Ísafold - 01.09.1897, Síða 2

Ísafold - 01.09.1897, Síða 2
950 Frá alþingi. Fallin frumvörp, óútrædd eða aptur tekin. Þau eru 37 alls, er þann flokk skipa,—móts við 47 samþykkt. Þar af voru aS rjettu lagi aS eins 22 felld, meS því stjórnarskrárbreytingarfrv. dr. Valtýs var aldrei löglega fellt og ber því aS telja þaS meS þeim óútræddu. ÞaS voru þá þessi 22, sem fjellu, 3 hin fyrstnefndu stjórnarfrv.: 1, um ráSstafanir til aS eySa refum meS eitri; 2, um breyting á lögum i6/9 1893 um hafnsögugjald í Reykja- vík; 3, um afnám eimskipaútgerSarlaganna; 4, um brúargerS á Lagarfljót; 5, um breyting á yfirsetukvennalögum; 6, um bann gegn skottulækningum; 7, um viSauka viS sveitarút- svarslögin frá 9. jan. 1880; 8, um mæling vega; 9, um búsetu fastakaupmanna á Islandi; 10, um innflutningsgjald á smjörlíki; 11, um aS stjórninni veitist heimild til aS selja nokkrar þjóSjarSir; 12, um innheimtu á tekjum presta; 13, um eySing sels í laxám; 14, um einka- rjett; 15, um stofnun kennaraskóla í Flens- borg; 16, um greiSsIu daglauna og verkakaups viS verzlanir; 17, um breyting ástjórnarskránni (frv. efri deildar); 18, um afnám löggildinga verzlunarstaSa; 19, um afnám ítaksrjettar Vallanesprestakalls í HallormsstaSarskógi; 20, um ófriSun á sel; 21, um útflutning á sel; 22, um lögaldur. Þá voru óútrœdd þessifrv.: 1, um breyting á prestskosningarlögunum; 2, um breyting á þurrabúSarmannalögunum frá 1888; 3, um d/raverndun; 4, um afnám dómsvalds hæsta- rjettar; 5, um aS gera landsyfirdóminn aS æSsta dómi í íslenzkum málum; 6, um borgara- legt hjónaband fyrir ( utanþjóSkirkjumenn; 7, um viSauka viS lögin frá 1886 um utanþjóS- kirkjumenn; 8, um stofnun búnaSarsjóSs; 9, um breyting á póstlögum; 10, um innleiSslu metrakerfisins; 11, um breyting á fátækra- reglugerShmi frá 1834; 12, um breyting á stjórnarskránni(Valtýs-fumvarpið'). Loks aptur tekin þessi 3: 1, um brúargerS á Jökulsá í AxarfirSi; 2, um brúargerS á Hörgá; 3, um fátækramáleí'ni(Þork. Bj.). Ávarp til konungs frá efri deild. Þannig orðaS ávarp stakk meiri hluti nefnd- arinnar í efri deild, þeir Hallgr. Sveinsson og Kristján Jónsson, upp á, aS konungi yrSi rit- aS þaSan: »Mildasti herra konungur! Þá er Efri deild alþingis aS þessu sinni lýk- ur störfum sínum, finnum vjer hjá oss inni- lega hvöt til aS senda YSvarri Hátign vort þegnsamlegasta ávarp. Vjer erum sannfærSir um, aS vjer mæl- um þaS eitt, er býr öllum Islendingum í brjósti, þá er vjer fyrir hönd lands vors vott- um YSvarri Hátign lotningarfyllstu og hjart- anlegustu þakkir fyrii hina ríkulegu hjálp, sem fyrir mildilega forgöngu YSvarrar Hátign- ar og konunglegt örlæti YSvart og YSar kon- unglegu ættar hefir meS svo hlýjum bróSur- hug verið sent frá Danmörku til líknar og viSreisnar þeim löndum vorum, sem urðu fyr- ir tilfinnanlegu tjóni í hinum skæSu land- skjálftum á næstliðnu sumri, og höfum vjer hjer, eins og svo optlega áSur, sjeS órækan vott um landsföðurlega umhyggju YSar Há- tignar fyrir velfarnan þjóðar vorrar og Yðar konunglegu mildi oss til handa. Mikillega hefir þaS hryggt oss, aS YSar Há- tign hefir eigi sjeð sjer fært aS taka til greina óskir alþingis um þær breytingar á stjórnar- fyrirkomulagi landsins, sem vjer teljum oss nauðsynlegar. (Og eigi hefir það síður hryggt