Ísafold


Ísafold - 06.10.1897, Qupperneq 3

Ísafold - 06.10.1897, Qupperneq 3
287 ast í tima eins og heitan eld, með skynsamlegri fyrirhyggju, svo þeir eigi á hættu að missa hin mikilvægustu mannrjettindi. Ungi maður! Gleymdu því aldrei, að fyrsta krónan, sem þú tekur til láns, er fyrsta sporið til ófrelsis, til þrældóms. En fyrsta krónan, sem þú leggur í sparisjóð, er fyrsta sporið til auðs og hagsældar. Ef þú vilt verða nýtur meðlimur þjóðfjelagsins, þá reyndu að safna fje, á sóma- samlegan hátt. Ef þjer tekst það ekki á yngri áium, þá forðastu eins og sjálfan dauðann að hugra um hjúskap og búskap. Uað munu vera sjaldgæfar undantekningar, að sá, sem engu safn- aði eða jafnvel vafðist í skuldum meðan hann var vinnumaðnr eða lausamaður, hafi komizt sóma- samlega af í búskapnum. Og það er eðlilegt. Það *er ekki að húast við, að sá, sem naumast getur sjeð fyrir sjálfum sjer, sje fær um að sjá fyrir konu og börnum. Hafðu það ávallt hngfast, að hleypa þjer ekki i skuidir. Þær eru hin þyngsta þraut, ef þú get- ur ekki borgað þær á rjettum tíma. Jeg skal setja hjer dæmi þjer til viðvörunar, af manni, sem jeg þekki mjög vel. Það er líklegt, að minni skuldafreistingar mæti þjer en þeim manni; því aldarandinn hefir tekið miklum breytingum undanfarin ár. Það var nokkuð ginnandi, þegar öreigum bauðst ótakmark- að lán til hvers sem var. Maður þessi byrjaði búskap 1880 með lítil efni; þó alveg skuldlaus. Næstu árin var afli allmikill, verzlun hin fjörugasta og lif og fjör í öllu. Þess vegna rjeðst maður þessi í að byggja allstórt í- húðarhús úr timbri, að miklu leyti af lánum. Og í von um að geta borgað skuldirnar hið bráðasta, jók hann sjávarútveg sinn með ærnum kostnaði. En þá komu aflaleysisárin alræmdu, 1884—1886, þegar allur þorri manna i hans bygðarlagi lifði á hallærislánum og útlendu gjafafje. Með þessu, samfarandi veikindum og vaxandi ómegð, komst hann í þá skuldafjötra, er siðan hafa þvingað hann meira en allt annað, því hann ann frelsi, en hatar öll þrældómsbönd. Látið yður þessa manns dæmi og önnur því um llk að varnaði verða. Hafið það fyrir fasta reglu, að eyða ekki aflanum fyr en hann er feng- inn. Hleypið yður ekki í skuldir. Yerið skil- visir í öllum viðskiptum. »Verið ekki manna þrælar«. Kappkostið að lifa frjálsir og öllurn ó- háðir til æfiloka. »Thyra«, strandferðaskipið; kapt. Ryder, kom hingað í fyrra kveld norðan um land og vestan, með full 300 farþega. Dannebrogsmaður. Um leið og þeir sira Valdimar og Torfi skólastjóri i Olafsdal urðu ridd- arar, 1. f. mán., hefir Ballgrimur hreppstjóri Jóns- son á Staðarfelli i Dalasýslu orðið dannebrogs- maður. Fjártaka og kjötverð. Hjer í Reykjavík er nú kjötverðið (af sauðfje) 12—16 a.; innan úr 75—125 a.; gærur 22 a. pundið og mör 20 a. Borgfirzku kaupmennirnir boðuðu markaði upp á 6—10 aura verð á pundinu í fjenu á fæti en 10—14 a. kjötverð. Við því leit