Ísafold - 18.09.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.09.1897, Blaðsíða 2
266 hann sjái sjer full-borgið, hversu laklega sem salan kynni að takast. Með öðrum orðum, ekki líklegt, að hjer fengist með þeim hætti svarað út á kjötfarminn meiru en helmingi þess verðs, sem seljendum er gefin von um að fá. Þá eru eptir gærur, mör og »slátur«, sem hætt er við aö ekki muni komast í hátt verð hjer, þegar allir eru bvinir að birgja sig upp til vetrarins, því að fyr getur fjárkaupa- skip Thordals fráleitt orðið hjer á ferð, úr því að n/ hrossakaupaferð á að vera um garð gengin áður, með hálfs mánaðar bið hjer, með- an veriö er að halda hrossamarkaði o. s. frv. Enn eiga bændur það á hættu, ef einhver farartálmi hreppir hr. Thordal, svo sem við hefir borið áður, og síöast í fyrra, að þurfa þá að reka fje sitt heim aptur með miklum holdföllum og illa til reika. Það eru því miður ekki skemmtilegar horf- ur fyrir bændur með fjársölu í haust, og væri þess vegna harla mikilsvert, ef þessi ráðagerð Thordals með kjötsölu í Noregi gæti blessazt og komið að haldi. En líkurnar til þess eru nauöalitlar. Fyrst og fremst grundvöllurinn undir þessum Thordals-viðskiptum svo ákaf- lega ótraustur, sem nú hefir s/nt verið og nokkur reynsla er um að undanförnu. I ann- an stað Noregur nú, eptir að kjöttollurinn er á kominn þar, einhver óliklegasti staður til að fá nokkurt viðunanlegt verö fyrir þessa vöru. Ríkisráðs-flækjuniar. Skaölegur misskilningur er það, sem kom- izt hefui inn hjer á landi um meðferð mál- anna í ríkisráðinu. Hann er svo almennur, að jeg held að óhætt sje að fullyrða, að flest, ef ekki öll blöð landsins, sem nokkuö hafa verulega rætt stjórnmál, hafi glæpzt á honum fyr eða síðar og beinlínis eða óbeinlínis stutt að því að breiða hann út. Nú er hann orðinn að undirstöðuatriði í löngum og hörðum um- ræðum, munnlegum og prentuðum, og að aöal- mótbárunni gegn stjórnarbót þeirri, sem oss bauöst í sumar. Og mjer er ekki kunnugt um, að honum hafi nokkurn tíma veriö af- dráttarlaust mótmælt. Þó getur verið, að það hafi verið gert á þingi í sumar, án þess jeg hafi orðið þess var. Misskilningurinn er þessi, að málin sjeu borin undir atkvæði ríkisráðsins; þar sjeu þau samþykkt eða felld, eptir því sem verk- ast vill, og minni hlutinn verði svo að sætta sig við úrslitin, alveg eins og minni hlutinn á þingi verður að gera þar. Samhliða þess- um misskilningi hefur og sú ímyndun verið, að þessi ríkisráðssamþykkt væri óhjákvæmileg til þess, aö lög eða mikilsvarðandi stjórnarráð- stafanir geti öðlazt gildi. Ef menn hefðu hugsað máliö vandlega, mundu þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi meðferö málanna væri nokkuð undar- leg. Hún gæti naumast samr/mzt konungs- valdinu, þótt aldrei nema það sje bundið. Amiaðhvort hefði konungurinn atkvæði í ríkis- ráðinu, rjetteins og hver ráðgjafanna, og yrði að sætta sig við að verða í minni hluta, þegar svo bæri undir. Eða hann hefði ekkert at- kvæði, og þá væri hann að sjálfsögðu eins og viljalaust verkfæri, sem meiri hluti ríkisráðs- | ins notaði til þess, að innsigla samþykktir ■ sínar. Hver, sem vill