Ísafold


Ísafold - 27.11.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 27.11.1897, Qupperneq 2
334 Ferðaáætlun Einiskipa- útgerðarinnar. Margt hefir verið ritað um Eimskipaútgerð- ina og gjörðir farstjórnarinnar, en flest meir af kappi en þekkingu. Einkum hefir verið mikið ritað og rætt um síðustu ferðina á hinni prentuðu ferðaáætlun, og virðist því vera ástæða til að skyra frá, hvernig þessari breytingu á ferðum Vestu sje varið. Eins og kunnugt er, var ferðaáætlun aðal- skipsins breytt þannig, að »Vesta« var látin iara tvær ferðir milli Islands og útlanda, í stað þess að fara eina ferð milli landa og kringum landið, Ástæðurnar fyrir þessari breytingu eru n.argar. Meðal annars má geta þess, að reynslan frá fyrra ári sýnir, að þessi upphaf- lega ferð var mjög lítið notuð og hafði mjög mikinn tekjuhalla í för með sjer. En skipið á ekki að eins að sigla kringum landið til að prvða hafnirnar með engan farm og einn eða tvo farþega; það á að leita þang- að, sem það getur gert mest gagn fyrir land- ið, þangað sem veruleg þörf er á jafn stóru og hraðskreiðu skipi. Landbúnaðurinn á heimting á, að tillit sje einnig tekið til þarfa bændanna til skipaferða; en hvað er það, sem bændur þarfnast meir á haustum og hafa meiri hagnað af en að fá hentugar og ódyrar ferðir með stóru og hrað- skreiðu skipi fyrir fje það, sem þeir senda til útlanda fyrir sinn reikning? Ekki s/zt þetta ár, þar sem stórkostleg breyting hefir orðið á þessari fjársölu, landinu til meiri ó- hamingju í framtíðinni en flestum mtn vera ljóst, og einmitt þetta ár, þar sem ekki hef- ir verið hægt að fá nóg önnur hentug skip til þessara flutninga. Jeg held því hik- laust fram, að skipið hefir aldrei þarfari ferð- ir farið fyrir landið en einmitt þessar ferðir í haust. Skipið hefir alls ekki verið laxgt þeim Zöll- ner og Vídalín. Það hefir farið þessar ferðir algjörlega fyrir reikning Eimskipaútgerðarinn- ar. Eimskipaútgerðin borgar leigu af skip- inu, skipsútgjöld, hafnagjöld, kol o. s. frv. og tekur farþega og farm íyrir eigin reikning. Bændur borga tiltekið farmgjald fyrir hverja kind, og ætli það sje ekki fullt eins rjett að veita íslenzkum bændum ód/ra fragt á því, sem þeir purfa að senda, með góðu skipi, eins og að veita einstökum kaupmönnum ódyra fragt fyrir alls konar vörur, sem hægt er að senda með hvaða skipi sem er ? Ferðaáætlunin fyrir þessar ferðir er auk þess beinlínis í samræmi við þá ferðaáætlun, sem samgöngunefndin lagði fram á alþingi 1895, um leið og hún samdi lögin. Enn íremur var þetta mál borið undir samgöngumálanefndina í sumar, og var hún eindregið meðmælt þess- ari breytingu. Farstjórnin hefir samið þessa ferðaáætlun og landshöfðingi látið í ljósi, að hann væri ekki á móti því. Hvernig geta menn þá heimtað fleiri skilyrði fyrir því að ferðir aðalskipsins sjeu löglegar? Nú segja menn, að þegar skipið fari frá Is- landi til Frakklands, þá fari það ekki kring- um landið. Þetta er mikið rjett. Það getur ekki farið hvorttveggja í einu, þótt lands- skip sje. Það hefir verið auglyst í tæka tíð, fyrir nál. 4 mánuðum, að aðalskipið fari eJcki þessa ferð kringum