oss, aS tilraunir þær hafa að engu orðiS, sem á þessu þingi voru gjörSar af þingmanna hálfu til aS ná samkomulagi um hinar bráð- nauðsynlegustu bætur á stjórnarhögum vorum, sem stjórn Yðv. Hátignar hafði meS munn- legri yfirlýsingu fulltrúa síns tjáð sig fúsa til að ganga aS.) En þótt frumvarp það í þessa átt, sem sam- þykkt var í vorri deild, fjelli með litlum at- kvæðamun í neðri deild þingsins, [sem vjer teljum óhappalega íarið,] þá ölum vjer þá ör- uggu von, að stjórn YSar Hátignar muni eigi þar með láta þetta mikilvæga mál vera niður fallið, heldur sjái um, (að það verði lagt á ný fyrir alþingi, eptir að þjóSinni við nýjar kosn- ingar hefir gefizt færi á að láta í ljósi, hvort hún er fremur sinnandi þeim þingmönnum, sem vildu taka samkomulagi á hinum gefna nýja grundvelli, þótt ýmsar af óskum vorum og kröfum hlytu með því enn um hríð að verða óuppfylltar, eða þeim þingmönnum, sem í sumar höfnuðu slíku samkomulagi sem gjör- samlega ófullnægjandi.) [Vjer drögum engan efa á, að vilji alls þorra þjóðarinnar muni reynast að vera sá, að taka heldur þeim bót- um á stjórnarhögunum, sem ríflegastar geta fengizt, heldur en aS halda áfram að eyða kröptum sínum í árangurslausa baráttu, sem hlýtur að standa framförum landsins fyrir þrif- um.] Vjer fulltreystum því, að frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá vorri, sem vjer dirf- umst að gjöra oss örugga von um, að stjórn Yðv. Hátignar muni eptir boði Yðar leggja fyrir næsta alþingi, verði svo aðgengilegt oss til handa, sem framast er unnt, [og fullnægi þörfum vorum að minnsta kosti í sama mæli og það frumvarp, sem vjer á þessu þingi ept- ir atvikum vildum ganga að.] Vjer biðjum algóðan GuS að halda sinni verndarhendi yfir YSvarri Hátign og allri Yð- ar konunglegu ætt«. En minni hlutanum, J. A. Hjaltalín, likaði það ekki, og aðrir minni hluta menn í deild- inni í stjórnarskrármálinu voru svo æfir í móti því, að þeir hótuSu að ganga af fundi — gera fundarfall —, ef ekki væri til muna úr því dregið. ViS það fjell einum úr meiri hlutanum, Þorleifi Jónssyni, allur ketill í eld, og varo til að afstýra því á bandi með þoim fjelögum til þess að draga svo úr ávarpinu, sem þeim líkaði, svo aS hinir urðu að lúta í lægra haldi. Fengu þeir fjelagar 6 felldar al- veg burt þær klausur þrjár, er standa milli hornklofa [ ] í ávarpinu, eins og það er prent- að hjer að framan, og í annan stað sviga- klausuna ( ) í þriðju málsgrein orðaða öðru- vísi, þannig: »Oss hefir og þótt það miður fara, að til- raunir þær hafa að engu orðið, sem fram hafa komið á þessu þingi til að ná samkomulagi um hinar bráðnauðsynlegustu bætur á stjórn- arhögum vorum«, og miðkaflanum í 4. málsgrein, sem settur er einnig milli sviga, breytt þannig: »að það verði lagt fyrir næsta alþingi, ept- ir að þjóðinni hefir gefizt kostur á að láta álit sitt uppi, aS hve miklu leyti hún vill sinna samkomulagstilraunum þelm, er fram hafa komið á þessu þingi«. Lög frá alþingi. 12. Um horfelli á skepnum. 1. gr. Skylt skal hreppstjórum og hrepps- nefndum að hafa eptirlit með og hvetja hrepps- búa sína til að hafa nægilegt fóður og húsrúm handa fjenaði þeim, er þeir setja á vetur, og brýna jafnframt fyrir mönnum þá ábyrgð, er þeir geti bakað sjer með því, að láta fjenað sinn verða horaðan eða horfalla. 