Ísafold - 14.08.1897, Side 3

Ísafold - 14.08.1897, Side 3
231 ur þess er sá, að Ben. Sveinsson hefir ekki dirfzt að bera upp sitt gamla frv. á þessu þingi. Hann veit, að það mundi verða fellt í efri deild, ogjeg hygg eiunig, að rneiri hluti þessarar deildar mundi verða á móti þvi. Það mundi þvi eingöngu vekja deilur og sundrung, ef komið væri fram með það hjer á þingi. Nokkuð langt muu þess að biða, að þjóðin sjálf sje reiðubúin til þess að halda haráttunni áfram með þeirri festu og í því horfi, sem þarf, ef vænta á árangurs af baráttunni. Sú spurning liggur því fyrir: er það rjett af oss, að berjast vor á meðal? eða eigum vjer i hráðina að sætta oss við minna, sem getur fengizt, og hefja síðan nýja baráttu á nýjum grundvelli? Frá stjórninni er komin fram yfirlýsing um, að hún sje fús á að samþykkja ákveðnar breytingar á núverandi stjórnarfari, og sama má lesa út úr ráð- gjafabrjefinu til landshöfðingjans i vor. Breyt- ingarnar eru litlar i mínum augum; en þvi betur sem jeg hugsa málið, því betur sannfærist jeg um, að þær geti orðið oss til góðs, ef þeim verður frjálslega beitt. Mjer finnst ekki nema um tvennt að velja: Eig- um vjer að þiggja það, sem nú er boðið? Eða eigum vjer að halda áfram þeirri baráttu, sem hingað til hefir verið háð og allt af gengið í hlykkjum, og á þann hátt verða þess valdandi, að þetta óþolandi ástand haldist, þangað til vjer verðum svo öflugir, að vjer getum fengið stjórn- ina á vora hlið? Jeg hefi, sannfærzt um, að ef vjer getum fengið nokkrar breytingar til bóta á stjórnarástandi voru, þá sje ekki rjett af oss að hafna þeim. Nefndin, sem þingdeildin kaus til að íhuga málið, hlýtur lika að hafa verið á þeirri skoðun, þar sem hún hefir þokað málinu úr þeirri stefnu, sem þvi hefir verið haldið í að undan- förnu. Og jeg ljet það skýrt i ljósi i nefndinni, að annaðhvort vildi jeg halda áfram fyllstu sjálf- stjórnarkröfum vorum, eða þá ganga að þvi frv., sem líklegt væri að næði staðfesting. Það er nú ekki líklegt, að þetta frv. nái henni. Og það er hvorki heilt nje hálft. Yjer höfum að Öðru leytinu yfirlýsing stjórnarinnar um, að slíkt frv. yrði ekki staðfest, og að hinu leytinu er á- greiningsatriðinu svo farið, að vjer getum ekki verið þekktir fyrir að bjóða þjóðinni það i því skyni, að hún hefji baráttu við stjórnina út af þvi. Baráttan yrði þá allt öðruvisu en að undan- förnu. Það er ríkisráðsatriðið, sem allt snýst um. Nú vilja menn hafa það útkljáð, eða enga stjórn- arbót að öðrum kosti. Enda þótt jeg viðurkenni, að sjermál Islands eigi ekki að leggjast fyrir rík- isráðið, og að það geti opt haft óheppilegar af- leiðingar, er jeg þess fullviss, að hingað til hafi það haft litla eða enga þýðing fyrir afdrif is- lenzkra mála. Lagasynjanirnar síðan 1875 hafa optast verið sprottnar hjeðan að heiman. Mjer virðist þvi, að ef menn vilja á annað borð reyna að fá breytingum á komið, eigi ekki að láta rikisráðsatriðið standa sem þröskuld i vegi fyrir góðri samvinnu og öllum árangri. Það verður örðugt að fá þjóðina cil að flykkjast ut- an um slíkt »prógramm«. Aptur er vit i því að fá hana til að flykkjast utan um tilraunir til að fá innlenda ráðherrastjórn. Það er viðurkennt af Islendingum yfirleitt, al- þingi, og landshöfðingja sjálfum, að ólöglegt sje að leggja sjermál Islands fyrir ríkisráðið. Eikis- ráðsákvæðið í 1. gr. frv. er því óþarft. Aðrir vegir eru til að fá skilning vorn á þessu atriði viðurkenndan, málshöfðunarvegurinn. Ákvæðið er líka óheppilegt fyrir þá sök, að rikisráðið er stofn- un, sem er alþingi alveg óviðkomandi. Jeg held, meira að segja, að þó að