Ísafold - 22.09.1897, Blaðsíða 3
271
Gjöf Jóns Sigurðssonar.
Nær 12 þús. kr. er nú sá sjóður orðinn,
eptir skýrslu landshöfðingja frá í sumar. Frá
því á síðasta þingi hafði verðlaunanefndin
dæmt einni ritgerð verðlaun, 250 kr.: »ís-
lenzk Skáldmælafræði um 900 til 1300«, er
háskólakennari dr. Finnur Jónsson reyndist
vera höfundur að.
Mikils háttar dánargjöf.
Kvennaskóli á Vesturlandi.
Eins og vikið var á lauslega i minningarorðum
blaðs þessa eptir hina þjóðkunnu ágætiskonu,
frú Herdísi Benedictsen, er andaðist hjer í
bænum 23. f. m., hefir hún látið eptir
sig arfleiðsluskrá, þar sem hún meðal annars
gefur 3/4 hluti skuldlausra eigna sinna til
stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi er, á að
heita
Minning Herdísar og Ingileifar Benedictsen.
Gjöfin stendur undir stjórn landshöfðingja;
skal eigunum komið í konungleg skuldabrjef
og vextír lagðir við sjóðinn í 10 ár, og má
aldrei skerða þann höfuðstól. Þá skal enn
leggja upp vexti, þangað til landshöfðingi í
samráði við amtsráð vesturamtsins álítur fjeð
nægilegt til að setja skólann á stofn, þannig,
að hann geti t.ekið til starfa án þess, að höfuð-
stóllinn sje skertur.
Ákveðið er í arfleiðsluskránni, að fyrirkomu-
lag skólans skuli vera líkt kvennaskólanum í
Ytri-Ey. Skólinn á helzt að verða reistur í
einhverri af sýslunum við Breiðafjörð. Allar
ráðstafanir til að koma skólanum á fót og á-
kveða fyrirkomulag hans skulu gjörðar af
landshöfðingja í samráði við amtsráð vestur-
amtsins, og undir sömu stjórn stendur skólinn
með öllum eignum sínum, eptir að hann er
stofnsettur. Skólinn á að varðveita í einni
kennslustofunni myndir þeirra hjóna, frú Her-
dísar og Brynjólfs heitins kaupmanns Bene-
dictsens í Flatey, og Ingileifar heitinnar dótt-
ur þeirra.
Gjöfin mun vera um 40,000 kr., og verður
því eigi mjög langt að bíða fram yfir hin á-
kveðnu 10 ár, að stofnun þessi komist á fót
og taki til starfa.
Pukurs-giuningar.
Um þessar mundir er verið að ginna kjós-
endur hjer í höfuðstaðnum í pukri til þess
að skrifa undir eptirfarandi klausu, auðvitað í
því skyni að reyna með því að binda fyrir-
fram atkvæði þeirra við næstu kosningar:
Yjer undirskrifaðir kjósendur í Reykjavík álítum
ástæðu til þess, eptir þvi sem sjálfstjórnarmál Is-
lands stendur nú, að lýsa yfir megnri óánægju
vorri gegn efni og meðferð frumvarps þess til
stjórnarskrárhreytingar, er þingmaður Yestmanna-
eyinga gjörðist flutningsmaður að á síðasta þingi,
og treystum vjer þvi jafnframt, að kjósendur annars-
staðar á landinu muni vera sömu skoðunar sem
vjer um það, hve óvænlegt væri að ganga að
þeim breytingum á stjórnarfari landsins, sem frum-
varp þetta miðaði að, í stað þess, sam kaldið
hefur verið fram í stjórnarbótarkröfum þjóðarinn-
ar að undanförnu.
Reykjavík, í september 1897.
Olíklegt er, að margir gerist þau ginning-
arfífl, að skrifa undir þetta, ef þeir hafa fyrir
að hugsa út í, hvern leik þarna er verið að
leika með þá.
Stjórnarbót sú, sem oss var boðin á síðasta
þingi, er í klausu þessari sett andspænis »stjórn-
arbótarkröfum þjóðarinnar að undanförnu«.
Það getur ekki þýtt, sízt í munni þeirra
manna, sem fyrir undirskriptunum gangast,
neitt annað en landsstjórafrumvarpið
Ginningin er tvöföld.
Að öðru leytinu er verið að fá menn til að
skuldbinda sig til að hafna jafn-mikilsverðum
og ómissandi rjettarbótum sem þeim, er stóðu
til boða í sumar: að landið fái fyrir ráðgjafa
íslenzkan mann, sem mæti á alþingi og beri
íyrir því ábyrgð allrar stjórnarathafnarinnar
— rjettarbótum, sem jafnframt fela í sjer einu
hugsanlegu möguleikana fyrir víðtækari stjórn-
arbót en þeirri, sem oss hefir nú boðizt.
Að hinu leytinu er verið að koma mönnum
til að halda dauðahaldi í stjórnarskrárfrum-
varp, sem þjóðin er algerlega horfin frá, ef
nokkuð má ráða af þingmálafundunum v'it um
allt land í vor, frumvarp, sem ekki hefir meiri
byr á þinginu en svo, að eng.um manni, ekki
einu sinni Ben. Sveinssyni, datt í hug að koma
með það, frumvarp, sem hver heilvita maður
veit nú, að aldrei þokar stjóruarbótarmáli voru
eitt hænufet áfram, af því að stjórnin anzar
því aldrei með neinu öðru en bláköldu neii.
Með öðrum orðum: það er verið að þreifa
fyrir sjer eptir kjósendum, sem svo sjeu lítil-
sigldir, að það megi fleygja þeim niður í póli-
tiska mýrarfenið, sem Ben. Sveinsson er nú
kominn út í og nota þá fyrir undirstöðuhleðslu
í varnargarðinn hans gegn allri stjórnarbót
landsins.
