Ísafold - 29.09.1897, Qupperneq 2
278
Nú dettur að líkindum engum heilvita manni
í hug að halda því fram, aS sjermál vor sjeu
lögð fyrir konung samkvæmt fyrirmælum
grundvallarlaganna dönsku. Grundvallarlögin
gera ekki ráð fyrir þeim málum. Þau eru
grundvallarlögunum óviðkomandi. Þau eru
lögð fyrir konung eingöngu samkvæmt stjórn-
arskrá vorri. Þar af leiðandi er sá ráðgjafi,
sem það gerið, eingöngu háður þeirri ábyrgð,
sem stjórnarskráin ákveður.
Að því er ábyrgðina snertir, getur það enga
þyðingu haft, hvort hann gerir það á ríkis-
ráðsfundi eða einhversstaðar annarsstaðar. Á
ríkisráðsfundum geta svo margar athafnir gerzt,
sem eru háðar allt annari ábyrgð en danskri
ráðgjafa-ábyrgð. Gerum ráð fyrir, rjett til
dæmis, að ráðgjöfunum sinnist og þeir gefi
hver öðrum utan undir á slíkum fundi. Fólks-
þingið væri ekki sakaraðili í slíkum málum,
nje ríkisrjettur dómari. Allt er undir því kom-
ið, hvers eðlis þær athafnir eru, sem fara fram
á ríkisráðsfundunum.
Með þessu virðist mjer geta verið úttalað að
sinni um þær mótbárur gegn ráðgjafa-ábyrgð
inni, sem standa í sambandi við setu ráðgjafa
vors í ríkisráðinu. Jeg geri mjer nokkra von
um að hafa getað sannfært þá, sem í einhverj-
um vafa hafa verið, en annars hugsa um mál-
ið í því skyni að komast að rjettri niðurstöðu.
Um hina er auðvitað vonlaust, sem fyrirfram
eru staðráðnir í að halda ímyndunum sínum
fram, á hverju sem gengur, og sinna engum
röksemdum. -—
Jeg skal svo að endingu minnast á þriðju
mótbáruna gegn ráðgjafa-ábyrgð vorri. Hún er
sú, að meðan engin ábyrgðarlög eru til, hljóti
ráðgjafa-ábyrgðin að verða lítilsvirði, og er sú
mótbára vitanlega stíluð gegn því tilboði stjórn-
arinnar í sumar, að gera ráðgjafa-ábyrgð vora
víðtækari en hún nú er.
Að öllum líkindum yrði það hagur fyrir oss,
að fá sjerst ökábyrgðarlög. Það má búast við,
að með þeim yrði framkvæmd ábyrgðaritinar
greiðari, auk þess sem þau mundu ákveða ann-
an ábyrgðardómstól, sem vjer ættum betra
með að sætta oss við en hæstarjett. En fá-
sinna er samt að gera lítið úr fullkominni ráð-
gjafa-ábyrgð, eins og í sumar bauðst, af þeirri
ástæðu, að ábyrgðarlögin vanti.
Það er alkunnugt, að vmsar þjóðir hafa eng-
in ábyrgðarlög, þar á meðal Danir. Eu þrátt
fyrir slíka vöntun er almennt viðurkennt, að
sje ábyrgðin á annað borð lögheimiluð, sjeu
engir sjerlegir örðugleikar á að fá þeim fram-
gengt. Og ráðgjafinn ber þá að sjálfsögðu
ekki að eins ábyrgð á því, að ekki sje brotið
móti neinu sjerstöku lagaákvæði, eða nauð-
synja-ráðstafanir sjeu látnar undir höfuð leggj-
ast, heldur og á því, að athafnir hans sjeu
rjettar frá stjórnarlegu sjónarmiði. Til skyr-
ingar skal jeg nefna nokkrar stjórnarathafnir,
sem prófessor Matzen tilfærir sem dæmi upp á
yfirsjónir, er sætt geti lögsókn og áfellisdómi:
Ef vöru-innflutningur er bannaður, án þess
skynsamlegt tilefni sje til þess; ef samkomu-
frelsið er skert, án þess skynsamleg ástæða
hafi verið til að óttast nokkrar óspektir; ef þjóð-
eignir, sem ráðgjafi hefir lagaheimild til að
selja, eru seldar við ótilhlýðilega lágu verði;
ef embætti eru veitt á þann hátt, að settir
eru hjá hæfari nmsækjendur en þeir sem em-
bættin fá, o. s. frv.
