Ísafold - 06.10.1897, Blaðsíða 2
286
Röksemdafærsla blaðsins í þessu efni er þess
vegna einskis n vt. Það ætti hverjum heilvita
manni, sem nokkuð hugsar um málið, að liggja
í augum uppi, að hjer er að ræða — ekki
um það, að tiltekinn maður hætti að flytja
skilaboð frá stjórninni — heldur um stór-
vægilega breyting á stjórnarfyriikomulagi voru
frá því er stjórnarskráin ætlast til og kveður
enda á skýrum orðum.
Það væri blátt áfram stjórnarskrárbrot, að
koma slíkri breyting í framkvæmd án undan-
farinnar stjórnarskrárbreytingar. Og bolla-
leggingar blaðsins um, að þingið, landshöfðing-
inn og stjórnin gætu vel komið sjer saman
um slíkt brot, nennum vjer ekki að eltast við.
Þær eru ekki svaraverðar.
y.
Orðabreytingin á stjórnarskránni.
Annað mál er það, að það mætti koma þess-
ari breytingu í kring »með ofur-einfaldri og
stuttorðri orðabreyting á 34. gr.st.skrárinnar«,
eins og blaðið segir. En broslegt er, hvað það
heldur að auðhlaupið væri að því, að fá uú-
verandi þing til að samþykkja þá »orðabreyt-
ing« — þing, sem er nýbúið að hafna tilboði
um langtum víðtækari rjettarbætur.
Þinginu bauðst í sumar sjerstakur ráðgjafi,
sem skyldi skilja og tala íslensku, mæta á al-
þingi og bera ábyrgð allra stjórnaj-athafnar-
innar. Það hafnaði boðinu. Pólitíkin hjá okk-
ur færi að verða meira en skemmtileg, ef sömu
þingmenhirnir segðu svo: Yið vildum ekki
þetta allt, en hitt þiggjum við feginshendi,
að ráðgjafinn mæti á þinginu, og samkvæmt
því breytum við stjórnarskránni.
Það er eins og blaðið hafi enga hugmynd
um aðalágreiningsatriði þingflokkanna í sumaí.
Það lætur sem stjórnarskrárbreytingin hafi
strandað á einhverjum ákvæðum, »sem vel
skiljanlegt getur verið um, að þingið sæi eigi
ástæðu til að samþykkja að sinni eptir öllum
atvikum«. Hvaða ákvæði skyldu hafa verið
öðrum fremur varhugaverð, í frumvarpi efri
deildar? Eina ákvæðið þar, sem sætti nokkr-
um andmælum, var einmitt seta ráðgjafans á
alþingi, — af því að hún »færði valdið út úr
landinu«. En ekki varð það samt frumvarp-
inu að falli.
Nei — það var enginn verulegur ágreining-
ur um neitt ákvæði í því frumvarpi. Agrein-
ingurinn var um afleiðingarnar af hvcrri
sem helzt stjúrnarskrárbreyting, meðan sam-
bandi íslands-ráðgjafans við ríkisráðið er svo
farið, sem nú er.
Þeir sem hafna vildu stjórnarbótar-tilboðinu
sögðu: Ef vjer förum að hreyfa nokkuð við
stjórnarskránni, án þess að samband mála
vorra við ríkisráðið sje bannað með þeirri
breytingu, þá lögfestum vjer skilning stjórn-
arinnar á því atriði, eða styðjum hann að
minnsta kosti.
Það er þessi meinloka, -—• hvort sem henni
var nú hleypt fyrir vitið viljandi eða óviljandi
— þetta og ekkert annað, sem þeir þingmenn
hafa sjer til afsökunar, er greiddu atkvæði
með ríkisráðsfleygnum, en móti frumvarpi efri
deildar. Hvað sem þeim annars kann að hafa
gengið til, þá geta þeir ekki framrni fyrir
þjóðinni gert neina aðra grein en þessa fyrir
því háttalagi, að spyrna á móti jafn-þýðingar-
miklum rjettarbótum, sem þeim, er buðust í
sumar.