Ekki er kynlegt, að leikurinn er í pukri
leikiun.
Gufuskipið »Jyden«, aukaskip landstjórn-
arinnar, kom hingað laugardag 18. þ. mán. frá
Khöfn og Skotlandi, með talsvert af vörum; en
enga farþega. Fer aptur í kvöld.
-Landsgufuskipið i>Vesta« lagði af stað
hjeðan snnnudagskveldið 19. þ. mán. norður til
Akureyrar og ætlaði þaðan með fjárfarm til
Frakklands. Með því fóru hjeðan norður skóla-
stjóri alþm. Jón A. Hjaltalín, lautinant Daniel
Bruun (fornleifafræðingur) og förunautur hans
ritmester Fonnesbeck-Wulff, stórkaupra. Jón Yidalin
og kona hans og fleiri.
Biddarakrossi dannebrogsorðunnar hefir kon-
ungur sæmt þá Torfa skólastjóra Bjarnason
í Olafsdal og prófast sira Yaldimar Briem
á Stóra-Núpi.
Kr. Jóhannesson á Eyrarbakka kaupir
íslenzk frímerki
fyrir mjöghátt verð, 1 til 100 a. fyrir stykkið.
Gott ísl. smjör
fæst ætíð hjá
C. Ziinsen.
Þetta eru framfarir!
NYJASTAVERZLUNIN
í BÆNUM.
Það er komin á fót NÝ VERZLUN í
Hafnarstræti 8,
sem selur allskonar vefnaðarvörur:
Hvítt ljerept í nærfatnaði og fleira.
Ljómandi sirs og tvisttau af nýrri gerð, mjög
hentuo't og fallegt í svuntur,
kjóla og alls konar barnaföt.
Mjög falleg Brússelar-gólfdúkar og Brússelar-
borðdúkar.
Allavega litt flauel, hentugt í kjóla og
kjólaskraut.
Allavega litt flos (Plyds), mjög gott og hlýtt
í KVENNSLIPSI.
Silkitau í svuntur handa stúlkunum,
músselín (netludúkur) hæstmóðins í kjóla
og svuntur, allavega litt Atlask í svuntur og
slipsi, tnjög falleg og ódýr.
Slipsin að eins 95 aura
Hvergi eins gott eftir verði.
Tilbúin silkihnýti (slips og humbug)
og »slaufur«, handa karlmönnum, og kragar,
flippar, mansjettur. Ljómandi fallegir silki-
borðar (silki-moraine). Þau fallegustu slipsi
handa ungum og gömlum konum og stúlkum,
sem sjezt hafa. Ágætt hálfldæði, dökkrautt,
dökkgrænt, grátt, »marín«-blátt og svart, tví-
breitt á 78 a. alinin, ágætt í telpu-vetrar-
kjóla, föt handa litlum drengjum,
millipils og fleira
Mjög góðir hvítir hörvasaklútar.
Broder-garn í ýmsum litbreytingum á 5 a.
dokkan.
Hvitt og créme-gult angola og Java canevas,
Hvítir og cróme-gulir kommóðudúkar og á
smáborð til að sauma í.
Mjög fallega ljósastaka og blómsturvasa.
Sephyrgarn í ýmsum litbreytingum.
Fiskegarn til að hekla úr.
Isaumsklæði af ýmsum litum.
Mjög laglegar drengja- og telpuhúfur.
Fall. gráar karlmanna sumarhúfur á 50 a.
Crépe-tau, allavega lit.
Rekkjuvoðir á 2,00.
Karlmanna sumarföt altilbúir..
Karlmanna sportskyrtur og fl. og fl.
Allt mjög ódýrt eptir gæðum-
Alla vega litur tvistur. Mjög fallegar bobin-
ets-blúndur, fallegasta skraut á kjóla. Akaf-
lega sterkt og gott flonellett mjög ódýrt.
Bommesi betra og ódýrara en nokkursstaðar
annarsstaðar. Ágætt hvítt ljerept l‘/2 breitt.
Galoscher handa börnum og fulloiðnum.
Tvennskonar vaxdúkur handa sjúklingum og
börnum (spítaladúkur).
Ágæt tilbúin föt mjög ódýr og vel vönduð.
Gleymið ekki að skoða þau áður en þiðkaup-
ið annarsstaðar.
Sængurdúkur 2’/2 al. á breidd.
Ekki að gleyma höfuðfötunum til vetrarins.
Mjög ódýrar regnhlífar — og margt fleira
með »Vestu« og »Laura« þessa daga.
Hver sem vill sjálfs síns hag, má ekki
gleyma að koma í búðina til
HOLGER CLAUSEN & Co.
___________HAFNARSTRÆTl 8.
STOFA með húsgögnum er til leigu. Stefán
Egilsson vísar á.
Tapazt hefir frá Heiðarbæ í Þingvalla-
sveit blágrár hestur með mark: sýlt bæði, bita
aptan vinstra, og klippt G á lendina. Finn-
andi skili honum annarhvort að Heiðarbæ eða
að Björk í Flóa.
Ankergangs-úr í silfur- og nikkelkössum á 28—50kr.
Cylinder-úr --------------17—32 —
Sautnavjelar..............'10—52 —
Barometra..........10 kr. 50 a. —16 —
Kíkira ...................10—32 —
Ennfremur Úrkeðjur og Kapsel af mörgum
tegundum.
Borgun tekin í kiudum, smjöri og vorull
jafnt og peningum.
Magnús Benjaminsson.
Gott kindakjöt
á 16 aura pundið
hjá C- ZIMSEN