Þó nú þessi orð sjeu þannig vax-
in, aö enginn skuggi hefði getað fallið á mig,
þó jeg hefði skrifað þau hverjum eiuasta þing-
manni eða opinberlega í blaði, þá álít jeg
rjett, vegna þeirra ósanninda, sem sett eru í
samband við þau í áminnztri greiu, að lvsa
því yfir, að seðil meö þeim orðum, sem Dag-
skrá getur um, hefi jeg aldrei skrifað, og
hafi hún einhvern slíkan seðil í höudum, þá
er hanu beinlínis falsaöur- Vilji ritstjóri
blaðsins því ekki standa sem ósannindamaður
í allra augum, skora jeg á hann að afhenda
seðil sinn á skrifstofu alþingis (skrifstofustjór-
anum), svo að þingmönnum,— sem þetta mun
skrifað fyrir,— gefist kostur á að sjá hann og
dæma um hann. Annars verður að álíta, að
hann hafi sjálfur sett saman þau orð, er hann
þykist tilfæra orðrjett eptir mjer.
2. ág. ’97.
Valtýr Guðmundsson.
Sunniidaginn 8. ágúst kl. 8 f. h. fer
gufubáturinn »Rcyk,i'avík« aukafcrð til
Borgarness, og kcmur við á Akranesi
í báðum leiðiim.
Rvík. 4. ágúst 1897.
B. Guðniuntlsson.
Les.
H.jermeð bið ,jeg vinsamlega rnína
heiðrnðu viðskipamenn í Höfrium og á
Miðnesi ásamt begg.ja vegna Stapaf.jarð-
ar, að borga rn.jer skuldir sinar eptir
fremstu getu nú í yfirstandandi mánuði.
Rvik 4. ágúst 1897.
E. Felixson.
LÆ” I húsinu nr. 1 við Lækjartorg er til
leigu nú þegar 5 herbergi, auk eldhúss og
nægra geymsluhúsa. Semja má við
P. Pjetursson
bæjargjaldkeri.
Næstk. föstud. og laugard. verður til sölu
nýtt kindakjöt i verzlun Jóns f>órðar-
sonar-
Slátur Og kjðt óskast borgað við mót-
töku.
(lóður harðfiskur fæst í verzluu Jóns
f>órðarsonar-
Samkvæmt því, sem áður het'ir verið aug-
lýst, voru í dag seld þessi hross við opinbert
uppboð hjer í hreppi:
1. Jarpskjótt hi-yssa, veturg., með mark: sýlt
eða sneiðrifað (illa gert) fr. h.
2. Jarpur foli, 2 vetra, með mark: blaðstýft
apt. h.
3. Steingrá hryssa með sama marki.
Rjettir eigendur hrossa þessara eiga inn-
lausnarrjett á þeim, ef þeir gefa sig fram inn-
an mánaðar frá söludegi, gegn því að borga
allan áfallinn kostnað og til kaupanda 10°/0 af
uppboðs verðin u.
Seltjarnarneshreppi, 3. ágúst Í 897.
Ingjaldur Sigurðsson
Oróna sjóvetlinga
kaupir Th. Thorsteinsson.
Liverpool.
Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson.
Meðritstjóri Einar Hjörleifsson.
ísafoldarprentsmiðja.