Ísafold - 06.10.1897, Blaðsíða 1
K emur út ýmist einu sinnieða
tvisv.i viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
1 1/í doll.; borgist t'yrir miðjan
júlí (erlendis íyrir fram).
tSAFOLD
Uppsögn (sktitteg) i>undin við
árainót, ógild nema komin sje
tii útgefanda tynr 1. október
AfgreiðslnstotH biaðsins er.i
Ansturxtrœti 8.
Reykjavík, miðvikudaginn 6- okt 1897-
XXIV. Úrir.
Nýlepn prentað:
STUTT ÁGRIP
AF
PRJEDIKUNARFKÆÐI,
HÖFUNDUR
HELGI HÁLFDÁNARSON
Rvík 1896. IV+ 84 bls. Verð: 60 aurar.
Nýlega prentnft:
HUGSUNARFRÆÐI.
EPTIR
EIRÍK BRiEM.
Rvík 1897. 11 + 72 bls. Verð: 50 aurar.
Glapstigir enn á ný.
i.
Stjórnmálahreyfingar. Karlmennska. Staðfesta.
Iívað sem mönnum annars kann að þókn-
ast að segja um stjórnarbótartilboðið í sumar,
þá verður því ekkj neitað, að það bafi hleypt
af stað sæmilega öflugum stjórnmálahreyfing-
um vor á meðal.
Sum blöðin standa á öndinni af ótta við
það, að nú kunni að komast á einhverjir samn-
ingar milli stjórnar og þjóðar, og beita öllu
sínu afli til þess að girða fyrir þá, ganga ber-
serksgang og bíta í skjaldarrendur.
Nýtt blað er stofnað til þess að haldafram
enn annari stefnu í stjórnarskrármálinu, en
komið hefir til orða á fimm síðustu þingum,
miðlunarstefnunni frá 1889, — stefnu, sem
gerð mun verða að umtalsefni hjer í blaðinu
áður en þessari grein er iokið, því að, eins
og nú stendur á, er hún ekki annað en við-
sjárverður glapstigur.
Og svo eru enn tvö blöð hjer í höfuðstaðn-
um, sem virðast hafa átt heldur örðugt með
að átta sig á málinu og ráða við sig til fulls,
hvernig þau ættu að taka í strenginn.
Annað þeirra, »Fj.konan«, gerði sigumþing-
tímann líklegt til fylgis við þann flokkinn,
sem þiggja vildi tilboð stjórnarinnar. Eptir
þingtímann fór svo að koma á það hik í meira
lagi. Blaðið fór að auglýsa, að það mundi
síðar skrifa eitthvað um málið. Svo færði það
mönnum þær gleðifregnir, að innan skamms
mundi það segja, með hverjum það ætlaði að
verða. Og jafnframt hældi það sjer hvað ept-
ir annað af þeirri karlmennsku, að segja ekk-
ert ákveöið fyr en vilji þjóðariunar væri kom-
inn í ljós — fyr en það vissi, hverjir yrðn
ofan á!
Hitt blaðið, sem valt hefir verið í rásinni,
er »ísland«. Um þingtímann hjelt það fram
þeirri kenningu, að ekki væri nema tveirveg-
ir fyrir hendi: sá, »að vinna að algerðum skiln-
aði íslands við Danaveldi, eða sá, að nota sjer
sem bezt tilboð það, sem nú er komið frá
stjórninni til að ná samkomulag>«. Eptir þing
var það orðið eindregið með stjórnarskrár-
breytingartilboði stjórnarinnar. Fám dögum
síðar vildi það láta stjórnina koma tilboði
sínu í framkvæmd án allrar stjórnarskrár-
breytingar. Nú er það orðið með miðlunar-
stefnunni frá 1889!
Ef málshátturinn um gamanið, sem tilbreytn-
inni fylgi, á við nokkuð að styðjast, er senni-
legt, að vel liggi á blaðinu um þessar mund-
ir. Ofundsjúkur maður mætti það samt vera,
sem sæi ofsjónum yfir annari eins ánægju.
II.
Kynlegar neitanir.
Það var þetta blað, sem gaf tilefni til grein-
arinnar »Glapstigur í stjórnarskrármálinu« í
66. bl. ísafoldar. Það hefir svarað þeirri
grein fyrir nokkru. Einna kynlegast í því
svari eru staðhæfingar blaðsins viðvíkjandi
sinni eigin afstöðu gagnvart. stjórnarskrár-
málinu.
Blaðið neitar því nú, að það hafi nokkuð »í
Ijós látið um það, hvort það sje hlynnt eða
andstætt frumvarpi Dr. Valtýs«. En rjettum
þrem vikum áður en þessi neitun er dagsett,
18. ágúst siðastl., stendur í blaðinu grein um
»ágreininginn í stjórnarskrármálinu«. Og nið-
urstaðan í greinarlok er þessi:
)}Við hefðum pví átt að nota það tilboð,
sem nú er framkomið frá stjórninnw.