hafa fyrir því að kynna sjer 16. greinina í grundvallarlögum Dana, getur fyrirhafnarlítið gengið úr skugga um, að þessu er allt annan veg farið. Þar er kveðið svo á, að öll lög og mikils- varöandi stjórnarráðstafanir skuli ræðast (for- handles) í ríkisráðinu. A atkvæðagreiðslu er ekki minnzt. Hlutaðeigandi ráðgjafi flytur í ríkisráðinu mái þau, er hann hefur til meðferðar. Sjái ein- hver hinna ráðgjafanna nokkurn hæng á því, að málunum verði framgengt, er hann skyldugur til að mótmæla. Annars er litið svo á, sem hann hafi verið flutningsmanni samdóma. Þetta er gert í því skyni, að girða fyrir það, að nokkur ráðgjafi geti umræðuláust beitt gjörræði, brotið gegn grundvallarlögun- um, eða framið önnur afglöp. En atkvæða- greiðsla fer engin fram. Og konungi er í sjálfs vald sett, hvern kostinn hann k/s, ef um fleiri er að ræða. Hann veröur aðeins að fá einhvern ráðgjafa til þess að bera ábyrgð- ina. En við skoðanir meiri hlutans í ríkisráð- inu er hann alls ekki bundinn. Það virðist liggja í augum uppi, hvað það er, sem villt hefur skoðanir Islendinga í þessu efni. Það er ráðgjafaráðið (Ministerraa- det). Sextánda gr. grundvallarlaganna segir, auk þess, sem áður er frá sk/rt, að sje kon- ungur forfallaður frá að halda ríkisráð, geti hann látið ræða málin í ráðgjafaráðinu. Þar er stjórnarformaðurinn forseti, þar sem aptur á móti konungurinn er forseti ríkisráðsins. I ráð- gjafaráöinu fer fram atkvæðagreiðsla, og ræður þar afl atkvæöa. En við þá at- kvæöagreiðslu er konungurinn ekki bundinn. Það er á hans valdi, hvort hann vill fallast á samþykktir ráðgjafasamkundunnar, eða hann lætur taka málin upp af n/ju til meðferðar í ríkisráðinu. Jeg vona, að það, sem að ofan er sagt, s/ni, að afstaða hinna einstöku ráðgjafa gagn- vart ríkisráðinu sje nokkuð önnur en /msir —mjer liggur við að segja flestir—Islending- ar hafa gert sjer í hugarlund. Afdrif mála þeirra, sem þeir flytja, eru ekki komin undir neinni atkvæðagreiðslu i ríkisráðinu. Kon- ungur getur gefið þeim fullnaöarsamþykki, jafnvel þótt meiri hluti rxkisráösins sje þeim andvígur. Enda þótt Islands-ráðgjafinn hefði ekki neina sjerstöðu í ríkisráðinu, en afstaðahans gagnvart því væri alveg hin sama eins og dönsku ráð- gjafanna, þá ætti hann, eins og jeg hef s/nt fram á, allt öðruvísi aðstöðu þar en venjulega hefur verið ráð fyrir gert. Það væri ekki lík- legt, að danskir ráðgjafar mundu hlutast mik- ið til um Islands-mál. Væri þeim ætlað að greiða atkvæði um þau, mætti búast við tals- verðum afskiptum. Það er sennilegt, að þeir teldu þá skyldu sína að afla sjer einhverrar sjálfstæðrar skoðunar um mál vor og svo halda þeirri skoðun fram. En þeim væri alls ekki ætlað að greiöa um þau atkvæði. Og svo bætist það ofan á, að afstaða íslands- ráðherrans gagnvart ríkisráðinu yrði allt önn- | ur en annara ráðgjafa þar. Því að sjermál vor eru á allt annan hátt aðskilin frá dönskum málum heldur en t. d. mál þau, sem innanríkisráðgjafinn fjallar um, eru aðskilin frá málum dómsmálaráðgjafans. »í öllum þeim málum, sem............varða ís- land sjerstaklega, hefir landiö löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«, segir