Og hvernig ættu svo sömu mennirnir að
greiða atkvæði með þeirri „orðabreyting“ á
stjórnarsrránni, að ráðgjafinn skuli mæta á
þingi? (Meira).
Útlendar frjettir.
Khöfn 20. sept. 1897.
Frá Miklagarði.
Loks er kallað, að stórveldin sje búin með
friðarfrumspjöllin (á laugardaginn var). Grein-
ir þeirra 10 að tölu, en um tvær þeirra, 2. og
6., náðist ekki fullt samkomulag, og þó varða
þær skuldalúkninguna og burthald Tyrkja úr
Þessalíu, eða hver frestur skal á kveðinn. Hjer
munu Tyrkir og Grikkir eiga að hitta sam-
I komulagið, en takist það ekki, skal ágrein-
ingurinn koma í gerðarnefnd, sem stórveldin
setja. Um nýju skipunina, sem Krítarbúum
var heitin og sjálfsforræði skyldi varða, er
sjaldan talað, en blöð Tyrkja minna að eins á
rjettindi soldáns.
Friðarhorfið.
Þó Evrópublöðin hafi látið misjafnt yfir
samfundum höfðingjanna, ekki sízt þeirra
| Rússakeisara og Faures, virðist nú sem flest
þeira vilji fallast á og trúa því, sem höfðingj-
arnir segja um traust sitt á langvinnum frið-
artímum í álfu vorri. Slíkt hljómáði í skál-
arræðum þeirra Vilhjálms keisara og Ítalíu-
konungs í Homburg, en þar hittust þeir við
hersýning eða herdeildaleika og fóru af þeim
frægilegar sögar um framgöngu hermannanna
og snarræði foringjanna. Mörg blöð sögðu
þar vottað, hvernig herinn þýzki bæri af her
annara þjóða, en bættu við um leið, að
í því væri líka mesta trygging friðarins fólg-
in. —
Það fylgdi líka sögunum af fundi þeirra
konungs og keisarans, að Umbertó konungi
hefði tekizt að koma vini sínum í þýðara þel
gagnvart Englendingum.
Danmörk.
Afmælishátíð drottningarinnar var fjölsótt
af niðjum þeirra konungs venzlaliði. Þar á
meðal var prinsinn af Wales. Meðal gjafa
skal nefna samskotafje á 16,000 króna til
barnaspítalans, sem við drottninguna er kennd-
ur.
Svíar og Normenn
Nú í Stokkhólmi miklir dýrðardagar, er
tignarafmæli konungs er fagnað með svo fögr-
um hátíðarhöldum, frá 17.—23. þ. m., sem
Svíum er lagið að hafa þau frammi öðr-
um fremur. Stórmikil aðsókn tiginna manna
í Stokkhólmi frá öllum ríkjum, stórum og smá-
um, einnig frá Asíu. Svo tekur hið sama við
í Kristjaníu að fám dögum liðnum.
Vinstrimönnum Norðmanna vegnar jafnt
betur við kosningarnar, og allar líkur þykja
til, að þeir komi frá kosningum betur liðaðir,
eða með meiri yfirburðum atkvæða en sein-
ast.
England.
Englendingar hafa orðið að halda allmiklum
liðsafla til útnorðurjaðarsins á Indlandi, en
nú er bilbugur kominn á uppreisnarmenn, og
eptir seinustu viðureignir tóku þeir að hverfa
undan upp í skörð og torfærur. Höfðingjar
Indlands hafa boðið Englendingum sveitir sín-
ar til liðs og fylgdar og látið það allt í tje,
sem ferðum flýtti. í Afríku hefir sóknum á
hendur falsspámanninum eða kalífanum af
Omdurman miðað vel fram, er mikill bær við
Nílá, Berber að nafni, er nú á valdi Englend-
inga og sóknarliðsins. En hjer er mikið eptir
að vinna, er kalífanum skal stökkt frá Om-
durman og Khartum, eða rekinn suður til átt-
haga sinna (Kordófan), en liðar hans harðvít-
ugir og hinir illvígustu, og skipa mikinn
afla.