stjórnin í Danmörku væri fáanleg til að hætta að bera málefni vor upp þar, þá gæti hún samt ekki staðfest þetta frumv. Afstaða landsh. gagnvart þessu máli er kynleg, og undarlegt er það, að ýmsir þingmenn halda því fram, að þetta frv. sje samkvæmt hans til- lögum. Hann leggur það til við stjórnina, að skipaður verði fyrir Island sjerstakur ráðgjafi, sem mæti á alþingi og heri áhyrgð á allri sinni stjórnarathöfn. Auk þess leggur hann það til, að sjermál íslands verði ekki borin upp í ríkis- ráðinu, en tekur það jafnframt fram, að til þess þurfi enga breyting á stjórnarskránni, og er það rjett skoðun. Því fer þess vegna fjarri, að þeir, sem flytja fram 1. gr. frv., fylgi fram tillögum landsh. við stjórnina á þann hátt, sem hann hefir talið rjettan og skynsamlegan. Því hefir verið haldið fram, að áhyrgðin, sem ráðgjafinn ætti að bera, yrði þýðingarlaus. Það er leiðinlegt að heyra slik ummæli, þvi að þau sýna, hve litið vit menn almennt hafa á slikum hlutum. Eitt blaðið hjer hefir lika gjört sjer far um að strá út þvi moldviðri og þeim vitleysum um þetta atriði, að von er, þó að það verði mörg- um litt skilj .nlegt. En það hefir verið tekið skýrt fram, að enda þótt sjermál Islands sjeu rædd í rikisráðinn, beri ráðgjafi þess ábyrgðina, svo framarlega sem hann skrifar undir með kon- ungi. Jeg hefi alltaf viljað fá breytingu á því óþol- andi ástandi, sem stjórnmál landsins hafa verið í. Það er einkum ótækt fyrir þá sök, að ábyrgðar- laus maður hefir svo mikil áhrif á málefni lands- i ins. En jeg lít svo á, sem þetta ástand sje eigi j svo mjfcg að kenna mönnunum, sem í embættinu ! hafa setið, eins og þeirri freisting, sem eðlilega j liggur í þessu ábyrgðarleysi embættisins. Ástandið, eins og það er orðið hjá þjóð og þingi, og ruglingurinnn, sem kominn er á stjórn- arskrármálið, gerir það að minu áliti nauðsyn- legt, að taka nú þegar það sem fáanlegt er hjá stjórninni og byrja svo á ný baráttu fyrir frek- ari og fyllri stjórnarskrárbreytingum. Ef vjer gerum ekki frv. svo úr garði nú, að vænta megi að það verði staðfest, þá verðum vjer að kalda áfram að búa við núverandi stjórnarfyrirkomulag, sem allir játa þó að sje óhafandi. Og sundur- lyndið hjá þingi og þjóð mundi halda áfram, því að skiptar mundu verða skoðanirnar um, Ivort það sje ráð eða óráð, að hafna þessu tilboði stjórnarinnar. StjórnarskrármáliS var síðan til 1. umræSu í efri deild á miðvikudaginn og til 2. umr. í gær. Við 1. umræðu talaði framsögum. (Sig. Stef.) einn, sýndi einkum fram á, hvers virði þau stjórparbótaratriði væri, sem oss væru boðin, en fór ekki út í nein ágreiningsatriði við minni hlutann. Við 2. umr. urðu ræðu- höldin allfjörug, síðari ræða framsögumannsins ein sú skemmtilegasta, sem haldin hefir verið um málið á þessu þingi, og verður nokkur grein gerð næst fyrir þeim umræðum. En einna merkasta atriðið í umræðunum var yfirlýsinj landshöfðingja. Hún kom út af deilu milli framsögumanns meiri og minni hlutans (Sig. Stef. og J. A. Hjaltalíns) um það, hvað átt væri við með því, að stjórnin áskildi, að sú stjórnarbreyting, er hún býður nú, skyldi vera fullnaðarúrslit á málinu. J. A. Hjaltalín hjelt því fram, að með því væri þingið bundið um aldur og ævi. Sig. Stefánsson sýndi fram á, að slíkt væri óhugsandi og kvaðst hafa skilið landshöfðingja á þá leið, að stjórnarskrárbreytingin mætti ekki frá þingsins hálfu vera bundin neinu skilyrði, sem byndi 1 sjer frekari kröfur. — Landshöýðingi kvað skilning Sig. Stefánsson- ar rjettan. Hjer væri ekki að ræða um úr- slit, er giltu um aldur og ævi, að eins að ekki yrðu sett inn í frumvarpið