Ísafold - 01.12.1897, Side 1
Kemurútýmisteinrc siunieða
'vis v.i viku. Verð árg.(90arka
roinr)st)4kr.,erleudis5 kr.eða
1*/b doll.; borgist tyrir miðjan
júlí(erlendis fyrirtram).
ISAFOLD*
Uppsögn (skritieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda íyrir 1. október
Afgreiðslnstofa blaðsins er I
Austurstrczti 8.
XXIV. árgJi
Reykjavík, miðvikuclaginn 1. des. 1897-
85. bhið.
Með árinu
1898,
byrjar ÍSAFOLD sinn
25. árgang,
í hjer um bil
þriðjungi stærra
broti cn nú, 80 arkir í minnsta lagi, og þó
með sama verði.
Hún verður þá landsins
langstærsta
og
langódýrasta
blað eptir stærð.
Þar á ofan fá
nýir kaupendur skilvísir
ókeypis
2 árganga af
SÖGUSAFNI ÍSAFOLDAR.
fcsu Nýir kaupendur gefi sig fram
sem fyrst.
Stjórnarmál vort
í
Stúdentasamkundunni.
Brjef til Isafoldar frd Khöfn.
8. nóv. 1897.
Stúdentasamkundan (Studentersamfundet)
er allöflugt fjelag hjer í höfuðstaðnum. Þangað
safnast yfirleitt þeir menntamenn, sem hneigjast
hreytingaáttina. Það hefir með höndum /ms
lofsverð fyrirtæki, sem hafa orðið stúdentafje-
lögum í öðrum löndum til fyrirmyndar, gengst
meðal annars fyrir ókeypis kennslu fullorðinna
alþýðumanna og fyrir því að bláfátækt fólk
geti náð rjetti sínum. Fjelagið leggur og kapp
á að ræða seui flest mikilsvarðandi mál, semá
dagskrá eru meðal þjóðarinnar eða þá mennta-
manna sjerstaklega.
Stjórn þessa fjelags skoraði í haust á dr.
Valty; Guðmundsson að halda fyrirlestur um
stjórnarskrármálið íslenzka. Hann varð við
þeim tilmælum í fyrra kveld, 6. þ. m. (sama
mánaðardaginn, sem hann hafði haldið fyrir-
lesturinn í Lögfræðingafjelaginu fyrir tveim ár-
um). Mikill rómur var gerður að erindi hans,
og »Politiken« segir í grer, að rœða hans hafi
verið hæði fróðleg og fjörug. A eptir urðu
töluvcrðar umræður og tóku þátt í þeim rík-
isþingsmennirnir Octavius Hansen (hæstarjett-
armálafærslum.), Dr. Bördam og Herman Trier
(varaforseti fólksþingsins), og Islendingarnir
Bogi Melsteð og Jón Sveinbjörnsson og nokkr-
!
ir fleiri. Flestir tóku til máls optar eu einu
sinni.
Dr. Valtýr Ouðmundsson byrjaði á því að
lýsa ánægju sinni út af því, að fjelagið lang-
aði til að kynnast þessu máli nokkuð, leit á
það sem merki þess, að ml væri að vakna með-
al Dana áhugi á Islandi og íslenzkum mál-
um, sem allt of lítið hefði á borið til þessa.
Gat þess því næst, hvernig ástatt hefði verið
bæði með fjárhag landsins og annan hag þess,
þegar Danir skiluðu fjárhagsstjórninni af sjer,
og hverjar framfarir hefðu orðið síðan, sem
væru órækar sannanir fyrir því, að affarasœl-
ast vœri að láta Íslendinga sjálfa ráða sínum
málum, en ekki hina og aðra danska menn,
sem ekkert vit hefðu á þeim. Hann lýsti því
næst stjórnarástandinu, eins og það nú er, og
hverjir stórgallar væru á því, gallar, sem
hefðu orðið enn meiri fyrir þá sök, að vjer
hefðum allt af verið sviknir um sjerstakan
ráðgjafa fyrir Island, en fengið í hans stað að
eins brot úr dönskum ráðgjafa. Skýrði þvl
næst frá tildrögum stjórnarbaráttunnar og
gangi hennar, ölluni þeim stefnum og kröfum,
sem fram hefðu komið, og svo, hvernig geng-
ið hefði með málið á þingi í sumar. Enn
fremur gerði liann grein fyrir, hvernig menn
skiptust nú, eptir þing. Flokkarnir væru nú
fjórir: 1. Þeir sem þiggja vildu tilboð stjórn-
arinnar í sumar; 2. Þeir sem fylgja fram frv.
Ben. Sveinssonar; 3. Þeir sem vildu miðlun-
arstefnuna frá 1889, og 4. Þeir sem hyggðu
á fullkominn aðskilnað við Dani og samband
við Breta. Þessi síðasti flokkur væri að sönnu
fámennur, en gæti vel vaxið, ef stjórnarskrár-
baráttan hjeldi áfram í líku horfi og hingað
til. Skoraði að endingu á ríkisþingsmennina,
að styðja að því að vjer losnuðum við uúver-
andi fyrirkomulag og fengjum umbætur á
stjórnarhögum vorum — fór ekki einu sinni
fram á, að þeir styddu hans stefnu sjerstak-
lega.