Greinin er prentuð fremst í blaðinu, og til enn
meiri áherzlu stendur undir henni fangamark
ritstjórans sjálf: Þ. G.
Sömuleiðis neitar blaðið því, að það hafi
lagt móti þingrofi og aukaþingi heldur en
hitt. Það hafði haldið því fram, og heldur
því fram enn, að aukaþing sje allsendis ó-
þarft til þess að korna fram því máli, sem
eitt er tilefni til þess að nokkur hefir eptir
aukaþingi æskt. Og blaðið spyr jafnframt:
Hvers vegna ætti þá stjórnin að »vera að
baka oss þann kostnað að óþörfu ?« Blaðið
kann að telja þetta meðmæli með aukaþing-
inu. En í þeim skilningi á sínum eigin orð-
um fer það þá alveg vafalaust einförum.
Ennfremur neitar blaðið því, að það hafi
lagt það til, að skipaður yrði fyrir Island sjer-
stakur ráðgjafi án allrar stjórnarskrárbreyting-
ar. Samt leggur blaðið f hverri greininni
eptir aðra áherzlu á það, að stjórninni geti
ekki verið nein alvara með það áhugamál sitt,
að breyta stjórnarháttum Islands, ef hún ekki
geri þetta, og geri hún það ekki, sje ástæða
til að tortryggja hana og gera sjer í hugar-
lund, að hún hafi ætlað »að teygja alþingi út
á glapstigu!«
Það væri ekki undarlegt, þó að lesendur blaðs-
!l 72. blað.
ins spyrðu, hvað þessar vöflur og vífilengjur
eigi að þýða, hvers vegna blaðið sje að þver-
neita því, er hverjum heilvita manni, sem á
það lítur, hlýtur að vera deginum ljósara.
III.
Ráðgjafinn á alþingi.
Þegar vjer nvi snúum oss að verulegum
atriðum í þessu svari blaðsins en hinum
óskiljanlegu neitunum þess, verður seta ráð-
gjafans á alþingi fyrst fyrir oss. Vjer höfð-
um bent á það, sem annars allir vita, að
stjórnarskráin heimilar ekki ráðgjafanum að
sitja á þingi, beldur að eins landshöfðingja
eða þá öðrum manni í forföllum hans. A
þessu skýra stjórnarskrárákvæði byggðum vjer
þá skoðun, að ráðgjafinn gæti ekki á þinginu
mætt án stjórnarskrárbreytingar.
Þessu svarar blaðið á þá leið, að landshöfðing-
inn sje ekkert annað á alþingi en umboðsmað-
ur ráðgjafans með bundnu umboði, »boðflytj-
andi« hans eða »boðberi«. Og þar sem ráð-
gjafinn hafi rjett til að senda þinginu slíkan
umboðsmann til þess að semja fyrir sína hönd,
þá hljóti hann að hafa rjett til að mæta þar
sjálfur og semja við þingið.
Öllu meiri misskilningur á stöðu landshöfð-
ingja er illhugsandi. Heyrði þá höf. greinar-
innar aldrei neitt minnzt á það í sumar á
þingi, »að færa valdið út úr landinu«? Eða
botnaði hann ekkert í, hvað fyrir þeim mönn-
um vakti, sem komu með þá mótháru gegn
þeirri stjórnarskrárbreyting, sem <im var að
ræða?
Vitaskuld er landshöfðiuginn »boðflytjandi«
ráðgjafans á alþingi. En hann er miklu meira.
Stjórnarskráin ákveður honum með þingsetu
sinni þýðingarmikinn þátt í löggjöf landsins.
Hann hefur ráðgjafar-atkvæði bæði á þingi
og gagnvart stjórninni, getur haldið fram við
hvorutveggja þann málspart sjálfstæðum skoð-
unum og hefur líka þrásinnis gert það, og
verið þeim ósamdóma á víxl. Hann hefur í
einu orði mikilsverð afskipti af og áhrif á
löggjöf þjóðarinnar, því meira verð, sem hann
er æðsti embættismaðurinn, sem hjer er bú-
settur. Og þess vegna er það, að þeir menn
eru til, sem ekki vilja einu sinni missa þessi
afskipti landshöfðingja af löggjöfinni, þetta
vald hans til að hlutast til um hana á báðar
hendur, þótt þeir fái í staðinn ráðgjafann
sjálfan á þingið, ef sá ráðgjafi á að vera hú-
settur erlendis. Það kemur ekki þessu máli
við, hvort þeir menn kjósi hyggilega eða ekki.
Ágreiningurinn við þá hlýtur eingöngu að
vera fólginn í skoðanamun um það, hverja
þýðingu þaðmundi hafa, að fá ráðgjafa, sem
mætti á þinginu — með öðrum orðum: hvað
vjer hreppum með hreytingunni, en ekki
hverju vjer sleppum.