2. gr. Hreppstjóri skal ásamt einum eða tveimur mönnum, er hreppsnefnd kýs árlega, skoða tvisvar á vetri búpening og fóðurbirgðir hrepps- búa, og grennslast eptir meðferð fjárins. Fyrri skoðunin skal fram fara fyrir nóvemberlok, en seinni skoðunin skal fram fara á tímabilinu frá 15. marz til sumarmála. 3. gr. Nú telja skoðunarinenn skepnur fóður- lausar eða illa hirtar, og áminna þeir eigendur og umráðamenn þeirra um að útvega þeim fóður, ef þess er kostur, eða lóga þeim. 4. gr. Hafi hreppstjóri á tímabilinu milli skoðananna ástæðu til að halda, að fjenaði ein- hvers hreppsbúa sje horfellir búinn vegna fóður- skorts, hirðuleysis eður bnrðýðgi, skulu skoðun- armenn framkvæma aukaskoðun hjá þessum bú- anda svo fljótt, sem því verður við komið. 5. gr. Nú verður fjenaður horaður eða fell- ur úr hor, og er að áliti skoðunarmanna um að- kenna fóðurleysi, hirðuleysi eða harðýðgi þess, sem fjenaðinn hefir undir hendi, eða það sannast á annan hátt, og skal þá hreppstjóri tafarlaust til- kynna það sýslumanni ásamt öllum málavöxtum,. en hann tekur málið fyrir, og skal sá maður sæta sektum frá 10 til 200 kr. eða einföldu fangelsi allt að 6 mánuðum. 6. gr. Hreppstjóri skal senda sýslumanni skýrslur um hinar árlegu skoðanir, sem nefndar eru 1 2. gr., þegar þær hafa fram farið, og skuln þær lagðar fyrir sýslunefndina til athugunar og eptirlits. Skýrslur þessar skulu samdar eptir fyr- irmynd, er amtsráðið semur. 7. gr. Fyrir skoðunargjörðir þær, sem um er rætt i 3.—4. gr., fá skoðunarmenn 2 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru að skoðunargjörðinni.. Þóknun þessi greiðist úr sveitarsjóði. 8. gr. Yanræki skoðunarmenn þær skyldur,. er á þeiin hvila samkvæmt lögum þessum, varð- ar það allt að £0 króna sektum. 9. gr. Sektir eptir lögum þessum renna 1 sveitarsjóð hlutaðeigandi brepps, þar sem brotið er frámið. Sýslumaður skal á manntalsþingi ná- kvæmlega grennslast eptir því, hvort lögum þess- um hafi verið hlýtt eða brot framið gegn þeim. 10. gr. Með mál, sem riaa af brotum gegn lögum þessum, skal farið sem opinber lögreglu- mál. * 11. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög 12. jan. 1884 um horfelli á skepn- um. 13. Um fjárkláða og önnur ncem fjárveikindi á íslandi. 1. gr. Lögreglustjórar og kreppstjórar skulu, ásamt hreppsnefndum í hreppunum og bæjarstjórn í kaupstöðnm, hafa eptirlit með þvi, hvort vart verður við fjárkláða, eða önnur næm fjárveikindi, hver í sínu umdæmi. Heimilt er lögreglustjóra að fyrirskipa almenna skoðun á sauðfje, þegar honum virðist ástæða. til og svo víða sem nauð- synlegt þykir. Þyki vafi á, hvort um næm fjárveikindi sje að ræða, skal leita um það álita hlutaðeigandi dýralæknis. 2. gr. Lögreglustjóri skal kveðja til hæfilega menn til aðstoðar hreppstjóranuui í hverjum hreppi bæði við rannsóknina á heilbrigðisástandi fjárins og við framkvæmdir á öðrum þeim ráðstöfunum, er nauðsynlegar eru. Kveðja má til þessa menn úr öðrum hreppi eða annari sýslu. Aðstoðar- menn þessir, hreppstjórar og hreppsnefndarmenn, eiga tafarlaust að skýra lögreglustjóra frá, ef þeir verða einhvers þess varir, er vekur grun um fjár- veikindi þau, sem um er getið í 1. gr., og skal

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.