Ísafold - 22.09.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.09.1897, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv.í viku. Yerð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrirfram). ISAFOLD o Dppsögn (skrifleg)bundm við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er 1 Austurstrœti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 22 sept- 1897- XXIV. ái-ff. ísafold verðurfrá nœstu áramótum hjer um bil þriöjungi stærri en nú, — í sama broti og Austri eða vel það, 4-dálkuS, en miklu leturdr/gri. Tölublaða- fjöldi viðlíka og undanfarið, ekki undir 80, eða tvisvar í viku (heil örk) hálft árið hjer um bil Verð sama og nu. Langódýrasta blað landsins. Ráð^jafa-ábyrgðin. i Hún er annað af þeim atriðum, sem mest- um vafningum hefur valdið í umræðunum um stjórnarskrármálið í sumar. Hitt er meðferð málanna í ríkisráðinu, sem jeg fór nokkrum orðum um í síðasta blaði ísafoldar. Eptir því, sem stjórnarskrármálið horfði við á síðasta þingi, cr sjerstaklega tilefni og á- stæða til að íhuga þrjár mótbárur gegn ráð- gjafaábyrgðinni, þeirri, sem vjer höfum, og þeirri, sem oss var boðin á síðasta þingi. Fjórða agnúann, sem kvartað hefur verið und- an, þann, að ábyrgðin er háð erlendum dóm- stóli, var þingið í sumar svo að lcalla einhuga á að sætta sig við að siuni, og því má láta hann liggja milli hluta. Vjer getum sagt, að um þessar mundir liggi hann ekki fyrir til umræðu. Mig langar til að minnast á þessar mót- bárur nokkrum orðum. En áður skal jeg leyfa mjer að skvta lítið eitt nákvæmar en gert hefur verið áður í umræðunum um þetta mál, hvað skilið er við ráðgjafaábyrgð, og fer jeg þar eptir framsetning hins merkasta nú- lifandi ríkislagafræðings Dana, dr. Matzens prófessors. Ráðgjafaábyrgðin er tvöföld, politisk og laga- leg. Politiska ábyrgðin er háð almenningsálitinu —blöðunum og þinginu öðru fremttr-—og bygg- ist á því tvennu, að stöðu ráðgjafanna er svo farið, að almenningsálitið tekur ekki gildar sömu afsakanir hjá þeirn eins og hjá öðrum, t. d. lægri embættismönnum, og að sjerstakt færi er á því fyrir almenningsálitið að láta til sín taka, þar sem ráðgjafar eiga í hlut, af því að þeir eiga sæti á þinginu og fulltrúar þjóð- arinnar geta þar krafið þá til roikningsskap- ar fyrir gerðir sínar. Það má svo heita, að þessa ráðgjafaábyrgð, pólitisku ábyrgðina, vanti oss með öllu. Vita- skuld eiga blöðin og alþingi kost á að finna að gerðum stjórnarinnar. Og þau hafa líka gert það svo óspart, að bæði þingið í heild sinni og öll blöðin mundu verða talin í flokki stjórnarandstæðinganna í öðrum löndum. En að hjer sje þó ekki um neina pólitiska ábyrgð að ræða, sjest bezt á því, að naumast veiður sagt að stjórnin hafi að jafnaði tekið þær að- finningar til greina. Oss hefur sem sje vant- að þetta sjerstaka tækifæri til að koma al- menningsálitinu í framkvæmd, sem prófessor Matzen talar um í ríkislagafræði sinni, þetta mikla aðhald fyrir ráðgjafann—að hann mæti á þingi og verði ;þar krafinn til reiknings- skapar. Það var þetta, sem landshöfðingi meðal ann- ars bauð ossá síðasta þingi fyrir hönd stjórn- arinnar. Með öðrum orðum: oss var ómót- mælanlega boðið það, sem kallað er pólitisk ráðgjafaábyrgð. Og jeg hef ekki orðið þess var, að neinar tilraunir hafi verið gerðar til þess að syna fram á, að sú ábyrgð mundi verða ófullkomnari hjá oss en hjá ýmsum öðrum þjóðum. Þess vegna virðist mjer ekki ástæða til að fara fleirum orðum um hana að þessu sinni. Þá er lagalega ráðgjafaábyrgðin. Húti er einkennileg að því leyti, að ráðgjafinn er háð- ur sjerstöku ákæruvaldi og sjerstökum dóm- stól, þegar ræða er um misfellur á embættis- gerðum hans. Hjá oss er, eins og kunnugt er, ákæruvaldið hjá alþingi og dómsvaldið hjá hæstarjetti. Samkvæmt stjórnarskrá