Jón Sveivbjörnsson flutti röksemdir þær, er
landshöfðingi bar fyrir sig í sumar framan af
þingi um það, hvernig staða ráðgjafans yrði, ef
hann sæti í ríkisráðinu, og hjelt sömuleiðis fram
kenningunni um, að ábyrgðin yrði vegna þess
ekki annað en tál.
Oct. Hansen, hæstarjettarmálafærslumaður,
kvað allt of umsvifamikið og dýrt fyrirkomu-
lag fyrir íslendinga að hafa jarl og ráðaneyti,
sagðist ekki geta verið því meðmæltur, þótt
hann vildi unna Islendingum allrar þeirrar
sjálfstjórnar, sem þeir þyrftu með. Aleit
stefnu dr. V. G. heppilegasta; en ráðgjafinn
ætti ekki að sitja í ríkisráðiuu, og spurði,
hverjar ástæður stjórnin færði fyrir því, eða
hvers vegna dr. V. G. hefði að því gengið,
hvort það væri ekki fljótræði og hvort ekki
mundi betra að hafa þolinmæði, þangað til
stjórn kæmist til valda í Danmörku, sem
gerði ísleudingum rjett til í þessu efni sam-
kvæmt 1. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr.
stöðulaganna.
Dr. Valtýr Guðmundsson svaraði, kvað mót-
stöðu stjórnarinnar sumpart sprottna af því,
að hún vildi hafa eptirlit með því, að ísl. lög-
gjafarvaldið færi ekki út fyrir sitt valdsvið,
sumpart af því, að hún áliti, að samkvæmt
grundvallarlögunum yrðu allir ráðgjafar kon-
ungs að sitja í ríkisráðinu, svo að grundvall-
arlagábreyting þyrfti til þess, að ráögjafinn
fyrir Island yrði þar ekki. Sýndi enn fremur
fram á, að sitt frv. viðurkeundi alls ekki, að
ráðgjafinn ætti að veraþar, heldur væri þvert
á móti það atriði í 1. gr. st.skr., er hjer lsæmi
til greina, látið standa óhaggað. Þess vegna
gætu vinstrimenn, ef þair kæmust til valda,
tafarlaust kippt ráðgjafanum út úr ríkisráðinu
án nokkurrar stjórnarskrárbreytingar, og cettu
að gera það. Sín stefna væri því í fullu sam-
ræmi við skoðun 0. H.; þingflokkur sá, er
hann (V. G.) tilheyrði, viðurkeundi ekki, að
stjórnin hefði rjett fyrir sjer í þcsssu efni,
heldur beygði sig að eins fyrir valdinu um
stundar sakir, meðan ekki væri annars kostur
án þess að fara á mis við allar umbætur.
Oct. Hansen gerði sig ánægðan með þetta
svar, og varð eptir það eugiun ágreiningur
milli hans og frummælanda.
Bogi Melsteð tók upp eptir öðrum kenn-
iuguna um, að stefna V. G. miðaði að því
að færa valdið út úr landiuu. Það hefði verið
vort mesta happ, að vjer hefðum að eins fengið
brot úr dönskum ráðgjafa, því að sökum ó-
kunnugleika hans hefði landsh. fengið meira
vald í reyndinni en honum hefði verið ætlað
og getað notið sín betur. Vegurinn, sem ætti
að fara, væri hvorki landsstjóraleiðin, nje sú,
að hafa íslenzkan ráðgjafa í Kaupmannahöfn,
heldur að auka vald landshöfðingja, en ráðgj.
í lvhöfn ætti að eins að vera til þess að hafa
eptirlit með löggjöfinni og gæta hagsmuna
Danmerkur gagnvart Islandi og Islands gagn-
vart Danmörku.
(Bogi talaði svo lengi, leiðinlega og óskiljan-
lega, að menn urðu sárleiðir, hristu höfuðin og
gengu af fundi, fjöldi manns; meðal þeirra dr.
G. Brandes. Tala lians varð enn stirðari vegna
dönskuunar, og er honum þó fullstirt um
mál á íslenzku).
Octavius Hansen kvaðst hafa átt örðugt
með að skilja, hver stefna Boga Melsteðs væri.
En eptir því sem hann hafði komizt næst,
þá vildi B. M. gera embættis-»klíkkuna« í
Reykjavík sem öflugasta, en draga sem mest
úr starfsemi ráðgjafans, svo að embættismeun-
irnir skyldu geta spilað sitt laumuspil á bak
við hann. Hann kvaðst ekki geta verið með
slíku. Það væri ekki ísl. embættismenn, sem
haun bæri fyrir brjósti, heldur þjóðiti, bænd-
urnir út við ströndina og uppi undir jöklun-
um. Stöðu ráðgjafans ætti að vera svo farið,
að hann gæti leitt þjóðina til hagsældar og
blessunar, en hann ætti ekki að vera neiim
eptirlits-jábróðir (kontrollerende Nikkedukke)
fyrir ísl. embættismenn. Hann ætti að vera
aðalleiðtoginn; til þess væru ráðgjafar; og svo
ætti þingið fyrir þjóðarinnar hönd að hafa á-
hrif á hann og hann að hafa ábyrgð fyrir því