Ísafold - 16.10.1897, Page 2
298
eru svo gullfalleg náttúrukvæði, svo þ/ð, inni-
leg og blátt áfram, að þau standa vafalaust
jafnfætis því bezta, sem til er í þeirri grein
á vora tungu. Vjer bendum t. d. á »Vor-
kvæði«; þar er þetta niðurlag:
»Eyjan vor er aungum köld,
er þú (o: vorið) brosa lætur
hennar morgna, hennar kvöld,
hennar ljósu nætur.
Hún á okkar heita hlóð,
hún hefur okkur borið
til að elska lif og ljóð,
ljósið, frelsið, vorið».
Það mun óhætt að fullyrða, að hvar sem höf.
keniur að náttúru Islands, lifandi og dauðri,
þar segir hann eitthvað fallegt, sem hvert barn
hefði gott af að læra og muna alla sína æfi.
Þau kvæði eru því miður ekki mörg, en af
þeim fær bókin sitt gildi. Og það er einkenni-
legt, skyr bendiug um það, hvernig skáldgáfu
höf. er farið, hve miklu ljettari og ljósari þau
kvæði eru og að öllu betur frá þeim gengið
en ádeilukvæðunum.
Eitt kvæði verðum vjer að nefna, sjerstakt í
sinni röð: »Elli sækir Grím heim«. Það væri
ómaklegt og illa farið, ef það týndist nokkurn
tíma úr íslenzkum bókmenntum.
Það er sagt að engin rós sje án þyrna. Það
eru til rósir í ljóðabók Þorsteins Erlingssonar
og þær hinar pryðilegustu. Þeim fögnum vjer
og — verðum að sætta oss við þyrnana.
Skipting
Kjósar- og Gullbringsýslu
i tvö sýslufjelög;.
Þegar skipting Kjósar- og Gullbringus/slu í
2 syslufjelög kom til umræðu síðastliðið vor
í syslunefndinni, börðu fulltrúarnir úr suður-
hreppunum við ókunnugleika sínum og eink-
um hreppsbúa sinna á málinu, og þóttust því
eigi geta að svo stöddu greitt atkvæði. Af
þessum orsökum skal jeg leyfa mjer að sk/ra
þetta mál lítið eitt fyrir s/slubúum og fyrir
alþingismönnum seinna meir, ef málið skyldi
þangað koma.
Þrisvar hefir þetta s/sluskiptingarmál verið
borið upp á alþingi, en átt þar þeim forlög-
um að sæta að falla, ólíkt öllum samkynja
málum. Því verið barið þar við, að málið væri
óundirbúið.
Arið 1893 á haustfundi var kosin nefnd úr
s/slunefndinni til að búa málið undir alþingi,
svo að undirbúningsleysi yrði eigi um kennt.
1 3 ár stóð sú nefnd, án þess að hafa starfað
nokkurn hlut. I fyrra haust var nefnd kosin
að nyju og í hana kosnir þeir Guðmundur
Magnússon í Elliðakoti, Gunnlaugur Briem og
Þorlákur í Fífuhvammi. Gunnlaugur sál. gat
eigi tekið þátt í nefndarstörfum sökum sinna
langvinnu veikinda síðastliðinn vetur. Hinir
2 nefndarmeunirnir komu með álit sitt á vor-
fund, sem svndi ljóslega, hversu óhagfelt það
væri, einkum fyrir Kjósars/slu, að s/slan öll
væri eitt s/slufjelag; en, eins og jeg hefi áður
sagt, var engin ályktun gerð um málið. Þetta
er nú saga málsins hingað til, stuttlega sögð.
Um efni málsins er það að segja, að 8
syðstu hreppar syslunnar lifa mestmegnis á
sjávarafla, en 3 nyrztu hrepparnir mest á
landbúnaði, og hinn 4., Seltjarnarneshreppur,
að nokkru leyti.
Af þessu leiðir, að atvinna og þar af leið-
andi hagsmunir suður- og norðurhluta s/sl-
unnar eru ólík og geta einatt komið í bága í
s/slunefndinni. Suður-brepparnir hafa jafnan
sitt mál fram, er þeir vilja, eins og gefur að
skilja. Norðurhrepparnir eiga það undir góð-
vild hinna, hverju þeir fá framgengt.. Eitt mál
má nefna sem dæmi upp á jöfnuðinn. Norð-
urhrepparnir 4 borga meira til gufubátsins
»Reykjavík« en 8 suðurhrepparnir. En bát-
urinn kom þó að eins einum 4 sinnum í
Kjósarsyslu í sumar og það einungisá 1 stað,
en fór eitthvað nær því 30 sinnum til suður-
hlutans og kom þá jafnan á marga st.aði í
Gullbringus/slu.
Til dæmis um, hversu það er ófallið og
getur jafnvel verið skaðlegt, ef svo vill til
sökum ólíkra atvinnuvega, að norður- og suð-
urhlutinn sjeu eitt s/slufjelag, skal jeg nefna
neta- og fiskilóðasamþykktarmálið, sem víst er
að fekk framgang í s/slunefndinni fyrir at-
kvæði syslunefndarmannanna úr Kjósars/slu.
Jeg skal engan dóm leggja á það, hvort þess-
ar samþykktir hafa á sínum tírna verið eðli-
leg tilraun til að reyna að rjetta við fiskiveið-
arnar í sunnanverðum Faxaflóa, en það sjá
allir, að ekki er rjett að menn úr Kjósars/slu,
sem ekki kom það mál við, sjeu að fjalla um
og koma fram þ/ðingarmiklum atvinnumálum,
sem eingöngu snerta Gullbringus/slu.
