Ísafold - 27.11.1897, Síða 3
335
Norðurlandaþjóðgripasafnið er fegursta húsið
ú syningunni. Fiskisýningarhallir tvær, sænsk-
dönsk og norsk.
Jarðyrkjutól og önnur áhöld sá jeg hin og
þessi á sfningunni, er orðið gætu oss Islend-
ingum að góðu gagni, og mun jeg seinna gjöra
grein fyrir því. Nefni jeg í þetta sinn að
eins plóg, sem jeg sá þar, og óefað mun miklu
hentugri fyrir vova smávöxnu hesta en þeir
plógar, sem vjer höfum, og kostar hann ekki
meira en 17 kr., sendur kostnaðarlaust til
Málmhauga. En svo bætist þar við tollur frá
Svíþjóð til Dantnerkur. Ef einhver vildi reyna
þenna plóg, má skrifa til Storebro Aktiebolag
pr. Storebro, Sverige, og biðja um plóginn nr.
13, en senda verður gjaldið um leið og pönt-
unina. Annar plógur mikið góður fæst hjá
A. Jakobsen, Fraugdepr.Marslev, Danmarkjhann
heitirOriginal nr. 4 ogkostar 38 kr. Hverþessara
plóga muni vera hentugri fyrir oss, get jeg
ekki um sagt. Það verður reynslan að
syna.
Mjer sv'ndist vera nokkuð mikið af skógun-
um í kring um Stokkhólm í samanburði við
ræktaða landið, en þess er aptur að gæta, að
jarðvegurinn er víða svo grvttur, aö öll jarð-
rækt verður þar mjög kostnaðarsöm. I borg-
inni eru margir skrautgarðar, svo fallegir, að
þeir eru engu síður en þess konar garðar í
Danmörku.
Jbíjett fyrir norðan Stokkhólm er Landt-
bruksakademiens Experimentalfalt. Þar eru
gjörðar margvíslegar tilraunir í grasrækt, korn-
rækt og garðrækt og er það ein af aðaltil-
raunastöðvum (Forsöksstationer) Svía í gróð-
urrækt.
V.
Nú var ferðinni heitið norður í Norðurbotn
(Norrbotten) og fór jeg á járnbraut frá Stokk-
hólmi, fyrst norður á Gestrekaland. Þar hafa
orðið miklar framfarir í jarðyrkju á seinni
árum og líkist hún nú danskri jarðyrkju.
Eptir því sem lengra dregur norður, fer
að bera meira á kartöflurækt, en sykurrófur
hverfa.
Frá Gestrekalandi fór jeg með járnbraut,
sem leið liggur, norður í Norðurbotn. A þeirri
leið sá jeg ekki margt merkilegt, en notaði
samt tækifærið til að litast um á gistingastöðv-
unum (norður þar eru járnbrautarlestir ekki
á ferð nema um daga). Vegurinn er svo
langur, að þótt lestin færi hart yfir, þá er
hún hálfau þriðja dag frá Gestrekalandi norð-
ur í Norðurbotn. Þriggja daga ferð er frá
Stokkhólmi norður í Luleá.
Fyrsti gistingarstaðurinn er á Brekku á
Jamtalandi. Þar sá jeg mjög fallegan rúg og
býgg, og af matjurtum voru þar mest kart-
öflur og baunir sumstaðar. Enn fremur sá
jeg þar ribs, stikilsber og hindber.
Þegar kemur norður fyrir Brekku, er langar
leiðir ekkert annað að sjá en einlæga skóga,
barr- og birkiskóga. Við Angurmannaá er
mjög þjettbýlt og mikil jarðrækt, en annars
er þar skógarhögg aðalatvinna, enda rennur
eimlestin varla svo yfir nokkra á, að eigi gefi
að líta þar viðarbuðlunga og trjáfleka berast
fyrir straumi lengst ofati úr landi. Svíar eru
ósparir á trjáviðinn. Bændur hafa tóman við
í hús sín. Það er mjög algengt, að veggirnir
.eru hlaðnir upp úr heilum trjám, sem lögð
eru hvert ofan á annað og grópuð saman. Til
eldsneytis hafa þeir llka mestmegnis trjávið.