eða tengd við það nein þau skilyrði, sem bentu á, að þetta væri að eins stundarfriður. I brjefi stjórnar- innar væri komizt að orði á þá leið, að þetta frumvarp skyldi vera »en for Tiden endelig Lov«. Með aðalbreytingartillögu meiri hlutans, þeirri að fella burt ákvæðið um ríkisráðið, greiddu atkvæði: Hallgr. Sveinsson, Kristján Jónsson og Þorkell Bjarnason konungkjörnir, og Sig. Stefánsson, Sigurður Jensson og Þor- leifur Jónsson þjóðkjörnir. Fjárlögin. Þau eru nú í nefnd í efri deild. Nokkrir nýir »styrkir« komust inn í þau við 3. umr. í neðri deild, svo sem til Páls Olafssonar skálds 500 kr. hvort árið, til Hólmgeirs Jenssonar til dýralækninga á Yestfjörðdm 300 kr. á ári, til kand. Magnúsar Magnússonar frá Cam- bridge til að kenna ókeypis líkamsæfingar í Rvík 1200 kr. á ári, til Jóns Ólafssonar 1200 kr. á ári til að vekja eptirtekt á Islandi í út- lendum tímaritum og blöðum, til 2 manna til að fara á landbúnaðarsýning í Björgvin að sumri, 500 kr. til hvors þeirra. Tekjuhallinn kominn upp í 165 þús. kr. SíimgÖH^umáliö á þingi. Neðri deild hefir afgreitt samgöngumálið til efri deildar, og hefir farstjóri eimskipaiítgerð- arinnar, konsúll D. Thomsen, skrifað fjárlaga- nefndinni í efri deild álit sitt um samþykktir neðri deildar, samkvæmt áskorun þeirrar nefnd- ar. Hjer komur útdráttur úr brjefi hans. Við aðalatriðin ekkert athugavert: Gufu- skipafjel. tekur að sjer allar ferðir milli landa og strandferðir; 2 lítil gufuskip eiga að ganga stöðugt kring um land og fljótar ferðir eiga að fást milli landsfjórðunganna. Samningsskilyrði neðri deildar að ýmsu leyti ekki sem heppilegast orðuð, enda engin í'urða, þar sem fulltrúi fjelagsins kom seint og alla samninga þurfti að gera í mesta flýti til þess að koma styrknum inn á fjárlögin við 3. umr. Nefndarmenn líka samþykkir því, að þörf sje á breytingum í sömu átt, sem farstjórinn bend- ir á. Aðalagnúarnir þessir: Því augnamiði, að fá fljótar ferðir kringum land með stóru skipi (»Vestu«), verður ekki náð. Skipið ltemur við á 10 stöðum í hverri ferð, og verður að eins 2 dögum skemur á allri hringferðinni en nú. Vesta ætti að hraða hringferð sinni, en Thyra koma við á öllum smáhöfnum. Sjeu bæði skipin látin fara eptir sömu miðlunarreglu, verða ferðir þeirra beggja afar-óhagkvæmar, svo að hvurki fást fljótar ferðir kringum land, nje heldur verða þær við- unanlegar fyrir hinar minni hafnir. Engin ákvæði eru um stærð og útbúnað stóru skipanna, nje hve mörg þau eigi að vera. Fjelaginu því innan handar að nota tvö stór skip, sem ekki sjeu betur útbúin en »Thyra«. í stjórnarfrv. voru þó 4 stór skip, »Vesta«, »Laura«, »Thyra« og »Botnia«, og þeim hefði ekki þurft að fækka vegna strandbátanna, því að fjelagið var fúst á að bæta bátunum við á hinni upprunalegu ferðaáætlun sinni fyrir 25,000 kr. tillagsviðbót. Millilandaferðnm var lofað 19, en nú að eins heimtaðar 16. Fram hjá Færeyjum áttu skip- iu samkv. stjórnarfrv. að fara í 12 ferðum, nú að eins í 8. Fyrir hagfeldum, beinum ferðum milli Rvíkur og útlanda engin trygging, nje held- ur fyrir ferðum til Vesturlands, nema einni, í janúar — febrúar. Til ferða fyrir sjómenn frá Faxaflóa austur og heim aptur má, eptir skilmálum n. deildar, nota einn lítinn strandbát (ekkert ákveðið um stærð) og engar ferðir heimtaðar suður fyrir land með stóru skipi. I fyrra flutti eimskipa- útgerð landssjóðs yfir 100 manns austur, svo að betur þarf að sjá fyrir flutningi þessara manna en með einum litlum strandbát. í stjórnarfrv. eru 7 ferfir suður fyrir land með »Laura« og »Vesta«.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.