Hvað fjárhagshliðina snertir, þá leiðir það
af gjaldstofnunum, sem eru lausafjár- og fast-
eignarhuudruð, að syslusjóðsgjaldið lendir að
miklum hluta á norðurpartinum, og er hlut-
fallið þannig, að þegar 20 aurar koma á
hvern mann í 4 nyrztu hreppunum, nefnil.
Kjósars/slu og Seltjarnarneshreppi, koma 7
aurar á mann í 8 hinum syðstu.
Fjórir nyrztu hrepparnir borga því hærra
syslusjóðsgjald en 8 hinir. Það er með öðrum
orðum, að 1600 manna, sem eru í norður-
hreppunum, láta meira til s/slusjóðsins en
rúmar 4000, sem eru í syðstu hreppunum.
S/sluvegagjaldið kemur aptur alveg jafnt
niður, ef því er jafnað á hvern mann í allri
s/slunnijmásjá af því, að taia verkfærra| mannaí
hlutfalli er jöfn við fólkstöluna, eins í sjávar-
og sveitahreppum s/slunnar. En jöfnuðurirm
fer raunar nokkuð út um þúfur, þegar farið
er að verja gjaldinu til vegabóta. Hin síð-
ustu 4 árin hefir sysluvegagjaldið í Kjósar-
syslu verið 1044 kr., en ekki hefir fullum
helmingi, að eins 500 kr., verið á þessum ár-
um varið til vegabóta þar i syslunni; hitt
hefir gengið til vegabóta í Gullbringusyslu.
Jeg get nú ekki láð Gullbringus/slubúum,
þó að þeir vilji ekki slíta fjelagsskapinn við
Kjósars/slu, fyrst þeir hafa dálítinn peninga-
legan hag af sambandinu; en eptir því hefi
jeg heyrt Kjósars/slubúa vonast af þinginu,
ef málið skyldi einhvern tíma komast þangað
á n/jan leik, að þar verði eins tekið tillit til
hags Kjósarsyslubúa, þó að þeir aldrei nema
liíi á landbúnaði, eins og Gullbringus/slubúa.
Reynivöllum 8. október 1897.
Þorkell Bjarnason.
Hersbipið »Heinidal« fór alfarið hjeðan í
fyrri nótt til Kaupmannabafnar.
Gufubáturinii »Reykjavik« fór í nótt af
stað til Mandal, að afloknu ferðalagi sínu hjer í
sumar, við góðan orðstlr. Kemur aptur i vor og
annast, sama ferðalag að sumri, að öllu forfalla-
lausu.
Veðrátta hæg og spök um þessar mundir,
hreinviðri, en kalt, heldur; hrím á jörð á hverjum
morgni. .
Messufall á morgun i dómkirkjunni, vegna
þess, að verið er að mála hana innan.
Alþýðuíyririestrar Stúdentafjelagsins byrja
á morgun. Hjeraðslæknir Guðin. Björnsson flyt-
ur fyrirlestur um berlclaveikina (tæring m. m.)
Sýslumaöur er settur í Skagafjarðarsýslu
frá 1. þ. m. Eggert Briem yfirrjettarmálfærslu-
maður.
Aukalæknir settur frá 1. þ. m. í Breiðdals-,
Beruness- og Geithellnahreppum læknaskólakandi-
dat Olafur 'ihorlacius.
Takiö eptir!
Ijósmyndastofan
i Adalstræti
er opin hvern dag frá kl. 12—2 e. m.
Myndir eru að eins teknar á ofan-
greindum tíma-
Árni Thorsteinson.
Ollum þeim, sem með návist sinni heiðruðu
jarðarför minnar elskulegu móður, hinn 9. þ.
m., og á annan hátt hafa s/nt mjer hluttekn-
ing sína í minni miklu sorg, votta jeg hjer
með mitt innilegasta þakklæti.
Reykjavík 14. október 1897.
Guðný Jónsdóttir.
Stofa fæst leigð með öllum hús-
gögnum, fyrir einhleypan mann, á góðum
stað í bænum. Ritst. vísar á.
W. Christensens verzlun
í Reylíjavík
selur álnavöru með 15% afslætti
móti peningaborgun út í hönd,
ef keypt er í einu minnst
10 álnir.
Hjer með eru kaupmenn og verzlunarstjór-
ar hjer í bænum, sem vilja selja fátækra-
nefndinni nauðsynjavörur handa þurfamönnum
í vetur, beðnir að senda hingað tilboð sín fyr-
ir 25. þ. m.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 15. okt. 1897.
Halldór Daníelsson.
Undirritaðan vantar jarpan fola, valcran,
mark: (granngert) biti fr. vinstra, lítil stjarna
í enni.
Reykjavík 15. okt. 1897.
Jóhaim Þorkelsison.
Dökkjarpur reiðhestur, nærri skol-
brúnn, hausstiggur, mark: standrjöður framan
vinstra, ójárnaður á 3 fótum, tapaðist fyrir
nokkru úr vöktun í Miðdal í Mosfellssveit. Finn-
andi skili til undirskrifaðs gegn góðri þóknun.
Reykjavík 12. okt. 1897
Björn M. tílsen, rektor.
JBraiidassurance Compagni
for Bygninger, Varer, Effeoter, Creaturer og
Höe &c., stiftet 1798 i Kjöbenhavn, modtag-
er Anmeldelser om Brandforsikring for Sysler-
ne Isafjord, Bardastrand, Dala, Snæfellsnes, og
Hnappadal, samt meddeler Oplysninger orn
Præmier &c. Islanske Huse (bæir) ontages
ogsaa i Assurance.
N Chr. Gram.
»LEIÐARVISIR TIL LÍFSABYRGÐAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.med. J. Jónas-
sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggj^
líf sitt, allar nausynlegar uppl/singar.