Ísafold - 29.09.1897, Side 3
279
verið saltað og selt sveitamönnum, bæði til mann-
eldis og skepnufóðurs.
Önnur aflabrögð lijer dágóð, það litið sem
þau eru stunduð; ýsa farin að fiskast vel hjer á
innmiðum.
Stranduppboð á Akranesi 23.—24. þ. m., á
skipinu »Hermann« og vörum úr því, hljóp 9—10
þús. kr. Þótti flest dýrt. Skipskrokkurinn seld-
ist á rúmar 400 kr.; keyptu nokkri Akurnesingar
hann í fjelagi; verður höggvinn upp.
V etrar f rakkar
vetrarjakkar <>»■
flókaskór
koma nú með S>Laura«.
Björn Kristjánsson.
Tómar
Steinolíutunnur
kaupir verzlun
W. Christensens.
Jeg undirskrifuð tek að mjer kennslu í hann-
yrðuin og guitarspili. Halla Waage.
LESIÐ! Hinn 3. október byrja jeg að gjöra
tímamark á sama stað og tíma, sem að und-
anförnu. Markús F- Bjarnason.
Síðari ársfundur búnaðarfjelags Sel-
tjarnarneshrepps verður haldinn íbarna-
skólahúsi hreppsins laugardag 16. n. m. kl.
12 á hádegi.
Fífuhvammi 24. sept. 1897.
Þ. Guðmundsson.
Hvaðanæva.
Heibrigðisráðstafanir á Indlandi.
Svo sem kunnugt er, hefur þetta mikla há-
tíðarár brezka ríkisins verið allt annað en á-
nægjulegt á Indlandi. Þar hefur verið bæði
drepsótt og hallæri, og hafa Bretar haft ærið
að vinna að berjast gegn þeim voðagestum
báðum. Stórfje hefur verið safnað til þess að
bæta úr bágindunum og öflugar heilbrigðis-
ráðstafanir gerðar gegn pestinni. Ekki er
annars getið en að Indverjum líki gjafirnar
allvel, en minna er þeim gefið um afskipti
Breta af heilbrigðisástandinu. Bretar hafa
þótzt til knúðir að ganga ríkt eptir því, að
heilbrigðisreglunum væri hlýtt, hafa vitanlega
sjeð þann veg einan til þess að vinna bug á
drepsóttinni. En það kalla Indverjar kúgun,
sem ekki sje við unandi. Svo megn hefur ó-
ánægjan verið, að risið hafa af óspektir og
manndráp, og hafa Bretar orðið að auka lög-
reglulið sitt þar, sem gremjan hefur verið
ríkust. Brezk blöð eru farin að spá því, að
verði heilbrigðisreglum hvítra manna haldið
að Indverj um eptirleiðis, þá muni úr því verða
almenn uppreisn. Og sum þeirra halda því
fram, að úr því að óbeit Indverja á heilbrigð-
isráðstöfunum vorra tíma sje svona rótgróin,
þásje betra og rjettara að lofa þeim að deyja
drottni sínum úr pestinni, en að eiga það á
hættu, að þurfa að fara að berjast við þá.
í safold
verður frá næstu áramótum hjer um bil
þriöjungi stærri
en nú, — í sama broti og Austri eða vel það,
4-dálkuð, en miklu leturdrýgri. Tölublaða-
fjöldi viðlíka og undanfarið, ekki undir 80
eða tvisvar í viku (heil örk) hálft árið hjer
um bil
Verð sama og nú.
Langódýrasta blað landsins.
Undirskriíuð tekur að sjer kennslu í
ýmsum hannyrðum, þar á meðal konst-
broderi og íransk broderi, einnig tek
jeg aðmjer að teikna á fyrir fólk og selja
ábvrjað og áteiknað klæði.
Kristjana Markúsdóttir.
Takið eptir ! Undirskrifuð tekur að sjer
allskonar prjón; bæði fljótt og vel af hendi
leyst. Yjelin, sem jeg prjóna í, er stærsta
prjónavjelin í Keykjavík; þarf því miklu
minna að sauma saman en úr öðrum vjelum.
