Ísafold - 14.08.1897, Síða 1

Ísafold - 14.08.1897, Síða 1
Kemurútýmisteinusinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða l*/sdoll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD o Dppsögn (skriiieg) 'bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fvrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIV. árff. Reykjavík, laugardaginn 14. ágúst 1897- 58. blað. Liggur nokkuö á? Eitt helzta viðkvæðið hjá andstæðingum stjórnarbótarinnar um þessar mundir erþetta: »Það er sennilegt, að tilboð stjórnarinnar verði þegið af þjóð og þingi. En okkur ligg- ur ekkert á fyrri en 1899«. Eins og bent er á annarsstaðar hjer í blað- inu, eru nú mjög lítil líkindi til þess, að marg- ir af þeim þingmönnum, sem atkvæði greiða gegn samkomulagi við stjórnina í stjórnar- skrármálinu, eigi sæti á alþingi 1899. En setjum svo, að allt gangi eins og þessir menn hugsa sjer, málið nái ekki fram að ganga á þessu þingi, ekkert þingrof eigi sjer stað að því afstöðnu, og svo eigi sömu þingmennirnir, sem nú eru, kost á að semja við stjórnina á alþingi 1899, og þiggi þau tilboð, sem nú yrði hafnað. Hvað væri þá unnið með drættinum? Vit- anlega ekki nokkur skapaður hlutur. Enda hefir, oss vitanlega, enginn maður ymprað á nokkrum hlunnindum, sem hann gæti hugsað sjer, að samfara væri slíku háttalagi. Agnúarnir þar á móti eru auðsæir. Stjórnarástandmu vor á meðal er þann veg farið, að allra dómi, að það væri ófyrirgefan- legt af oss, að sitja oss nokkurn tíma úr færi um að fá það bætt — enda þótt vjer hefðum fulla trygging fyrir, að það færi byðist aptur að tveim árum liönum. Það er svo sem sjálf- sagt, að eigi þetta stjórnarólag, sem allir eru að kvarta um, sjer stað, þá hlýtur hvert árið, sem umbæturnar dragast, að valda oss stór- tjóni. Og svo vantar þar að auki með öllu trygg- inguna fyrir því, að þetta tilboð stjómarinnar standi að tveim árum liðnum. Þá geturverið komin önnur stjórn, sem gefur oss sömu svör- in eins og vjer höfum stöðugt fengið síðan 1885 þangað til nú. Hver, sem hefir að nokkru kynnt sjer hina fyrri stjórnarskrárb&ráttu vora, fer nærri um það, að tilboðin frá Kaup- mannahöfn geta verið í meira lagi breytileg. Þessir agnúar liggja beint við, opnir og önd- verðir, frá »almenna sjónarmiðinu«, sem opt- ast hefir verið nefnt og mest um kveðið. Og sama verður niðurstaðan, þegar litið er á mál- ið einmitt frá sjónarmiði þeirra mánna, sem halda drættinum fram. Skyldu þeir eiga hægra með að lúta að samn- ingum og samkomulagi við stjórnina á þingi 1899 heldur en nú? Verði tilboði stjórnarinnar hafnað nú, annað- hvort á þann hátt, að engin stjórnarskrár- hreyting verði samþykkt, eða sá fleygur rekinn inn í frumvarpið, er geri það óaðgengilegt fyrir stjórnina — sem kemur í sama stað nið- ur —, þá hl/tur sú höfnun að verða rök- studd með því, að tilboð stjórnarinnar hafi verið einskis nýtt, eða verra en það. Mundu það verða nokkur sjerleg hlunnindi og virð- ingarauki fyrir þingmenn, að þurfa að jeta það ofan í sig sumarið 1899, sem þeir hefðu staðhæft og samþykkt sumarið 1897? Svarið liggur hverjum manni í augum uppi. Hvernig setn á málið er litið, væri dráttur- inn ekki að eins barnalegt uppátæki, heldur og skaðvænleg glópska. .......... Mærðin á þiiigmannabekkjunum. Það er ekki eingöngu vjer Islendingar, sem ástæðu höfum til að kvarta undan mærðinni í fulltrúum vorum á þingmannabekkjunum. Um- kvörtunin er almenn og alþjóðleg, og blöðin hlífast ekki við að láta hennar getið. Nýlega hefur eitt af helztu vikublöðum Englands, »The Economist«, leyst frá pokan- um viðvíkjandi mælgi brezku þingmannanna. Blaðið kemst meðal annars að orði á þessa leið: »Mestum hluta af tíma neðri málstofunnar er eytt af mönnum, sem fyrir hvern mun vilja vaða elginn um málefni, sem svo mikið er búið um að ræða, að þau eru orðin hjer um bil gatslitin. Tillaga er lögð