Ísafold - 29.09.1897, Síða 1

Ísafold - 29.09.1897, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 6 kr.eða l‘/» doil.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir f'ram). ISAFOLD o Uppsðgn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstræti 8. XXIV. árg Reykjavík, miðvikudaginn 29 sept- 1897- 70. blað. Jíýlega prentnð: NÝ DÖN8K OROAB0K MEÐ ÍSLEXZKUM ÞÝÐINGUM. AÐALHÖFUNDUR: JONAS JONASSON . Rvík. 1896. Kostar hept 5 kr., innbundin 6 krónur. Nýlega prentað: STUTT ÁGRIP AF PRJEDIKUNARFRÆÐI. HÖFUNDUR HELGI HÁLFDÁNARSON Rvík 1896. IV+ 84 bls. VerS: 60 aurar. Nýlega prentnð: HUGSUNARFRÆÐI. EPTIR EIRIK BRIEM. Rvík 1897. II+ 72 bls. Verð: 50 aurar. Ýmsar kennslu- og skólabækur, til sölu i bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Austurstr. 8. Balslevs Biflíusögur, í b...........kr. 0,75 Dönsk lesbók eptir Svb. Hallgríms son, í bandi ...................... — 1,30 Dönsk lestrarbók eptir Þorleif Bjarna- son og Bjarna Jónsson, í b..... — 2,00 Enskukennslubók, ný, eptir H. Briem innbundin...........................— 1,00 Fjörutíu tímar í dönsku, eptir Þ. Eg- ilsson, innb....................... — 1,30 íslands saga, eptir Þorkel Bjarnason innb............................... — 1,25 Landafræði Erslevs, hin stærri ib.... — 1,50 Latnesk orðmyndafræði, ib............ — 2,50 Lisco, postulleg trúarjátning, ib... — 2,60 Mannkvnssaga, ágrip, eptir Pál Mel- sted, ib........................... — 3,00 Saga fornkirkjunnar, eptir H. Hálf- dánarson, í ltápu.................. — 4,00 Ráðgjufa-ábyrgðiii. ii Síðari kafli. Onnur röksemdin gegn ráðgjafaábyrgð vorri — auðvitað jafnt þeirri, sem stjórnarskráin heimilar oss, og þeirri, sem oss bauðst í sum- ar — er sú, að alþingi geti ekki kært ráð- gjafa fyrir athafnir hans í ríkisráðinu, nje heldur geti hæstirjettur dæmt hann fyrir þær. Ríkisráðið sje aldönsk stjórnarstofnun, eingöngu byggt á grundvallarlögum Dana. Þar af leiðandi geti ráðgjafar eksi verið háðir öðru ákæruvaldi nje öðium dómstóli fyrir athafnir sínar þar en þeim er grundvallarlögin ákveða. Fólksþingið eitt geti lögsótt og ríkisrjettur einn dæmt. Hæstirjettur mundi því að sjálfsögðu vísa frá sjer þeim málum, er alþingi höfðaði gegn Islandsráðgjafanum fyrir athafn- ir hans í ríkisráðinu. Þjer hafið, hr. ritstjóri, svarað þessari mót- báru að nokkru í blaði yðar í sumar (Isafold XXIV, 53). Þjer bentuð þar á, að það væru skýlaus og skilyrðislaus ákvæði stjórnarskrár- innar, að ráðgjafi vor skyldi bera ábyrgð á stjórnarskrárbrotum, á þann hátt, að alþingi lögsæki hann og hæstirjettur dæmi, og að aldrei hafi nokkur maður hreift minnstu mót- mælum gegn þeim ákvæðum. Hjer sje að ræða um landsrjettindi, sem oss sjeu veitt á löglegan hátt, og engin bending sje komin fram um það, hvernig ætti að svipta oss þeim rjettindum. Það sje blátt áfram óhugs- andi, nema ef vera skyldi með því að ganga að því vísu, að grundvallarlög Dana nái til sjermála vorra. Þetta er að mínu áliti alveg rjett, og mjer virðist, að með því sje til fulls svarað þeirri mótbáru, sem hjer er um að ræða. Samt sem áður skal jeg leitast við að íhuga málið nokkru nákvæmar til skilningsauka. Jeg geng að því vísu, að andmælendur ráð- gjafa-ábyrgðar vorrar kannist við, að konung- ur hafi haft vald til að gefa oss stjórnar- skrána, eins