vorri er lagalega ráðgjafaábyrgðin ekki víðtækari en svo, að ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarskrárbrotum að eins. I surnar var þinginu boðin sú breyt- ing, að framvegis skyldi ráðgjafinn bera ábyrgð á allri stjórnarathöfninni. Það er gegn lagalegu ábyrgðinni, að mótbár- urnar hafa komið fram. Það hefur verið stað- hæft, að hún sje ekki annað en tál og verði ekki annað en tál, meðan stjórnarfari voru sje svo háttað sem nú er og verða muni þrátt fyrir stjórnarskrárbreytingarnar, sem oss voru boðnar í sumar. Röksemdirnar fyrir þessari staðhæfingu eru þrjár, eins og jeg sagði í byrjun þessa máls. Fyrsta röksemdin er sú, að þegar Islands- ráðgjafinn verði í minni hluta við atkvæða- greiðslu í ríkisráðiuu, sje ómögulegt að koma fram ábyrgð á hendur honum. Þessi skoðun er sett fram skýrt og skilmerkilega í eptir- farandi greinarkafla í »Dagskrá« 4. septbr. síðastl.: »Þ.að er alveg rjett, að meiri hluti ráðherranna ræður úrsiituui ' allra löggjafar- og stjórnarmála íslands, sem borin eru upp' í ríkisráðinu. En hvernig er Jiá hægt að lögsækja íslands- ráðgjafa einan fyrir tillögur sínar? Yjer skulum lita á löggjafarmálefnin ein út af fyrir sig. I: 68. blað. Ef ráðgjafinn ritar undir lagaboð með konungi, er hann ávallt með meiri hluta alþingis og á- byrgðarspurningin getur þá ekki komið til greina. En ef konungur neitar lögum um staðfesting, þá er það einmitt að »úrslit meiri hlutans« af hin- um dönskn ráðgjöfum koma fram — og þá er það einmitt, að ábyrgðarspurningin í löggjafarmál- efnum getur komið til greina. Hvernig á að koma ábyrgð fram á bendur ráð- herranum i því tilfelli? Svarið liggur opið fyrir: Það er ómögu- legt«. Með grein minni »Ríkisráðs-flækjurnar« er þessari mótbáru svarað. Jafnvel um dönsk mál fer engin atkvæðagreiðsla fram í ríkisráð- inu, og ekkert víst, að skoðunum meira hlut- ans þar verði framgengt, ef ágreiningur kem- ur upp. Og um íslenzk sjermál höfum vjer engan rjett til að halda, að ágreiningur geti orðið meðal ráðherranna í ríkisráðinu, af þeirri ein- földu ástæðu, að það er að eins einn ráðherra þar, íslands-ráðgjafinn, sem hefir heimild til að fjalla um þau. En gerum nú ráð fyrir því, að ímyndunin um atkvæðagreiðsluna í ríkisráðinu sje á rök- um byggð, og gerum enn fremur ráð fyrir því, að sjermál vor sjeu borin þar undir atkvæði, þvert ofan í ákvæði stjórnarskrárinnar. Það hefði þýðingu, að því er snertir vald, en allsendis enga þýðingu, að því er ábyrgð snertir. Afleiðingin af því, að íslands-ráðgjafinn fengi ekki konung til að fallast á ráðstafanir þær, er hann hjeldi fram, hlyti lang-optast að verða sú, að ráðgjafinn segði af sjer. Hve- nær sem um svo þýðingarmikið mál væri að ræða, að lögsókn gæti með nokkru móti stafað af úrslitunum, væri ráðgjafinn að sjálfsögðu neyddur til að víkja, ef honum bæri á milli við konunginn. Og eptir skilningi »Dagskrár« á meðferð málanna í ríkisráðinu gæti þá meiri hlutinn þar orðið ráðgjafa vorum að falli. En hann gæti ekki með nokkru móti hagg- að ábyrgðinni. Annaðhvort sættir ráðgjafinn sig við að láta undan ríkisráðinu, eða hann sættir sig ekki við það og segir af sjer. Láti hanu undan, tekur hann þar með að sjer á- byrgð á ráðstöfun þeirri, sem um er að ræða. Þá ábyrgð ber hann að sjálfsögðu einn, því að alþingi er ekki heimilt að lögsækja neinn annan ráðgjafa en íslands-ráðgjafann. En segi hann af sjer, þá verður konungur að fá sjer annan íslands-ráðgjafa, áður en nokkur ráðstöf- un verður gerð, og þá lendir að sjálfsögðu á- byrgðin á nýja ráðgjafanum. Það liggur þannig í augum uppi, að þessi mótbára gegn ráðgjafa-ábyrgð vorri er ekkert annað en reykur. Hún er byggð á ímyndun- ar-ástæðu einni, ríkisráðs-atkvæðagréiðslunni,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.