Börkinn nota þeir til litunar. Af fururótum
brenna þeir tjöru, en það mun þó naumast
vera veruleg tekjugrein. Auk þess selja þeir
ógrynnin öll af trjávið úr landi. Skógarhögg
er mikil stritvinna.
Jarðvegurinn í skógunum á Norðurlandi er
ekki góður, einkum þegar keniur norður í
Vesturbotn. Jurtagróður er lágvaxinn og mest
beitilyng; er það gott fyrir sauðfje, en kyrn-
ar eru líka hafðar á beit í þessum skóguin.
Þær litu fremur vel út, en sýndust mjer þó
ekki eiga þar fyrir miklu að gangast öðru en
skjólinu; en aðgætandi er, að á þessari leið
liggur járnbrautin um skógi vaxnar flatneskjur,
nokkuð fjarri grasgefnasta svæðinu.
Mikið er um ár á Norðurlandi og hafa þær
mikinn auð að geyma, í flestum góð veiði, lax-
veiði neðan til, sem er mjög stunduð, og
laxinn fluttur á markaði ísvarinn.
Annar gistingarstaðurinn er Vennás. Það
er dálltið þorp, á að gizka 100 íbúðarhús.
Þar var nær enga jarðyrkju að sjá, en þó
voru þar blómbeð við járnbrautarstöðina, eins
og víðast er í Svíþjóð.
Frá ÚtlÖncLum. Ekki enn fullgerður
friðarsáttmálinn með Tyrkjum og Grikkjum.
Þingkosningar í Noregi gengið vinstrimönn-
mjög 1 vil; munu hafa a/3 atkvæða á næsta
þingi.
Bretar enn í harða ófriði við fjallaþjóðirnar
á norðurtakmörkum Indlands.
Líkur til að ánýjuð verði bráðlega tilraun
til gerðarsáttmála með Bretum og Bandamönn-
um í N.-Ameriku.
Róstusamt mjög á ríkisþinginu 1 Vín.
Weyler hershöfðingi heiin kvaddur til
Spánar frá (Juba, en Blanco marskálkur þang-
að sendur í hans stað með vildari kosti handa
eyjarskeggjum, sjálfsforræðisstjórn undir veld-
isskildi Spánar.
Ríkisforsetanum í Brasilíu, Modes, veitt bana-
tilræði með skoti, en sakaði eigi. En í róst-
um, sem af því risu, var hermálaráðherra
ríkisins stunginn til bana.
Gufuskipaferðir 1898 Þær verða
eins og til stóð heldur meiri og fullkomnari,
hinar reglulegu gufuskipasamgöngur hjer næsta
ár, strandferðir og millilandaferðir, allar gerð-
ar af hiuu »sameinaða gufuskipafjelagi« í
Khöfn, samkvæmt áætlun þess, er kom nú með
póstskipinu. Þær verða 18 að tölu alls. Skip-
in, sem eiga að fara ferðirnar, eru »Laura«,
»Vesta« og »Thyra« á 'víxl, og ennfremur ó-
tiltekið aukaskip eina ferð, seint í júní.
Millilandaferðir eingöngu hingað frá Khöfn,
með viðkomust. á Skotlandi (Leith) og í Fær-
eyjum, fer »Laura« 15. jan., 5. marz, 15. apríl,
29. maí, 8. júlí, 16. ágúst, 28. septbr. og 15.
nóvbr., og bregður sjer auk þess til Vest-
fjarða 2. febr., 9,. júní og 12. október.
Fyrstu strandferð hefur »Vesta« frá Khöfn
1. marz (kemur til Reykjavíkur 28.), en kem-
ur þá ekki við á Húnaflóahöfnunum fyr en í
útleiðinui (Reykjarf. og Blönduós 9. apríl); 2,
strandferð byrjar húu 14. maí, þriðju 1. júlí
og 4. hinn 13. oktbr.; loks beina ferð til
Reykjavíkur 9. septbr., nema kemur þá við á
Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði.
