Ísafold - 04.09.1897, Blaðsíða 2
251
Fullkunnugt er, að útlendir fiskiútvegsmenn
og auðmenn hafa ávallt augastaö á hinni miklu
fiskimergð við Island, og hafa verið gerðar
jmsar tilraunir til að fá fiskiútvegsforkólfa í
Kaupmannahöfn til þess að vera með að koma
á legg mikils háttar fiskiveiðafjelagsskap und-
ir dönsku flaggi með mestmegnis utanríkis-
höfuðstól, í því skyni að fjenjta sjer íslenzk
fiskimið á sem hagfeldastan hátt, með því að
hafa byggistöð á landi á Islandi. En hingað
til hefir þessum utanríkis-tilboðum verið vísað
á bug, í þeirri von, að þess verði eigi langt
að bíða, að íslenzkir og danskir auðmenn taki
að sjer í sameiningu að færast það í fang, að
hagnvta sjer til hlítar og með fullri orku hina
miklu auðsuppsprettu, sem sjórinn er kring um
ísland; það er synilegur stórgróðavegur og ó-
brigðul framfaraleið fyrir landið. Að gefa sig
við Englendingum, Þjóðverjum eða öðrum mik-
ils háttar fiskiþjóðum væri miður ráðið; það
ættu að vera eingöngu danskir og íslenzkir
borgarar, sem færðust í fang mikils háttar
fiskiveiðafyrirtæki á Islandi.
Ef svo væri, að einhverjir vildu á Islandi
gera tilraun með háfnetaveiðar á opnum bát-
um, þá er vel komið að jeg liðsinni þeim og
fræði þá viðvíkjandi útvegun á veiðarfærum
o. s. frv.
Khöfn 16. ágúst 1897.
Kr. Mikkelsen-Vendsyssel.
Frá alþingi.
Lög frá alþingi.
Af þeim 47 lögum, er þingið laukvið, hafa
17 þegar verið prentuð orðrjett hjer í blað-
inu, þau er flest varða einna helzt almenning.
Þau eru að vísu eigi talin nema í 16 tölu-
liðum, og hefir af misgáningi skotizt yfir að
setja tölulið við ein og þar með fallið einnig
úr sjálf fyrirsögnin,, um breyting á lögumum
lausafjártíund frá 12. júlí 1878. Þaustanda
í 59. tbl., bls. 235.
Hin 30, sem þá eru eptir, verða að eins
nefnd og getið lauslega innihalds þeirra.
18. Afangatsaðir. Syslunefndir mega lög-
gilda áfangastaði og veita árlega þóknun úr
sýslusjóði fyrir áganginn.
19. —20. Argjöld brauða. Argjaldi til
landssjóðs af Holtsprestakaili undir Eyjafjöll-
um (100 kr.) ljett af því og ennfremur gefn-
ar upp 1300 kr. af skuld þess út af bygg-
ingu Asólfsskálakirkju. Með öðru lagaboði
skipað að endurborga Hólmapresti í Reyðar-
firði eptirlaunin til uppgjafaprests þar far-
dagaárin 1893—94 og 1894—95, og árgjaldið
í landssjóð af því brauði fært niður í 400 kr.
(úr 600); sömul. eptirlaunum Ijett af Stað á
Reykjanesi frá fardögum 1897.
21. Bólusetn ngar. Hert til muna áþeirri
löggjöf, og læknum falin bólusetning, þó með
hjálp aðstoðarbóiusetjara, skipaðra af amt-
manni með ráði landlæknis.
22. Brúar jald. Syslunefndum veitt heirn-
ild til að leggja sjerstakt gjald á sýslubúa til
að gjöra brýr yfir ár í sýslunni og halda
þeim við, þó ekki meira en 5 a. fyrir hvert
lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann í
sýslunni, nema með samþykki 2/3 nefndar-
manna og amtsráðsins.
28. Brœðrasjóði Reykjavíkurskóla ánafnað
2 kr. gjald það, er greiða bar við burtfarar-
próf þaðan til bókasafns skólans.
