Ísafold - 18.09.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.09.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinnieða tvisv.i viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða l*/j doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis íyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgef'anda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 18- sept- 1897- 67. blað. Bitfregn. Islándische Dichter der Neuzeit, von J.C. Poestion. Leipzig, G. H. Meyer 1897. Svo er stuttlega titill bókar þessarar, en allur hljóðar hann þannig á voru máli: »Islenzk skáld nýrri alda með lýsingum (Karakteristiken) og þeirra kveðskapar sýnishornum ásamt yfirliti yfir andlega lífið á Islandi frá því um siðaskiptin«. Þetta ritverk hins fræga höfundar er nú full- prentað, nema registrið m. m., aptan við, og liggur því fyrir til álita. I stuttu máli má segja, að eins og það er mikið að vöxtum(31 örk þjettprentuð 1 stærðarbroti), eins er það mikilsvert að kostum, enda hefir höf. unnið að því nú um nokkur ár í hjáverkum sínum (hann er bókavörður hinnar keisaralegu inn- anríkisráðherrastjórnar í Vínarborg) með þeirri frábæru elju og starfsemi, sem honum er lag- in, og vjer megum bæta við: með þeirri skörpu yfirlits- og sameiningargáfu, sem með þurfti til að koma efninu í skipulega heild með innra samanhengi. Að höfundinum hefir tekizt þetta svo vel, er þeim mun aðdáanlegra, sem hann hefir aldrei til Islands komið og hefir því kunnugleika sinn allan á oss og bók- menntum vorum úr ritum og upplýsingum þeim, sem hann hefir safnað og útvegað sjer úr ýmsum áttum. Það er óhætt að fullyrða að ekkert jafnyfirgripsmikið og að öllu sam- töldu jafngott hefir hingan til verið ritað um nýrri bókmenntir vorar, sjerstaklega hinar skáldlegu, hvorki á vora tungu nje á útlendar, og eflaust langt að bíða þess, að önnur bók um sama efni komi, sem þrýsti þessari úr sæti. Það, sem dr. Ph. Sohweitzer ritaði um nýrri bókmenntir vorar í »Geschichte der Skandi- navischen Litteratur« getur, að því ólöstuðu, ekki komizt í samjöfnuð við þessa ýtarlegri og grundaðri fráskýringu Poestions. Að öðru leyti verðum vjer hjer að minna á það, og það verður ekki of opt tekið fram, að það eru Þjóðverjar, sem á undan öllum öðrum og ná- lega einir hafa gefið nýrri bókmenntum vorum gaum og verið óþreytandi í því að vekja eptirtekt manna á þeim, og það svo hlýlega í vorn garð, að það verður aldrei nógsamlega viður- kennt. Þó það sje aðallega verkefni bókar þessarar, að skýra frá íslenzkum skáldskap á seinni öld- um, þá er það samt þannig gert, að glögglega er sýnd afstaða hans við ástand og aldafar á þessu tímabili. Andlega lífinu yfir höfuð, og bókmennta lífinu í heild sinni, er vandlega lýst og einnig vel skýrt frá áhrifum þeim, sem bókmenntir vorar hafa fengið frá bókmenntum annara þjóða, en það hefir helzt vantað að því atriði væri nægilega gaumur gefinn af þeim, sem áður hafa ritað um þetta efni. I því hvernig þetta er gert lýsir sjer hin mikla víðlesni og skarpleikur, höf. Er því bók þessi mjög fræðatidi einnig fyrir Islendinga sjálfa, sem alls ekki eru svo fróðir um sínar eigin bókmenntir sem skyldi, enda hafa þar fátt til fræðslu á tungu sjálfra sín nenia örstutt ágrip, eða einstakar ritgjörð- ir, allt í nxolum og á víð og dreif. Hjer er öllu þessu safnað á einn stað í beztu niðurröð- un og samanhengi. Kvæða sýnisliorn í þj^ðingum flytur bókin, samtals eptir 28 skáld, flestöll þýdd af höf. sjálfum, sem er ágætur þýðari, en nokkur einnig eptir aðra (Baumgartner, Ph. Schweitzer, Kuchler, Hugo Meltzl, ungfrú L. Breisky). Þýðingarnar eru allar vel, af hendi leystar og stunar snilldarlega. Alls eru sýnishornin kring- um 100. Æfiágrip skáldanna eru mjög vel og vand- lega rituð, og að þvl er dóma höf. snertir, lýs- ir sjer hvervetna viðleitni hans aðbyggjaþáá rökum, þó vitanlega geti orðið skiptar skoðanir um þá. En hver gerir í því eíni svo öllum líki? Fáeinar villur eða ónákvæmni koma fyrir, en það er sízt tiltökumál í jafnstórri bók, enda eru ekki villurnar þess kyns, að þær snerti hið verulega í hinu ágæta verki. Höf. hefir áður (1885) ritað stóra bók og merka um Is- land (»Island und seine Be\vohner«), sem vjer höfðum alla ástæðu til að vera honum þakk- látir fyrir, en ekki erum vjer það síður fyrir þessa, sein enda tekur hinni fram, þó góð sje, og er oss til handa eins konar