Á sljett prjón tekur hún t. d. peysur og boli
í heilu lagi; að eins þarf að sauma ermarnar
við. Talsverður afsláttur gefinn, ef mikið er
látið prjóna.
Garðhúsum, 29. septbr. 1897.
___________B.jörg Bjarnadóttir.
Ágæt kýr á bezta aldri, sem á að bera 9
vikur af vetri, er til sölu. Kitstj. visar á.
Steinolíu-eldavjelarnar
ágætu fást hjá
Birni Kristjánssyni.
Steinolía
fæst
Royal
Dayligkt
verzlun
W. Christensens.
Kartöflur, góðar og ódýrar fást í
Ensku verzluninni
16. Austurstræti.
Ágætar
Leirkrukkur
með loki
sem taka 20—40 potta
eru nýkomnar í verzlun
W. Christensens.
Saltflskur, mjög ódýr fæst í
Ensku verzlaninni
16 Austurstræti.
Laukur
Lax
Hummer
er nýkomið í verzlun
W. Christensens.
Pickíes
og
Fisksauce
mjög ódýrt er nýkomið í verzlun
W Christensens.
Verzlun
J. P.T. Bryde’s
í Reykjavík
selur ódýrust
baðmeðul
Creolin
Sheepdip
Glycerin
STOFA
til leigu á Skólavörðustíg nr. 5.
K E N N S L A
Undirritaður veitir unglingum ódýra tilsögn í
vetur einkum í reikningi, og býr einnig pilta
undir skólanám.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Þessi hross hafa komið fyrir að vera í ó'
Skilum í Kollafjarðarrjett hinn 23. þ. mán.
1. Ljós hryssa, 1 v., mark: standfj. fr. h.
2. Gráskjóttur hestur, 1 v., mark: tveir bit-
ar apt. h., lögg fr. v.
3. Kauð hryssa, 2 v., mark: tveir bitar eða
illa gjörð boðbíling apt. v.
4. Rauðskjóttur hestur, 1 v., mark: sneiðr.
fr. h. (illa gjört).
5. Gráskolótt hryssa, 1 v., mark: blaðstýft
fr. h.
6. Jarpur hestur, 1 v., mark: sýlt, biti apt.
h., hálftaf apt. v.
7. Leirljós hryssa, 1. v., mark: sýlt v.
Hross þessi verða i geymslu í 3 vikur á
eigandanna kostnað, og síðan seld við uppboð,
ef eigendur gefa sig ekki fram á áðurnefnd-
um tíma.
Móum í Kjalarneshreppi 25. sept. 1897.
p. Runólfsson.
J. Jakohsen skósmiður hefir fært bú-
stað sinn til Hafnarstrætis nr. 8. Saumar
bæði nýjan skófatnað og gerir við, traust og
vandað, við vægu verði.
VEBZLUNIN
í Kirkjustræti 10,
hefir til sölu í dag og á morgun kjöt af
ágælmn sauðum og veturjrömlu
fje úr Lundarreykjadal og Reykholts-
dal fyrir lágt verð.
Verzlun B.H.BJARNASON
fær með Laura 3. okt. mikið af alls konar
nauðsynjavörum, þar á meðal
danskar kartöflur og epli,
bæði dönsk og ensk. Þeir sem vilja eiga víst
að fá góðar kartöflur, ættu að panta þær sem
allrafyrst.
SKÓLATÖSKUR og BÓKBERAR
fást í verzlun Jóns Þórðarsonar.
SLATUR fæst keypt fyrir peninga og
smjör í verzlun Jóns Þórðarsonar.
Friðrik Eggertsson
skraddari
(Glasgow)
hefir nú með »Jyden« fengið sýnishorn af
alls konar fataefnum. Komið og skoðið, áður
en þið gerið kaup annarstaðar því hvergi
munið þið fá betri efni í föt eða ódýrari en
hjá mjer. Verð á saumum hið lægsta, sem
nokkur skraddari býður.
Öll vinna er fljótt og vel af hendi leyst.
Tekið í ábyrgð, að fötinn sjeu vel sniðin og
fari vel.
Grjót, sem liggur við hús mitt, sel jeg
fyrir lágt verð. Það liggur alveg við Vestur-
götu.
Björu Kristjánssou.