24. Búnaðarskólagjaldið eptir tilsk. frá
1872 úr lögum numið, gegn jöfnu árlegu til-
kalli fyrir búnaðarskóla þá, sem nú erustofn-
aðir, til jafnaðarsjóðanna. Gjöld til jafnaðar-
sjóða greiðist úr sýslusjóðum, eptir samanlagðri
tölu lausaíjár- og fasteignarhundraða að2/3,enað
V» eptir tölu verkfærrakarlmanna i hverju sýslu-
fjelagi um sig. Eptir sama mælikvarða skal
jafna niðr.r á hreppsfjelögin gjöldum til sýslu-
sjóðanna.
25. Eimskipsútgerð landssjóðs frestað um
5 ár frá næstu áramótum.
26. Eptirlaun. Ný lög um þau samhljóða
því, sem samþykkt var á þinginu 1895.
27. Fjárlög 1898—99. Helztu nýmæli í
þeim áður tilnefud, nema samgöngufyrirmæl-
in (sjá síðar).
28. Fjáraukalög 1894—95. Rúm 5 þús.
kr. veitt til ýmissa smáútgjalda.
29. Fjáraukalög 1896—97. Með þeim 22
þús. kr. viðbót við fjárlagaútgjöldin þau ár,
þar af 10 þús. kr. til flutningabrauta, 5y2
þús. til nýrra ljósfæra í Reykjanesvitann, 3
þús. til vegagerðar að holdsveikraspítalanum
fyrirhugaða í Laugarnesi.
80. FLoldsvcikra aðgreining frá öðrum
mönnum m. m. Ymsar varúðarreglúr: ekki
samrekkja öðrum, ekki hafa matarílát og borð-
búnað saman við aðra, ekki • hafa þvotta af
þeim saman við annara, ekki stunda börn,
ekki þjóna óholdsveikum mönnum, ekki vinna
að matreiðslu fyrir aðra en sjálfa sig, ekki
fara að nauðsynjalausu á aðra bæi nje taka
á móti gestum. Brenna umbúðir af sárum
þeirra eða sjóða í vatni ‘/2 stund. Holdsveika
menn, er njóta sveitarstyrks, skal setja á
holdsveikraspítala, ef læknir telur nauðsyn á;
aðra holdsveika má og amtmaður í einstökum
tilfellum skipa að flytja þangað. Þó skulu
hjón eigi skilin að nauðugu, ef hjá verðurkom-
izt. Kostnaður allur af spítalavistinni greið-
ist úr landssjóði. Flutning þangað greiða fá-
tækrasjóðir fyrir þurfamenn sína eða ómaga.
31. Lagaskóli. Sama frv. og frá þinginu
1895. Tveir kennarar, með 2800 kr. launum;
1000 kr. til aukakennslu.
32. Land'-reikningur 1894—95. Tekjur
1406 þús. (áætl. 1147 þús.), gjöld 1203 þús.
(áætl. 1181 þús.), afgangur 203 þús.
Viðlaga.sjóður rúmar 924 þiis. 1 árslok 1895,
en peningaforði landssjóðs þá nær 466 þús.
og 100 þús. á hlaupareikningi í landsbankan-
um.
33. Lceknaskipun. Landinu skipt í 42
læknishjeruð (er síðar munu tilgreind), ' í 4
launaflokkum: 1900 kr. (kaupstaðirnir 4), 1700
(4), 1500 (9) og 1300 (25). Eptirlaun lækna
% af launum og 20 kr. fyrir hvert embættis-
ár. Dagpeningar lækna á ferðum 3 kr. (hverj-
ar 12 stundir), auk ókeypis flutnings. Lækn-
isráð 35 a.—1 kr.
34. Makaslcipti má hafa á 7 hundr. lands-
sjóðseign í Nesi í Norðfirði fyrir kirkjujörð-
ina Grænanes í sama firði.
35. Seyðisfjarðarkaupstaður. Lög um að
stofna þar byggingarnefnd.
36. Skjálfandafljótsbrýrnar. Teknar í eign
og umsjón landssjóðs. Endurborgun lánsins
til þeirra fellur niður.
37. Sóttvarnir. Patreksfirði (Vatneyri og
Geirseyri) bætt við hafnir þær, er öll skip
eiga að koma fyrst við á frá sýktum stöðum
samkv. sóttvarnarlögum 17. des. 1875, en
Stykkishólmur nuroinn úr þeirra flokki.