Loks fér »Thyra<( 2 beinar ferðir hingað,
26. apríl og 27. júlí, og 2 strandferðir: 12.
júní (frá Khöfn) og 18. septbr.
Pófitskipið »liaura«, skipstj. Christiansen
kom hingað í gærkveldi frá Khöfn. Farþegar
þaðan kaupm. Holger Clausen og dróttstjóri Bojsen
ásamt frú hans og 3 börnum; hann tekur við for-
ustu Hjálpræðishersins hjer, 1 stað þeirra
adjut. Eriksen, er fer nú með póstskipinu aptur
og þau hjón hæði. Ennfremur frá Khöfn Edv.
Frederiksen hakari. Frá Ameriku (Chicago) kom
Guðm. Einarsson frá Flekkudal í Kjós, er vest.ur
fór í fyrra, úr latinuskólanum.
Ný lög er ekki hægt að geta um nein í þ.
hl., með því að »pakkapóstur« (með Stjórnartið.
m. m.) hefir verið ófáanlegur frá pósthúsinu til
þes a (kl. 4 siðdegis), nær fullan sólarhring eptir
komu póstskipsins; þó hægviðri alla tið siðan, þ.
e. tálmunarlaust fyrir flutning milli skips og lands.
Hvaöanæva.
Þrjá daga yfir Atlanzhaf.
Fyrir 30 árum þurfti hraðskreiðasta gufu-
skip meira en S sólarhringa til að komast
beina leið, yfit' þvert Atlauzhaf, milli Irlands
(Queenstown) og New-York; það er vanalega
miðað við þá leið, þegar mældur er ferðahraði
milli Norðurálfu og Vesturheims. En nú fyr-
ir nokkrum missirum, haustið 1894, fór gufu-
skipið Lucania (Cunard-línuskip) þessa leið á
tæpum 5'/3 sólarhring.
Eu nú í haust er verið að augly'sa 3 sólar-
hringa ferð vestur um Atlanzhaf. Það er
samt ekki að þakka nýjum eða betri gang-
vjelum eða sterkari skipum en áður, heldur
styttri leið en hinni vanalegu. Það er með
því að taka land ekki í New-York, heldur í
St-John, liöfuðborginni á Newfoundland, á
austurströnd þess. Þangað hyggja menu að
fara megi á 3 sólarhringum frá Liverpool.
Svo má núkomast með járnbraut þvert yfir eyna
Newfoundland, sem er á stærð við Island og
síðan á gríðarstórri gufuferju yfir um sundið
milli hentiar og meginlandsins, til Cap Breton,
en þaðan liggja járnbrautir í ýmsar áttir um
Ameríku.
Sjóveikum kemur vel hver sólarhringur,
hvert dægur og jafnvel hver- klukkutími, sem
sjóferðatíminn styttist.
Nœsta b!. niiðvikndag 1. desbr.
Stór og vel ræktuð, umgirt lóð er til sölu eða
leigu. Ritstj. visar á.
Þakkarávarp. Sakir veikinda minna á
næstliðnu surnri gat jeg ekki aflað vetrarfóðurs
handa skepnum mínum. Tók þá herra oddviti
Einar Arnason i Miðey sig fram um þann ó-
vænta velgjörning mjer til handa, og án þess að
hafa nefnt það á nafn við mig, að hvetja bændur
hjer i Austur-Landeyjum til, að halda lifi i
fjeuaði mínum í vetur, án nokkurs endurgjalds,
og ætti þetta ekki að vera óáminnzt opinberlega.
Yotta jeg þvi hjer með fyrst og fremst herra
Einari mitt innilegasta þakklæti, og svo öllum
þeim, sem gáfu framtakssemi lians og góðvilja
góðan róm, og óska jeg þeim öllum blessunar
hins æðsta i heyföngum þeirra sem öllu öðru í
hráð og lengd.
Kirkjulandi 29. október 1897.
Guðiuundur Guðniundsson
Mót peningaborgun út í
! hönd selur W. Christen-
! sens-verzlun á Eyrarbak.k.a
' allar útlendar vörur mikiÖ
ódýrar heldur en aðrir.