fram, einn af ráðherrunum skýrir hana, einhver af leiðtog- um andstæðingaflokksins svarar og svo fara tveir eða þrír aðrir flokksforingjar nákvæm- lega út í smáatriðin. Svo er búið að segja allt, sem nokkurn mann varðar um. Samt sem áður er ein hálf tylft óbreyttra þing- marma ófáanleg til annars en þreyta deildina með staglinu úr sjer. Fyrir kemur það, að einhverjum þeirra dettur eitthvað í hug, sem ástæða er til að benda mönnum á, eða að ; þeir hafa einhverja reynslu sjálfir, sem að j nokkru haldi getur komið. En því er miður, | þeir láta sjer sjaldan nægja að segja þetta í j fáutn orðum, byrja umsvifalaust á efninu og j ljúka máli sínu á 10 mínútum — sem er j kappnóg fyrir slíkar vísbendingar. Nær því j ævinnlega þykir þeim óhjákvæmilegt, að tyg'gja upp af nýju allar röksomdirnar og fella þá aptur, sem fallnir eru. Sannast að segja er það óþolandi, þó ekki sje nema að hugsa til þess, að eiga að sitja undir slíkum ræðum, og það liggur við, að vjer fáum ekki skilið, hvern- ig þeir þingnjenn fara að draga fram lífið, sem stöðu sinnar vegna verða að hlusta á þær. Líklegast hefur einhver góðvildarfull forsjón breytt svo eðlisfari þeirra, að þeir ]|afa orðið þolbetri en aðrir dauðlegir menn, líkt og ís- björninn er búinn skinnfeldi, svo hann getur staðizt kuldann í grennd við heimskautið«. Það væri fróðlegt að vita, hvað þetta blað segði um alþingismennina okkar. Það kvartar undan því, að »hálf tylft« — af 670 þing- mönnum í neðri málstofunni — sjeu að halda ræður að óþörfu. Hvernig mundi því lítast á, ef enginn þingmannanna gæti stillt sig um að tala? Það er óefað einkennilegast við neðri deild alþingis, hve margar ræður þar eru haldnar um flest efni — sjálfsagt margfalt fleiri en á nokkru öðru löggjafarþingi veraldarinnar í til- tölu við þingmannafjölda. Yið það fer mik- ill tími forgörðum — og sjálfsagt líka mikið af vitsmunum þingmanna. Því að sljóvgandi hlýtur það að vera fyrir sálargáfurnar, að heyra það sarna sagt í rennu af svo og svo mörgum mönnum. Dæmin um þingmælgina eru óþrjótandi. Vjer nefnum eitt, rjett af handahófi. Þegar þingsályktuninni í stjórnarskrármálinu var ráðið til lykta í neðri deild á síðasta þingi, voru sjónarmiðin þrjú: tillögumannanna, frum- varpsmanua, er hölluðust að tillögunni af því að frumvarpið var strandað í efri deild, og frumvarpsmanna, er voru tillögunni allsendis mótfallnir. Hjer var þörf á þremur ræðum — og ekki fleirum. Hver flokkurinn um sig átti mönnum á að skipa, sem trúandi var til að taka fram hvert einasta atriði, sem sagt varð málstað þeirra til styrkingar, og gerðu það líka. Og svo töluðu annaðhvort allir eða því nær allir þingdeildarmennirnir! Mörg dæmi mætti draga af þinginu núna í sumar, þó að það verði ekki gert að þessu sinni. Að eins skal bent á það fáránlega at- vik, að það vantar ekki svo ýkja-mikið á að allir þessir 23 þingmenn, sem neðri deild skipa, auk forseta, töluðu hver um sig um allar þær eitthvað 120 breytingartillögur við fjárlögin, sem undir atkvæði deildarinnar voru bornar við 2. umræðu. Auðvitað stafar þetta af því, hve mikið los er á öllu skipulagi þingsins og störfum þess. Og það stafar aptur af leiðtogaleysinu. En óneitanlega eru þó þingmenn að basla við að tala sig dálítið saman um málin áður en þau koma til opinberrar umræðu og úrslita. Er óhugsandi, að þeir geti talað sig fyrir fram saman um ræðuhöldin? Með því væri fengin allmerkileg urnbót á starfsemi þingsins. Ensku herskipin fóru öll 9. þ.m. alfarin. Tliyra lagði af stað í nótt vestur fyrir land og norður, með margt farþega. Dáinn er 6. þ. m. Grísli Jónsson (prófasts Guttormssonar) í Hjarðarholti, um þrítugt, mesti nytsemdar og sæmdarm»ður. — Hjer i bænum and- aðist í nótt Konráð Maurer Olafsson, fyrv. bókhaldari. Veðrátta. Mesta ótið enn vegna þerrileysis.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.