Þegar menn hugsa vandlega um, hve víð-
tæk þessí ráðgjafa-ábyrgð er, ættu menn að
geta sanufærzt um það tvennt, að aðhaldið af
henni fyrir ráðgjafann er ekki svo lítið, enda
þótt ábyrgðarlögin vanti, og að það hafi ver-
ið nokkuð kynlegt tiltæki af alþingi, að hafna
slíkri ábyrgð, þegar hún var á boðstólum, og
halda heldur í það fyrirkomulag, sem nú er,
að geta með engu móti lögsótt ráðgjafann fyr-
ir annað en stjórnarskrárbrot.
Corpus juris.
Rannsóknarferö
cand. mag. Hclga Jónssonar.
Hann hefir verið að ferðast hjer um land í
sumar, með styrk af vísindasjóði dönskum,
Carlsbergsjóðnum, í þetta sinn um Snæfells-
nes, Dalas/slu, Kollafjörð við Húuaflóa, Bitru-
fjörð og Hrútafjörð, lagði af stað hjeðan úr
bænum 13. júní og kom hingað aptur 16. þ.
m.
Yjer fundum þennan unga vísindamann að
máli til þess að fræðast dálítið um ferðalag
hans, hittum hann með stóra mosabreiðu úr
Hafnarfjarðarhrauni á borðinu fyrir framan
sig, og ljet hann oss góðfúslega í tje sk/r-
ingar þær, sem hjer koma á eptir.
Aðalaugnamiðið hefir verið, að því er snert-
ir rannsóknir haus á landi að fá sem bezt yf-
irlit yfir gróðrarfarið, við hver lífsskylyrði
gróðurinn hafi að búa og hvernig hann kom-
izt fram úr lífsbaráttunni. Jafnframt hefir
hann og kynnt sjer hverjar gróðurtegundir
vaxi á þessu svæði, en minni áherzla á það
atriði lögð. — I sjó hafa rannsóknirnar lotið
að hinu sama, en jöfn áherzla lögð á það
hvorttveggja, sem hjer hefir verið nefnt. —
Svo hefir hann og hirt nokkur sjaldgæf dyr,
sem fyrir honum hafa orðið.
Nokkrar gróðurtegundir, sem mönnum hef-
ir ekki áður verið kunnugt um að hjer yxu,
hefir hann fundið, einkum þó í sjónum.
Með því að fæstir lesendur Isafoldar hafa
vísindalega grasafræðisþekkingu, fórum við
ekki lengra út í þá sálma, og barst talið í
þess stað að þeim athugunum hans, sem meira
er í varið fyrir alþyðu manna, fyrst og fremst
að skógunum.
A Snæfellsnesi er mjög lítið um skóga, eng-
in hrísla milli Helgafellssveitar og Búðahrauns.
En í Búðahrauni er smákjarr og eins í Eld-
borgarhauni. Þar (í Eldbhr.) er illa með
það farið, kjarrið reitt til eldsneytis, enda
þótt þar sje mótak.
A Skógarströndirmi er sumstaðar smákjarr,
sem ekki hefir sætt góðri meðferð. — I Dala-
s/slu er hjer og þar skógur, mest á Ytrafelli,
en hvergi er hann beinvaxinn, og er illa farið
með hann. A Staðarfelli var fyrir tæpum
mannsaldri mjög fallegur skógur, en nrjög er
honum nú fariðaptur. I Víllingadal á Skarðs-
strönd er heldur sti'irvaxið kjarr og fallegt;
það hefir .verið höggvið mikið, en grær upp.