og hún er, þar á meðal álcvæðin um ráðgjafaábyrgðina. Því atriði hafa þeir aldrei mótmælt, mjer vitanlega. En svo segja sumir þeirra, »Dagskrá« að minnsta kosti: Þessi ákvæði voru frá upp- hafi vísvitandi tál. Það var aldrei ætlazt til þess, að vjer fengjum neina ráðgjafa-ábyrgð. Ráðgjafanum var fyrir fram ætlað að sitja í ríkisráðinu og þar með var fundið ráð til þess að ónvta ábyrgðina í sama bili sem hún var veitt á pappírnum. Þessari óvirðulegu fjarstæðu er naumast svar- andi. Það er eins og Jón Jensson yfirdómari sagði á þingi í sumar um þetta efni: »Það hafa menn komizt lengst í lagasky ring, að komast að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæði sjeu í þeim tilgangi gerð, að hafa alþy'ðu manna að ginningarfífli«. Með öllu dæmalaust mun það vera, þangað til í sumar, að nokkur lögfræð- ingur hafi, þegar honum þótti eitthvert lagaá- kvæði örðugt viðfangs, látið sitja við þá skýr- ing, að ákvæðir.u hafi aldrei verið ætlað að vera annað en tál. Það er ekki siður, að höggva hnútana sundur á þann hátt í lög- fræðinni. Jafn-fáránlega staðhæfingu munu flestir skynsamir menn meta á þann hátt, sem hún á skilið. En að hinu leytinu munu ýmsir, sem hafna henni algerlega, hafa látið telja sjer trú um, að seta ráðgjafans í ríkisráðinu ónýti ákæruvald alþingis og dómsvald hæsta- rjettar í ráðgjafa-ábyrgðarmálum. Þeir hugsa sjer ríkisráðið eins og nokkurs konar griðastað fyrir Islands-ráðgjafann. Þangað geti hann flúið undan ábyrgðinni. Hvað sem hann haf- ist þar að, þá geti alþingi ekki lcært hann og hæstirjcttur ekki dæmt hann. Svarið liggur beint við: Stjórnarskrá vor þekkir ekki neinn slíkan griðastað. Hún seg- ir skýlaust: »Ráðgjafinn hefir ábyrgð á því, að stjórnarskránni sje fylgt«. Hún bindur ekki ákvæðið neinu skilyrði. Hún minnist ekki á nokkurn stað, þar sem ráðgjafinn geti verið í friði fyrir alþingi með stjórnarskrár- brot sín. Sannast að segja er mjer lítt skilj- anlegt, hvernig menn geta, með jafn-skýrt lagaákvæði í höndunum, komizt út í aðrar eins lagaflækjur og þær, að ráðgjafinn geti, eptir eigin geðþótta, komizt með mál landsins út fyrir valdsvið stjórnarskrárinnar — þurfi ekki annað enn bregða sjer á eina ákveðna samkundu til þess að losna við ábyrgð, sem á honum hvílir samkvæmt stjórnarskrá lands- ins! Eina leiðin út í slíkar ógöngur virðist mjer vera sú, að halda því fram, að grundvallarlög Dana hafi frá upphafi sinna vega gilt hjer á landi, og þaf af leiðandi hafi konungur ekki haft vald til að gefa oss stjórnar- skrána. Hver veit, nema það eigi fyrir oss að liggja, að sjá íslendinga halda þeirri röksemdafærslu fram! Að því er lagaskýringar sriertir, má við mörgu búast, samkvæmt reynslu þessara síðustu mánaða. »En ríkisráðið þá?« munu menn spyrja. »Hvernig er unnt að koma fram ábyrgð fyrir það, sem þar fer fram, öðruvísi en samkvæmt grundvallarlögum Dana?« Svarið verður þetta: Þær ráðgjafaathafnir, sem fara fram í ríkisráðinu samkvœmt f'yrir- mœlum grundvallarlaganna, eru að sjálfsögðu háðar þeirri ráðgjafaábyrgð, sem grundvallar- lögin ákveða, ákæruvaldi fólksþingsins og dóms- valdi ríkisrjettar. En allar þær athafnir í ríkisráðinu, sem eru grundvallarlögunum óvið- komandi, hljóta að vera háðar allt annari á- byrgð.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.