enginn. Höfðu þeir þá ekki önnur ráð, en að hætta við þá kaup- mennsku og boðuðu nýja markaði, með gamla laginu, ákveðnu verði fyrir kindina: S'/a—9 kr. veturgl., 8'/a—10 kr. fyrir geldar ær, 10—12 kr. tvæv. sauðir og 12—15 kr. þrevetra. Þriðjung til helming með peningum. Þeir markaðir hafa verið vel sóttir. Barnaskólinn nýi eða fyrirhugaö'i, hjer í Reykjavík, er ekki alveg víst að verði lát- inn standa á lóð Jakobs heit. Sveinssonar. Það er talað um, að lóðarkaupin verði ef til vill látin ganga til baka, eptir sameiginlegri ósk beggja kaupanauta, og skólanum fengið hússtæði í túni skammt þaðan, þar sem enn rýmra yrði um hann og jarðvegur harðari og þurrari. Hann ar bj'sna-blautur á sunnan- verðri lóð Jak. Sv., en ekki hægt að hafa skólann á henni norðanverðri nema að rífa húsin, og þá verður hússtæðið bysna-dýrt frá upphafi. Það er mjög mikilsvert að fá þurrt og gott hússtæði fyrir skólann, með nógu útrými og vel við sól, en þó neyðarrúrræði að færa sig með hann til þess í útjaðra bæjarius. En tak- ist að fá slíkt hússtæði sæmilega nærri miðj- um bæ, án ókosta þeirra, er lóðin fyrir sunn- an kirkjuna hefir að sumu leyti, þá væri það mjög svo æskilegt, allra helzt ef það fengist þar að auki með betri kjörum. Jarðarför ekkju Jóns sál. í Hliðarhúsum á að fara fram á laugardaginn kemur kl. 11 ‘/a. Magnús Magnússon, B. A. frá Cambridge, tekur að sjer kennslu í ENSKTJ hjer í bænum í vetur. — Þeir, sem sinna vilja þessu, snúi sjer til kaupm. Ben. S. Þórarinssonar, Laugaveg 7. Samúel ölafsson Vestuixðtu 55 Reykjavík pantar fyrir þá sem óska, sterkar og fallegar peningabuddur úr leðri með nafnstimpli 1 lásnum, fyrir 4 kr. Brjefaveski úr leðri, með stimpla í lásnum 4,30. Nafnstimpla af mörgum gerðum, sterka og endingargóða, fyrir 0,80 til 3,60. Þeir, sem skrifa mjer pantanir, verða að senda alla borgun ásamt burðargjaldi fyrir fram. Miðdegismat, ZtZ' selur Hússtjórnarskól inn. Iðnaðarmannahúsið- hmgangur á norðurhlið. Hólmfríður Gísladóttir kennslukona skólans. Sigríður Eggerz í Glasgow selur fæði um lengri og skemmri tím*,, eptir því sem óskað er. A saina stað geta stúlkur fengið húsnæði. Uppboösaug'lýsing. Föstudaginn 8. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð sett og haldið á verzlunar- lóð kaupmannanna H. Th. A. Thomsens og W. Christensens og þar selt tómir kassar tunnur og fl. Sölrskilmálar verða birtir fyrir fram. Bæjarfógetinn í Rvík, 2. okt. 1897. Halidór Danxelsson. A1 d a n. Hjer með auglýsist, að þeir sem sækja vilja um styrk úr »styrktarsjóði skipstjóra og stýri- manna við Faxaflóa«, verða að hafa sent bón- arbrjef þar að lútandi, stíluð til stjórnar Öldu- fjelagsins, fyrir lok nóvembermán. þ. á. Styrkurinn veitist einungis fjelagsmönnum Öldufjelagsins, þegar þeir sökum veikinda eða ellilasburða • eru hjálparþurfar. Sömuleiðis ekkjum þeirra og eþtirlátnum börnum, sem hjálpar þurfa sjer