Ísafold - 23.10.1897, Side 1

Ísafold - 23.10.1897, Side 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.íviku. Verð árg.(90arita minnst)4kr., erlendis 5 kr.eða l’/sdoll.; borgist fyrir miðjan júli(erlendis fyrirfram). ÍSAFOLD Uppsögn (skritíeg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 23- okt- 1897- XXIV. árg.l Landskjálftahjálpin. Þakkarávarp frá Árnesingum. Á aukafundi syslunefndarinnar í Árnessyslu 30. f. m., þar sem mættu s/slunefndarmenn úr öllum hreppum sýslunnar nema einum, var það samþykkt í einu hljóði, aS votta opinber- lega í nafni syslubúa þakkir öllum þeim mörgu mönnum, er á einhvern hátt hafa stuðl- að að því, að bæta úr landskjálftatjóninu, sem nær allar sveitir syslunnar urðu fyrir meira eða minna í ágúst og september 1896, og var okkur undirskrifuðum falið að koma þessu á framfæri. Það er hvorttveggja, að sj'slunefndin telur sjer þetta heimilt, þar sem hún er sannfærð um að það er samkvæmt vilja allra sýslubúa, jafnvel þeirra, sem ekki hafa beinlínis notið hjálparinnar, hvað þá hinna, er hennar hafa orðið aðnjótandi í meiri eða minni mæli, enda finnur nefndin það eindregið skyldu sína að taka ekki þegjandi við slíkri rausnarhjálp, heldur láta það að minnsta kosti sjást í orði, sem býr í huga svo margra. En um leið og við verðum við þessari ósk sý’slunefndarinnar, þykir okkur hlýða að fara nokkrum orðum um málefni þetta til skýring- ar. Það þarf varla að lýsa því, hvernig ástatt var fyrst eptir hrunið, þar sem heita mátti að heilar sveitir lægju í rústum. Það, sem bráð- ast lá á, var, að koma upp bráðabirgðaskýlum fyrir menn og fjenað fyrir veturinn. Þetta tókst að miklu leyti, sumpart með tilstyrk góðra nágranna, sem minna skemmdist hjá, en sumpart fyrir ótrauða framgöngu og ötul- leik einstakra manna í Reykjavík, er útveg- uðu alla þá vinnuhjálp, er fengizt gat á þeim tíma. Jafnframt sendu einstakar konur og kvennfjelög fatnað handa fátækum, einkum börnum, eða þá peninga til að bæta úr bráð- ustu þörfum þeirra. I Reykjavík og nágranna- sveitum hennar voru og mörg börn tekin af jarðskjálftasvæðinu, flest vetrarlangt. Svo hóf- ust hin stórkostlegu samskot um allt land og erlendis, einkum í Danmörk, Englandi og með- al landa vorra í Ameríku. Það var hvort- tveggja, að þörfin var mikil, líklega meiri í bráðina en í matma minnum hjer á landi, enda mun svo stórkostleg og almenn hjálp vera einsdæmi, þar sem þjóð vor á hlut að. Eigi er það þó rjett að ímynda sjer, að tjónið hafi verið fullbætt hjá almenningi, þótt svo kunni að hafa orðið hjá einstaka manni; enda mátti fyrr gagn gjöra en svo hefði verið. I einu tilliti má þó segja að hagur y'msra standi betur en áður, en það er í því, að beir hafa komið upp eða eru að koma upp traustari og varanlegri húsakynnum; hefir samskotafjeð meðfram hjálpað til þess, enda mun það hafa verið beinlínis ósk margra gefenda, að gjaf- anna sæi, ef auðið væri, stað í einhverju veru- legu til frambúðar. Hafa margir haft þetta hugfast og ekki horft í að hleypa sjer í tals- verðar skuldir til þessa, því að auðvitað hafa jafuvel hin stórkostlegu samskot hrokkið skammt til þess. Munu og ý'msir hafa gjört sjer von- ir um hagfelld lánskjör úr landssjóði hjá al- þingi til húsabóta: en þær vonir hafa brugð- izt. Samskotafjeð er því eina auka-hjálpin fyrir flesta, en af því hefir þó talsverðu verið eytt til brýnustu bráðabirgðaþarfa. -- Með því að ennfremur má búast við, að það verði haft á orði, að óánægja sje yfir því, hvernig gjöf- unum hafi verið skipt, þykir einnig rjett að miunast á það. Við ætlum að vísu, að ekki kveði mikið að þessari óánægju hjá öllum þorra mauna, en hjá slíku er ekki unnt að komast að öllu leyti, því að enginn gjörir svo öllum líki. Að því er matið snertir, þá hafa matsmenn óefað að öllum jafnaði verið teknir meðal beztu manna í sveitunum, og sumir þeirra að minnsta kosti voru eiðsvarnir menn; virðist því mjög hæpið, að væna þá hlutdrægni. Hitt er satt, að farið var eptir nokkuð mis- munandi mælikvarða við matið, af því að mönnum hugsaðist ekki í tíma að bera sig saman um vissar reglur til að fara eptir; get- ur þetta valdið nokkrum ójöfnuði; en úr því var þó reynt að bæta með því að senda yfir- skoðunarmenn í flestar jarðskjálfta-sveitimar. I annan stað er því síður tilefni til að saka þá, sem gjöfunum hafa skipt, um hlutdrægni, þar sem þeir, er það gjörðu, voru valdir menn, og fóru þeir við