landið. Farstjórnin hefir heimild til að fella burt einstakar ferðir og láta ekkert skip koma í staðinn, þegar það er auglýst í tæka tíð. Nú hefir þessi ferð samt ekki fallið alveg burt. Samkvæmt lögunum hefir verið tekið á leigu aukaskip, og það hefir verið látið þræða sem næst hina prentuðu ferðaáætlun fyrir áttundu ferðina. Það getur enginn efi verið á því, að farstjórnin hafi heimild til að leigja aukaskip, þegar um 20,000 króna fragt er að ræða, og það getur enginn haft á móti því, að aukaskipið fari í kringum landið. Um stærð og útbúnað á aukaskipinu eru engin ákvæði í lögunum. En eins og kuun- ugt er, var leigt hraðslcreitt farþegaskip, og hefði það komið eins og til stóð, þá hefði sjálf- sagt ekkert verið fundið að þessari breytingu á ferðaáætluninni. En samningurinn var rof- inn, og það var ekki hægt að fá annað skip en »Hjálmar«. í skjölum skipsins er það beinlínis tekið fram, að skipið sje ætlað til Islandsferða með farþega, og við hina opin- beru skoðunargjörð, sem gerð var á »Hjálm- ari« þetta ár í Kaupmannahöfn, hefir eigandi fengið vottorð fyrir því, að skipið fullnægi skilyrðum þeim, sem sett eru slíku farþega- skipi í Islandsferðum, bæði hvað skipið sjálft og maskínuafl þess snertir. Skipið varð fyrir slysi á leiðinni hingað frá útlöndum, en það er ekki farstjórninni að kenna. D. Thouisen. Hvort er álitlegra? »Nýja 01din« fer meðal annars eptirfarandi orðum um stjórnarskrárbreytingar-frumvarp dr. Valtýs Guðmundssonar: »Eins og menn sjá, getur þannig ekki verið um neina teljandi liót á stjórnarhögum vorum að ræða, án þess að þetta allt, sem frv. dr. Valtýs fór fram á, eigi sjer stað. Hver ein af breytingum þeim, er dr. Vatýr fór fram á, er þannig í sjálfu sjer og skoðuð út, af fyrir sig eigi að eins þörf, heldur nauðsynleg endurhót á stjórnarfari voru. Þetta hefir vakað fyrir honnm og þeim, sem honum fylgdu að málum, og því er auðvelt að skilja afstöðu þeirra til málsins i sumar. Sjerstaklega lögðu þeir áherzlu á, að nýtur, duglegnr Islendingur, sem þekkir vel til landsins hags og mála, hefir áhuga á þeim og getur gefið sig eingöngu við þeim, getur orðið mjög þarfur og gefið málunum þann undirbúning undir þing, er þau þurfa, en fá aldrei nú af stjórnarinnar hendi; getur sparað fjarskalegan tima fyrir þing- ið og varnað krapteyðslu til ónýtis. Og þetta er allt dagsatt. Svona getur þetta verið«. Svo þaS er þá óhugsandi, að fá »neina telj- andi bót á stjórnarhögum vorum« með núver- andi stjórnarfyrirkomulagi. »Nýja 01din« viðurkennir, að ef vel sje á haldið af öllum hlutaðeigendum, geti mikilsverðar umbætur fengizt með frumvarpi dr. Valtýs Guðmunds- sonar. Nú er það engurn manni vitanlegt, að vjer eigum að sinni kost á öðru en þessu tvennu: stjúrnarskránni óbreyttri, eða stjórnarskránni með breytingum dr. V. G. Hvort er nú skynsamlegra, að aðhyllast það fyrirkomulag, sem girðir fyrir þessar umbæt- ur, eða það, sem hefir í sjer fólgna möguleik- ana fyrir að þær fáist? Allir þeir, sem á einn eður annan hátt leitast við aðspilla fyrir stjórnarskrárbreytíng- trm dr. V. G., vinna að því að halda við því fj'rirkomulagi, sem nú er. Slíkt ætti að