minnisvarði, sem að minnsta kosti gerir þeim erfiðara fyr- að halda fram sinu máli, sem neitað hafa fram á þennan dag, að nýíslenzkar bókmenntir sjeu til. Þessi bók er í fremstu röð til að sanna öðrum þjóðum tilveru þeirra bókmennta, og vjer fögnum bókinni með sama þeli til höf. sem hún er rituð af til vor, og óskum að sem flestir á voru landi kynni sjer hana og læri að meta hana. t. Viösjál yiðskipti. Lengi hafa kaupskapar-skottuferðir hr. G. Thordals hingað til lands þótt bæði brall- kenndar og ráðlauslegar í meira lagi. En þó hefir eigi kastað tólfunum fyr en í þetta sinn. Hrossakaupaferðin hingað um daginn átti að vanda að vera að eins upphaf annars meira, og þetta »meira« er í þetta sinn mikils hátt- ar fjárkaup hjer í haust og' kjötsala til Nor- egs, þó að undangenginni annari hrossakaupa- ferð hingað um næstu mánaðamót. En með því að ljettir voru vasarnir að beinhörðum peningum, eins og við hefir brunn- ið löngum um kaupskapar-fimleikamann þenn- an, ljettari en hjá Coghill sál. fyrrum, og þurfti því að fá hrossin að láni hjá bændum, — kolafarminum varið til þess að losa eldri skuldir, einkum frá í fyrra —, þá var sú saga látin ganga um sveitir, að hr. Thordal ætti hjer í landsbankauum fyrirliggjandi ekki minna en 66,000 kr., er ættu að ganga til fjárkaupa í haust. Sumstaðar hljóðaði sagan á þá leið, að liann hefði komið með ávísun frá einhverjum útlendum (norskum) banka fyrir því fje eða þar um bil. Hvort sem held- ur var, þá átti það auðvitað að sýna, að ó- hætt væri að lána manninum annað eins lítil- ræði og ein 200 hross. Andvirði þeirra mátti ekki taka af þessum 66 þús. kr., vegna þess, að þeir peningar áttu eingöngu að fara fyrir fjeð, en skuldvissum reglumönnum jafnan fjarri skapi að taka frá einni kirkjunni og gefa hinni. En skilyrðið fyrir því, að honum væri kleyft að koma síðar meir eptir fjárfarminum, var, að hann þyrfti nú ekki að fara erindis- leysu hiugað eptir hrossafarmi. Hann þyrfti að geta verzlað með hann erlendis og fengið aptur í skipið steinolíu, kaffi og sykur, til að hjálpa bændum um hjer með gjafverði, og þá um leið taka hjá þeim nýjan hrossafarm. Þannig löguð eða því um lík flaug fegins- sagan hjer um sveitirnar, sagan um bjargvætt- ina Thordal, sem aldrei brygðist, þegar mest ríður á, verzlunarókjörin væru tilfinnanlegust, fjársöluvon lítil sem engin og þó með afar- kostum. Sagan um 66 þús. króna innieignina í bank- anum er einber hjegómi, svo að vjer nefnum hann eigi ljótara nafni. Og jafnóáreiðanlegt er hitt, um ávísunina frá útlendum bauka. Munurinn er sá einn, að undir þeim tilbún- ingi er ofurlítið hem, þótt ekki haldi það samt flugu, hvað þá heldur þyngri skepnum. Þetta hem er brjef frá kjötsala í bæ einum í Noregi um að hann sje fús á að gera það, sem allir kaupmenn um allan heim annars eru fúsir að gera: að annast sölu á þeirri vöru, er þeir gera sjer að atvinnu að verzla með. Haun tjáir sig fúsan á að taka að sjer sölu á kjötfarmi hjeðan, þangað komnum, allt að 2000 tunnum af saltkjöti. A þetta skjal hefir svo bankastjóri í sama bæ ritað, að hann mundi, ef til kæmi, borga eitthvað út á þenna kjötfarm, fyrir kaupmannsins hönd, þegar hann sje kominn hjer á skipsfjöl. Ekkert, hversu mikið eða hvernig. Engum staf beint að bankanum hjer eða bankastjórninni, bein- línis nje óbeinlínis. Það segir sig því sjálft, að hún hefði verið viti sínu fjær, ef hún hefði farið að svara eyri út á þannig lagað skjal. Það var og er blátt áfram einskis virði sem verðskjal. Hefði verið reglulegur samningur gerður milli nr. Thordals og þessa norska kaup- manns, þci var nokkuð öðru máli að gegna. En þetta er ekki nema eins og hvert annað prívat-brjef, skuldbindingarlaust í alla staði, hvað ákveðin peningaútlát snertir. Eða hefði komið skýlaust heityrði, einhvern veginn lagað, frá bankanum norska um greiðslu ákveðins gjalds t. d. fyrir hverja kjöttunnu, flutta á skipsfjöl hjer, þá var öðru máli að gegna. Það hefði landsbankinn getað tekið til greina og gert peninga úr. Enda hefir nú bankastjórnin hjer skrifað norska bankanum fyrirspurn um þetta mál, og hugsar sjer sjálf- sagt að eiga skipti við hann með áminnztu móti, svo framarlega sem svarið verður nógu greinilegt. En fráleitt þarf að hugsa til, að hinn norski banki láti sjer detta í hug að greiða meira út á kjötið fyrir fram en svo, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.