skiptinguna eptir vissum regl- um, sem jafnt komu niður á öllum tiltölulega, svo að þar gat engin hlutdrægni komizt að. Auðvitað er það þó með öllu ómögulegt, að allt sje alrjett, því enginn er sá maður, er eigi geti missý'nzt. Og livað sem að kann að vera, eru engin líkindi til að öðrum hefði tek- izt betur. Það er því vonandi, að gefendur megi treysta því, að gjafir þeirra hafi yfirleitt komið svo rjettvíslega niður, sem við var að búast, og að þær hafi alstaðar komið í góðar þarfir. Og þrátt fyrir það, þótt allir kuuni ekki að veia allskostar ánægðir með sitt hlut- skipti tiltölulega, er þó víst óhætt að segja, að hver einasti þiggjandi er hjartanlega þakk- látur hinum veglyndu gefendum. Með þessum ummælum og athugasemdum, sem við álitum nauðsynlegt að gjöra til að reyna að koma í veg fyrir mögulegan mis- skilning eða missagnir, flytjum við því eptir áðurnefndu tilboði hugheilar þakkir allra Árnesinga öllum þeim, sem á einhvern hátt hafa átt þátt í því að bæta úr jarðskjálfta- tjóninu hjer í sýslu, hvort heldur það eru innlendir menn eða útlendir, fjelög eða ein- stakir menn, karlar eða konur, fullorðnir eða unglingar, efnaðir eða snauðir, og hvort held- ur hjálpin hefir verið fólgin í vinnustyrk, barnafóstri, fjegjöfum eða öðrum útlátum, eða þá hins vegar í öruggri forgöngu í hjálpar- viðleitninni. Við gætum nefnt ýmsa sjerstaka menn með nafni, sem öðrum fremur hafa sýnt mjög mikinn áhuga og ötulleik í hjálpseminni; en við erum nokkurn veginn vissir um, að þeir vilja síður láta nafns síns getið; þess þarf 77. blað. og ekki með. Við höfum hjer einskis manns nafn nefnt; en »Drottinn þekkir sína«. Kaldaðarnesi og Stóranúpi, 5. okt. 1897. Sigurður Olafsson, Váldimar Briem, sýslumaður. prófastur. Sinápistlar til vingra fátæklinga. Eptir Arna Pálsson frá Karfakoti. V. Hvað stendur jarðræktinni helzt fyrir þrifum á landi voru. Verið getur að sumum sýnist úrlausu þessarar spurningar vera fyrir utan verkahring vorn, fá- tæklinga. En það er missýning ein. Þótt vjer sjeum eigi lands-drottnar, leyfum vjer oss að telja oss meðal \&m\s-manna. Og ef vjer höfum rjett til þess, þá höfum vjer einnig rjett til að tala um hvert það málefni, er landinu við kemur, þvi það snertir oss persónulega. Kvikfjárræktin er atvinnuvegur flestra landsbúa og jarðræktin er einkaskilyrði fyrir henni. Mætti því ætla, að jarðrækin væri i svo miklum blóma, sem verða mætti, og að allir væru samtaka að efla hana, auka og endurbæta á allan hátt. En það er langt frá að svo sje. Hvarvetna má sjá óræktað land, -er gæti gefið ósegjanlega miklar afurðir, væri það gert að graslendi eða sáðgörð- um. Og þrátt fyrir allar framfarir, fróðleik og menntun þessara tíma, ber hið ræktaða land, sem svo er kallað, sömu einkenni sem fyrir hundruð- um ára, viða hvar. Flestir viðurkenna þó, að jarðræktin sje aðalskilyrði fyrir framförum lands- ins og velmegun þjóðarinnar. Þess vegna er mjÖg áriðandi, að finna það, sem stendur henni fyrir þrifum, og rýma því burt. Og hvað er það þá? Um það geta verið skiptar skoðanir. Frá minu sjónarmiði er það aðallega þetta þrennt: 1. Heimskuleg eigingirni einstakra jarðeig- enda. 2. Tortryggni, hugsunarleysi og leti margra leiguliða. 3. Hleypidómar almennings. Allt þetta helzt rækilega í hendur og berst með sameinuðum kröptum gegn mörgum framförum i jarðrækt, til stórtjóns fyrir land og lýð. Allir sannir vinir landsins ættu nú þegar að sameina krapta sina til að leggja þetta illþýði að velli. Jeg held það standi ekki á svo föstum fótum nú orðið, að eigi sje auðvelt að bregða þvi, svo að það standi ekki upp framar. Það hefir verið sagt um suma jarðeigendur, og þvi miðnr ekki að ástæðulausu fyr á timum, að þeir hugsuðu mest um að eignast sem flestar jarðir og fá sem mestar leigur og landsskuldir eptir þær, án tilhts til þess, hvort þær tækju framförum eða þvert á móti, — að þeir jafnvel gerðu niðingsverk, sem kallað er, á þeim leigu- liðum, sem ekki spöruðu kostnað nje tima til jarðabóta. — Yonandi á slikt sjer eigi stað nú orðið á þessum menntunar- og mannúðartima. Þó eru afleiðingarnar eptir i hugsunarhætti al- mennings. Það er eins og menn hafi megnustu ótrú á að gera nokkurn skapaðan hlut »á annara eign«, nema hirða hinar vanalegu afurðir. Væru nokkrir jarðeigendur enn með sama hug- arfari og ljetu það koma fram í atferli sinu við

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.