vera alvarlegt íhugunarefni fyrir annað eins blað og »Nýju 01dina«, sem veit svo vel, hvernig ástandið er nú, og skilur svo vel, hve heilla- vænlegar umbætur geta fengizt með þeim breytingum, sem blaðið er að spilla fyrir að komist á. Ferðapistlar frá Einari Helgasyni. III. Þegar jeg hafði sjeð það, sem mjer þótti mest um vert í Jönkaupangi, fór jeg þaðan með járnbrautarlestinni viðstöðulaust til Stokk- hólms. Það er fögur leið, um stóran skóg af barrtrjám og birki. Maður býst við að eim- lestin með sínum mikla hraða komist fljótt út úr þessum skógi og á bersvæði, grundir, mýr- ar eða holt; en það bregzt. Hingað og þang- að sjer í laglega grasfláka, en þeir hverfa skjótt og skógurinn tekur aptur við. I vötn sjest nær alla leið; þegar eitt hverfur, kemur annað í ljósmál. Akurlendi eru nokkuð strjál, mest fram með vötnunum. Víða er jarðvegurinn góður og þar verða skógarnir að þoka fyrir plógnum. Þetta sumar eru akrarnir fegurstir á ræktuðu mýrlendi, og er það af þvi, að þurrviðri gengu fyrra hluta sumars. Valllendið er afgirt, og þar gengur nautpeningur laus, en sumstaðar sjest þó ein og ein kýr tjóðruð ádálítilli gras- flöt, og eru þær eign smábændanna (kotung- anna). Þeir hafa ekki svo stórt land til um- ráða, að þeir geti afgirt það og látið kýr sín- ar ganga lausar. Nýbýli eru reist í skógunum, þar sem jarð- vegurinn er ekki of grýttur. Eru þá trjen höggvin upp, ræturnar brenndar, grjóti rutt frá, jarðveginum rótað upp með reku og plógi, og tekið til að rækta hann. Svo er reist þar ofurlítið timburhús, og nýbýlingurinn flytúr sig þangað. Hús þessi líta vel út, þó að ekki sjeu stór. Flest eru þau rauð á lit, með hvít- um gluggagrindum og dyrastöfum. Úthýsið, sem stendur þar rjett hjá, er optast öðru vísi litt. Húsin eru að innan optast þrifaleg, tvær eða þrjár stofur, auk matreiðsluherberg- is. Þegar dregur norður undir Stokkhólm, ber enn meira á vötnum og akurlendi. Það hagar þannig til alstaðar í Svíþjóð, að laridbúnaðurinn er mestur meðfram vötnunum og ánum. I Stokkhólmi dvaldist jeg nokkra daga, til til þess að sjá hina fögru höfuðborg og Norð- urlandasýninguna, sem þar er haldin í sumar og mikið orð fer af. IV. Hin fyrsta Norðurlandasýning var haldin í Stokkhólmi 1866. Síðan hafa verið haldnar tvær ]' Khöfn, 1872 og 1888. Þessi sýning hefir verið lengi á prjónunum. Fyrir 17 árum var farið að ráðgera hana í ræðu og riti. Fyrir 3 árum var veitt fje til hennar og skipuð framkvæmdarnefnd, oddviti Gustav konungsefni. Eptir það var unnið að sýningunni af miklu kappi og fjöri. Nú lofa hana og víðfrægja útlendir frjettaritarar frá Rússlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Ameríku og víðar að. Sýningunni er skipt í 4 deildir: sænska, norska, danska og rússnesk-finnska. Mesta stórhýsið á sýningarsvæðinu er iðn- aðarhöllin, um 38,000 ferh. álnir á vídd; merk- isstöngin á hæsta turni hennar nær 150 álnir upp frá jörðu (50 mannhæðir), og höllin er að innan 80 álnir undir þak eða um 27 mann- hæðir. Þá er henni næst vjelahöllin, um 25,000 ferh. álnir; þá listahöllin, 2500 ferh. áln- ir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.