stjórnarskráin. Þessu neitar enginn, ekki heldur neinn danskur maður. Og mjer vitanlega heldur enginn dansk- ur maður því fram, að danskir ráðgjafar eigi að fjalla um sjermál Islands. Að því er næst verður komizt, er þeim ekki haldið í ríkisráð- inu í því skyni, enda lægi ekki í augum uppi, hvernig það yrði varið. Þeira er haldið þar til tryggingar fyrir því, að íslenzk löggjöf og stjórn fari ekki út fyrir valdsvið sitt nje stofni stjórn Dana í neinn vanda. Því fer þess vegna svo fjarri, að dönskum ráðgjöfum sje ætlað að greiöa atkvæði um sjermál Islands, eins og allt af er veriö að stagast á, að vjer höfum engan rjett til að búast við að þeir ræði þau, enda þótt þau sjeu flutt í ríkisráðinu — nema þeir þyk- ist hafa ástæðu til að líta svo á, sem þau liggi utan við valdsvið íslenzku stjórnarinnar. Eng- in átylla hefir enn komið fram fyrir þeirri skoðun, að þeír hafi nokkurn tíma gert það. Og færi þeir að gera það, væri það sjálfsagt ákæruefni gegn Islands-ráðherranum, ef hann ekki beröist gegn sllkri hlutsemi með öllum þeim vopnum, sem staða hans leggur upp í hendurnar á honum. Corpus juris. Aðiarir botnverpinga. Þeir lágu tvennir í Garðsjó fyrstu vikuna af þessum mán., nótt og dag, langsamlega í landhelgi, eða á grynnstu miöum í Utgarði, er nefnast Kirkjumið og Pollar, rjett fyrir innan röstina, og mokuðuþar upp ókjörum af þorski. Þannig segja skilríkir menn frá að sunnan. Þeir bæta því og við, að einhverjir vinir botnverpinga á landi og stöðugir við- skiptamenn hafi vísað þeim á þessi mið, að sögn botnverpinga sjálfra; sagtþeim, sem var, að þar mundi vera uppgripaafli. En jafnskjótt sem sent var loks til yfirvalds að kæra botn- verpinga þessa, tóku þeir sig upp og hjeldu leið sína vestur í flóa. Enda hafði, þegar eptir að sendimaðurinn var lagður af stað, bátur sjezt róa á stað úr Keflavík íit til þeirra, ef til vill til að gera þeim viðvart um það. En um sama leyti kom þriðja botnvörpu- skipið eitthvað innan að og út til þeirra, og getur verið, að þeir hafi fengið vísbending frá því um, að Heimdallur mundi í nánd. Skrifaö ennfremur úr Njarðvík 8. þ. mán.: »Botnverpingar róta upp þeim fádæmum af þorski í Garösjónum, að enginn þykist hafa sjeð annað eins, verða opt að skera á vörp- urnar, því að þeir geta ekki innbyrt. Og einstakir menn sækja hvern farminn á eptir annan, en aðrir bölva botnverpingum og yfir- völdum vorum, sem bönnuðu stranglega allar samgöngur við þá í vor. En þefr, sem eng- um skipunum skeyta og fáum lögum hl/ða, raka saman auð fjár og bregða hinum um bleyðiskap. En ekki dugar að fara tómhend- ur til þeirra. Þeir selja stykkið á 5 a. til jafnaðar og taka nú ekki annað en peninga, en þeir eru nú ekki í höndum almennings. Þeir eru nú optast kringum Setur á daginn, en skafa upp undir þara á nóttum. Hver áhrif slíkt hefir á hina miklu fiskigöngu þarf ekki að lysa. Verndarengillinn(!) okkar, »Heim- dal«, hefir ekki sjezt hjer í' meira en heilan mánuð, þangað til í dag; þá kom hann suður á Borgarslóð, lá þar svo sem 2 stundir, fór svo beint inn eptir. Búið.«

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.