Ísafold - 01.09.1897, Side 3
251
lögreglustjóri þá þegar í stacS gjöra nauðsynlegar
ráðstafanir til að hepta sýkina.
3. gr. Nú verður vart við fjárkláða eða
aðra næma veiki, og skulu þá hreppstjóri og að-
stoðarmenn þeirra sjá nm, að hið sjáka fje verði
þegar í stað aðskilið frá heilhrigðu fje, og skulu
þeir taka það til lækninga svo fljótt, sem auðið
er. — Verði vart við kláða á tímahilinu frá hyrj-
un rjetta til jólaföstu, skulu hinar sýktu kindur
þegar í stað skornar, nema eiganai kjósi heldur,
að hreppstjóri eða aðstoðarmenn hans taki sjálf-
ir kindurnar til umsjónar og lækni þær, og borg-
ar þá eigandi allan kostnað, er af því leiðir.
4. gr. Með reglugjörð, er amtsráðin semja,
hvert fyrir sitt amt, má setja nánari fyrirskipanir
um skoðanir og baðanir sauðfjár, hvert baðiyf
skuli notað, um aðgreining á grunuðu fje og þvi,
er eigi er kláðagrunur á, um sótthreinsun fjárhúsa
og um aðrar þær ráðstafanir, er nauðsynlegar eru
til að hepta úthreiðslu sýkinnar og útrýma henni.
Veita má i reglugjörðinni amtmanni heimild til
að fyrirskipa baðanir á stærra eða minna svæði
í amtinu, þótt ekki hafr þar orðið vart við
kláða.
5. gr. Eigandi fjár þess, er sýkt er eða grun-
að, skal skyldur til að aðstoða hreppstjóra og
hina tilkvöddu menn við baðanir og skoðanir, og
leggja til baðlyf, verkafólk og áhöld eptir þörf-
um, á eigin kostnað. — Svo er hann og skyldur
að fara nákvæmlega eptir reglum þeim, er honum
verða settar, um aðskilnað hins sýkta fjár, lækn-
ing þess og aðra meðferð.
Allur annar kostnaður, er leiðir af ráðstöf-
unum hins opinhera samkvæmt þessum lögum, skal
greiðast á þann hátt, er amtsráðin nánar ákveða
i reglugjörð þeirri, er þau semja samkvæmt 4. gr.
— Kostnaðinn má taka lögtaki, að því leyti er
einstakir menn eiga að greiða hann.
6. gr. Allar þær ákvarðanir, sem teknar eru
fram í 2. — 5. gr. laga þessara, framkvæmir hæj-
arfógeti í kaupstöðum, eða sá, er hann skipar
í sinn stað, með tilkvöddum skoðunarmönnum.
7. gr. Nú sýnir fjáreigandi annaðhvort ó-
hlýðni eða hirðuleysi í því að gegna skyldum
þeim, er á honum hvíla samkvæmt lögum þessum
eða reglugjörð amtsráðsins, og skal þá lögreglu-
stjóri, nema eigandi kjósi heldur að skera hið
sjúka fje þegar, láta á kostnað eigandans fram-
kvæma það, er nauðsynlegt er, og má taka kostn-
aðinn lögtaki, og sæti eigandi að auki sektum frá
10—200 kr.
8. gr. Sýni lögreglustjóri, hreppstjóri, hrepps-
nefnd, bæjarstjórn eða aðstoðarmenn af sjer ó-
hlýðni eða hirðuleysi eða vanrækt á skyldum
þeim, er lög þessi eða reglugjörð amtsráðsins
leggur þeim á herðar, skulu þeir sæta sektum frá
20—500 kr.
Brot gegn lögum þessum eða reglugjörð amts-
ráðsins, að því leyti þau eigi falla undir 1. lið
þessarar greinar eða hina næstu á undan, varða
sektum frá 5—500 króna. Sektir eptir þessum lögum
renna í jafnaðarsjóð hlutaðeigandi amts, þar sem
brotið er framið.
9. gr. Með lögum þessum er tilskipun 5. jan.
1866 um fjárkláða og önnur næm veikindi á Is-
landi úr gildi numin.
14.
Um kennslu í lœrða skólanum í Reylcjavik
og gagnfrœðaskólanum á Möðruvöllum.