til framfæris. Reykjavík, 4. október 1897. Stjórnin. Með því að jeg tileinka eignarjörð minni, Mel í Staðarsveit í Snæfellstiessýslu sker þau 3 að tölu fyrir landi jarðarinnar, sem kölluð eru Alasker, banna jeg hjer með hverjum og einum að skjóta sel eða veiða á tjeðum skerj- nm eða kringum þau án míns leyfis, og mun jeg framfylgja banni þessu að lögum gegn þeirn, sem kunna að brjóta á móti því. Reykjavík 1. október 1897. Sigjús EymundS'On. Siptafundur í dánarbúi Kristjáns verzlunarmanns Guð- mundssonar verður haldinn á skrifstofu bæjar- fógeta laugardaginn 13. nóvember kl. 12 á hád., og verður þá lögð fram skrá yfir skuld- ir búsins og yfirlit yfir efnahag þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík 2. október 1897. Halldór Daníelsson. Óútfifenfrin liross úr Arnakróksrjett 21. þ. m. 1. Bleikskjóttur hestur, 3 v., mark: heilrifað h. 2. Jarpur hestur, 2 v., mark: bitar 2 fr. h.; fjöð- ur a. v. 3. Rauðblesóttur hestur, 2 v., mark: hangfjöður a. v. 4. Jarpur hestur, 2 v., mark: sneitt fr. v. 5. Brún hryssa með folaldi, mark: blaðstýft a. h. 6. Mósótt hryssa með folaldi, sama mark. 7. Jarpskjóttur hestur, 3 v., mark: stýft h.; sneitt fr. v. 8. Rauðgrár hestur, 2 v. mark: stýft, fjöður fr. h.; stýft, fj. fr. v. 9. Gráskjótt hryssa, 1 v. mark: sneiðr. fr. h.; sneitt fr., biti a. v. 10. Brún hryssa, 2 v., mark: stig og fjöður a. h.; tvístýft a. h. 11. Rauð hryssa, 2 v., mark: 2 fj. a. v. 12. Brúnn hestur, 2 v., mark: sneiðr. fr. v. 13. Mósóttur hestur, 2 v., mark: heilrifað h.; biti fr. v. 14. Rauður hestnr, 1 v., mark: biti a. v. 15. Grá hryssa, 2 v., mark: gagnfj. h. 16. Rauð hryssa, 1 v., mark: bitar 2 fr. h. Hross þessi verða i geymslu í 3 vikur á kostn- að eigenda, og síðan seld við uppboð, ef eigend- ur gefa sig eigi fram fyrir þann tíma. Alafossi í Jlosfellshrepp 25. sept. 1897. Björn Þorlákssoii. Undirrituð tekur að sjer að veita ung- um stúlkum tilsögn í ýmsum hannyrðum. Sopliía Finsen. Hjer með gjöri jeg það vitanlegt, að herra bók- haldari Olafur Runólfsson hefir fullmakt frá mjer til að taka á móti húsaleigu af húseign minni nr. 26 við Laugaveg, sömuleiðis að borga helztu gjöld af sömu húseign og er hann því öllu ráðandi hvað reikningum við kemur fyrir mina hönd af tjeðu húsi og verða því allir að snúa sjer til hans, sem vilja fá þar húsavist. Laugaveg nr. 26, 29. septbr. 1897. Sigurðlll• Eriendsson. Skiptafundur i dánarbúi Sigurðar Hannssonar á Grund verð- ur haldinn mánudaginn 1. nóvember næstkom- andi á bæjarþingsstofunni kl. 1 á hád. og verður þá lögð fram til yfirskoðunar skrá yfir skuldir búsins og yfirlit yfir efnahag þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík 2. október 1897. Halldór Daníelsson- Jeg undirskrifuð tek að mjer kennslu í hann- yrðum og guitnrspili. Halla Waage. Gott ísl. smjör fæst ætíð hjá C. Zimsen.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.