Yfirleitt' segir H. J., að skógurinn sje höggv-
inn mjög óskynsamlega vestra, án nokkurrar
hliðsjónar á því, hvort hann geti gróið upp
aptur, eða blási upp. Til dæmis gat hann
þess, að ekkert væri síður höggvið á hæðum
en í lautum, enda þótt slíkt skógarhögg hljóti
að hafa uppblástur í íör með sjer. — Algengt
er að menn tali svo, sem þeir viti, að lífs-
nauðsynlegt sje að fara vel með skógana. En
margir eru þeir, sem elcki breyta eptir því
tali sínu, sumpart af vanþekking sjálfsagt,
sumpart líka af hirðuleysi, og því miður eru
enn til nokkrir sannkallaðir skógarböðlar. —-
Framau á Snæfellsnesinu er mest hraun, sum-
staðar vaxið mosa eingöngu, sumstaðar meira
og minna lynggróðri jafnframt. Mótak er þar
mjög óvíða og sauðfjárrækt lítil. Því er það,
að menn brenna mest lyngi úr hrauuunum.
Lyngrifið er þar í ótrúlega stórum stíl. Hann
kom þangað um hátúnasláttinn, sá uppbornar
tóptir hjá bæjunum og þótti björgulegt, því
liann hugði þetta vera hey. En svo komst
hann að raun um, að þetta var allt lyng.
Afleiðingin er bersynileg. Allt beitilandið upp-
rætist með þessum aðförum. Sumar af þeim
jörðum, sem fyrir þessari meðferð verða, eru
eign landssjóðs. Auðvitað eru málsbæturnar
þær, að mótakið er ekkert, eins og áður er
sagt, en fólkið fátækt og getur ekki keypt
sjer kol. Ekki varð hann annars var, en að
menn þar vestra Ijetu mosann í friði — þeim
mun betur færist þeim við jörðina en Hafn-
firðingum, sem rifa mosann óspart til elds-
neytis, sumir hverjir, og það af hæðunum.
Mjög þótti honum mikið koma til gróðurs-
ins í Búðahrauni. Haun er þar fegurri en í
nokkru öðru hrauni, stórvaxinn eins og í heit-
um löndum, og/msar sjaldgæfar tegundir þar.
Pr/ðisvel leizt honum á sig í Breiðuvíkinni
og Staðarsveitinni, að því er til náttúrunnar
kæmi, gullfallegar stargresisengjar þar og
mjög björgulegt. En ekki þótti honum menn-
ingin að sama skapi. Húsagerð annars víð-
ast furðu-lítilf'jörleg um allt nesið, þó að góð-
ir bæir sje innan um. Sumstaðar furða, að
fólkið skuli geta haldið heilsu í slíkum húsa-
kynnum. Þegar inn á Skógarströndina kem-
ur, fer þegar að breytast til batnaðar í því
efni.
Sem einhvers gleðilegasta menningaraukans
þar vestra minntist hann á, að nú flyttist ekk-
ert áfengi til Olafsvíkur, sem áður hefði verið
versta drykkjubæli. Presturinn þar hefði unn-
ið lofsamlegt verk, þar sem honum hefði tek-
izt að útr/ma drykkjuslcapnum.
Einkar-vel virðist honum Snæfellsnesið til
þess fallið, að menn leiti þangað hjeðan að
sunnan, þegar þeir ætla að lypta sjer upp
nokkra daga. Enda auðvelt að koma því við,
ef samgöngurnar hjer um flóann haldist.
Sjerstaklega bendir hann á Staðarsveitina,
Búðahraun og Breiðuvíkina, og allt út á Önd.
verðarnes geti menn farið sjer til mikillar á-
nægju. Á öllu því svæði sje hver staðurinn
öðrum einkennilegri og fegurri.
Hr. Helgi Jónsson fer hjeðan 20. okt. og
dvelur í Færeyjum fram eptir haustinu við
samskonar rannsóknir eins og hjer á landi.
Prestvígsla. Sunnudaginn 26. þ. m. vígði
biskup prestaskólakandidat Magnús Þorsteins-
son (frá Vestmannaeyjum) aðstoðarprest til síra
Halldórs Þorsteinssonar að Bergþórshvoli í Land-
eyjum.
Gufuskipið »Egill« fór aptur austur aðfara-
nótt 26. þ. mán.
Gufusbipið »Breniuæs«) strandferðabátur
Austfirðinga, kom hingað i gærmorgun austan að
með flest það, sem eptir var af sunnlenzkum sjó-
mönnum og kaupafólki.
Síldarveiði hefir verið allgóð hjer við Faxa-
flóa sunnanverðan undanfarnar vikur. Miklar birgð-
ir komnar í íshúsin, auk þess sem mikið hefir