1. gr. Gagnfræðakennslu skal koma á i
lærða skólanum í Beykjavik, og skal svo tilhag-
að, að hún sje neðra kennslustig i skólanum, en
lærða kennslan hið efra. I gagnfræðadeildinni,
er nær yfir 3 neðstu bekki skólans, skulu kennd-
ar þessar námsgreinir: Islenzka, danska, enska,
saga. stærðfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, landa-
lr«ði, söngur, dráttlist og leikfimi. I efri deild-
'ani, er nær yfir 3 efstu bekki skólans, skulu
Þessar námsgreinir kenndar: íslenzka, danska,
enska, saga, eðlisfræði, latína , þýzka, frakkneska,
stærðfi-æði, guðfræði, söngur og leikfimi.
2. gr. Við bekki þá, er nú eru í gagnfræða-
skólanum á Möðruvöllum, skal bætt einum bekk,
SV0 að kennslan í þeim skóla samsvari að öllu
•
leyti kennslunni í þrem neðstu hekkjum Reykja-
vikur lærða skóla.
3. gr. Skipa skal kennara við Möðruvalla-
skóla, sem verður annar kennari og hefur í árs-
laun 2000 kr.
4. gr. Kennslugreinir í Möðruvallaskólanum
skulu vera binar sömu, og taldar eru í gagnfræða-
deild lærða skólans i Reykjavik í 1. gr.
5. gr. Ráðgjafinn fyrir Island semur reglu-
gjörð fyrir skóla þessa og sjer um, að sú breyt-
ing á þeim, sem lög þessi skipa fyrir nm, kom-
ist á.
6. gr. Eptir að fyrirkomulag það, sem lög
þessi skipa fyrir um, hefir staðið 3 ár, geta læri-
sveinar þeir, sem tekið hafa hurtfararpróf úr
Möðruvallaskóla, gengið próflaust i 4. bekk
Reykjavíkur lærða skóla.
15.
Um útbúnað og ársútgjöld spítala handa
holdsveilcum mönnum.
1. gr. Þegar spítali handa holdsveikum mönn-
um við Reykjavík er algjör og afhentur lands-
stjórninni, má verja 16,000 kr. til útbúnaðar hans.
2. gr. Við spitalann skal skipa sjerstakan
lækni og hefir hann 2700 kr. að launum. Skal
læknir þessi, auk læknisstaifa við spitalann og yf-
iruinsjónar á honum, skyldur að gegna kennslu i
einni eða fleirutn visindagreinum við læknaskólann
án sjerstakrar þóknunar.
3. gr. Arleg útgjöld til spitalans skal veita
á fjárlögunum.
4. gr. A spitala þessum skal veita móttöku
sjúklingum þeim, er þangað eru sendir samkvæmt
gildandi lagaákvæðum. Sje rúm fyrir fleiri sjúk-
linga, má einnig taka við öðrum holdsveikum
mönnum, cr sjálfir æskja að fara á spítalann.
5. gr. I stjórn spitalans eru amtmaðurinn
yfir suður- og vesturamtinu og landlæknir. Ef
deild Odd-Fellow-reglunnar í Danmörku verður
stofnsett hjer á landi, skal stjórn hennar hafa rjett
til að skipa stjórn spitalans.einum manni úr flokki
reglunnar. Landshöfðingi semur eptir tillögum frá
yfirstjórn spitalans reglugjörð fyrir hann og er-
indisbrjef fyrir þjónustumenn spitalans.
16.
Um rjett kaupmanna til að verzla með
áfengi.
1. gr. Borgarabrjef til verzlunar, er hjer
eptir verða útgefin, veita ekki rjett til verzlunar
með neins konar áfengi.
2. gr Vilji einhver, sem leyst hefir borgara-
brjef til verzlunar í kaupstað eða löggiltu kaup-
túni, öðlast rjett til áfengissölu með þeim tak-
mörkunum, sem settar eru i lögum 10. fehr. 1888,
skal hann senda bæjarstjórn eða hreppsnefnd i
þeim kaupstað eða hreppi, er í hlut á, slcriflega
hæn um það, og skal hreppsnefndin síðan hera
málið undir atkvæði hreppshúa á hreppskilaþingi,
og þarf þá til þess að leyfið verði veitt' meiri
hluta atkvæða hreppshúa þeirra, er atkvæðisrjett
eiga í sveitamálum, og auk þess samþykki meiri
hluta hreppsnefndarinnar. I kaupstöðum skal
leggja málið fyrir almennan fund atkvæðisbærra
bæjarmanna, og þarf þá meiri hluta atkvæða
þeirra hæjarhúa, er atkvæðisrjett eiga i hæjar-
rnálum, til þess að samþykkja leyfið, og auk þess
samþykki meiri hluta bæjarstjórnarinnar. Leyfið
gildir til eins árs. — Sýslumenn eða bæjarfógetar
gefa út leyfisbrjefið, og skal fyrir það greiða
100 kr., er renna í landssjóð.