38. Söfnunarsjóðurinn. Starfsmönnum
hans ætluð nokkur árleg launaþóknun af fje
þvx, sem ætlað er til kostnaðar við sjóðinn,
og varasjóði: bókara og fjehirði 100 kr. hvor-
um, endurskoðara 50 kr.; ennfr. fjehirði ‘/5 af
þúsuud fyrir mistalningaráhættu. Svo má og,
þegar efni sjóðsins leyfa, með samþykki lands-
böfðingja veita framkvæmdarstjóra 200 kr. árs-
þóknun og gæzlustjórum 50 kr. hvorum.
39. Varasýslunefndarmenn m. m. Kjósa má
frá næstu áramótum varasýslunefndarmenn í
öllum hreppum á landinu, er komi í stað
sýslunefndarmanna í forföllum þeirra. Sýslu-
nefndir mega leyfa, að hreppsnefndarkosning-
ar fari fram á hausthreppaskilum.
40. Veðskuldbindinga-afmáun. Sams kon-
ar lög og gerð voru fyrir nokkrum árum til
að ónýta og afmá úr veðmálabókum 20 ára
görnul veðskuldabrjef í fasteignum, með opin-
berri stefnu og ónýtingardómi.
41—46. Verzlunar*taðir nýir, 5 að tölu,
löggiltir: Fjörður í Múlahreppi í Barðastrand-
arsýslu, Grafarnes við Grundarfjörð, Haganes-
vík í Fljótum, Hallgeirsey í Landeyjum og
Hjalteyri við Eyjafjörð. Ennfremur stækkuð
verzlunarióðin á Nesi í Norðfirði.
47. Órnólfsdalsá. Veittar 14,000 kr. til
að brúa Ornólfsdalsá við Norðtungu.
Sanigöngur á sjó.
Eins og kunnugt er hætti þingið við lands-
skipsútgerðina og gerði 5 ára samning við er-
indreka hins saraeinaða gxifusltipafjelags um
að halda uppi 5 ár ekki einungis millilanda-
ferðum og venjulegum strandferðum, heldur
einnig gufubátaferðum tvo vegu frá höfuð-
staðnum, vestur fyrir land og austur til þess
að horna smáfirði og víkur, gegn 55,000 kr.
árstillagi fyrstu árin, en síðan 50,000 kr., en
að öðru leyti með þessum nánari skilyrðum:
Veitist með þeim skilyrðum, að fjelagið
haldi uppi stöðugum gufuskipaferðum milli
íslands á eixia hlið og Danmerkur og Stóra-
Bretlands á hina, og umhverfis ísland, þannig:
I.
1. Ferðir milli landa sjeu ekki færri en 16-18
hvert ár.
2. Hringferðir á millilandaskipum sje gerðar
frá 1. marz til 31. októbei’, og auk þess
ein ferð til Vestfjarða í janxiar eða febiuiar.
3. Hringferðir þær skulu vera að minnsta
kosti 6 kringum landið fram og aptur
(=12 ferðir).
4. I 3 hringferðum fram og aptur skulu vera
viðkomustaðir hinir sömu og í 7. og 12.
ferðinni 1 frumvarpi til ferðaáætlunar, er
fylgir stjórnarfrumvarpi til fjárlaga fyrir
1898 og 1899.—Tvær af þessum ferðum
skulu vera önnur í marzmánxtði og hin 1
októbermánuði. I ferðunum til Vesturlands-
ins, sem skulu að minnsta kosti vera 3,
skulu einnig vera sömu viðkomustaðir og
í nefndu frumvarpi. Hinar aðrar hring-
ferðir skulu vera hraðari, og skulu þá
aðalviðkomustaðir vera í hverri ferð:
Reykjavík, Isafjörður, Akureyri og Seyðis-
fjörður, og mega skipin ekki koma við á
fleiri stöðum auk þeirra en 3—5 til skiptis
í hverri ferð.
5. Fyrsta hringferð sje hafin 1. marz. Ein
sje gerð um lok ágústmánaðar og framan
af september, og hin síðasta eptir miðjan
október
II.
1. Tveir strandbátar, yfirbyggðir, og nægilega
stórir, eptir því sem stjórnin samþykkir,
moð farþegarúmi fyrir minnst 10—20 i 1.
farrými og 30—40 í öðru farrými, gangi
stöðugt kringum landið frá 15. apríl—31.
október, annar milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar austan um land, og hinn milli sömu
staða vestan um land.