Þýzkaland og Austurríki.
Frá báðum ríkjunum margt borið af ágrein-
ingi þingflokka, sem ráðherraskiptum geta
valdið. I Austurríki er það þjóðernisrígurinn
með Þjóðverjum og hinum slafnesku þjóðflokk-
um, sem á nýja leið hefir harðnað til mestu
muna. Vjer látum beðið nýrra tíðenda eptir
þinggöngurnar og kosningarnar til samríkis-
deildanna í Vín og Buda-Pest.
Frá Cuba.
Sú fregn kom þaðan fyrir skömmu heldur
flatt upp á Spánverja heima, að uppreisnar-
menn hefðu unnið þá borg í Santjago, aust-
urhjeraði eyjarinnar, er Victoria de las Tunas
heitir, og kallast ein af beztu vígstöðvum ey-
landsins. Rætist það, sem seinna hefir bor-
izt, að uppreisnarmenn skipi þar landsstjórn,
þykja miklar líkur til, að Bandaríkin í Norð-
urameríku lýsi þá löghæfa stríðsheyjendur.
Hins vegar við búið, að stjórnin á Spáni auki
á ný her sinn þar vestra, og sparist ekki til
nýrra mannfórna til að endurvinna borg-
ina.
Smapistlar
til ungra fátæklinga.
Eptir Árna Pálsson frá Narfakoti.
III.
>Verib eklci
manna þrælar«.
Aumara ástand er naumast til, en að vera þrœll
annara manna, eins og það orð er haft í vana-
legri merkingu. Það vita allir, að þrælar höfðu
ekki meira frelsi en vanaleg húsdýr og voru að
öllu leyti á valdi eigendanna. Eitt af mikilvæg-
ustu mannúðarframförum þessarar aldar, er án efa
áfnám þrælahalds og þrælasölu um hinn mennt-
aða heim.
En þrælar eru i rauninni allir þeir, sem ekki
hafa fullt vald yfir sjáfum sjer, — ekki einungis
þeir, sem sviptir eru sjálfsforræði vegna þess þeir
hafa eigi getað »hjálpað sjer sjálfir®, heldur einn-
ig þeir, sem á einhvern hátt hafa að meira eða
minna leyti misst vald yfir eigum sinum, athöfn-
um og — orðum. Já, þá eru nú fleiri þrælar á
meðal vor en margur ætlar.
En það þykir ef til vill úþægilegt orð þetta.
Það lætur nokkuð illa i eyrum, að vera þræll.
0g í rauninni er það mesta niðurlægingarorð,
sem til er. En er það ekki ófrelsi, er það ekki
þrældómur, að vera svo skulabundinn með eigur
sínar, að hafa i rauninni engin ráð yfir þeim?
Er það ekki ófrelsi, er það ekki þrældómur, að
hafa ekkert að segja í þeim málum, er bemlínis
snerta sjálfan mann, fremur en stórglæpamaður
hefir atkvæðisrjett i liæstarjetti í sínu eigin máli,
vera sviptur almennum kosningarrjetti og kjör-
gengi, vegna fjeleysis, hvað sem hæfileikum líður
að öðru leyti? Er það ekki ófrelsi, er það ekki
þrældómur, að standa fyrir dómstóli hreppsnefnd-
ar, þegar hún dæmir rjett að vera: »Þú skalt nú
fara hingað, konan þín þangað, þessi krakkinn
hingað, þessi þangað® o. s. frv.? Hlutaðeigandi
hefir ekkert að segja, fremur en »sauður til slátr-
unar leiddur*.
»Ekki dugar að deila við dómarann«.
Auðvitað megum vjer vera þakklátir löggjafan-
um fyrir þá mannúð, að láta þurfamanninn ekki
verða hungurmorða. Og mjög mikilsvert er að fá
lán, þegar á liggur, til lífsbjargar eða til arð-
amra fyrirtækja. En þetta ættu menn að forð-