»Ávarp til Islendinga«. Misritazt hafði
undir það (sjá siðasta hl.) »Neðri deild alþingis«
i stað »Alþingi«.
Holdsveikisspítalinn. Nú er byrjað á
grunni undir spitala í Laugarnesi og langt kom-
ið að rífa biskupsstofuna - gömlu. Bald timhur-
meistari frá Khöfn, er verið hefir hjer i sumar
við hleðslu vitanna, hefir tekið að sjer grunninn.
G. Thordal kom enn af nýju í ljósmál hjer i
gærkveldi, á allstóru gufuskipi, nær 300 smál., er
Bradford heitir, skipstj. Gordon, með kolafarm
enskan og ætlar að kaupa sjer 200 hesta.
Settnr sýslumaðnr i Ilúnavatnssýslu frá 1.
þ. mán. er Gísli Isleifsson, cand. jur. og mála-
færslumaður við yfirrjettinn.
Þakklæti til þin«rsins frá Odd-Eellow-regl-
unni, fyrir kurteislegar viðtökur og viiðulegar,
ritaði dr. Petrus Beyer fyrir sig og þá fjelaga
með póstskipinu um daginn forsetanum i samein-
uðu þingi, herra bisknpi Hallgr. Sveinssyni.
Maður ilrukknaði sunnudag 29. þ. m. af
heyflutningsbáti milli Kjalarness og Reykjavíknr,
Asmundur Magnússon, frá Steinum við Reykjavík.
Þeir voru 2 á, og bjargaðist hinn á heysátu, er
rak að landi i Viðey eptir 3 stundir, frá því er
báturinn sökk undir þeim.
Þerrikafli greinilegur nú loks byrjaður, með
höfuðdegi. En æði-kalt.
Vesta, landsskipið, lagði af stað vestur fyrir
land og norður 30. f. mán., eins og til stóð, með
allmarga farþega, þar á meðal nokkra alþingis-
menn.
Bremnæs, strandferðabátur Austfirðinga, er kom
að austan i vikunni sem leih með nokkra farþega
(kaupm. Otto Tulinius af Papós, kaupmann Vigfús
Sigfússon frá Vopnafirði o. fl.), fór aptur sömu
leið í fyrri nótt og með honum nokkrir austan-
þingmennirnir, aðrir fóru landveg.
Nordkap, gufuskip þeirra Zöllners og Vidalins,
er hjer kom i fyrri vikn, fór aðfaranótt sunnudags
með hrossafarm til Englands.
yt Farstjóri D. Thomsen sigldi með þvi skipi
snöggva ferð í erindum landssjóðsútgerðarinnar,
að tryggja sjer góða reglu með aukaskipin, sem
fara eiga haustferðirnar í stað »Vestu«, meðan
hún annast fjárflutningana til Frakklands.
t Alþingi 1897.
Samræmið i þingi þessu
— það verður til smátra nytja —
það var keimlíkt katta messu,
er kettir á nóttum úti flytja.
i s.
Orjfelharmonium
frá 125 kr. tilbúin í vorum eigin verksmiðjum.
Fengu silfurmedalíu í Málmey 1896. Auk
þess höfum vjer harmóníum frá hinum beztu
þýzku, amerísku og sænsku verksmiðjum.
Vjer höfum selt harmóníum til margra kirkna
á íslandi og prívat-kaupenda. Hljóðfærin má
panta hjá kaupmönnum eða hjá oss sjálfum.
Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn V.
Því optar sem jeg leik á orgelið í dómkirkjunni,
þess betur likar mjer það.
Reykjavik 1894.
Jónas Helgason.
Lárus G. Lúðvíkssoii
Ingóifsstræti 3.
Hefir nú fengið mjög miklar birgðir af skó-
fatnaði af allskonar gerð, svo sem:
Kvenn-fjaðraskó, hnepta skó, reimaskó, sum-
ar-skó svarta, sumarskó gula, lakkskinnskó,
brúnelsskó, flókaskó, morgunskó, og margar
fleiri tegundir.
Unglinga-fjaðraskó, reimaskó, ristarskó,
hnepta skó.
Barna-fjaðraskó, reimaða ristarskó, reim-
uð stígvjel.
Karlmanns-fjaðraskó og morgunskó.
Eins og að undanförnu flyt jeg að eins hald-
góðan skófatnað, sem jeg sel svo ódýrt sem
auðið er.
Gjörið svo vel að líta inn til mín áður en
þjer festið kaup annarsstaðar, því hvergi mun
fást betri skófatnaður eða betra verð.